Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FRÉTTIR
6 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
34% DAGMÆÐRA á landinu voru
með of mörg börn í gæslu heima hjá
sér þegar könnun á daggæslu í
heimahúsum fór fram í desember sl.
og aðeins 59% dagmæðra á höf-
uðborgarsvæðinu hafa gengist und-
ir skoðun eldvarnareftirlitsins.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í könnun á daggæslu barna í
heimahúsum sem gerð var fyrir fé-
lagsmálaráðuneytið 10. og 11. des-
ember 2001.
Páll Pétursson félagsmálaráð-
herra segir það koma sér á óvart
hve mikil brögð séu að því að reglu-
gerð um daggæslu sé brotin.
Í könnuninni kemur fram að 461
dagmóðir starfar við daggæslu í
heimahúsum og eru flestar starf-
andi á höfuðborgarsvæðinu, eða
77%. Á landinu eru 2.350 börn í
heimagæslu og eru flest þeirra á
aldrinum eins til tveggja og hálfs
árs. Könnunin leiddi í ljós að alls
voru 216 börn í heimagæslu um-
fram það sem heimilt er í reglu-
gerð, sem samsvarar 9% af heild-
arfjölda barna.
Könnunin var gerð í sveitarfélög-
um með 1.000 íbúa eða fleiri og
heimsóttu umsjónaraðilar með dag-
gæslu barna í hverju sveitarfélagi
dagmæðurnar. Í öllum sveitarfélög-
um nema Kópavogi og Reykjavík
reyndist unnt að fara inn á hvert
heimili. Aðstæður voru kannaðar
hjá rúmlega þriðjungi dagmæðra í
Kópavogi og 39% dagmæðra í
Reykjavík.
Uppfylla þarf ýmis skilyrði til að
fá leyfi fyrir daggæslu, samkvæmt
ákvæðum reglugerðar frá 1992. Sé
litið til nokkurra skilyrða kemur í
ljós að 89% dagmæðra hafa slysa-
tryggingu og 76% hafa lokið nám-
skeiði fyrir dagmæður, hlutfallslega
flestar á höfuðborgarsvæðinu en
fæstar á Austurlandi, eða 29%. Hið
lága hlutfall á Austurlandi vekur at-
hygli og telur Björg Kjartansdóttir
stjórnarfulltrúi hjá félagsmálaráðu-
neytinu hugsanlegt að dagmæður á
Austurlandi eigi ekki kost á nám-
skeiðum í sama mæli og aðrar dag-
mæður.
Fæstar dagmæður skila inn
sakavottorði á Austurlandi
Austurland kom lakast út þegar
skoðað var hlutfall dagmæðra sem
skilað hafa inn sakavottorði, en það
var 71%. Á höfuðborgarsvæðinu
höfðu 89% dagmæðra skilað saka-
vottorði. Hins vegar kom Austur-
land mun betur út í samanburði við
höfuðborgarsvæðið þegar kannað
var með eldvarnareftirlit. Þar hafði
71% dagmæðra fengið skoðun eld-
varnareftirlits en 59% á höfuðborg-
arsvæðinu.
Í reglugerðinni er kveðið á um
skyldur dagmæðra, sveitarstjórna,
ríkis og fleira.
?Það kemur mér satt að segja á
óvart hversu margar dagmæður
fara ekki eftir reglugerðinni,? sagði
Páll Pétursson á blaðamannafundi í
gær. ?Ég tel óhjákvæmilegt að
vekja athygli á reglugerðinni, hvað
er heimilt og hvað ekki. Vera kann
að foreldrum hafi ekki verið hún
ljós en gera verður ráð fyrir því að
foreldrum sé ljóst þegar brotið er
gegn henni. Við verðum að halda
sveitarfélögunum við efnið til að
þau annist eftirlitsskyldur sínar.
Það kemur líka til greina að endur-
skoða reglugerðina.?
Tíð brot á reglugerð
koma félagsmála-
ráðherra á óvart
Könnun á aðstæðum dagmæðra í heimahúsum
Morgunblaðið/Sverrir
Páll Pétursson félagsmálaráðherra kynnir niðurstöður könnunarinnar
ásamt starfsfólki ráðuneytisins.
FYRIRTÆKIN Sportvangur og
Baðhúsið hafa gert með sér samning
um byggingu líkamsræktarstöðvar í
Smáranum í Kópavogi sem opnuð
verður í ágúst nk. Stöðin mun heita
Sporthúsið og nemur áætlaður
kostnaður við bygginguna um 200
milljónum króna. Verður stöðin
6.500 fermetrar að flatarmáli og þar
með langstærsta líkamsræktarstöð
landsins að sögn aðstandenda henn-
ar, en hún á að geta þjónað um 15
þúsund manns.
?Við hyggjumst reisa alhliða
íþróttamiðstöð að erlendri fyrir-
mynd,? segir Páll Kristjánsson
framkvæmdastjóri Sportvangs. ?Við
erum ekki að fara út í áhætturekst-
ur, því hér er um að ræða þekktar
stærðir og verið að sinna þörfum
neytenda. Það er mikil aukning í lík-
amsræktargeiranum og markhópur-
inn er stór.?
Hluti húsnæðis Sportvangs, Tenn-
ishöllin í Kópavogi, verður nýtt undir
nýju stöðina en svo verður byggt við
hana. Byggingin verður níu metrar
að hæð þar sem hún verður hæst og
á tveimur hæðum auk riss. 
Sporthúsið mun bjóða upp á
stærsta leikfimisal landsins, golf,
golfherma, fullkominn tækjasal, fót-
bolta, körfubolta, hnefaleika, skvass,
badminton, tennis, jóga, leikfimisali,
barnagæslu, verslun og fleira. 
Fram kom á blaðamannafundi í
gær, þar sem greint var frá samn-
ingnum, að Sporthúsið verði ekki
rekið sem lúxuslíkamsræktarstöð
heldur verði verð á þjónustunni mið-
að við það sem almennt gerist á
markaðnum. 
Kópavogsbær mun ekki koma að
fjármögnun framkvæmda en fulltrú-
ar Sportvangs greindu frá því á
fundinum að bæjaryfirvöld væru
mjög jákvæð gagnvart framkvæmd-
unum. Nýtt hlutafé mun koma frá
eigendum og öðrum aðila. Ekki hef-
ur verið gengið frá samningum við
byggingaraðila. 
Baðhúsið verður rekið áfram í
sömu mynd en um 1.600-1.700 konur
koma þangað á degi hverjum. 
Stefna að byggingu stærstu líkams-
ræktarstöðvar landsins
Morgunblaðið/Sverrir
Frá undirskrift samningsins. Frá hægri: Linda Pétursdóttir, eigandi Bað-
hússins, Pétur Bjarnason, eignaraðili Sportvangs, Páll Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri Sportvangs, og Harald Ísaksen, eignaraðili Sportvangs.
Stefnt að opnun
Sporthússins 
í ágústmánuði
PRÓFKJÖR sjálfstæðisfélaganna í
Hafnarfirði vegna bæjarstjórnar-
kosninganna í vor fer fram í Víði-
staðaskóla í dag. Hefst kjörfundur
kl. 10 og stendur til kl. 20.
Þátttaka í prófkjörinu er opin
þeim stuðningsmönnum Sjálf-
stæðisflokksins sem eiga kosn-
ingarétt í Hafnarfirði á kjördegi,
svo og þeim félögum sjálfstæð-
isfélaganna sem búsettir eru í
Hafnarfirði og hafa náð 16 ára
aldri á kjördegi.
Úrslit tilkynnt á kosninga-
vöku í Sjálfstæðishúsinu
Sextán frambjóðendur eru í
kjöri í prófkjörinu og raða kjós-
endur þeim í sæti, fæst sex og
flest níu. Verður kosningin í Víði-
staðaskóla rafræn og aðstoð verð-
ur veitt eftir þörfum, að því er
fram kemur í tilkynningu frá
stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfé-
laganna í Hafnarfirði um fram-
kvæmd prófkjörsins. Þátttakend-
um stendur einnig til boða að
kjósa með hefðbundnum hætti.
Kosningavaka verður haldin í
Sjálfstæðishúsinu í kvöld og hefst
hún kl. 21. Þar verða úrslit í próf-
kjörinu tilkynnt þegar þau liggja
fyrir.
Kosningin er rafræn
og aðstoð veitt ef þarf
Prófkjör sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði fer fram í dag
GUÐNI Ágústsson landbún-
aðarráðherra setti í gærkvöldi
bridshátíð með viðhöfn á Hótel
Loftleiðum, en þetta er 21. bridshá-
tíðin sem haldin er á vegum Brids-
sambandsins, Bridsfélags Reykja-
víkur og Flugleiða.
Fjöldi erlendra þátttakenda er á
mótinu auk okkar bestu bridsspil-
ara. Mótið hófst á tvímennings-
keppni sem lýkur í dag en á morg-
un byrjar sveitakeppni. Bridshátíð
lýkur á mánudagskvöld með verð-
launaafhendingu.
Fjölmenni á bridshátíð
Morgunblaðið/Golli
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra setti í gærkvöldi 21. bridshá-
tíðina sem haldin er á vegum Bridssambandsins, Bridsfélags Reykjavík-
ur og Flugleiða. Þessi mynd var tekin við fyrstu umferð mótsins. Þeir
Geir Helgemo og Paul Hackett spila gegn Guðmundi Ágústssyni, for-
seta Bridssambands Íslands, og Sigtryggi Jónssyni. PRÓFKJÖRI Samfylkingarinnar
vegna vals frambjóðenda á Reykja-
víkurlistann lýkur kl. 17 á sunnudag-
inn. 
Prófkjörið hófst sl. miðvikudag og
í gær rann út frestur til að póst-
leggja póstatkvæði en kjörfundur
verður opinn í dag og á morgun.
Kjörstaðurinn hefur verið fluttur yf-
ir í Hótel Vík við Ingólfstorg og verð-
ur opið frá 10?17 á laugardag og
sunnudag.
Að sögn Katrínar Theodórsdóttur,
formanns framkvæmdanefndar
prófkjörs Samfylkingarfélaganna í
Reykjavík, hefur þátttaka í prófkjör-
inu verið mjög góð það sem af er og
mikill straumur fólks á kjörstað. 
Úrslit ljós á þriðjudagskvöld
eða á miðvikudag
Prófkjörið er opið öllum fé-
lagsmönnum í Samfylkingunni, sem
fengu sendan atkvæðaseðil í pósti,
og óflokksbundnir geta einnig tekið
þátt í prófkjörinu og kosið á kjör-
stað, séu þeir búsettir í Reykjavík og
lýsi stuðningi við Samfylkinguna.
Þar sem beðið verður eftir að póst-
atkvæði sem póstlögð voru í gær
verði borin út eftir helgina er að sögn
Katrínar stefnt að því að talning geti
hafist síðdegis á þriðjudag. Má þá
gera ráð fyrir að úrslit liggi fyrir
seint á þriðjudagskvöld eða á mið-
vikudaginn.
Prófkjör Samfylkingarinnar
Kjörfundi lýkur á sunnudag

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68