Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						ÖRN Arnarson, nýkjörinn íþrótta-
maður ársins 2001 í kjöri Samtaka
íþróttafréttamanna, hefur verið út-
nefndur íþróttamaður Hafnar-
fjarðar 2001.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og
íþróttaráð Hafnarfjarðar veittu Ís-
lands- og bikarmeisturum Hafnfirð-
inga sérstakar viðurkenningar á
íþrótta- og viðurkenningahátíð í
íþróttahúsinu við Strandgötu í
fyrrakvöld. Einnig fengu nokkrir
íþróttamenn viðurkenningar fyrir
sérstök afrek á árinu. 
Friðrik Ólafsson, formaður ÍBH,
veitti Siglingaklúbbnum Þyt svo-
nefndan ÍSÍ-bikar en hann er veitt-
ur því félagi sem vakið hefur sér-
staka athygli fyrir öflugt starf á
árinu. Þá veitti Magnús Gunnarsson
bæjarstjóri fjárstyrki úr ferða- og
viðurkenningarsjóði og síðan voru
kallaðir fram þeir íþróttamenn sem
skarað hafa fram úr á árinu og eru
hvetjandi fyrir ástundun íþrótta. Úr
hópi þeirra var að lokum valinn
íþróttamaður Hafnarfjarðar 2001,
sundmaðurinn Örn Arnarson. 
Afreksmenn á árinu voru Björn
Þorleifsson, Fimleikafélaginu
Björk, fyrir Tae Kwon Do, Björgvin
Víkingsson, FH, og Þórey Edda El-
ísdóttir, FH, fyrir frjálsíþróttir,
Hafdís Hinriksdóttir, FH, og Hall-
dór Ingólfsson, Haukum, fyrir
handknattleik, Tómas Aðal-
steinsson, Keili, fyrir golf, Heimir
Guðjónsson, FH, fyrir knattspyrnu,
Ari Sverrisson, Haukum, fyrir 
karate, Hafsteinn Æ. Geirsson, Þyt,
fyrir siglingar, Ellert Aðalsteins-
son, Skotíþróttafélagi Hafn-
arfjarðar, fyrir skotfimi, og Örn
Arnarson, SH, og Lára Hrund
Bjargardóttir, SH, fyrir sund. Sundkappinn Örn Arnarson, íþróttamaður Hafnarfjarðar 2001.
Örn íþróttamaður 
Hafnarfjarðar 
Hætta á stríði milli Ind-
lands og Pakistans
SPENNA fór vaxandi í samskiptum
Indverja og Pakistana í vikunni og
efldu bæði ríkin viðbúnað sinn á landa-
mærunum. Indverjar bönnuðu flug
pakistanskra flugvéla yfir indversku
landi og ráku helming starfsliðs sendi-
ráðs Pakistana úr landi; Pakistanar
guldu þeim í sömu mynt. Skipst var á
skotum í Kasmír-héraði sem lengi hef-
ur verið bitbein ríkjanna tveggja en
Indverjar saka Pakistana um að styðja
þar aðskilnaðarsinna er vilja losna
undan indverskum yfirráðum og beita
hermdarverkum í baráttu sinni.
Bæði Indverjar og Pakistanar ráða
yfir kjarnorkuvopnum og flugskeytum.
Ríkin hafa áður barist um Kasmír en
að þessu sinni er aðalástæðan fyrir
reiði Indverja árás sem hryðjuverka-
menn gerðu á þinghúsið í Nýju-Delhí
13. desember. Engan þingmanna sak-
aði en nokkrir menn féllu, þar á meðal
allir hryðjuverkamennirnir fimm.
Segjast Indverjar hafa sannanir fyrir
því að mennirnir hafi verið liðsmenn
samtaka er berjist gegn indverskum
yfirráðum í Kasmír.
Argentínumenn berj-
ast við efnahagsóreiðu
EFNAHAGSMÁL Argentínumanna
ollu áfram miklum áhyggjum þótt nýr
forseti hafi tekið við af Fernando de la
Rua til bráðabirgða fyrir viku. Efnt
verður til forsetakosninga í mars en
bráðabirgðaforsetinn, Adolfo Rodrig-
uez Saa, lét það verða eitt fyrsta verk
sitt að segja að afborgunum af erlend-
um skuldum, alls um 132 milljörðum
dollara, yrði frestað. Nýr gjaldmiðill,
argentíno, hefur verið tekinn upp og
mun hann gilda ásamt pesóanum og
Bandaríkjadollara en gengi pesóans
var bundið við gengi dollarans fyrir
áratug. Telja margir að bindingin hafi
átt mikinn átt í hruninu.
FRÉTTIR
6 SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 23/12 ? 29/12
ERLENT
INNLENT
L50776 KRINGUM 1.850 Ís-
lendingar héldu til sólar-
landa og í skíðaferðir um
jólin. Um 800 voru á Kan-
aríeyjum á vegum Heims-
ferða og 90?100 manns á
vegum Plúsferða. Þá
voru þar 400 manns á
vegum Úrvals-Útsýnar og
200 manna hópur þaðan
var á skíðum í Noregi og
á Ítalíu. Flugleiðir fluttu
um 200 manns til Flórída
og 150 manns til skíða-
ferða.
L50776 JÓNAS Kristjánsson
hættir sem ritstjóri DV
um áramótin. Hann hefur
starfað sem blaðamaður í
39 ár og verið ritstjóri í
35 ár, fyrst Vísis, síðar
Dagblaðsins og loks DV.
L50776 BOÐAÐ hefur verið yf-
irvinnubann hjá flug-
umferðarstjórum. Á það
að hefjast 14. janúar og
standa þar til nýr kjara-
samningur hefur verið
undirritaður.
L50776 TEKINN verður í notk-
un næsta sumar blóð-
banki á hjólum. Er það
Scania-rúta sem breytt
verður í færanlegan blóð-
banka. Rauði kross Ís-
lands leggur til 26 millj-
ónir króna í kaupin og
stjórnvöld 5 milljónir.
Blóðbankinn sér um
rekstur bílsins.
L50776 UM 1.400 erlendir
ferðamenn dvelja á Ís-
landi um áramótin. Bret-
ar eru fjölmennastir en
talsvert um Þjóðverja og
Japani en Bandaríkja-
mönnum hefur fækkað.
L50776 ÁRIÐ var ívið hlýrra
en 2000, það hlýjasta frá
1991.
Yfir 100 flugvirkjar fá
ekki starf í grein sinni
YFIR 100 flugvirkjar, sem lokið hafa
námi sínu undanfarin misseri, hafa ekki
fengið störf í grein sinni. Þá eru nokkrir
tugir flugvirkja til viðbótar atvinnu-
lausir eftir uppsagnir í kjölfar sam-
dráttar hjá íslensku flugfélögunum,
Flugleiðum, Atlanta, Íslandsflugi og
Flugfélagi Íslands. Guðjón Valdimars-
son, formaður Flugvirkjafélags Ís-
lands, segir atvinnuástandið því
ótryggt hjá flugvirkjum. Fyrir dyrum
standa viðræður við forráðamenn Flug-
leiða um framhald svokallaðra C-skoð-
ana sem fram fara árlega, að þeim verði
fram haldið hérlendis. Átta íslenskir
flugvirkjar fengu sl. haust vinnu hjá
Braathens í Noregi.
Sorp frá Þingeyingum
flutt til Reykjavíkur
ÞINGEYINGAR hafa samið við Sorpu
í Reykjavík um að taka við sorpi úr
Þingeyjarsýslum til urðunar í Álfsnesi.
Hefur Sorpsamlag Þingeyinga samið
við Eimskip um flutning sorpsins sjó-
leiðina. Brennslustöð sorpsamlagsins á
Húsavík verður breytt í pökkunarstöð
þar sem pressa á sorpið í bagga. Hefur
þegar verið keypt pressa. Ráðgert er að
þessi skipan verði komin á með vorinu.
Mikill samdráttur í
hlutabréfaviðskiptum
VIÐSKIPTI með hlutabréf á Verð-
bréfaþingi Íslands drógust verulega
saman á árinu. Var heildarveltan 137
milljarðar á árinu en árið 2000 var hún
199 milljarðar. Þá lækkaði úrvalsvísi-
talan um 11,2% á árinu. Hlutabréfaverð
í einstökum atvinnugreinum hækkaði á
árinu þrátt fyrir þetta. Vísitala lyfja-
greina hækkaði um 38% og sjávarút-
vegs um 16%. Þá hafa kaup einstak-
linga á hlutabréfum dregist mjög
saman.
L50776 LAGT var hart að
Tony Blair, forsætisráð-
herra Bretlands, á föstu-
dag að setja aðild Breta
að myntbandalaginu á
oddinn og hefja undirbún-
ing þjóðaratkvæða-
greiðslu um málið. Evran,
sem tekin var upp sem
sameiginlegur gjaldmiðill
í 12 Evrópulöndum 1999,
tekur endanlega við af
frönkum, mörkum og öðr-
um þjóðargjaldmiðlum
um áramótin og hverfa
hinir gömlu smám saman
úr umferð.
L50776 FULLTRÚAR bráða-
birgðastjórnarinnar í Afg-
anistan segja að stutt sé í
að sigur vinnist á hryðju-
verkasamtökum Osama
bin Ladens, al-Qaeda.
Gáfu fulltrúarnir í skyn á
föstudag að þeir kynnu að
biðja Bandaríkjamenn að
stöðva loftárásirnar á
austurhéruð landsins. 
Hamid Karzai, leiðtogi
bráðabirgðastjórnarinnar,
sór embættiseið fyrir viku
í Kabúl.
L50776 HAMAS, samtök harð-
línumúslíma í Palestínu,
mótmæltu á fimmtudag
harðlega öllum tilraunum
stjórnar Yassers Arafats
til að semja um frið við
Ísraela og sagði í yfirlýs-
ingu samtakanna að
leggja bæri áherslu á
þjóðareiningu og fram-
hald baráttunnar gegn
hernáminu. Ariel Sharon,
forsætisáðherra Ísraels,
krefst sem fyrr að Arafat
beiti sér af meiri hörku
gegn Hamas og öðrum
samtökum er stunda
hryðjuverk. 
HAFNARFJARÐARBÆR og
Ísal hafa gert samning við
ÍBH, sem felur í sér alls 24
milljóna króna fjárframlag
til uppbyggingar íþrótta-
starfs í Hafnarfirði fyrir
börn og unglinga að 16 ára
aldri.
Samningurinn er til
þriggja ára og byggist á
gildandi samstarfssamningi
Hafnarfjarðarbæjar og ÍBH.
Með samkomulaginu fær
íþróttahreyfingin í Hafnar-
firði átta milljónir á ári til
fyrrnefndrar uppbyggingar.
Magnús Gunnarsson, bæj-
arstjóri í Hafnarfirði, Rann-
veig Rist, forstjóri Ísal, og
Friðrik Ólafsson, formaður
ÍBH, undirrituðu samning-
inn.
Samningurinn var undirritaður á föstudaginn. Talið frá vinstri: Óskar Ár-
mannsson, framkvæmdastjóri ÍBH, Friðrik Ólafsson, formaður ÍBH, Magnús
Gunnarsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og Rannveig Rist, forstjóri Ísal.
Fjárframlag 
frá Hafnarfjarð-
arbæ og Ísal
Íþróttahreyfingin fær 24 milljónir
Tekur sæti í stjórn Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins 
ÓLAFUR Ísleifsson, framkvæmda-
stjóri alþjóðasviðs Seðlabanka Ís-
lands, tekur um áramót sæti í
stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í
Washington DC um tveggja ára
skeið. Verður hann aðalfulltrúi
Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í
stjórninni og stýrir skrifstofu
þeirra hjá sjóðnum. Er hann fjórði
Íslendingurinn sem tekur sæti að-
alfulltrúa í stjórninni í sögu sjóðs-
ins sem spannar rúmlega hálfa öld.
Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
er skipuð 24 fulltrúum sem ýmist
eru skipaðir eða kjörnir
af aðildarríkjum sjóðsins
sem eru 183 að tölu.
Stjórnin fjallar um efna-
hagsmál í einstökum
löndum og heimsbúskap-
inn og önnur mál sem
snerta hið alþjóðlega fjár-
málakerfi. Stjórnin tekur
ákvarðanir um lánveiting-
ar til einstakra aðildar-
ríkja Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins.
Ólafur Ísleifsson hefur stýrt al-
þjóðasviði Seðlabankans frá
1991. Hann hefur starfað í
Seðlabankanum frá 1983
með hléum meðan hann
starfaði hjá Alþjóðagjald-
eyrissjóðnum 1985?87 og
var efnahagsráðgjafi ríkis-
stjórnar Þorsteins Pálsson-
ar 1987?88. Hann lauk BS-
prófi í stærðfræði frá Há-
skóla Íslands 1978 og
MSc-prófi í hagfræði frá
London School of Economics 1980.
Ólafur er kvæntur og á einn son. 
Ólafur
Ísleifsson

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64