Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						10 SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Við áramót velta fimm blaðamenn Morgunblaðsins fyrir sér straumum og stefnum
á liðnu ári, hver á sínu sviði, og leitast við að skoða hvert stefni á nýja árinu.
H
INN 7. þessa
mánaðar
minntust
Bandaríkja-
menn þess að
60 ár voru liðin
frá árás Japana
á Pearl Har-
bour. Sá atburður olli vatnaskilum;
tilhneiging Bandaríkjamanna til ein-
angrunarstefnu, sem á sér djúpar
sögulegar rætur, hvarf í einu vetfangi
og við tók ferli, er í senn tryggði
Bandaríkjunum yfirburðastöðu á
vettvangi alþjóðamála og lagði skuld-
bindingar á þjóðina, sem forusturíki
lýðræðisins. 
Með hruni Berlínarmúrsins og
sigri í kalda stríðinu, var þetta for-
ustuhlutverk síðan innsiglað en um
leið virtust ný lögmál og aðrar reglur
hafa haldið innreið sína. Mestu skipti
?hnattvæðingin? svonefnda, hið
óhefta flæði fjármagns og yfir-
burðastaða frjálsra viðskipta í nýju
heimsskipulagi. Hnattvæðingunni
fylgdi og að ekkert virtist fá stöðvað
flæði tækni og þekkingar, hugmynda
og viðhorfa, menningar og lífsstíls.
Viðtekin ofuráhersla á ?hið þjóðlega?
sýndist á undanhaldi í heimi, sem
virtist í senn ? og óneitanlega með
heldur þversagnarkenndum hætti ?
stefna í átt til óendanlegs fjölbreyti-
leika en um leið til samræmis og ein-
földunar.
Þessi heimssýn breyttist 11. sept-
ember 2001 þegar 19 hryðjuverka-
menn gerðu sjálfsmorðsárásir á New
York og Washington.
Atburð þennan má um margt bera
saman við árásina á Pearl Harbour.
Þá líkt og nú virtist heimurinn breyt-
ast í einu vetfangi. Og afleiðingarnar
kunna að reynast svipaðar; vera kann
að 11. september hafi gengið í garð
nýtt tímabil, sem síðar verði borið
saman við stríðið kalda og langa, er
lýðræðisþjóðir undir forustu Banda-
ríkjamanna háðu gegn sovét-
kommúnismanum í 40 ár.
Áhrif þessara umskipta verða við-
fangsefni sagnfræðinga framtíð-
arinnar. Þegar ekki gefst kostur á
hinni sögulegu yfirsýn verða heldur
lausbeislaðar hugleiðingar að duga ef
freista á þess að leggja mat á þær
grundvallarbreytingar, sem urðu í al-
þjóðamálum með árásinni 11. sept-
ember. 
Ef til vill er við hæfi að hefja þá
skoðun með því að gjóta augum til
hnattvæðingarinnar. 
Hugleiðum um stund ríkisvaldið og
stjórnmálamennina. Eitt af því, sem
heillað hefur frjálslynt fólk á Vest-
urlöndum er sú staðreynd að hnatt-
væðingunni hefur fylgt að dregið hef-
ur úr yfirþyrmandi áhrifum þessara
fyrirbrigða. Hin seinni ár hafa stjórn-
málamenn og handhafar ríkisvalds
þurft að taka sífellt meira tillit til
samkeppnishæfni hagkerfa og fyr-
irtækja auk alþjóðlegra skuldbind-
inga, sem, líkt og Íslendingar þekkja
vel, hafa tilhneigingu til að ganga
lengra í frjálsræðisátt en staðbundnir
stjórnmálamenn og hagsmunaverðir
eru tilbúnir til að samþykkja.
Áhrifa þessa hefur gætt víða og á
margan veg. Lögmál hinna hnatt-
rænu viðskipta hafa dregið úr mögu-
leikum stjórnmálamanna á að breyta
leikreglunum einhliða; í Evrópu hef-
ur samrunaþróun skapað viðtekin
viðmið á sviði viðskipta, mannrétt-
inda, lýðræðis og stjórnsýslu svo
nokkur dæmi séu nefnd. Eftir hryðju-
verkin vestra hefur ný staða skapast
á þessum vettvangi. Og hún mun
móta mjög alla samfélagsþróun og
þjóðfélagsumræðu á Vesturlöndum á
næstu árum ef ekki áratugum. 
Árásin á Bandaríkin var um leið
árás á hið frjálsa og opna þjóð-
skipulag. Eftir fjöldamorðin 11. sept-
ember mun aukinn þungi færast í þau
gömlu sannindi að fyrsta hlutverk
ríkisvaldsins sé að gæta öryggis
þegnanna. Þetta mun hafa tvennt í
för með sér, hið minnsta:
Í fyrsta lagi fá stjórnmálamenn og
ríkisvaldið aukið vægi í samfélaginu á
ný. Krafan um að ráðamenn tryggi
öryggi þegnanna mun hljóma sem
sjaldan fyrr og stjórnmálamenn
verða gerðir ábyrgir fyrir því að
ákvæði hertra laga og reglna verði
uppfyllt í hvívetna. Stjórnmálastéttin
mun því fá meira svigrúm til að láta
til sín taka en á undanliðnum árum. 
Í annan stað eru yfirgnæfandi líkur
á því að þau nýju lög og reglur, sem
lúta að viðbúnaði við hugsanlegum
hryðjuverkum og öryggi ríkis og
þegna, skerði frelsi manna á ýmsum
sviðum. Almenningur allur mun sæta
auknu eftirliti og sú tilhneiging rík-
isvaldsins að gera ekki tilhlýðilegan
greinarmun á raunverulegum glæpa-
mönnum og venjulegu fólki mun í
senn verða sterkari og mæta meiri
skilningi en áður. 
Hugtakið ?öryggi? er teygjanlegt
og um flest illskilgreinanlegt. Líkt og
gildir um mörg önnur slík má misnota
það í ýmsum tilgangi, ekki síst þegar
stjórnlyndi og forsjárhyggja ræður
för. 
Ekki þarf að leita langt í þessu efni.
Nú þegar hafa blossað upp deilur í
Danmörku en þar hyggjast yfirvöld
innleiða nýja öryggislöggjöf, sem lýst
hefur verið sem ?gjöf til lögregl-
unnar?. Danska lögreglan mun fá
leyfi til stóraukinna afskipta og eft-
irlits með gjörðum borgaranna á afar
veikum forsendum. 
Á öðrum degi jóla lýsti Woolf 
lávarður, einn af æðstu embætt-
ismönnum breskra dómsmála, yfir
því í viðtali að réttlætanlegt væri að
afmarkaður, fámennur, hópur fólks,
sem talið væri sérlega hættulegt í
samfélaginu, yrði lokaður inni áður
en viðkomandi næðu að skaða sam-
borgara sína. ?Fangelsi án rétt-
arhalda? er þar með komið á dagskrá
þjóðmálaumræðunnar í Bretlandi.
Um fyrirsjáanlega framtíð verður
þörfin fyrir borgaraleg, óháð, samtök,
sem standa vörð um mannréttindi og
einstaklingsfrelsi, meiri en nokkru
sinni fyrr á undanliðnum árum. Og
var hún þó ærin fyrir líkt og dæmin
sanna, ekki síður hér á landi en er-
lendis.
Breytt öryggisviðmið
Um leið og þjóðir kjósa sér ráða-
menn og gera þá ábyrga fyrir innra
öryggi ríkisins við nýjar aðstæður
munu þær huga að ytra öryggi sínu
með öðrum hætti en áður. 
Þessi hneigð mun birtast í öryggis-
bandalögum, sem um sumt verða ólík
þeim, er menn á Vesturlöndum hafa
þekkt síðustu 50 árin eða svo. Hina
nýja ógn, alþjóðleg hryðjuverka-
starfsemi, hefur skapað nýtt mat og
kallar á önnur viðbrögð. 
Eitt helsta einkenni hinnar nýju
ógnar er að hefðbundnar kenningar á
vettvangi öryggis- og varnarmála ná
ekki til hennar. Fælingarkenning-
unni, sem tryggt hefur ógnarjafn-
vægið milli austurs og vesturs, geng-
ur nokkuð erfiðlega að fóta sig í
nútímanum. Á Vesturlöndum kepp-
ast ráðamenn við að lýsa yfir því að
ógnin úr austri sé horfin. Um leið
blasir við að fælingarkenningin er
gagnslaus með öllu gagnvart hópum
hryðjuverkamanna. Hótanir um
dauða og gjöreyðingu ? jafnvel vissa
um það hlutskipti ? breyta engu hafi
hryðjuverkahópar ákveðið að láta til
skarar skríða gegn tilteknu skot-
marki eða ákveðinni þjóð.
Eyðingarmáttur og ógnarafl trú-
arinnar, hinnar algjöru vissu, stenst
allar mannasetningar á borð við ?fæl-
ingu? og ?sveigjanleg viðbrögð á
átakatímum?.
Það sannaðist 11. september. 
Þessi veruleiki mun einkenna
NATO-samstarfið á næstu árum og
þannig snerta Íslendinga sem aðrar
aðildarþjóðir. Hin nýja ógn kallar á
að nýtt öryggishugtak verði skil-
greint og mótaðar verði áætlanir um
viðbúnað í þeim anda. Þau viðbrögð
munu fara saman við frekari stækkun
bandalagsins til austurs um leið og
pólitískt vægi NATO eykst til muna.
Sú breyting er eðlileg nú þegar segja
má að Rússar séu við að fá ígildi
aukaaðildar að bandalaginu en þess
er vænst að formleg stofnun þess
nýja samstarfsvettvangs verði stað-
fest á fundi utanríkisráðherra NATO
í Reykjavík næsta vor. 
Með stórauknu samstarfi við
Rússa hafa skapast forsendur, sem
fela í sér möguleika er virtust, fyrir
aðeins tæpum fjórum mánuðum,
gjörsamlega fráleitir. Enn er þó að-
eins um möguleika að ræða; þeim ár-
angri, sem náðst hefur, má auðveld-
lega spilla með röngu stöðumati og
tilhneigingu til einhliða aðgerða á
grundvelli yfirburða á alþjóðavett-
vangi. 
Í herförinni í Afganistan hafa
Bandaríkjamenn enn á ný sannað
ótrúlega yfirburði sína á sviði vígtóla
og hernaðartækni. Vera má að þær
raddir gerist háværari vestra, sem
telja að Bandaríkjamenn geti farið
sínu fram án tillits til umheimsins. Sú
einangrunarhyggja, sem mótaði svo
mjög fyrstu mánuði George W. Bush
í embætti, kann að birtast sem ríkari
tilhneiging en fyrr til að hundsa vilja
og hagsmuni annarra þjóða. Stefnan,
sem nefnd er ?Ameríka fyrst?, hefur
ekki verið borin til grafar vestra.
Mann- og stjórnvisku verður þörf
þegar ráðamenn í Bandaríkjunum
skipuleggja viðbrögð sín og viðbúnað
í nýjum heimi hinnar ófyrirsjáanlegu
ógnar. Samráð við bandamenn ætti
að vera efst á verkefnaskránni. Tak-
ist Bush forseta og undirsátum hans
ekki að leysa þetta verkefni kunna
bandalög að fara fyrir lítið og gam-
algróin andúð að leysa nýja vináttu af
hólmi.
Tímamót í Evrópu
Ekkert lát verður á þeirri viðleitni
að tryggja slíka einingu í næsta ná-
grenni við Ísland. Suður í álfu hefur
Evrópusambandið haldið áfram á leið
sinni, í samræmi við hugsjónir frum-
kvöðla þess, að tryggja friðinn með
því að skapa sameiginlega hagsmuni.
Nú um áramótin verður stórt skref
og sögulegt stigið á vettvangi Evr-
ópusambandsins þegar 12 aðildarríki
skipta gömlum gjaldmiðlum ríkjanna
út fyrir evruseðla og -mynt. Engin
ákvörðun er betur til marks um að
Evrópuhugsjónin lifir góðu lífi og að
ráðamenn eru ákveðnir að uppfylla
hana. 
Tilkoma evruseðla og -myntar nú
eftir helgina á eftir að hafa meiri áhrif
en marga grunar og þeirra mun gæta
langt utan evrusvæðisins. Auk hinna
hagfræðilegu áhrifa, sem telja verður
nokkuð augljós, verða hin sálrænu og
félagslegu ekki síður sterk. Hagur
neytenda mun t.a.m. vænkast og allur
samanburður verður auðveldari á
milli landa. Um leið verður auðveld-
ara fyrir þá, sem utan evrusvæðisins
standa, að leggja mat á stöðu sína og
þau kjör, sem þeim eru búin. 
Hin nýja heimssýn ? engin önnur
klisja virðist duga sæmilega ? kallar á
að bandalögum verði breytt og að
mynduð verði ný til varnar lýðræðinu
og hinu frjálsa samfélagi. Hin nýja
heimssýn kallar jafnframt á að nýttur
verði helsti styrkur hins frjálsa og
opna samfélags þannig að tryggt
verði að stjórnlyndið nái ekki að
skerða frelsi einstaklingsins til orða
og athafna með tilvísun til nýrrar
ógnar. Stórhert varðstaða um ein-
staklingsfrelsið og stóraukið aðhald
gagnvart stjórnmálastéttinni og yf-
irvöldum löggæslu- og dómsmála
verður viðvarandi verkefni í lýðræð-
isríkjum Vesturlanda um mörg
ókomin ár. 
En um leið kallar hin nýja heims-
sýn á varðstöðu um þjóðarhagsmuni
þótt með nokkuð öðrum formerkjum
verði en áður. Vandinn mun felast í
því að skilgreina þá hagsmuni á þann
veg að afturhaldsöfl og öfgafull þjóð-
ernishyggja nýti sér ekki það svig-
rúm, sem án nokkurs vafa mun skap-
ast. 
Sá meðalvegur á eftir að reynast
vandrataður. 
Ný ógn ? nýir möguleikar
Reuters
Glæpamaður ? þar til annað hefur sannast.
Um fyrirsjáanlega framtíð verður þörfin 
fyrir borgaraleg, óháð, samtök, sem standa
vörð um mannréttindi og einstaklingsfrelsi,
meiri en nokkru sinni fyrr á undanliðnum
árum.
asv@mbl.is
Alþjóðamál
Ásgeir Sverrisson fréttastjóri

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64