Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FÓLK Í FRÉTTUM
52 SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
E
INS OG alltaf fer fyrri hluti ársins í
að jafna sig á jólageðveikinni þegar
hamagangurinn í útgáfu og allra
handa tilstandi keyrir langt fram úr
hófi. 
Erlendir listamenn sáu því um að skemmta
örþreyttum tónlistaráhugamönnum í byrjun árs
en erlendis reyna menn (skynsamlega!) að
fleyta útgáfu og athafnasemi svona nokkuð
jafnt yfir árið. 
Fyrrum leiðtogi Pavement, Stephen 
Malkmus, kom því galvaskur í febrúar og
skemmti landanum en í mars heillaði skoska
síðrokksveitin Mogwai anorakka landsins upp
úr pumaskónum með tvennum hljómleikum. 
Í endaðan mars flugu svo Björk Guðmunds-
dóttir, Sjón og fleiri út til Los Angeles. Tilefnið
var Óskarsverðlaunin en lag Bjarkar úr
Myrkradansaranum, ?I?ve Seen It All?, var til-
nefnt til verðlauna. Fór þó svo að gamla brýnið
Bob Dylan nappaði verðlaununum. Um svipað
leyti birtist lofsamleg umfjöllun í breska þunga-
rokksblaðinu Kerrang! um Jesus Christ
Bobby!, plötu harðkjarnasveitarinnar Mínus.
Afdrif af þessu urðu skemmtileg, t.a.m. var plat-
an gefin út af harðkjarnarisanum Victory í
Bandaríkjunum um sumarið og sveitin hefur
verið ausin lofi af harðkjarnamiðlum sýknt og
heilagt út árið. 
Árið einkenndist annars af þónokkurri at-
hafnasemi íslenskra dægurlistamanna á er-
lendri grundu; en allt þetta fór þó fram á hægan
og bítandi hátt ? engin læti eða uppvöðslusemi
eins og gjarnan hefur einkennt ?meik?-tilraunir
Íslendinga.
Af nógu er að taka hvað þessi popprænu
strandhögg varðar. Þannig fór Emilíana Torr-
ini í túr um Bandaríkin með Dido, Travis og
seinna Tricky; Sigur Rós lék með Radiohead, á
þrjú lög í nýjustu mynd Tom Cruise og var jafn-
framt valin ein af tíu bestu hljómsveitum heims
í Time Magazine! múm gaf út plötu á hinu virta,
þýska raftónlistarmerki Morr Music og Quar-
ashi fóru í tónleikaferðalag til Bandaríkjanna.
Svo gaf Björk út fjórðu breiðskífu sína á árinu
og lagðist í lágstemmt ferðalag til að fylgja
henni eftir sem lauk með tvennum glæsilegum
tónleikum hérlendis í lok desember. 
Músíktilraunir voru haldnar í lok mars þar
sem ? engum að óvörum ? harðkjarnasveitin
Andlát sigraði en þessi sprellfjöruga undir-
menning rokksins var áberandi í ár sem endra-
nær.
Í apríl leit fyrsta útgáfa hinnar nýstofnuðu
tónlistarútgáfu Eddu ? miðlunar og útgáfu
dagsins ljós. Þetta er verkið Klif eftir djass-
arann Jóel Pálsson en Edda lét svo að sér kveða
svo um munaði í jólaútgáfunni, með mikilli og
fjölbreyttri útgáfu og sama gilti um íslensku 
útgáfuna Thule. Sama mánuð kom dúettinn
Pan Sonic frá Finnlandi í heimsókn en hann
telst vera frægasta tilraunakennda naum-
hyggjutæknósveit heimsins í dag(!). 
Sumarið er tíminn kvað Bubbi og þá fór fjör
að færast í poppleikinn. Fjörkálfarnir fjörgömlu
í Buena Vista-genginu heilluðu landsmenn svo
um munaði í byrjun maí í troðfullri Laugardals-
höll og munaði þar ekki síst um hinn eldhressa
æringja Ibrahim Ferrer. Mikið japl, jaml og
fuður var svo í kringum Evróvisjón og ?Birt-
una? þar en landinn hafði ekki erindi sem erfiði
? hafnaði í neðsta sæti ásamt frændum vorum
Norsurum. 
En ef eitthvað eitt er minnisstætt frá þessu
ári Ódysseifs þá eru það tvennir tónleikar
þýsku þungarokkssveitarinnar Rammstein í
Höllinni. Í kringum þá gekk rokkþyrstur
Frónbúinn hreinlega af göflunum, uppselt var á
hvoratveggju tónleikana og algert Rammstein-
æði heltók landsmenn ? amma gamla vissi
meira segja upp og ofan af Rammstein! 
Um haustið fór Airwaves-hátíðin svo fram í
þriðja sinn og Vetrardagskrá Hljómalindar
bauð upp á erlenda jaðarrisa eins og Will Old-
ham og Low. Um svipað leyti reyndu menn sig
við samslátt nýgildrar og sígildrar tónlistar með
tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar, Quar-
ashi og Botnleðju. Árangurinn var vafasamur
verður að segjast. Stuttu síðar fór svo allt á fullt
í hinu stórmerkilega og séríslenska jólaplötu-
flóði. Gullbarkinn Páll Rósinkranz seldi þar
ógnarinnar býsn af nýrri plötu sinni á meðan
nýliðarnir í XXX Rottweilerhundum slógu
nokkurn veginn í gegn með frumburði sínum.
Sumir foreldrar voru smeykir við hina dónalegu
og hneykslunargjörnu hunda en þá stóðu þeim
til boða diskar með t.d. Sesar A og Afkvæmum
guðanna sem herja sömuleiðis á hinn nýtil-
komna alíslenska rappmarkað. Diskur hinna
síðastnefndu er fyrirmyndardæmi um eigin út-
gáfu, þar sem diskur er brenndur og umslag
heimagert en í ár varð minniháttar sprengja í
þess háttar útgáfum, grasrótinni til nokkurs
framdráttar. 
Eitt af stóru innflutningsfyrirtækjunum á
tónlist stendur höllum fæti um þessar mundir
sem gerði að verkum að stórir titlar eins og t.d.
ný plata drengjasveitarinnar Westlife sást
hreinlega ekki í búðum. Sú staðreynd að við bú-
um á lítilli eyju var að þessu leytinu grátlega
augljós. 
Oft vill hið mikla líf sem er í danstónlist-
armenningu landans gleymast en í ár komu m.a.
Andrew Weatherall, Dave Clarke og Doc Scott
til skífuþeytinga og úr rappheimum kom Gang
Starr-limurinn Guru og sænska sveitin Loop-
troop.
Í enda árs var blásið til Íslenskra tónlist-
arverðlauna sem verða afhent á næsta ári. Eitt
ár dettur því út sem er að sjálfsögðu forkast-
anlegt. En maður verður bara að vera bjart-
sýnn...það þýðir ekkert annað!
Afdrifaríkt 
og orkumikið
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Rammstein í Höllinni 15. júní. Íslendingar tóku þessari þýsku þungarokkssveit opnum örmum.
Annáll íslenskrar dægurtónlistar árið 2001
arnart@mbl.is
Arnar Eggert Thoroddsen rekur helstu 
atburði liðins tónlistarárs.
Plötur ársins að mati gagnrýnenda Morgunblaðsins
Íslenskar plötur
Arnar Eggert 
Thoroddsen
1. Exos ? My home is Sonic
2. XXX Rottweilerhundar ? XXX Rottweiler-
hundar
3. Sigurður Guðjónsson/Arnar Guð-
jónsson ? Leðurstræti
4. Hallur Ingólfsson ? Fimm fermetrar
(tónlist úr dansverkinu)
5. Sigtryggur Berg Sigmarsson ? SHIP
6. Hr. Ingi R ? Hundadiskó
7. Jóhann Jóhannsson ? Englabörn (tónlist
úr leikritinu)
8. Sigríður Níelsdóttir ? Hin daglegu störf
9. Exos ? Strength
10. Afkvæmi guðanna ? Dæmisögur
Heimir Snorrason
1. Skurken/Heckle&Jive ? Skurken/
Heckle&Jive 
2. Exos ? My home is Sonic
3. XXX Rottweilerhundar ? XXX Rottweiler-
hundar 
4. Stilluppsteypa ? Stories Part Five
5. Trabant ? Moment of truth
6. Múm ? Remixed
7. Sigtryggur Berg Sigmarsson ? SHIP
8. Funerals ? Pathetic me
9. Ham ? Skert flog 
10. Bubbi Morthens/Stríð og friður ?
Nýbúinn
Orri Harðarson
1. Fabula ? Kossafar á ilinni
2. Björk ? Vespertine
3. Dýrin í Hálsaskógi ? Láttekkeinsoðú-
sértekkiðanna
4. Megas ? Far ... þinn veg
5. Lárus Sigurðsson ? Jarðhörpusálmar
6. Jóel Pálsson ? Klif
7. Egill Ólafsson ? Nýr Engill
8. Megas ? Haugbrot
9. Mannakorn ? 25 ára afmælistónleikar
10. Bubbi Morthens/Stríð og friður ?
Nýbúinn
Steinunn Haraldsdóttir 
1. Páll Óskar og Monika Abendroth ? Ef
ég sofna ekki í nótt
2. Stilluppsteypa ? Stories Part Five
3. Ozy ? Gray area (51)
4. Ham ? Skert flog
5. Trabant ? Moment of Truth
6. The Funerals ? Pathetic me
7. Björk ? Vespertine
8. Skurken/Heckle&Jive ? Skurken/
Heckle&Jive
9. Barry Adamson/Pan Sonic/Hljómeyki
? The Hymn of the 7th Illusion
10. Quarashi ? Kristnihald undir Jökli
Erlendar plötur
Arnar Eggert Thoroddsen
1. Daft Punk - Discovery
2. Super Furry Animals - Rings around the
World
3. Tool - Lateralus
4. Bonie prince Billy - Ease down the road
5. The Shins - Oh, Inverted World
6. Kelis - Wanderland
7. Converge - Jane Doe
8. Sensational - Get on My Page
9. Elton John - Songs from the West coast
10. Smog - Rain on Lens
Skarphéðinn Guðmundsson
1. Divine Comedy - Regeneration
2. The Strokes - Is This It?
3. Muse - Origin of Symmetry
4. Ed Harcourt - Here Be Monsters
5. Pulp - We Live Life
6. Gillian Welch - Time (The Revelator)
7. Nick Cave and the Bad Seeds - No
More Shall We Part
8. Spiritualized - Let it come down
9. Sparklehorse - It?s A Wonderful Life
10. System of a down - Toxicity
L52159 Sjá einnig lista 
Árna Matthíassonar B28

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64