Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FRÉTTIR
4 SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
KAUPÞING hf. mun ekki fara út í
hefðbundin bankaviðskipti þó að
samþykkt hafi verið á hluthafafundi
á fimmtudag að breyta samþykkt-
um fyrirtækisins á þann veg að fá
viðskiptabankaleyfi. Nafn félagsins
eftir breytingu er Kaupþing banki
hf. og mun það starfa samkvæmt
lögum um viðskiptabanka og spari-
sjóði. ?Það er ekki hugmyndin að
fara út í hefðbundin bankaviðskipti,
það er smásöluviðskipti, en við-
skiptabankaleyfið býður upp á það
að taka á móti innlánsfé,? segir Sig-
urður Einarsson, forstjóri Kaup-
þings. 
?Það hefur þó ekki endanlega
verið ákveðið hvernig við snúum
okkur í þeim efnum. Við rekum
einnig Sparisjóð Kaupþings og
hann getur í rauninni haft alla þá
starfsemi sem hefðbundinn banki
hefur. Samþykktin hefur það fyrst
og fremst í för með sér að nú get-
um við sinnt núverandi viðskipta-
vinum okkar betur, þeir geta haft
sín innlánsviðskipti hjá okkur ef
þeir kjósa það. Við getum þjónustað
fyrirtæki mun betur en hingað til,
til dæmis með gjaldeyrisviðskipti.
Það hefur verið frekar erfitt fyrir
okkur að keppa á þeim vettvangi
þar sem fyrirtækin hafa ekki getað
haft reikninga hjá okkur, en með
þessari samþykkt kemur það til
með að breytast.?
Kaupþing hyggst ekki stunda
hefðbundin bankaviðskipti
Viðskiptavinir geta haft innláns-
viðskipti sín þar kjósi þeir það
ELDUR kom upp á þriðju hæð í
fjölbýlishúsi við Heiðarholt í
Keflavík í gærmorgun en tilkynnt
var um eldinn til lögreglunnar í
Keflavík laust fyrir klukkan sjö.
Tvennt var í íbúðinni er eldsins
varð vart. Eftir að hafa freistað
þess að slökkva eldinn, sem kom
líklegast upp í svefnherbergi
íbúðarinnar, flúðu þau út á svalir.
Slökkviliðsmönnum tókst að kom-
ast inn í íbúðina og fylgja fólkinu
út, en mikill reykur og hiti var í
íbúðinni er slökkvilið kom á vett-
vang. Íbúarnir voru fluttir á Heil-
brigðisstofnun Suðurnesja til
læknisskoðunar, en voru útskrif-
aðir þaðan stuttu síðar. 
Að sögn lögreglu kom eldurinn
líklegast upp í svefnherbergi og
grunur leikur á að eldsupptök
megi rekja til logandi kertis. Íbú-
arnir voru í öðru herbergi er þeir
urðu eldsins varir. 
Búið var að reykræsta íbúðina
fyrir hádegi í gær og að sögn lög-
reglu er íbúðin mikið skemmd
sökum reyks. 
Þá barst töluverður reykur
fram í sameign hússins. 
Eldur kom upp í íbúð í fjölbýlishúsi í Keflavík snemma í gærmorgun
Íbúar flúðu
út á svalir
NOKKUÐ hefur verið tilkynnt um
bruna vegna kertaskreytinga nú í
desember. Heldur hefur dregið úr
brunum af þessum sökum frá því í
fyrra en samt urðu þeir nokkrir nú
um jólahátíðina.
Að sögn Einars Guðmundssonar,
forvarnarfulltrúa hjá Sjóvá-Almenn-
um, virðist eitthvað hafa farið úr
böndunum á jóladag, því félaginu
bárust tilkynningar um tíu kerta-
bruna þann daginn. 
Hann segir að ástæða sé til að
minna fólk á að fara varlega og fylgj-
ast vel með öllum skreytingum sem
kveikt er á. Varkárni er ekki síður
þörf nú fyrir áramótin þegar tími
flugelda og blysa gengur í garð. ?Það
eru til efni sem hægt er að sprauta á
skreytingar til að draga úr íkveiki-
hættu. Þá skal varast að setja kerti
nálægt gardínum eða öðru sem rekist
getur utan í kertin,? bendir Einar á
og hvetur jafnframt fólk til að fara
ekki frá logandi kertum. Hann minn-
ir einnig á að nauðsynlegt sé að
kanna hvort reykskynjarar séu í lagi
og yfirfara slökkvitækin reglulega.
Tíu kerta-
brunar urðu 
á jóladag
Í DESEMBER afgreiddi Hjálp-
arstarf kirkjunnar 836 umsóknir
um mataraðstoð, þar af 41 á Ak-
ureyri. Til viðmiðunar voru af-
greiddar 873 umsóknir í desem-
ber í fyrra, segir í fréttatilkynn-
ingu frá stofnuninni. 
Fleiri sóttu hins vegar um í
október og nóvember á þessu
ári en sömu mánuði í fyrra.
Samtals voru 1.078 umsóknir af-
greiddar á síðasta fjórðungi árs-
ins 2001 en voru 1.066 á sama
tímabili á síðasta ári.
Af þeim sem sóttu um mat-
araðstoð í desember voru 379
öryrkjar og þeir því hlutfalls-
lega flestir umsækjenda. Næst-
fjölmennasti hópurinn var ein-
stæðar mæður. Gera má ráð
fyrir að 2?3 einstaklingar njóti
góðs af hverjum matarpakka, en
afgreitt er eftir fjölskyldustærð
umsækjanda. 
Um tuttugu sjálfboðaliðar að-
stoðuðu við úthlutunina fyrir
þessi jól. Mörg fyrirtæki og
samtök lögðu Hjálparstarfinu
lið með matargjöfum og ýmiss
konar aðstoð. Desemberaðstoð-
in var veitt í samvinnu við
Reykjavíkurdeild Rauða kross-
ins. 
Hjálparstarf kirkj-
unnar fékk 836 um-
sóknir í desember
Öryrkjar í
meirihluti 
ÞAU Beta Guðrún Hannesdóttir og
Þórir Þorsteinsson létu af störfum
hjá Morgunblaðinu á árinu eftir
farsæl störf hjá blaðinu um langt
skeið. 
Þórir hóf störf hjá Morgun-
blaðinu árið 1959 í húsakynnum
blaðsins við Aðalstræti og starfaði
fyrstu 15 árin við setningu. Síðustu
26 árin vann Þórir á hönnunar- og
útlitsdeild blaðsins og gekk í Blaða-
mannafélag Íslands árið 1975. Að
sögn Þóris er þessi langi starfs-
aldur hjá Morgunblaðinu engin til-
viljun því árin 42 hafi verið góð í
alla staði og ánægjulegt að vinna
með því góða starfsfólki sem jafnan
hafi helgað blaðinu krafta sína. 
Í sama streng tekur Beta, en hún
hóf störf hjá mötuneyti Morgun-
blaðsins vorið 1981 og hefur starf-
að þar samfellt í tuttugu ár, fyrstu
árin í litlu kaffistofunni við Aðal-
stræti og síðar í stærra mötuneyti í
húsnæði blaðsins við Kringluna.
Beta segir þennan tíma hafa verið
mjög ánægjulegan og starfsmenn
blaðsins hafi jafnan verið kurteisir
og ljúfir þegar þeir sækja mat sinn
og kaffibrauð. 
Morgunblaðið þakkar þeim Betu
og Þóri löng og farsæl störf í þágu
blaðsins.
Láta af störfum við Morgunblaðið
Morgunblaðið/Kristinn
Þórir Þorsteinsson á ritstjórnarskrifstofu blaðsins.
Morgunblaðið/Kristinn
Beta Guðrún að störfum á síðasta vinnudegi sínum.
Morgunblaðið/Hilmar Bragi
Miklar skemmdir urðu í svefnherbergi íbúðarinnar í brunanum.
GEIR H. Haarde fjármálaráð-
herra segir að sjálfsagt sé að hafa
augun ávallt opin fyrir grisjun op-
inberra nefnda en telur að hér á
landi hafi ekki verið komið á fót
miklu af óþarfa nefndum og ráð-
um.
Í Morgunblaðinu í gær var
greint frá því að danska ríkis-
stjórnin hygðist leggja niður meira
en 50 nefndir, ráð og vinnuhópa og
spara með því á annan tug millj-
arða íslenskra króna. Geir H.
Haarde segir að hugmynd Dana sé
afskaplega góð, en bætir við að op-
inberar nefndir hér á landi séu
ýmist lögbundnar og starfi á
grundvelli laga að ákveðnum föst-
um verkefnum eða um sé að ræða
tímabundna vinnuhópa eða starfs-
nefndir sem skili sínu verki og séu
síðan lögð niður.
Haft var eftir Thor Pedersen,
fjármálaráðherra Dana, að sumt
væri ?út í hött? og nefndi hann
sérstaklega þróunarsjóð menning-
armálaráðuneytisins. Geir H.
Haarde segist ekki kannast við
slíka sjóði hjá okkur og mjög ólík-
legt sé að hér séu óþarfa nefndir
en sé það tilfellið sé sjálfsagt að
leggja þær niður. Hins vegar efist
hann um að með því megi spara
einhverja milljarða.
Aðhald með
nefndum sjálfsagt
Geir H. Haarde fjármálaráðherra

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64