Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FRÉTTIR
4 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
segja til um það. ?En það liggur hins vegar ljóst
fyrir að það er mjög áhugavert og mikilvægt fyr-
ir okkur að fylgjast mjög náið með þessu starfi.
Við höfum jafnframt mikla þekkingu á þessu
sviði og höfum átt afskaplega gott samstarf við
Dani, sem eru mikil sjávarútvegsþjóð eins og við.
Þannig að það eru að mínu mati meiri líkur á
skynsamlegri niðurstöðu undir forystu þeirra en
margra annarra.?
Munu Íslendingar, að sögn Halldórs, einnig
fylgjast grannt með vinnu að nýjum sáttmála
ESB þar sem m.a. væri fjallað um nálægðarregl-
una, sem kveður á um að taka skuli ákvarðanir á
lægsta mögulega stjórnsýslustigi. Er Halldór
þeirrar skoðunar að útfærsla þessarar reglu geti
haft mikil áhrif, m.a. á framkvæmd sjávarút-
vegsstefnu ESB. 
Að því er varðar EES-samninginn sagði Hall-
dór að Íslendingar og Norðmenn hefðu farið yfir
þau mál og lagt áherslu á að þjóðirnar þyrftu að
ÍSLENSK stjórnvöld hafa samið um það við
Dani, sem fara munu með formennsku í ráð-
herraráði Evrópusambandsins á síðari hluta
þessa árs, að einn starfsmaður íslensku utanrík-
isþjónustunnar starfi með þeim að útfærslu á
sjávarútvegsstefnu ESB en núverandi reglur
sem að henni lúta falla úr gildi í árslok. Segist
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra ekki eiga
von á neinum grundvallarbreytingum á sjávarút-
vegsstefnunni en að frá sjónarhóli Íslendinga
séu vart til heppilegri verkstjórar í þessu efni en
Danir.
Utanríkisráðherrar Norðurlandanna funduðu
í Ósló í Noregi í gær og ræddu þar m.a. málefni
Evrópusambandsins. Sagði Halldór að Danir
hefðu upplýst að ganga þyrfti frá nýjum reglum
um sjávarútvegsstefnu ESB fyrir árslok. Að-
spurður um það hvort áðurnefnd aðkoma Íslend-
inga að því starfi væri líkleg til að skila okkur
einhverjum ávinningi sagði Halldór útilokað að
Danir stýra útfærslu nýrrar sjávarútvegsstefnu ESB
SCANPIX
Frá fréttamannafundi sem utanríkisráðherrar Norðurlandanna héldu eftir fund sinn í Ósló í gær.
Íslendingar fá aðkomu 
að endurskoðuninni 
fá úrbætur á sínum málum þegar fríverslunar-
samningar við ríki í Mið- og Austur-Evrópu, sem
líkleg eru til að fá inngöngu í ESB, falla úr gildi.
Var á þessu fullur skilningur meðal ráðherra
hinna Norðurlandaþjóðanna, að sögn Halldórs.
Árásarstefna Sharons í öngstræti
Á fundinum í Ósló var einnig rætt um barátt-
una gegn alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi,
ástandið í Afganistan, sem og í Miðausturlönd-
um. Voru norrænu utanríkisráðherrarnir sam-
mála um það að sú árásarstefna sem Ariel Shar-
on, forsætisráðherra Ísraels, hefði beitt gegn
Palestínumönnum undanfarnar vikur og mánuði
væri í algeru öngstræti. Deilendur yrðu hvorir
um sig að hætta ofbeldisverkum og setjast að
samningaborði. Voru ráðherrarnir sammála um
að deilur Ísraela og Palestínumanna yrðu aðeins
leystar með stofnun sjálfstæðs palestínsks ríkis,
jafnframt því sem öryggi Ísraels yrði tryggt.
ÁFRÝJUNARNEFND samkeppn-
ismála hefur í nýjum úrskurðum
lækkað stjórnvaldssektir á hendur
Símanum og Skífunni um tugi millj-
óna króna en bæði fyrirtækin
áfrýjuðu úrskurðum samkeppnis-
ráðs frá því í desember sl. gegn sér
til nefndarinnar. Sekt Símans, fyrir
brot á samkeppnislögum í samningi
um fjarskiptaþjónustu við Hafnar-
fjarðarbæ, var lækkuð úr 40 í 10
milljónir króna og sekt Skífunnar
var lækkuð úr 25 í 12 milljónir en
samkeppnisráð hafði ógilt samning
fyrirtækisins við Aðföng hf. um sölu
á geisladiskum Skífunnar í Hag-
kaupi.
Áfrýjunarnefnd staðfestir hins
vegar ógildingu samkeppnisráðs á
þessum samningum og lækkar að-
eins sektargreiðslurnar.
Ragnar Birgisson, framkvæmda-
stjóri Skífunnar, vissi ekki til þess
að búið væri að ákveða að áfrýja úr-
skurðinum til dómstóla, þegar
Morgunblaðið náði tali af honum, en
það var haft eftir Sigurði G. Guð-
jónssyni, lögmanni fyrirtækisins, í
fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.
Ragnar sagðist eiga eftir að kynna
sér úrskurð áfrýjunarnefndar og
hafði ekki heyrt frá Sigurði, sem er
í skíðaferðalagi erlendis.
Félag íslenskra hljómlistar-
manna, FÍH, sendi kæru til Sam-
keppnisstofnunar í október árið
2000 vegna samnings milli Skífunn-
ar annars vegar og Hagkaups, Ný-
kaups og Baugs hins vegar um sölu
á geisladiskum Skífunnar í versl-
unum fyrirtækjanna sem bryti í
bága við samkeppnislög. Sams kon-
ar kæra barst frá Japis í maí í
fyrra.
Þótti sektarfjárhæð of há
Heiðrún Jónsdóttir, upplýsinga-
fulltrúi Símans, sagði við Morgun-
blaðið að ekki hefði verið tekin
ákvörðun um það hvort farið yrði
með mál þeirra lengra. Upp úr
stæði að áfrýjunarnefndin hefði að
nokkru leyti tekið undir meginsjón-
armið Símans í sinni áfrýjun.
Síminn gerði á síðasta ári alhliða
þjónustusamning um fjarskipti við
Hafnarfjarðarbæ en Títan, móður-
fyrirtæki Íslandssíma, kærði samn-
inginn til Samkeppnisstofnunar,
einkum tvö ákvæði hans, þar sem
talið var að Síminn hefði misnotað
markaðsráðandi stöðu sína. Annars
vegar var þetta ákvæði um aftur-
virka afslætti á þjónustu og hins
vegar ákvæði um að bærinn ætti að-
eins viðskipti við Símann. Heiðrún
sagði að þessi ákvæði hefðu ekki
verið framkvæmd og Síminn hefði
viðurkennt mistök varðandi þau.
Hins vegar hefði fyrirtækinu þótt
sektarfjárhæðin óeðlileg og meðal-
hófsreglan verið stórlega brotin á
Símanum. Sömuleiðis hefði sam-
keppnisráð fært til þyngri sektar
gömul og alls óskyld mál. Við með-
ferðina hefði ekki verið fjallað um
þessi mál og andmælaréttur því
brotinn á fyrirtækinu.
Úrskurðir áfrýjunarnefndar samkeppnismála
Sektir Símans og Skíf-
unnar stórlega lækkaðar 
Síminn viður-
kenndi mistök,
að sögn upplýs-
ingafulltrúa
HEIMDALLUR, félag ungra sjálf-
stæðismanna, fagnaði í gær 75
ára afmæli sínu en það var stofn-
að 16. febrúar 1927. Fyrsti for-
maður Heimdallar var Pétur Haf-
stein lögfræðingur.
Í tilefni af þessum tímamótum
var efnt til afmælisfagnaðar á
veitingastaðnum Rex í Austur-
stræti síðdegis í gær. Davíð
Oddsson forsætisráðherra var
heiðursgestur og í stuttu ávarpi
þakkaði hann þau störf sem
Heimdellingar hefðu innt af
hendi í gegnum tíðina. Hann
sagði gagnrýni ungliðanna í
Sjálfstæðisflokknum nauðsynlega,
hann fengi oftast gagnrýni úr
?rangri átt? en gagnrýni Heim-
dellinga væri úr ?réttri átt?.
Hátíðarræðuna flutti Hannes
Hólmsteinn Gissurarson prófessor
og gullmerki félagsins hlaut Jón
Steinar Gunnlaugsson hæstarétt-
arlögmaður, einn heiðursfélaga
Heimdallar. DJ Margeir & Co
fluttu tónlistaratriði og léttar
veitingar voru á boðstólum.
Morgunblaðið/Golli
Björgvin Guðmundsson, formaður Heimdallar, afhendir Jóni Steinari
Gunnlaugssyni hrl. gullmerki félagsins.
75 ára afmæli 
Heimdallar fagnað
DANIRNIR þrír sem handteknir
voru á Keflavíkurflugvelli í fyrra-
kvöld í sameiginlegri aðgerð toll-
gæslunnar og fíkniefnadeildar lög-
reglunnar í Reykjavík voru í gær-
kvöldi úrskurðaðir í þriggja vikna
gæsluvarðhald. 
Tveir þeirra höfðu límt um tvö kíló
af hassi á líkama sinn en í fyrstu var
talið að þeir hefðu reynt að smygla
hátt í fimm kílóum. Engin fíkniefni
fundust á þeim þriðja. 
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst
eigi að síður á kröfu lögreglunnar í
Reykjavík og taldi grundvöll fyrir
því að úrskurða hann í gæsluvarð-
hald sem bendir til þess að lögregla
hafi í höndunum gögn sem bendla
hann sterklega við verknaðinn. Þá
má telja líklegt að Danirnir hafi haft
vitorðsmann eða -menn hér á landi.
Þeir voru yfirheyrðir í gær en Ásgeir
Karlsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn
og yfirmaður fíkniefnadeildar lög-
reglunnar í Reykjavík, sagði rann-
sókn á frumstigi og ekki hægt að
veita frekari upplýsingar um mála-
vexti. 
Athygli vekur að Þjóðverji, sem á
síðasta ári var dæmdur í tólf mánaða
fangelsi fyrir smygl á fimm kílóum af
hassi til landsins, var um borð í sömu
vél og Danirnir þrír. Var honum
meinuð landganga á grundvelli sömu
laga og nítján vítisenglum var synjað
um landvist á Íslandi nýverið.
Danirnir þrír sem
handteknir voru á
Keflavíkurflugvelli
Allir í
þriggja
vikna gæslu-
varðhald

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68