Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 67
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 67 Meðlagsgreiðendur! Vinsamlegast gerið skil hið fyrsta og forðist vexti og kostnað        ●    ●    ●   ●    ●  !"#$ # ● #% &&  ● ' (# ) ' &*+*, Gjafapakkning Vantar þig gjöf? • Gefðu þá Trind gjafapakkninguna (3 tegundir í boði) • Tilboðsverð • Með Trind næst árangur Fæst í apótekum og snyrtivöruverslunum um allt land Ath. naglalökk frá Trind fást í tveimur stærðum Allar leiðbeiningar á íslensku Fást í apótekum og snyrti- vöruverslunum um land allt. Me ð næ rðu ára ngr i Með því að nota TRIND naglanæringuna færðu þínar eigin neglur sterkar og heilbrigðar svo þær hvorki klofna né brotna. handáburðurinn með Duo-liposomes. Ný tækni í framleiðslu húðsnyrtivara, fallegri, teygjanlegri, þéttari húð. Sérstaklega græðandi. EINSTÖK GÆÐAVARA = Dreifing: S. Gunnbjörnsson ehf. Sími 565 6317 - www.trind.com Frábærar vörur á frábæru verði. Gerið verðsamanburð. Nýjung Ný ju ng Vatnsþynnanlegt vax- og hitatæki til háreyðingar. Vaxið má einnig hita í örbylgjuofni. Einnig háreyðingarkrem, „roll-on“ eða borið á með spaða frá Nýjar handsnyrtivörur frá Ekki síður fyrir táneglur. er í forystu við framleislu á handsnyrtivörum. Íslenskar leiðbeiningar. Nýtt Nail Balsam (naglanæring) Nærir og styrki neglurnar, viðheldur og eykur rakann á milli naglalaganna. Cuticle Balsam (naglabandanæring) Nærir og græðir. Nýtt Ekta augnhára- og augnabrúnalitur, er samanstendur af litakremi og geli sem blandast saman, allt í einum pakka. Mjög auðveldur í notkun. Fæst í þremur litum og gefur frábæran árangur. Hver pakki dugir í 20 litanir. Útsölustaðir: Apótek og snyrtivöruverslanir Þýskar förðunarvörur GUÐBJÖRG Guðmundsdóttir var valin heimaþjónustustarfsmaður ársins 2001 hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík fimmtudaginn 13. des- ember sl. Er það í fyrsta skipti í sögu Félagsþjónustunnar sem þessi viðurkenning er veitt, sam- kvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá Félagsþjón- ustunni. Guðbjörg starfar hjá Félags- þjónustunni í Hraunbæ 103, félags- og þjónustumiðstöð. Hefur hún starfað óslitið við heimaþjónustu í 22 ár. „Guðbjörg er framúrskar- andi starfsmaður sem vinnur sitt starf af samviskusemi og prúð- mennsku. Hún hefur hlotið virð- ingu frá notendum heimaþjónust- unnar, ekki síst vegna þess hversu samskipti hennar eru byggð á mannkærleika, umhyggju og hlýju. Hlaut Guðbjörg 100 þúsund króna peningaverðlaun. Fimmtán starfsmenn utan Guðbjargar voru tilnefndir til verðlaunanna. Það voru: Sólveig Jónsdóttir, Guðrún Jóhannsdóttir, Guðný Maríus- dóttir, Guðveig Sigfúsdóttir, Arn- dís Ögn Guðmundsdóttir, Lilja Ingjaldsdóttir, Elsa Olsen, Helga Þórey Jónasdóttir, Stella Jóhanns- dóttir, Erla Helgadóttir, Guðbjörg Halldórsdóttir, Hólmfríður Hólm- grímsdóttir, Elsa Jónsdóttir, Ragn- heiður Gestsdóttir og Jóhanna Thorarensen. Í þeirra hönd komu leikhúsmiðar auk þess sem allir fengu rós,“ segir í frétt frá Fé- lagsþjónustu Reykjavíkur. Guðbjörg Guðmundsdóttir og Lára Björnsdóttir félagsmálastjóri. Heimaþjónustu- starfsmaður ársins Rangt nafn Í blaðinu á laugardag, í frétt á landsíðu, var farið rangt með nafn Önnu S. Björnsdóttur í fyrirsögn. Beðist er velvirðingar á því. LEIÐRÉTT HEILSUSTOFNUN NLFÍ í Hveragerði býður upp á vikudvöl með námskeiði gegn reykingum og hafa mörg slík námskeið verið haldin þar á liðnum árum. Sýnt hefur verið fram á að hreyfing, fræðsla, umræð- ur, slökun og útivist hjálpa mikið. Næsta námskeið verður haldið dag- ana 6. til 13. janúar, segir í frétt frá Heilsustofnun NLFÍ. Námskeið gegn reykingum UM helgina voru 11 ökumenn grunaðir um ölvun við akstur, sex fyrir akstur gegn rauðu ljósi og 13 um að hafa ekki virt stöðvunarskyldu. Umferð var mikil á föstudag en gekk að mestu vel fyrir sig. Nokkr- um var bent á að nota lögleg stæði og að nota handfrjálsan búnað fyrir far- síma við aksturinn. Á laugardag var mjög mikil um- ferð og gekk hægt, veður var gott og mikið fjölmenni bæði á Laugavegi og í Kringlunni. Aðfaranótt sunnudags var ekið á hest á Þingvallavegi skammt frá Seljabrekku. Hesturinn drapst og bifreiðin var fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreið. Síðdegis á föstudag var tilkynnt um þjófnað á verðmætri fartölvu úr fyrirtæki í Múlahverfi. Þá var til- kynnt um þjófnað úr verslun í Aust- urbænum. Þar var einnig stolið dýrri fartölvu. Ölvaður og blóðugur á gangbraut Á föstudagskvöld var tilkynnt um að ekið hefði verið á mann á gatna- mótum Miklubrautar og Reykjahlíð- ar. Þarna var komið að liggjandi manni á gangbraut á vinstri akrein Miklubrautar til vesturs. Hann var ölvaður og blóðugur og vissi ekki hvað hafði gerst. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild þar sem í ljós kom að maðurinn var ein- ungis með skrámur og ekkert benti til umferðarslyss. Ölvun var í meðallagi í miðborg- inni aðfaranótt laugardags, ástand þokkalegt og unglingar undir 16 ára ekki áberandi. Fjórir voru handtekn- ir vegna ýmissa mála sem gerðust utandyra og færðir í fangamóttöku. Ein líkamsárás var á Ingólfstorgi og manni ekið á slysadeild en árás- armaður fannst ekki. Einn var tekin fyrir ölvun við akstur og tvær bif- reiðar kyrrsettar þar sem ökumenn voru undir mörkum. Um kl. 5 um morguninn voru nálægt 50–100 manns í miðborginni. Deilur um laun Mikill erill var hjá lögreglu þessa nótt vegna ölvaðra manna víða um borgina bæði utan dyra og innan. Sem dæmi um þetta er að starfsmað- ur veitingahúss í miðborginni hringdi og bað um aðstoð vegna slagsmála. Þegar lögreglan kom á vettvang kom í ljós að þarna voru starfsmenn að deila vegna launa- mála. Komið var á sáttum í bili. Á laugardag var tilkynnt um inn- brot í sumarhús við Hafravatn. Þar hafði m.a. verið stolið verðmætum málverkum. Aðfaranótt sunnudags var mikil ölvun í miðborginni en ástandið að öðru leyti þokkalegt og unglingar undir 16 ára aldri ekki áberandi. Fimm voru handteknir og fluttir í fangamóttöku. Tveir voru handtekn- ir vegna líkamsmeiðinga, fjórir vegna ölvunar og einn vegna óspekta. Lögreglan flutti þrjá á slysadeild. Nokkur erill var vegna ölvunar á öðrum stöðum en þó minni en nóttina áður. Þá var tilkynnt um innbrot í geymslu í Breiðholti. Þar var stolið fjórum hjólbörðum og álfelgum. Féll fram af svölum Klukkan 1.45 var tilkynnt um há- vaða á stigagangi í húsi í Yrsufelli. Er lögregla kom á vettvang hafði maður fallið fram af svölum á 2. hæð, um 4–5m fall. Var hann fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild með tals- verða áverka á höfði. Málið er í rann- sókn og ekki ljóst hvernig þetta gerðist. Nokkru síðar var tilkynnt um mik- inn reyk úr porti við Laugaveg. Þarna hafði verið kveikt í ruslatunn- um í portinu. Starfsmenn veitinga- hússins Kaffis Listar voru búnir að slökkva er lögreglan kom á vettvang. Engar skemmdir urðu nema á tunn- unum. Þá var tilkynnt um innbrot og þjófnað úr bifreið í Foldahverfi. Stol- ið var geisladiskum, seðlaveski með reiðufé og greiðslukorti. Búið var að taka peninga út á kortið. Nokkur innbrot voru í bifreiðar um helgina. Aðallega var stolið geisladiskum. Aðfaranótt mánudags var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í Höfðahverfi. Þar var stolið einhverju af tækjum. Dagbók lögreglunnar/14.–17. desember Sáttum komið á í launadeilu – í bili LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að ákeyrslum á kyrrstæðar bifreiðir nýlega þar sem tjónvaldar yfirgáfu vettvang án þess að til- kynna tjón sem þeir ollu. 14. desember á milli kl. 19.10 og 23 var ekið á vinstra afturhorn bifreið- arinnar SL-308, sem er grá Subaru fólksbifreið, sem lagt var á bifreiða- stæði við Íslandsbanka í Lækjar- götu. 16. desember, á milli kl. 14 og 15, var ekið á vinstra frambretti bifreið- arinnar ZZ-950, sem er grá VW Golf- fólksbifreið, sem lagt var á horni Grettisgötu og Klapparstígs. Tjónvaldar og/eða vitni eru beðin um að hafa samband við umferðar- deild lögreglunnar í Reykjavík. Lýst eftir vitnum STARFSMANNAFÉLAG ríkis- stofnana og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar halda sameigin- legt jólaball fyrir félagsmenn á Hótel Sögu, Súlnasal laugardaginn 29. des- ember kl. 13–15. Hljómsveit hússins mun spila fyrir dansi, jólasveinar koma í heimsókn og boðið verður upp á veitingar. Miðasala verður á skrifstofum félaganna frá 19. desem- ber Grettisgötu 89, 3. hæð. Miðaverð er 400 kr. fyrir bæði börn og full- orðna, segir í fréttatilkynningu. Sameiginlegt jólaball FASTEIGNIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.