Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MINNINGAR
36 SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
I.
Það er á árum
heimsstyrjaldarinnar
síðari að u.þ.b. tvítugur
sveitapiltur úr Rangár-
þingi ræður sig til vertíðarstarfa í
Keflavík. Vinna hans var fólgin í því
að flytja ísaðan fisk í 100 kg kössum
um borð í skip er síðan sigldu til
Englands. Þetta voru þrældóms-
tarnir enda var þá allt unnið með
handaflinu einu saman. Þess á milli
var alls ekkert að gera enda gæftir
stopular og menn á meðan þá kaup-
lausir. Ótrúlega margir létu sér
þetta í ?léttu rúmi liggja? og sátu
glaðbeittir yfir spilamennsku dag
hvern fram á nætur.
Sögupersóna okkar undi aðgerð-
ar- og tekjuleysinu afar illa og eftir
samfellt þriggja vikna atvinnuleysi
var honum meira en nóg boðið. Hann
fréttir þá af þriggja tonna trillu
(Blikanum), sem var föl fyrir 16 þús-
und kr. Nú voru góð ráð dýr. Hann
fær tvo menn í ?kompaní? með sér.
Þeir þrír fara með ?rútu? til Reykja-
víkur, ganga á fund Ásgeirs Ásgeirs-
sonar (síðar forseta Íslands), er þá
var bankastjóri Útvegsbankans og
fá þar lán til kaupa á bátnum og
vegna væntanlegs útgerðarkostnað-
ar. Nú mátti engan tíma missa, haf-
ist var handa við að fella net og ann-
að er að undirbúningi laut. Sjóveður
gerðust betri. Enginn þeirra þekkti
fiskimiðin og réðu þeir því til sín
fjórða manninn. Skemmst er frá því
að segja að útgerðin gekk vel en með
?vitlausri vinnu og helvítis þræl-
dómi?. Um vorið greiddu þeir allar
sínar skuldir og áttu þó eftir afgang í
peningum. Það er fullyrt að eftir ver-
tíðarlok hafi þeir gefið, en ekki selt,
bátinn bláfátækum fjölskyldumanni
þar syðra. Að því loknu hraðaði
sögupersóna okkar sér austur í átt-
hagana.
Þessi stutta yfirgripskennda frá-
sögn segir okkur ótrúlega mikið um
þennan, þá unga mann, hans innri
eiginleika og eitthvað um það, hvers
síðar mátti af honum vænta. Það, að
hann unir ekki aðgerðarleysinu segir
að hann er mikill starfsáhugamaður,
JÓN 
BJARNASON
?
Jón Bjarnason
fæddist í Hrafn-
tóttum í Djúpár-
hreppi 5. nóvember
1923. Hann lést á
heimili sínu 11. febr-
úar síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Stórólfshvols-
kirkju 17. febrúar.
hann sættir sig ekki við
tekjuleysið og sýnir
það að hann er ?afla-
maður? sem vill koma
sér áfram í lífinu. Hann
fréttir af trillunni og
vill kaupa hana, það
sýnir að hann fylgist
vel með, er opinn fyrir
þeim möguleikum sem
bjóðast og er stórhuga.
Hann fær aðra í lið með
sér og er það vegna
þess að hann á auðvelt
með að hafa áhrif á
aðra ? hefur persónu-
legt aðdráttarafl. Hann
hefur kjark og áræði, annars hefði
hann aldrei gengið á fund banka-
stjórans. Hann ræður til þeirra
fjórða manninn til þess að þeir gætu
lært á miðin, það sýnir að hann er
greindur og ráðsnjall. Og sá sem gat
þrælað svona við sjálft fiskiríið hlaut
að búa yfir miklu úthaldi og frábær-
lega góðu líkamlegu atgervi. Það, að
báturinn er gefinn snauðum manni,
sýnir að hér fóru óvenjuleg góð-
menni. Hvers vegna sögupersóna
okkar kom ekki oftar nálægt útgerð
og fiskveiðum er nokkurt umhugs-
unarefni. Kannski leit hann á það
sem fyrirboða, vísbendingu ?hulinna
afla? um að snúa sér að öðru, að í síð-
asta róðrinum bilaði vélin, en þeir
orkuðu með árum og afli handanna
að ná landi í Garðinum. Líklegra tel
ég þó, að hann hafi fundið, að hann
var ekki ?fæddur? inn í hlutverk sjó-
sóknarans, að hann var sveitamaður
í húð og hár. 
Nú kunna menn að spyrja, hver
var hann þessi maður og hvernig
nýttust honum síðar á lífsleiðinni all-
ir þessir áðurnefndu eiginleikar. Því
verður best svarað með því að líta yf-
ir lífsferil hans en áður en það er
gjört skal frá segja hvaða ættstofnar
það voru sem að honum stóðu.
II.
Sögupersóna okkar er Jón
Bjarnason, síðar bóndi í Dufþaks-
holti. Hann fæddist 5. nóvember
1923 á Hrafntóftum, á þeim stað þar
sem Ketill hængur, fyrsti landnáms-
maður í Rangárþingi, hafði setu hið
fyrsta misseri sitt á Íslandi.
Móðir Jóns var Pálína Margrét
(1893?1970) dóttir Þorsteins bónda á
Hrafntóftum, Jónssonar, Jónssonar
eldra, Þorkelssonar sem fæddur var
1768. Allir þessir langfeðgar, fjórir
að tölu, bjuggu á Hrafntóftum og
sýnir það hversu þetta fólk var
?samgróið? óðali sínu og uppruna.
Þorsteinn á Hrafntóftum var merk-
isbóndi, bókelskur og áhugamaður
um dulræn efni. Rafn bróðir Pálínu
var söngmaður góður og heljar-
menni að afli á yngri árum.
Faðir Jóns í Dufþaksholti var
Bjarni bóndi í Álfhólum. Amma
Bjarna var Þorbjörg Jónsdóttir sem
var ljósmóðir í Landeyjunum 1835?
1871. Þær eru fleiri ljósmæðurnar í
ætt þessari m.a. merkis- og mynd-
arkonan Jónína Jónsdóttir á Keld-
um.
Faðir Bjarna í Álfhólum var Jón í
Álfhólum, sonur Nikulásar í Sleif,
Eiríkssonar í Álfhólum o.v. fæddum
1755. Móðir Eiríks var Þorbjörg
dóttir Guðmundar á Strönd í Land-
eyjum, Stefánssonar lögrm. (þ.e lög-
réttumanns = alþingismanns) í
Skipagerði, Jónssonar s.st. (sama
stað), Þorleifssonar yngra lögrm. á
Stórólfshvoli, Ásmundssonar lögrm.
s.st fyrir aldamótin 1600. Ætt Ás-
mundar hefur verið rakin til Odda-
verjans Filippusar Sæmundssonar,
goðorðsmanns á Stórólfshvoli. Fil-
ippus var flæmdur í ginið á Hákoni
Noregskonungi árið 1249, þegar
konungur, studdur senditíkum sín-
um, var að sölsa undir sig landið og
brjóta niður hið forna ættasamfélag
goðorðanna.
Af öllu þessu má sjá að sterkir
rangæskir stofnar stóðu að Jóni,
með eiginleika sem borist hafa frá
kynslóð til kynslóðar. Þeir nánustu
frændur hans og forfeður í Álfhólum
voru búmenn miklir, sumir formenn
á áraskipum við Landeyjasand,
smiðir ágætir, opnir fyrir nýrri verk-
menningu, vandvirkir, harðskeyttir
framkvæmdamenn, kappsamir hug-
menn, hraustmenni en drengir hinir
albestu gagnvart ættmennum og al-
þýðu manna. Trygglyndir. Fyrirlitu
þá er gerðu á hlut þeirra og fyrirgáfu
þá seint eða aldrei. Skapfastir. Gátu
verið orðhvatir. Það eykur mönnum
skilning á persónu Jóns og lífsferli
öllum, ef þeir þekkja og hafa í huga
þessar fornu ættarfylgjur Álfhóla-
kynsins sem nú hafa verið nefndar.
III.
Þegar Jón er á öðru árinu hefja
foreldrar hans búskap í Álfhólum,
fyrst í félagi við afa hans og ömmu en
síðar sjálfstætt. Ætla mátti að lífið
og framtíðin hafi blasað við ungu
hjónunum en sumt fer öðru vísi en
við er búist. Ógæfan dundi yfir, því á
Þorláksmessu 1928 andast Bjarni úr
bráðri lungnabólgu sakir ofkæling-
ar. Þá voru börnin orðin þrjú að tölu
og það fjórða á leiðinni. Þá var Jón
fimm ára.
Á okkar tímum allsnægtanna
kiknar fólk oft gagnvart lífsafkom-
unni, en á þessum tíma var ekki til
neitt sem hét ?barnabætur? og fé-
lagsleg aðstoð var tíðum fólgin í því
að heimili voru leyst upp og börnin
gerð að niðursetningum hjá þeim
sem lægst bauð. (?Útboð? hins
frjálsa markaðar.) Pálína lætur ekki
slíkt yfir sín börn ganga; hún heldur
áfram búskap, fyrst í fáein ár í Álf-
hólum og ég geri ráð fyrir því að hún
hafi þar notið aðstoðar tengdafor-
eldranna.
Vorið 1933 flytur fjölskyldan frá
Álfhólum og að Hrafntóftum I (sem
var í eigu Þorsteins föður Pálínu, en
hafði þá losnað úr ábúð Önnu og
Jóns foreldra Ingólfs, síðar alþing-
ismanns og ráðherra). Hún og Guð-
mundur Þorsteinsson frá Berustöð-
um hefja þar búskap og giftust svo
um haustið.
Jón er þá níu ára. Föðurlaus hafði
hann ekki ?gengið með neina silfur-
skeið í munninum?. Þessi fyrstu ár
kunna að hafa sett það mark á Jón að
hann var aldrei maður uppgjafar eða
úrræðaleysis. Á barnsaldri kynntist
hann því líka hvað vinna var, enda
varð hann starfs- og atorkumaður
svo lengi sem líkamleg heilsa leyfði.
Þegar hann var á barnsaldri stóðu
yfir miklar áveituframkvæmdir neð-
an Bjóluhverfis, í Safamýri. Þar
vann Rafn móðurbróðir hans við
torfristu en hann sjálfur 13-14 ára
gamall við að stinga sniddur í garð-
hleðslu.
Um 16 ára aldur er hann um fárra
mánaða skeið í Íþróttaskólanum í
Haukadal. Auk íþrótta og sunds
kenndi Sigurður Greipsson náms-
mönnum bóklegar greinar. Ætla má
að í þeim fangbrögðum ? ?áflogum?
? sem við Íslendingar nefnum
?glímu? hafi Jóni enn aukist sjálfs-
traust við að finna vaxandi afl sitt og
styrk.
Þá var Jón eina vertíð í Þorláks-
höfn og reri á því sama skipi sem
Rafn móðurbróðir hans var áður á.
Hann hélt til í gamla torfbænum í
Þorlákshöfn og svefnplássið var
grjótbálkur sem hann varð að deila
með öðrum manni. En ?atlæti var
gott og nóg að éta?. Það sýnir hve
Jón var ?vel lifandi? og opinn fyrir
hinu óþekkta, að í landlegum, þegar
aðrir ýmist sátu við spil eða lágu fyr-
ir, þá lærði hann ýmislegt eins og t.d.
það að fella net (það kom sér síðar
vel, þegar hann og félagar keyptu
Blikann sem fyrr er frá sagt). Það
var þarna í Þorlákshöfn sem hann
vann í fyrsta skipti fyrir kaupi sem
hann fékk í eigin hendur.
Þessi sumur mun Jón hafa unnið
við heyskap á búi móður sinnar og
Guðmundar en um stjúpföður sinn
lét hann síðar falla hin hlýjustu orð.
(?Kannske var hann dálítið vinnu-
harður, en það voru líka allir dug-
andi menn.?)
Um eða innan við tvítugt var hann
í vegavinnu eins og þá var títt um
margan manninn. Þá var verið að
hlaða upp veginn austur frá Hvols-
velli. Unnið var með handverkfær-
um og er það undirstaða þess vegar
sem nú liggur, þar sem þjóðvegur 1
er með bundnu slitlagi. Seinna
haustið komust þeir austur að
Dufþaksholtsafleggjaranum en urðu
þar að hætta í nóvember, því þá var
komið harðafrost. Tæpast mun Jón
þá, þótt forspár væri, hafa boðið í
grun, að vegur þessi lægi um lendur,
sem síðar yrðu hans ?konungdæmi?.
Haustið 1944 hóf Jón nám í Hér-
aðsskólanum á Laugarvatni og kann
að hafa ráðið einhverju þar um að
móður hans var mjög um það hugað
að þau systkinin færu til frekara
náms. Sýnir sú afstaða hennar, hve
?næm? hún var á þá tíma sem í
vændum voru. Jón bar mikið lof á
skólann og hugðist stunda þar nám
næsta vetur. Af því varð ekki, því um
sumarið fer hann að vinna við tré-
smíðar á Laugarvatni, ílengist hjá
trésmíðameistaranum og fylgir hon-
um til Reykjavíkur. 1945-1949 býr
hann í Reykjavík, stundar trésmíðar
og tekur jafnframt Iðnskólann. Enn-
fremur kaupir hann stóran vöru-
bílstrukk og hefur af honum ein-
hverja atvinnu.
Vorið 1949 verða örlagaríkar
breytingar í lífi Jóns, því þá flytur
hann austur í Rangárþing, það hér-
að, þar sem forfeður hans og for-
mæður höfðu búið um aldir. ?Andi?
hans leitaði í átthagana. Hann setur
sig niður á Hvolsvelli og reisir þar
stórt trésmiðjuhús. Trésmiðju rekur
hann þar með Þorsteini bróður sín-
um og Jóni Bárðarsyni. (Nafnið 
?Hamilton? festist við húsið, þar var
síðar ?Hagkjör? og loks Trésmiðjan
Ás). Þeir vinna alla almenna trésmíði
fyrir þá sem til þeirra leita, annast
viðhald eldri húsa og reisa ný mann-
virki m.a. verkstæðishús KR. (Þar
sem nú er KR-þjónustan.) Til að
skjóta frekari rótum undir afkom-
una voru þeir auk þess með stór-
fellda kartöflurækt í einhver ár.
Þegar Þorsteinn hóf búskap á
Hrafntóftum slitu þeir ?kompaníinu?
og seldu verkstæðið. Þá gengu þeir
til samstarfs Jón og svili hans, Ágúst
Ólafsson frá Álftarhóli. Þeir reisa og
steypa upp fjölmörg íbúðarhús og
útihús um alla Rangárvallasýslu.
Samstarf þeirra varð með ágætum,
enda báðir afbragðsmenn og sam-
hentir. Frægt varð þegar þeir slógu
upp mótum, náðu í steypumölina og
steyptu upp heila heyhlöðu í Sigluvík
? allt gert í einni lotu á tæpum sólar-
hring. (Hvað skyldi núna fara mikill
kostnaður í mælingar, leyfisbeiðnir,
teikningar og aðra skriffinnsku áður
en hefja mætti slíka framkvæmd?).
IV.
Á árunum upp úr 1950 voru vinnu-
staðir og mörg heimili án síma og
farsíminn kom ekki til sögunnar fyrr
en löngu, löngu síðar. Þyrftu menn
að hringja fóru þeir á símstöðina og
pöntuðu símtal. Eins þurfti stundum
að koma boðum til fólks, þegar óskað
var eftir símtali við þá sem símalaus-
ir voru. Þá vann á símstöðinni í
Hvolsvelli ung stúlka, María Guð-
mundsdóttir frá Núpi undir Eyja-
fjöllum. Þegar beðið var um Jón í
símann kom það jafnan í hennar hlut
að ?skokka? út á verkstæði og til-
kynna að síminn væri til Jóns og svo
var hún óðar snúin til baka. Jón
hraðaði sér á símstöðina og hann
horfði á eftir henni þar sem hún
?flaug? yfir móann og hugsaði ?mik-
ið er þetta eitthvað myndarleg
stúlka?. ... Þar kom, að ?hugir þeirra
féllu saman? og með þeim tókust ást-
ir.
Nú var farið í það að innrétta íbúð
(eitt herbergi og eldhús) í öðrum
enda trésmiðjunnar og þar fæddust
fjögur fyrstu börnin. Hætt er við að
konunni, sem vön var kyrrðinni und-
an Eyjafjöllum hafi stundum þótt
nóg um hávaðann frá trésmíðavélun-
um hinum megin við vegginn og
hamarshögg þess á milli. En ráð-
deildarfólk lagði ýmislegt á sig á
meðan verið var ?að koma undir sig
fótunum?. (Það er öðru vísi en hjá
sumum ungum konum sem heimta
nýja íbúð strax í upphafi sambúðar
og helst nýjan bíl að auki.)
Þetta hafa verið dásemdartímar í
lífi Jóns. Nú var hann kominn með
fjölskyldu og hann þurfti ekki að
fara í gegnum nema einar dyr til að
komast í mat og kaffi og hverju sinni
sem hann birtist hefur honum áreið-
anlega verið vel fagnað.
María var fædd 15. september
1931. Hún var systir Guðmundar
glímukappa á Núpi undir Eyjafjöll-
um. Móðir þeirra var Sigríður (1898?
1981) dóttir Sigurðar, óðalsbónda á
Núpi, Ólafssonar er líka bjó á Núpi
og var fæddur 1830. Faðir Maríu var
Guðmundur, bóndi á Núpi, sonur
Árna á Lágafelli, Jónssonar s.st,
Árnasonar á Galtalæk í Landsveit.
(Galtalækjarætt, Reynifellsætt).
Þeirrar ættar eru Þverlækjarmenn í
Holtum, Kjartan í Hjallanesi, Minni-
vallasystkin, Hvammsmenn og
Skarðsfólk í Landsveit. Einkenni
þessa fólks þótti löngum vera mikil
vinnusemi, búhyggja og ráðdeildar-
semi.
Mér er sagt að María hafi verið
?góð kona, með mjög ljúft lunderni
og aldrei hallmælti hún fólki?. Henni
er ennfremur svo lýst að hún hafi
verið ?einstaklega vinnusöm? enda
gekk hún bæði í úti- og inniverk.
?Ekki hversdagslega málgefin, en
þegar hún talaði, þá var það af
greind og visku og á allt var hlustað
sem hún sagði og tillit var tekið til
orða hennar.? ?Umhverfis hana
skapaðist andrúmsloft mildi, en þó
festu.?
Börn Jóns og Maríu eru: 1) Pálína
Björk f. 1952, kennari og varaoddviti
í Hvolhreppi. Hún býr í Dufþaks-
holti. 2) Sigríður f. 1954, sjúkraliði,
maki Páll B. Valgeirsson fisktæknir.
Þau búa á Selfossi. 3) Þórunn f. 1955,
leikskólakennari, maki er lands-
kunnur rithöfundur Einar Már Guð-
mundsson. Þau búa í Reykjavík. 4)
Guðmundur f. 1958, bóndi, maki er
Erla dóttir Hlöðvers Filippusar á
Hellum í Landsveit. Þau búa á
Sámsstöðum. 5) Guðrún f. 1963,
bóndi, maki Garðar Guðmundsson.
Þau búa í Hólmi í Landeyjum. 6)
Bjarndís f. 1964, skrifstofumaður,
maki Gunnar E. Sverrisson raf-
virkjameistari. Þau búa í Reykjavík.
7) Bjarni Haukur f. 1977, bóndi,
maki Ragnheiður Kristjánsdóttir.
Þau búa í Dufþaksholti.
Jón var stoltur af börnum sínum
og hann mátti líka vera það. Tengda-
börnin hafði hann í hávegum.
V.
Árið 1955 kaupa þeir svilarnir og
samstarfsmennirnir, Jón og Ágúst,
Stóra-Moshvolinn, sem þá hafði
staðið í eyði um margra ára skeið.
Þeir skipta jörðinni að endilöngu frá
norðri til suðurs og draga um jarð-
arpartana. Jón dró vesturhlutann og
varð það honum heillaríkt m.t.t. þess
sem gerðist í búskaparsögu hans síð-
ar. Fljótlega byggir Jón þar hey-
hlöðu en þau María byrjuðu þar
strax með sauðfé. Fáum misserum
síðar var þar byggt 200 kinda fjár-
hús.
Árið 1959 er Dufþaksholtið laust
til leiguábúðar (báðar jarðirnar).
Margir voru um boðið og var Jón
meðal þeirra sem lögðu inn umsókn.
Þá er það nótt eina að Þorkell frá
Miðkrika birtist honum í draumi og
segir, ?þú færð jörðina?. Og það
Blómastofa Friðfinns,
Suðurlandsbraut 10,
sími 553 1099, fax 568 4499.
Opið til kl. 19 öll kvöld
Kransar
  
Krossar
  
Kistuskreytingar

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64