Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ingibjörg Sigfús-dóttir fæddist í Forsæludal í A-Hún. 24. janúar 1909. Hún lést á Heilbrigðis- stofnuninni á Blönduósi 10. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Sig- fús Jónasson, bóndi í Forsæludal, og kona hans, Sigríður Ólafs- dóttir. Ingibjörg var elst af átta börnum þeirra hjóna. Næstur Ingibjörgu var Bene- dikt, bóndi í Eyjafirði (látinn), Jónas, bóndi í Forsæludal (látinn), Sigríður, húsfreyja í For- sæludal, Sigfús, lengst bóndi í Gröf í Víðidal, Ólafur, smiður og bóndi í Forsæludal (látinn), Guð- rún, fyrrum húsfreyja á Flögu í Vatnsdal, nú búsett á Hvamms- tanga, Indíana, húsfreyja í Sunnu- hlíð í Vatnsdal. Maður Ingibjarg- ar var Jóhann Teits- son frá Víðidals- tungu í Víðidal, f. 13. maí 1904, d. 10. des- ember 1996. Bjuggu þau lengst á Ref- steinsstöðum í Víði- dal. Þeim varð ekki barna auðið en tóku að sér kjörson, Þóri Heiðmar, f. í Litlu- Hlíð í Víðidal 23. desember 1941. Kona hans er Ingi- björg Kristjánsdótt- ir frá Hæli í Torfalækjarheppi og eiga þau fjögur börn, einnig á Þórir eina dóttur með Jónínu Skúladóttur frá Bergsstöðum í Miðfirði. Ingibjörg verður jarðsungin frá Blönduóskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Ingibjörg ólst upp í foreldrahúsum fram yfir tvítugt. Þar var glaðvær systkinahópur en öll gátu þau sett saman vísur og sum góðir hagyrð- ingar. Ingibjörg kynntist manni sín- um Jóhanni þegar hann var beitar- húsamaður í Grímstungu í Vatnsdal um 1930 og reistu þau sitt fyrsta bú á Kampshóli í Fitjárdal árið 1932. Þar voru þau í þrjú ár og eitt ár í Víðidals- tungu. Árið 1936 voru þau svo heppin að kaupa góða jörð, Refsteinsstaði í Víðidal. Þar undi Ingibjörg sér vel enda ekta náttúrubarn, sem unni öll- um dýrum, blómum, fegurð fjallanna í kring og niðnum í ánni. Ég kynntist Ingibjörgu fyrst haustið 1959 þegar við Þórir vorum að taka saman og alltaf var hún mér góð. Drengirnir okkar elstu, Þröstur og Bergþór, voru hjá þeim í sveit ungir að árum. Það urðu miklar breytingar í lífi okkar allra þegar þau hjón seldu jörðina sína árið 1970 og fluttu að Flögu í Vatnsdal til Guð- rúnar (systur Ingibjargar) og Ívars manns hennar og voru til heimilis þar í ellefu ár. Á Flögu var oft fjölmennt, gestagangur mikill og glaðværð. Ingibjörg hjálpaði Guðrúnu eins og hún gat og samdi þeim systrum afar vel. Á þessum árum fór Ingibjörg að ferðast en eingöngu innanlands. Henni fannst mest gaman að fara upp í óbyggðir í tjaldferðir með kannski eingöngu erlendum ferða- mönnum en íslenskum fararstjóra og bílstjóra. Hefur mér skilist að hún hafi verið vinsæl sem ferðafélagi með brennandi áhuga á litadýrð fjallanna, tign fossanna, fallegum steinum o.fl. Sumir ferðafélagarnir sendu henni jólakort og myndir og höfðu sam- band árum saman. Árið 1981 reistu þau hjón bú sitt aftur á neðri hæð Húnabrautar 30 á Blönduósi. Þar bjuggu þau í nokkur ár enda vann Jóhann ennþá á þessum árum. Að Flögu fluttust þau aftur í litla íbúð við gamla húsið sem þá stóð auð. Heilsu Jóhanns hrakaði og árið 1989 fluttu þau bæði á dvalardeild Sjúkrahússins á Blönduósi enda var þá Flaga seld úr ættinni og Guðrún og Ívar fluttu til Hvammstanga. Þeg- ar Ingibjörg og Jóhann bjuggu á Húnabraut og seinna sinnið á Flögu fór ég að kynnast þeim meira. Á dval- ardeildinni var ég að vinna og varð þeirra hjálparhella ásamt fleirum. Með hverju ári sem leið varð okkar samband traustara og þótti okkur mjög vænt hvorri um aðra. Þegar heilsu hennar hrakaði þurfti hún meira á okkur að halda. Vísurnar hennar sögðu svo margt um hug hennar til lífsins og alls sem hún unni. Þegar dóttir okkar Þóris eign- aðist fyrirbura sem enginn vissi hvort myndi lifa sendi hún móðurinni þessa vísu: Ég bið að þetta litla ljós lýsi skært og dafni. Allra manna öðlist hrós árum mörgum safni. Barnið lifir og með þeim varð mjög kært. Á dvalardeildinni gaukaði hún stundum vísu að starfsstúlkunum sem henni þótti sérlega vænt um. Ingibjörg var dugleg að ráða kross- gátur og einnig skrifaði hún vísu og málshætti á öll laus blöð. Alla sína tíð var hún bókhneigð og las nánast allt sem hún náði í. Hún átti prjónavél og prjónaði mikið fyrir aðra á yngri ár- um en seinni árin var meira hand- prjónað. Fyrir tveimur árum ákvað ég að hætta að vinna á dvalardeild- inni en fara að vinna í þvottahúsinu. Ég held að hún hafi kviðið því og þá sendi hún mér þessa vísu: Þessa bæn ég til þín tárvot sendi í trausti þess að nái hún til þín. Slepptu ei af mér þinni hlýju hendi, hjartans besta tengdadóttir mín. Ég verð henni eilíflega þakklát fyrir þessi hlýju orð. Svona var Ingi- björg, þakklát, kröfulaus og hlý kona sem öllum þótti vænt um sem kynnt- ust henni rétt. Ég vil að lokum þakka henni fyrir góð kynni og allan kær- leik og hlýju sem hún gaf mér. Mér finnst ég hafa lært mikið við þau kynni. Ég bið góðan Guð að leiða hana á nýjum verustað og blessa okkur öll, fjölskylduna hennar og alla hennar tryggu vini. Vertu sæl, vina. Þín tengdadóttir, Ingibjörg Kristjánsdóttir. Það var fimmtudaginn 10. janúar sem síminn hringdi kl. 7.30 að morgni. Ég var nálægt símanum og sá þá að það voru foreldrar mínir á Blönduósi sem voru að hringja. Ég vissi þá að þetta símtal myndi vera leiðinlegt, ekki það að það sé slæmt að foreldrar mínir skul hringja í mig, síður en svo. Nei móðir mín var að til- kynna mér að hún amma mín, hún Ingibjörg Sigfúsdóttir frá Forsælu- dal, væri látin. Hún veiktist alvarlega í desember svo ég átti nú svo sem al- veg von á þessu símtali fyrr eða síðar. En ég var kannski ekki alveg sáttur við það núna. En svona er lífið. Mað- ur eldist og getur ekkert að því gert. Kannski sem betur fer þurfti hún amma ekki að vera veik í rúmi sínu lengi, fékk að fara strax. Ég vona bara að hún hitti Jóhann afa og hina ömmu mína, hana Þorbjörgu Björns- dóttur frá Hæli, þarna einhvers stað- ar en hún lést í haust. Eða hvert fer maður? Það er nú alltaf spurningin. Ég man fyrst eftir henni ömmu þegar ég var svona 3–4 ára. Það var þegar við bræðurnir vorum vinnu- menn, og stórhuga bændur í sveitinni hjá ömmu og afa á Refsteinsstöðum í Víðidal. Ég þetta 3–5 ára og Þröstur bróðir 5–7 ára. Við bændabræðurnir riðum á tréfákum okkar um allt. Fór- um í langa útreiðartúra í kringum bæinn og bæjarhólinn. En fyrst þurftum við alltaf að láta ömmu vita hvert við værum að fara, ekki það að hún amma væri eitthvað hrædd um okkur. Nei, nei, bara að láta hana vita það að það gæti verið von á hesta- mönnum í heimsókn til hennar. Þeir hefðu örugglega verið lengi í förum og gætu verið mjög, þá segi ég mjög svangir þegar þeir kæmu í heimsókn. Þetta var alveg pottþétt ráð á ömmu svo hún færi alveg örugglega út í fjós að ná í rjóma og baka svo góðar stór- ar pönnukökur. Já, þá var nú gott að vera lúinn og svangur ferðamaður. Við bræðurnir vorum bæði að vetri til og um sumar á Refsteinsstöðum hjá ömmu og afa. Nokkrar vikur í senn. Eins og ég sagði áðan þá þurfti amma aldrei að hafa áhyggjur af okk- ur. Við vorum bara stórhuga bænd- ur. En eitthvað fór nú amma að líta eftir okkur svona annað slagið eftir að hún kom að okkur vera að vaða í stórum skurði sem var neðar í túninu. Við bræður vorum svo snyrti- legir í öllum okkar aðgerðum að við ákváðum að núna skyldum við geyma fötin okkar á bakkanum meðan við værum að vaða í skurðinum. Hitinn var víst ekkert sérstakur þá en við tókum ekkert eftir því, því við vorum nefnilega í stórframkvæmdum þarna í skurðinum. En eitthvað var amma að hafa áhyggur af okkur því hún kom hlaupandi niðureftir með teppi og handklæði. Mér skilst af frásögn ömmu að blái liturinn á líkama okkar hafi sést á milli bæja. Hún dreif okk- ur heim og hitaði vatn og setti í marg- ar flöskur. Síðan var hverri flösku stungið í sokk af Jóhanni afa og svo var okkur pakkað inn í sæng og teppi. Það fylgdi nú ekki sögunni hvort við urðum veikir eða ekki. En við bændurnir vorum bara að ræsa fram einn skurð. Margt var brallað á Refsteinsstöðum hjá ömmu Ég man að við gátum alltaf treyst ömmu í öllu sem hún sagði og gerði. Það má nátt- úrulega ekki gleyma rúgbrauðinu og kæfunni sem við gátum fengið í ómældu magni. Hún bakaði alltaf rúgbrauð í stórum járndalli, mig minnir að það hafi verið svona lyfti- duftsdallur. En hann er ekkert stór núna í mínum augum, en var rosa- lega stór þegar ég var lítill og það komu alveg rosalega stórar sneiðar og við bræðurnir sátum sitt hvorum megin við borðið og bitum á víxl í brauðið og skoðuðum svo tannaförin sem komu í smjörið. Það var gaman. Amma hafði gaman af því að rifja þetta allt upp og mundi hún margar sögur af okkur bræðrunum á Ref- steinsstöðum. Ekki mundi ég þær allar en sumar þó. Amma og afi seldu Refsteinsstað- ina árið 1970 og væri það nú gaman í dag að eiga þá góðu jörð en þá vorum við systkinin svo lítil að við höfðum ekkert um það að segja. Amma fluttist að Flögu í Vatnsdal um það leyti sem þau selja Refsteins- staði og átti amma „herbergið sitt“ í því góða húsi sem þar er. Ég man eft- ir því að 1974 þegar ég var í sveit hjá Ívari og Guðrúnu á Flögu þá leysti amma rosalegt erfitt mál fyrir okkur frændurna, Sigurð 11 ára og mig 10 ára. Við höfðum báðir mikinn áhuga á fótbolta og 1974 var Heimsmeistara- mótið í knattspyrnu og við þurftum náttúrlega að leika alla leikina sem fram fóru úti á túni. En okkur vantaði fótboltabúninga. Hvernig er hægt að leika fótbolta án þess að eiga góða búninga? Amma frétti af þessu og ekki leið á löngu þar til hún kom með þessa fínu búninga. Annan rauðan, peysa, buxur og sokk- ar en hinn var fjólublár, peysa, buxur og sokkar. Ég var nú fljótur að velja þann Liverpool-rauða. Þannig að Siggi frændi sat uppi með hinn. En í fljótu bragði var okk- ur nú brugðið því þessir búningar voru nú ekki alveg keyptir í búð og ekki alveg úr þessu nýju fínu efnum sem eru í dag. Nei, þeir voru úr ull- arbandi, svolítið grófir en stungu ekki mikið en það var bara svona fyrstu dagana en svo var allt gleymt og grafið og við frændurnir gátum spilað tvöfalda umferð í þessari Heimsmeistarakeppni í þessu fínu búningum frá Ingibjörgu ömmu. Ég gæti haldið lengi áfram að skrifa um hvað skemmtilegt var að vera nálægt ömmu í leik og starfi. Alltaf var hún kát og glöð. En ég verð að minnast á vísurnar hennar. Hún amma gat hér á árum áður gert vísur eins og ekkert væri, enda er hún af- komandi Bólu-Hjálmars. Systkini hennar frá Forsæludal geta líka skotið vísum þegar þau langar til. Þó aðallega hann Ólafur Sigfússon bróð- ir hennar sem lést fyrir nokkrum ár- um. Þegar amma kom til Reykjavíkur í heimsókn þá var það nú aðallega til að fara til augnlæknis því henni fannst nú ekkert gaman að koma til Reykjavíkur. Það getur þessi vísa sagt um: Þetta ljóð kvað hún þegar hún var einu sinni á heimleið úr Reykjavík. Mjög er loftið syðra svart sýnist lævi blandið. Hlakka ég til er hlýtt og bjart heilsar Norðurlandið. Oftar en ekki gisti hún hjá okkur á Kleppsveginum þar sem við bjugg- um áður. Alltaf þótti okkur spenn- andi að gá undir koddann hennar þegar hún fór frá okkur aftur norður því alltaf lá eftir hana vísa til okkar eða sonar okkar sem gekk alltaf úr rúmi sínu svo amma gæti haft gott rúm til að sofa í. Þessi vísa var einu sinni í rúminu hans: Þegar ferðaflangrið dvín fer að næturhúmið. Vel ég hugsa þá til þín og þakka fyrir rúmið. Margar vísur liggja eftir hana um allt og verður mikil vinna að taka það allt saman. En sú vinna er ekki erfið þegar maður finnur alltaf nýtt og skemmtilegt ljóð á hinum ýmsu stöð- um, umslögum og víðar. Því oft hafði amma ekkert til að skrifa á þegar vísa varð til og þá tók hún bara það sem hendi var næst og skrifaði á það. Í seinni tíð, þegar hún flutti á hér- aðshælið á Blönduósi, var hún mikið fyrir að mála á dúka og búa til silki- bindi o.fl. Margir flottir dúkar eru til eftir hana og uppáhaldsbindið mitt bjó hún til handa mér. Þegar við „Stórbændabræðurnir“ heimsóttum ömmu í desember þegar hún var orðin mjög veik, fann ég á mér að þetta gæti ekki lagast aftur, svo mikið veik var hún. En gamla minningin er svo sterk og þegar hún hélt í hendurnar á okkur og við fund- um að hún reyndi að ná í orku frá okkur sem mest hún mátti. En því miður gekk það ekki. Ömmu verður minnst sem hús- freyju, ljóðskálds og vinar. Ég kveð þig núna, elsku amma mín, með miklum söknuði og við öll sem til þín þekkjum munum minnast þín svo lengi sem við lifum sem góðr- ar ömmu, vinkonu og félaga í lífi og starfi. Bergþór Valur Þórisson og fjölskylda. Elsku amma, ég þakka þér fyrir allar samverustundirnar með þér, þegar ég var lítill drengur í sveitinni hjá þér. Einnig þakklæti fyrir þær samverustundir sem ég og fjölskylda mín áttum með þér. Þakklæti fyrir ljóðin sem þú kenndir mér bæði eftir þig og aðra. Þú varst okkur svo mikið að engin orð megna að tjá hug okkar til þín. Við kveðjum þig með söknuði. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Jóhann Þröstur og fjölskylda. Mig langar að minnast móðursyst- ur minnar, Ingibjargar Sigfúsdóttur eða Imbu eins og hún var ávallt köll- uð. Mín fyrstu kynni af Imbu urðu er hún ásamt manni sínum Jóhanni Teitssyni fluttist að Flögu eftir að þau brugðu búi að Refsteinsstöðum í Víðidal árið 1970. Mér varð strax hlýtt til þessarar frænku minnar og hélst sú vinátta alla tíð. Imba var mjög hlýleg við mig og mína fjöl- skyldu. Imba var mikill dýravinur, henni þótti vænt um flest dýr en ég held að kýrnar hafi þó verið í mestu uppáhaldi hjá henni. Imba fór ávallt í fjósið og mjólkaði meðan hún átti heimili á Flögu. Hún handmjólkaði þær kýr sem hún sá um að mjólka, því mjaltavélum vildi hún ekki ná- lægt koma. Imba átti sér uppáhalds kú, sem Rósa hét. Rósa var svar- skjöldótt, dyntótt mjög að mínu áliti og hafði ég oft orð á því við Imbu. Imba sagði að það væri ekki rétt, ég bara skildi hana ekki, en það var áreiðanlegt að þær skildu hvor aðra. Imba var vel hagmælt og hafði yndi af kveðskap en hún vildi gera sem minnst úr þeim hæfileika sínum að setja saman vísur. Oft kom það fyrir er við Imba vorum að mjólka að ég heyrði hana raula fyrir munni sér eða hafa yfir einhverjar vísur. Ég spurði alltaf, ef ég hafði ekki heyrt áður það sem hún fór með: „Hvað varst þú að yrkja núna, Imba mín?“ „Það var svo sem ekki neitt,“ svaraði hún ætíð. Er ég vildi fá að heyra aft- ur það sem hún hafði verið að setja saman, svaraði hún því til að þetta væri ekkert merkilegt en fór þó með vísuna aftur en var svo ófáanleg til að endurtaka vísuna í annað sinn. Ekki náði ég að festa mér í minni þessar vísur og ekki veit ég hvort Imba hef- ur nokkuð haldið þeim til haga, a.m.k. hef ég ekki heyrt neitt af þess- um kveðskap síðan og er það miður. Imba var mikið náttúrubarn og hafði yndi af ferðalögum. Hún kom eitt sinn að máli við mig og spurði hvort ég vildi ekki gerast einkabíl- stjóri sinn og fara með sér í ferðalag. Hún sagðist sjá um að skaffa bílinn, hún ætlaði að kaupa bíl sjálf en fá mig til að keyra hann. Hún var með tegundina á hreinu, það átti að vera Toyota Crown, því það væri svo gott að sitja í þeim bílum. Hún var búin að skipuleggja ferðina í huganum. Gist skyldi í tjaldi og ekki yrði farið hratt yfir því hún vildi sjá sem mest af landinu. Hún sagði að ferðin gæti tekið um mánaðartíma því helst vildi hún komast hringinn í kringum land- ið. Ég var reiðubúinn að ganga að þessum skilmálum en þótt Imba væri mjög ákveðin og fylgin sér, varð ekk- ert úr þessu ferðalagi okkar. Hún ferðaðist þó nokkuð um landið þótt ég hafi ekki gerst einkabílstjóri hennar og fór oftar en einu sinni á sömu slóðir, því hún sagðist alltaf sjá eitthvað nýtt í hverri ferð. Mér er minnisstætt eitt atvik sem lýsir hversu ákveðin Imba var. Ég hafði verið að smala vestur á hálsi á Flögu er ég fann stein nokkurn sem mér þótti nokkuð sérkennilegur, það var engu líkara en steinninn hafi ver- ið skorinn í sundur með beittum hníf. Ég stakk steininum í vasann og sýndi Imbu er heim kom. Imbu þótti steinninn merkilegur og velti honum um stund á milli handanna og spurði mig síðan: „Hvar er hinn parturinn af steininum, drengur?“ Ég svaraði því til að ég hafi ekki séð annan stein lík- an þessum og hafði svo sem ekki velt þessum möguleika fyrir mér. Imba var hörð á því að steinninn ætti sér tvífara“ og það yrði að finna hann. Ég sagði Imbu að það væri nánast ógjörningur að finna hugsanlegan tvífara, a.m.k. ætlaði ég ekki að taka það að mér. Dag einn biður Imba bróður minn um að aka með sig á dráttarvél vestur á háls því hún ætl- aði að finna tvífarann. Áður en þau lögðu af stað fékk Imba lýsingu hjá mér hvar ég hafði fundið steininn. Bróðir minn ók með Imbu eins og hún hafði beðið um eins langt og hægt var að komast á dráttarvél. Hún bað um að hún yrði skilin eftir því hún ætlaði að ganga til baka til að geta notið náttúrunnar. Heimilisfólk var farið að verða óttaslegið er Imba skilaði sér ekki heim er þoka lagðist yfir brekkubrúnirnar. En Imba skil- aði sér heim og ekki varð ég lítið undrandi er hún sýndi mér tvífarann sem hún hafði fundið á nánast sama stað og ég hafði fundið steininn forð- um. Imba var um sjötugt er þetta var og það skal tekið fram að hún hafði aldrei áður komið á þessar slóðir. Þessir steinar hafa varðveist síðan og munu vonandi gera um ókomna tíð til minningar um Imbu frænku. Imba var mjög dugleg og ósérhlíf- in manneskja. Hún tók þátt í öllum þeim bústörfum á Flögu, sem hver árstíð krefst að unnin séu til sveita. Hún gerði m.a. slátur með móður minni í hartnær 30 ár og nú síðast í fyrra þótt hún væri komin yfir nírætt og heilsan farin að bila. Það sýnir hversu kraftmikil og dugleg Imba var. Ég votta Þóri, Ingibjörgu, börn- um, systkinum hennar svo og öllum ættingum dýpstu samúð. Hvíl þú í friði. Hermann Ívarsson. Hún kvaddi lífið hljóðlátt eins og háttur hennar var um langa ævi. Hennar verður gott að minnast. Hún INGIBJÖRG SIGFÚSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.