Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 69 Hátíðargleraugu Hver einasta umgjörð frá Daniel Swarowski eyewear er lítið meistaraverk. Umgjarðirnar eru 23 kt. gullhúðaðar með handsettum kristöllum. Gleraugnasalan, Laugavegi 65 - Sími 551 8780 Hlutverk sölumanns Vefurinn sem sölutæki Tölvupóstur og Internetið Mannleg samskipti Sölu- og viðskiptakerfi Verslunarreikningur Windows - Word - Excel - Power Point Tímastjórnun Markaðsfræði Sölutækni Auglýsingatækni Myndvinnsla og gerð kynningarefnis Lokaverkefni Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími: 555 4980 Hlíðasmára 9 - 201 Kópavogi - Sími: 544 4500 Eyravegi 37 - 800 Selfossi - Sími: 482 3937 Póstfang: skoli@ntv.is - Veffang: www.ntv.is n t v . is nt v. is n t v .i s Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist þjálfun í sölumennsku og notkun tölvutækninnar á þeim vettvangi. -Sölu og tölvunám „Eftir að hafa kynnt okkur vandlega hvað væri í boði ákváðum við að endurmennta sölumenn okkar á Sölu- og tölvunámi hjá NTV. Á þessu námskeiði var farið í einstaka þætti í söluferlinu, markaðsfræði, og sam- skipti við viðskiptavini. Að nám- skeiðinu loknu náðu þeir að nýta sér tölvur betur við sölustörf sín og þar með bæta þjónustu okkar við viðskiptavini. Námið var hnitmiðað og hefur m.a. skilað sér í vandaðri vinnubrögðum og betri árangri. Helstu námsgreinar Námskeiðið er 264 kennslustundir og hefst 8. janúar. Uppl. og innritun í síma 544 4500 og á ntv.is Ævar Guðmundsson Frkv.stj. Freyju ehf. Rauðarárstíg 1, sími 561 5077. BIKARÚRSLIT Plúsferða fóru fram hjá Skáksambandi Íslands á föstudaginn. Í úrslitum kepptu B- lið Taflfélags Reykjavíkur, sem hafði komist í úrslitin eftir að slá út A-liðið, og Taflfélagið Hellir. Fyr- irfram var Taflfélagið Hellir talið sigurstranglegra. Keppt var á sex borðum og tefld var tvöföld umferð, alls 12 skákir. Við upphaf keppn- innar vakti liðsskipan Hellis nokkra athygli, en í liðinu var einungis einn af fimm titilhöfum félagsins. Engu að síður var liðið öflugt, þótt erf- iðara væri að spá um úrslitin heldur en áður hafði verið talið. Ungu skákmennirnir í TR-B mættu hins vegar ákveðnir til leiks og þegar fór að líða á fyrri umferðina stefndi í að þeir mundu ná 4½ vinningi gegn 1½ vinning Hellis. Síðustu mínúturnar reyndust Helli hins vegar happa- drjúgar þegar Davíð Kjartansson náði að snúa á Ingvar Jóhannesson og sigra, eftir að staðan hafði lengst af verið jafnteflisleg og betri á Ingvar ef eitthvað var. Birni Þor- finnssyni tókst svo að bjarga tap- aðri stöðu í jafntefli gegn Magnúsi Erni Úlfarssyni og úrslit fyrri um- ferðar urðu 3½-2½ TR-B í vil. Í seinni umferðinni bættist Helgi Áss Grétarsson í lið Hellis. Það dugði þó skammt og TR-B tók forystuna með tveimur sigrum. Liðið fylgdi síðan fast á eftir og lokaúrslit síðari umferðar urðu 4-2 TR-B í vil, sem sigraði því samtals 7½-4½ og er þar með fyrsti bikarmeistari þessarar keppni. Bikarúrslitin voru vegleg skák- hátíð, sem Taflfélag Garðabæjar hafði vandað mjög til. Auk sjálfrar úrslitakeppninnar tefldu jóla- sveinar fjöltefli við u.þ.b. 20 börn. Þá fór fram keppni milli liða úr Reykjavík og af landsbyggðinni, skipuð skákmönnum undir 18 ára aldri. Kvennaskákmót fór fram á ICC milli liða frá Íslandi, Noregi og Frakklandi og „framtíðin“ tefldi við „fortíðina“. Þar var um að ræða keppni milli liðs Íslands á HM stúd- enta 1964 í Krakow í Póllandi og Norðurlandameistara grunnskóla 2001, Hagaskóla. Það er óhætt að segja að þessi keppni hafi verið Taflfélagi Garða- bæjar undir forystu Páls Sigurðs- sonar til mikils sóma. Sérstaka at- hygli vakti eljusemi Jóhanns H. Ragnarssonar í þessu máli og fróð- legt verður að fylgjast með störfum hans að skákmálum í framtíðinni. Zhu Chen heimsmeistari kvenna Kínverska stúlkan Zhu Chen er heimsmeistari kvenna í skák eftir sigur gegn Alexöndru Kosteniuk í úrslitaeinvígi. Mikil barátta og spenna einkenndi einvígi þeirra og engri skák lauk með jafntefli. Stað- an eftir kappskákirnar fjórar var jöfn, 2-2. Þá voru tefldar fjórar skákir með styttri umhugsunar- tíma. Zhu Chen sigraði í fyrstu skákinni, en Kosteniuk jafnaði strax metin í næstu skák. Eftir sig- ur Zhu Chen í þeirri þriðju dugði hann jafntefli í lokaskákinni. Hún náði hins vegar að sigra og loka- úrslitin urðu 3-1 Zhu Chen í vil. TR-B sigraði í Bikar- keppni Plúsferða SKÁK Reykjavík BIKARÚRSLIT PLÚSFERÐA 14.12. 2001 Daði Örn Jónsson Laufey Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Plúsferða, setur mótið. Zhu Chen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.