Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						18 SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
M
ANNKYNINU fleygir fram. Þekk-
ing, á hverju sem vera skal, hefur
aldrei verið umfangsmeiri, almenn-
ari og það sem þýðingarmest er, hún
hefur aldrei verið aðgengilegri en
nú. Þekkingin er sameiginleg heim-
inum öllum í fyrsta sinn, vegna
tölvutenginga og tækniþróunar.
Þessa gætir hvarvetna til góðs, en samt erum við enn sem fyrr
fjarri fullkomnum heimi. Hundruð milljóna manna í þriðja
heiminum líða skelfilegan skort. Þróunaraðstoð velmegandi
þjóða til þeirra er lakar standa er vel meint, en kemur að tak-
mörkuðu haldi ef viðtökuríkinu er illa stjórnað, ofstjórnað eða,
eins og oft er, hvort tveggja. Þótt hart sé að hafa orð á því, fer
drjúgur hluti af alþjóðlegu hjálparfé í hundskjaft. Sagt er í
hálfkæringi að fjármunir séu teknir af fátæka fólkinu í ríku
löndunum til að setja í handraðann hjá ríka fólkinu í fátæku
löndunum. Slík alhæfing, þótt vel sé orðuð, segir sem betur fer
ekki allan sannleikann, en það eru þó óþægilega mörg sann-
leikskorn í henni. Góðviljaðir Vesturlandabúar hafa lengi hald-
ið í þá von að hatur og grimmd ættu sína rót eingöngu í fátækt
og fordómum og þegar sú rót hefði verið rifin upp yrði allt í
heiminum gott og fegurðin ríkti ein. En málið er því miður ekki
svo einfalt. Trúarofstæki og andlýðræðislegt stjórnarfar koma
ásamt öðru einnig við sögu. Ekki er lengur um það deilt, að
helsti heilinn á bak við voðaverkin í september, var Osama bin
Laden, ágætlega menntaður auðmaður sem þótti vel í ætt skot-
ið í sínu heimalandi. Hann þreifst í skjóli ógnarstjórnar, sem
mötuð af mútufé hryðjuverkamanna, hélt heilli þjóð í helj-
argreipum. Enn sem fyrr var það stjórnarfar, sem var örlaga-
valdurinn, skjólið sem skóp hryðjuverkamanninum skilyrðin til
árásanna á almenning í Bandaríkjunum. Nú verður senn fokið í
það skjól.
Hinn vestræni heimur lét sér lengst af fátt finnast um stjórn-
arfar og aðstæður í Afganistan eða allt þar til landstjórnin þar
dró að sér athyglina með ógnvænlegum og ógleymanlegum
hætti. Nú hafa fjötrarnir verið leystir af þessari langhrjáðu
þjóð og hún fengið nýja von um vænlegri tíð. Þeir góðu friðboð-
endur, hér á landi sem annars staðar, sem í kjölfar árásanna
hrópuðu á athafnaleysi og mæltu gegn aðgerðum og fyrir-
byggjandi ráðstöfunum og notuðu einkum orðið hefnd í sínu
hjali, virðast hafa ærna ástæðu til að hugsa sitt mál á ný.
Sérfræðingar og spekingar að spjalli fylltu umræðuþættina
og sögðu okkur að allt syði upp úr og óbætanlegur skaði yrði
unninn, ef tekið yrði hart á móti hatursöflunum. Þeir liggja nú
lágt spekingarnir um sinn, en þeir verða vísast tilbúnir í næsta
leik.
Það þarf enginn lengur að velkjast í vafa um að hryðjuverka-
öfl munu engu eira og öll meðul nota verði þeim gefin tækifæri.
Þýðingarmesta afleiðing árásanna á Bandaríkin er sú, að nú
vita öll ríki heims, líka þau sem verst er stjórnað, að skjóti þau
skjólshúsi yfir hryðjuverkamenn og samtök þeirra verða þau
sótt heim og dregin til ábyrgðar, rétt eins og skjólstæðingar
þeirra.
Atlantshafsbandalagið, varnarbandalag vestrænna ríkja,
þekkti sinn vitjunartíma þegar ráðist var á Bandaríkin. Ísland
skarst þar ekki úr leik, þótt fyrir því væri vitaskuld talað hér á
landi. Fáum ríkjum er mikilvægara en okkar, að föntum, sem
fara með forsjá ríkja, sé settur stóllinn fyrir dyrnar og hryðju-
verkastarfsemi sem slíkir hafa stutt sé upprætt.
II
HINN efnahagslegi eftirleikur hryðjuverkanna varð annar
og meiri en nokkur sá fyrir. Öryggi minnkaði og jafnt fólk sem
fyrirtæki skutu fjárhagslegum ákvörðunum á frest um lengri
tíma. Þessari óöryggisöldu skolaði einnig á okkar fjörur og hef-
ur hún orðið til töluverðs tjóns.
Bein áhrif sjást greinilega í ferðaiðnaðinum, en þar hafa fyr-
irtæki tekið á sig mikil áföll og margir starfsmenn hafa misst
vinnuna. Sem betur fer hafa almenn skilyrði í greininni þó farið
batnandi. Ísland þykir spennandi ferðamannastaður um þessar
mundir og gengisskráningin er atvinnugreininni hagstæð og
olíuverð hefur farið lækkandi. Hér hafa öryggismál verið tekin
föstum tökum, með ærnum kostnaði, og hefur það ekki farið
fram hjá alþjóðlegum öryggisyfirvöldum. Atburðirnir í Banda-
ríkjunum og eftirleikurinn skullu inn í efnahagsumræðu sem
fram hafði farið hér á landi, stundum undir dálítið skrýtnum
formerkjum síðustu misseri. Furðu margir höfðu tekið þátt í
barlómskór, sem var ekki í neinum takti við efnahagslegar
staðreyndir, né þær undirstöður sem hið íslenska atvinnulíf
hvílir á.
Meginskýringin mun sú, að ýmsir urðu illa úti vegna geng-
isbreytinga, sem urðu mun meiri en nokkur vænti, og eru þær
stofnanir og sérfræðingar sem mest um slík mál fjalla ekki
undanskilin. Gengislækkun krónunnar tók um sinn að lifa eigin
lífi utan efnhagslegra staðreynda og fékk fóður annars vegar í
gáleysislegum yfirlýsingum um framþróun efnahagslífsins og
hins vegar í neikvæðum atburðum, auk óvissunnar eftir 11.
september. Þar má nefna langt sjómannaverkfall, úrskurð
Skipulagsstofnunar um Kárahnjúka og vaxandi ótta við upp-
sögn kjarasamninga og stórátök á vinnumarkaði í kjölfarið.
Sömu þættir höfðu einnig neikvæð áhrif á framgang einkavæð-
ingaráforma. Nú vísa á hinn bóginn flest teikn í aðra átt.
Árangur bandamanna í Afganistan er mjög trúverðugur og
mun þegar frá líður fylla menn öryggi og auka á ný traust og
tiltrú á flugið, sem ferðamáta nútímans. Myntvæðing evrunnar
ætti í bráð að minnsta kosti að auka trú á þeim gjaldmiðli.
Margt bendir til að efnahagslífið í Bandaríkjunum muni taka
fyrr við sér en spáð hefur verið. Hér heima liggur fyrir jákvæð-
ur úrskurður Skipulagsstofnunar um álver við Reyðarfjörð og
vel rökstuddur úrskurður umhverfisráðherra um Kárahnjúka.
Þá eru viðræður um virkjunarmál í góðum farvegi, þótt loka-
niðurstaða liggi ekki fyrir. Sjávarútvegsráðherra var kleift að
auka mjög verulega aflaheimildir í mikilvægum stofnum.
Aukningin nemur um 33.000 þorskígildistonnum, sem skila
munu nálægt sex milljörðum króna í auknum útflutnings-
tekjum. Þær ákvarðanir einar munu auka afgang fjárlaga úr
þremur í fimm milljarða króna, á næsta ári. Engu er líkara en
þessar breytingar og hin miklu áhrif þeirra hafi farið framhjá
allri umræðu og jafnvel mörgum þeim sem hafa atvinnu af því
að fylgjast með helstu hagstærðum.
Útflutningsatvinnuvegir standa nú mun betur en var á fyrri
hluta ársins og eru þau fyrirtæki að skila miklum tekjum.
Seðlabanki Íslands hefur þegar lækkað vexti um samtals 1,2%
frá því sem hæst var og bersýnilega eru frekari lækkanir
skammt undan. Óvissu á vinnumarkaði hefur verið eytt í bráð
og ef fer sem horfir, út samningstímann. Forsendur efnahags-
lífsins eru því allgóðar, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Aug-
ljóst er að þær skattkerfisbreytingar sem ákveðnar hafa verið
munu mjög styrkja þessa jákvæðu þróun, ekki síst þegar horft
er til lengri tíma.
Hinn mikli hagvöxtur sem varð á Íslandi á árunum 1995 til
2000 skilaði öllum almenningi umtalsverðum kaupmáttarauka.
Kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur þannig aukist um 27% frá
árinu 1994. Kaupmáttur þeirra sem lægst höfðu launin hækk-
aði þó mest og er sú staðreynd til marks um að efnahagsbatinn
skilaði sér best þangað sem hans var mest þörf.
Ör vöxtur þjóðarbúsins leiddi vissulega til nokkurrar þenslu,
sem nauðsynlegt var að spyrna á móti, til að tryggja að lífs-
kjarabatinn yrði ekki að lokum að veislukosti fyrir verðbólgu-
drauginn einan. Ríkisstjórnin greip til markvissra aðgerða til
að varðveita stöðugleikann í efnahagslífinu. Þess var þó gætt
að hvika ekki frá þeirri stefnu að beita fremur almennum hag-
stjórnaraðferðum en sértækum lausnum. Ákveðið var að setja
íslensku krónuna á markað og falla þar með frá þeim mörkum
sem Seðlabankinn hafði sett myntinni. Á sama tíma var sjálf-
stæði bankans aukið og honum veitt forræði yfir vaxtaákvörð-
unum og bankanum jafnframt sett langtíma verðbólgumark-
mið. Ríkisstjórnin sýndi með því einbeittan vilja sinn til að
koma í veg fyrir að verðbólgan færi aftur af stað hér á landi. Í
kjölfar þessara breytinga hefur verið nokkur órói á gjaldeyr-
ismarkaði. Það þarf ekki að koma á óvart að markaðurinn þurfi
nokkurn tíma til að fóta sig við breyttar aðstæður og laga sig að
nýju umhverfi. Fyrirsjáanlegt var að gengi íslensku krónunnar
myndi endurspegla þá aðlögun. Þessar hræringar hafa óum-
flýjanlega leitt til tímabundins verðbólguskots en á móti kemur
að á sama tíma hefur viðskiptahallinn dregist mjög hratt sam-
an. Það er mikið þroskamerki á íslensku þjóðlífi að nú þykir
tímabundin 8% verðbólga alvarleg ógn við efnahagslífið. Sú tíð
er í fersku minni að margfalt hærri verðbólgutölur þóttu merki
um vel lukkaða hagstjórn. En þó að 8% verðbólga sé ekki há í
sögulegu samhengi séð, þá er hún samt sem áður tilræði við
traustan kaupmátt þjóðarinnar, nái hún að búa um sig. Þess
vegna skipti miklu að vel tækist að koma böndum á þensluna og
tryggja að kaupmátturinn rýrnaði ekki. Efnahagsstefna rík-
isstjórnar og vaxtastýring Seðlabankans eru seinvirkandi með-
ul, sem hafa aukaverkanir, en þau gera að lokum sitt gagn ef
menn hafa úthald til að þola meðferðina til enda. Það er nú að
koma í ljós.
Samkomulagið, sem náðist nú á dögunum á milli aðila vinnu-
markaðarins, um að fresta endurskoðun launaliðs kjarasamn-
inganna, ber vott um ábyrga afstöðu og traust á langtíma-
árangri efnahagsstefnunnar. Að baki því liggur sá skilningur
að hagsmunir launafólks og fyrirtækja fari saman og að verð-
bólga sé sú óvættur, sem verst leikur kjörin. Á það beinast við
um kjör hinna lægst launuðu, sem eiga færri leiðir en hinir til
að bregðast við lakari aðstæðum. Jafnframt staðfestir sam-
komulagið þá skoðun að verðbólgan nú sé tímabundið vanda-
mál og öll rök hnígi til þess að hún fari hratt lækkandi á næsta
ári. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, sem gefin var út í tilefni
samkomulagsins, var skýrt kveðið á um að aðhalds yrði gætt í
ríkisfjármálum og þannig tryggður grunnur að stöðugu efna-
hagsumhverfi. Þetta samkomulag hefur eflt traust á íslensku
efnahagslífi og dregið mjög úr ótta um að á þjóðinni dynji víxl-
verkan launa og verðlags öllum til skaða. Lækkandi verðbólga
og stöðugleiki, stöndugur ríkissjóður og fjölbreytt atvinnulíf
eru forsendur áframhaldandi hagvaxtar og kaupmáttaraukn-
ingar.
III
SJÁVARÚTVEGURINN er enn sem áður mikilvægasta at-
vinnugrein þjóðarinnar, þótt aðrar stoðir styrkist og séu fleiri
en áður. Það er því mikilvægt að atvinnugreinin búi við sem
best skilyrði af hálfu stjórnvalda. Nóg er óvissan sem náttúran
ákveður.
Hafrannsóknir eru okkur Íslendingum mikilvægari en flest-
um öðrum þjóðum. Miklu skiptir fyrir velferð þjóðarinnar í
bráð og lengd að fiskveiðiráðgjöfin sé byggð á traustum grunni.
Davíð Oddsson forsætisráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins
VIÐ 
ÁRAMÓT

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64