Morgunblaðið - 16.02.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.02.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÚTGJÖLD sveitarfélaganna vegna fjárhagsaðstoðar hafa vaxið veru- lega á síðustu tveimur áratugum. Frá árinu 1985 og fram til ársins 1996 nær þrefölduðust hrein útgjöld sveitarfélaganna á föstu verðlagi vegna þessa málaflokks í 1.046 millj- ónir króna en frá árinu 1986 hafa út- gjöldin hins vegar lækkað aftur eða í 760 milljónir króna árið 2000. Þetta koma fram í erindi Kristins Karlssonar, deildarstjóra á Hag- stofu Íslands, á málþingi nýlega um fjárhagsaðstoð í velferðarsamfélagi. Útgjöld á hvern íbúa langmest í Reykjavík „Þótt dregið hafi aftur úr útgjöld- um síðari ár,“ segir Kristinn, „vekur þó athygli hin mikla aukning út- gjaldanna frá árinu 1985 og raunar sérstaklega frá árinu 1992. Fjár- hagsaðstoðin er þéttbýlisfyrirbbæri: útgjöld á hvern íbúa í Reykjavík eru allan tímann afgerandi meiri en ann- arra sveitarfélaga. Önnur sveitar- félög á höfuðborgarsvæðinu og sveitarfélög á landsbyggðinni með fleiri en þrjú þúsund íbúa eða fleiri koma þar á eftir en ná þó ekki að vera hálfdrættingar á við Reykjavík. Þannig eru útgjöldin háð byggðar- stigi en vert er að benda á að hlut- fallslegur vöxtur útgjaldanna á tímabilinu er meiri meðal minni sveitarfélaganna en þeirra stærri.“ Kristinn segir að skýringanna á þessum mikla vexti útgjalda vegna fjárhagsaðstoðar megi leita með því að skoða þróun þeirra í Reykjavík þar sem til séu gögn lengra aftur í tímann. Þau sýni að sterk fylgni sé á milli atvinnuleysis og fjárhagsað- stoðar. Árið 1989 hefjist langt tíma- bil atvinnuleysis sem nái hámarki árið 1995 þegar það var komið í um 5% en lækki eftir það og hafi verið komið í 1,3% árið 2000. Varanlegt „evrópskt“ atvinnuleysi „Þetta er í fyrsta skipti síðan á eftirstríðsárunum að við fáum þetta langt tímabil atvinnuleysis umfram 1% og því má halda því fram með rökum að hér sé að nokkru leyti far- ið að gæta evrópsks fyrirbrigðis, þ.e. nokkuð viðvarandi atvinnuleysis. Og það er athyglisvert að á tímabilinu 1995 til 2000 lækka útgjöld vegna fjárhagsaðstoðar ekki jafnhratt og atvinnuleysið. Hitt er einnig athyglisvert að aukning fjárhagsaðstoðar frá árinu 1983 fram til árins 1988 fellur ekki saman við atvinnuleysistölur. Af þessu öllu má draga þá ályktun að mikið atvinnuleysi hafi orðið til þess að auka útgjöldin og er meginskýr- ingin en fellur jafnframt saman við aukninguna frá árinu 1985 sem á sér jafnframt aðrar ástæður,“ segir Kristinn. Lítil umræða um fjárhagsaðstoð Búseta getur haft veruleg áhrif á hversu há fjárhagsaðstoð er í boði og þrátt fyrir að meirihluti sveitarfé- laga byggi framfærslugrunn sinn á upphæðum sem Tryggingastofnun ríkisins miðar við í sambandi við greiðslur til lífeyrisþega. Þetta kom fram í fyrirlestri Ann- ýjar Ingimarsdóttur, félagsráðgjafa hjá Félagsþjónustu Reykjavíkur- borgar. Hún segir að það sé skýr vilji löggjafans að tryggja sjálfdæmi sveitarfélaganna í þessum efnum en jafnframt sé ljóst að sveitarfélögin hafi í raun og veru skapað mjög ólík- ar reglur og viðmiðanir hvað varðar fátæktarmörk og úthlutun fjárhags- aðstoðar til íbúa. „Þá vekur það at- hygli þegar borin er saman umræða um fjárhagsaðstoð á þjóðþingum Norðurlanda að umfang og fram- kvæmd fjárhagsaðstoðar er þar rædd í mun ríkara mæli en hér. Í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð hafa verið teknar upp lágmarks- greiðslur fjárhagsaðstoðar en sveit- arfélögum er síðan í sjálfsvald sett hvort þau bæta ofan á þær upphæð- ir. Í Noregi hafa sveitarfélög sjálf- dæmi um upphæð fjárhagsaðstoðar en árið 1996 höfðu öll sveitarfélög sett ákveðnar reglur um viðmiðun- armörk.“ Anný segir að annað sem einkenni íslenska umræðu borið saman við Norðurlönd sé hversu lítið hafi verið rætt um skilyrðingu fjárhagsaðstoð- ar hérlendis, þ.e. þegar notanda þjónustu er gert skylt að mæta ákveðnum kröfum. „Í Danmörku hvílir til dæmis sú lagaskylda á sveitarfélögum að öllum yngri en þrjátíu ára skuli í síðasta lagi 13 vik- um eftir að þeir fengu greidda fjár- hagsaðstoð boðið að taka þátt á vinnumarkaði minnst 30 tíma á viku.“ Anný segir að lítil umræða um fjárhagsaðstoð hérlendis sé mjög at- hyglisverð í ljósi þess að á níunda áratugnum hafi verið talsverð um- ræða um fátækt í kjölfar rannsókna Stefáns Ólafssonar og Karls Sig- urðssonar á umfangi fátæktar á Ís- landi. „Það sem gæti skýrt þá tak- mörkuðu umræðu sem hér hefur farið fram er sú staðreynd að hér- lendis njóta hlutfallslega færri fjár- hagsaðstoðar en á hinum Norður- löndunum.“ Fjárhagsaðstoð er sér- stakt þéttbýlisfyrirbæri Á 90 ára afmælishátíð Verkfræð- ingafélags Íslands, sem haldin var 2. febrúar sl., voru fimm verkfræðingar heiðraðir fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og á sviði verkfræðinnar. Egill Skúli Ingibergsson raf- magnsverkfræðingur var gerður að heiðursfélaga VFÍ sem er æðsta viðurkenning félagsins. Í skjali sem Agli Skúla var afhent við þetta tækifæri segir: „Egill Skúli Ingibergsson, rafmagns- verkfræðingur, er brautryðjandi í nútímaverkáætlanagerð á Íslandi. Hann á að baki farsælan feril sem verkfræðingur og stjórnandi. Egill Skúli var í fararbroddi í framkvæmdum við fyrstu stór- virkjanir Landsvirkjunar við Búr- fell og Sigöldu. Frammistaða hans þar stuðlaði að því að hönn- un og stjórnun framkvæmda við byggingu orkuvera fluttist í hendur íslenskra verkfræðinga.“ Ennfremur voru fjórir verk- fræðingar sæmdir heiðursmerki VFÍ. Þeir eru: Júlíus Sólnes, prófessor við verkfræðideild Há- skóla Íslands, Jóhann Már Maríusson, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, Olgeir Krist- jónsson, forstjóri EJS hf., og Stefán Hermannsson borgarverk- fræðingur. Haldið verður upp á 90 ára af- mæli VFÍ með ýmsum hætti. Á sjálfan afmælisdaginn, 19. apríl, verður hátíðarfundur þar sem veittar verða viðurkenningar fyr- ir verkfræðileg afrek á nýliðinni öld, ein fyrir hvern áratug. Í októbermánuði mun koma út bók um frumherja í verkfræði hér á landi. Um er að ræða fyrsta bind- ið í ritröð sem lýkur á 100 ára sögu félagsins sem gefin verður út 2012. Auk þess verða haldnir fundir og ráðstefnur sem eru lið- ur í öflugu starfi til að minnast afmælis VFÍ með verðugum hætti. Ljósmynd/Kristján Logason Egill Skúli Ingibergsson, heiðursfélagi Verkfræðingafélags Íslands, flutti ávarp á hátíðinni. Bak við hann standa verkfræðingar sem sæmdir voru heiðursmerki félagsins, frá vinstri: Olgeir Kristjánsson, Júlíus Sól- nes, Stefán Hermannsson og Jóhann Már Maríusson. Verkfræð- ingafélag Íslands 90 ára SVEITARFÉLÖGIN eru að stór- um hluta til undanskilin lögunum sem snúa að innkaupum undir við- miðunarfjárhæðum Evrópska efnahagssvæðisins. Þannig ber rík- inu að bjóða út innkaup á vörum yfir fimm milljónum króna og kaup á þjónustu og verkum yfir tíu milljónum. Sveitarfélög þurfa hins vegar ekki að bjóða út vöru- og þjónustukaup undir sextán millj- ónum né verkframkvæmdir undir 397 milljónum. Ætla má að op- inber innkaup sveitarfélaga nemi milljörðum króna ár hvert. Þetta kemur fram í fréttabréfi Samtaka atvinnulífsins (SA) en samtökunum berast iðulega kvart- anir frá fyrirtækjum vegna þessa misjafna viðskiptaumhverfis. Mismunandi viðskiptaumhverfi Markmiðið með innri markaði EES var að samræmdar reglur giltu á öllu svæðinu en á Íslandi eru hins vegar í gildi mismunandi viðskiptaumhverfi milli sveitarfé- laga og telja SA að það sé óvið- unandi. Lögin um opinber innkaup voru samþykkt á Alþingi síðastliðið vor en í umsögn um frumvarpið gagnrýndu SA líkt og fleiri að stór hluti frumvarpsins tæki ekki til innkaupa á vegum sveitarfé- laga og sögðu brýnt að þróa þau mál áfram: „Pólitískur áhugi til þess kom jafnframt fram í með- förum þingsins og jafnframt hefur t.d. afstaða Reykjavíkurborgar verið jákvæð. Nú hefur fjármála- ráðherra skipað nefnd til að gera tillögur um gildissvið laganna gagnvart sveitarfélögum og er það mikið fagnaðarefni. Vonandi er þess ekki langt að bíða,“ segja SA, „að sveitarfélögin verði sett undir þau ákvæði laganna sem snúa að innkaupum undir við- miðunarfjárhæðum EES-svæðis- ins.“ Óviðunandi viðskiptaumhverfi Sveitarfélög að miklu leyti undan- skilin lögum um opinber innkaup HEIÐUR Reynisdóttir, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra námsmanna erlendis, SÍNE, segir að á fundi nokkurra námsmanna- hreyfinga og stéttarfélaga á fimmtu- dag hafi verið tekin ákvörðun um að hrinda af stað verkefni undir stjórn Þórólfs Matthíassonar, dósents við Háskóla Íslands, þar sem kannað yrði hvernig unnt sé að taka tillit til endurgreiðslubyrði námslána í skattkerfinu eða með öðrum hætti. „Við gerum ráð fyrir því að Þór- ólfur vinni skýrslu um nokkrar leiðir til að létta endurgreiðslubyrði náms- lána og er gert ráð fyrir að skýrslan verði tilbúin næsta haust,“ segir Heiður. „Þegar skýrslan liggur fyrir mun verkefnisráð, sem skipað er fulltrúum nokkurra félaga sem þátt tóku í fundinum, taka ákvörðun um það hvaða leið verður valin,“ bætir Heiður við. Verkefnisráðið mun síð- an þrýsta á stjórnvöld um að taka upp þá leið sem fyrir valinu verður. Heiður segir að endurgreiðslur námslána séu þungur baggi að bera, ekki síst fyrir þá sem tóku lán eftir árið 1992. Þeir þurfi að endurgreiða lán mun hraðar en þeir sem tóku lán fyrir þann tíma. Sem dæmi er föst endurgreiðsla lána, sem tekin voru eftir 1992, 59.900 kr. á ári en auk þess miðast tekjutengd afborgun við 4,75% af uppreiknuðum útsvars- stofni ársins á undan. Til saman- burðar er föst endurgreiðsla þeirra sem tóku lán á árunum 1982 til 1992 alls 35.467 kr. á ári en auk þess mið- ast tekjutengd afborgun við 3,75% af uppreiknuðum útsvarsstofni næsta árs á undan. Segir Heiður að þessi hraða end- urgreiðsla námslána, sem tekin voru eftir 1992, væri áhyggjuefni, því á sama tíma væru lántakendur gjarn- an að koma sér upp börnum og hús- næði. Vilja létta endur- greiðslu námslána Fundnar verði leiðir til að létta end- urgreiðslu- byrðina SAMVINNUNEFND um svæðis- skipulag á höfuðborgarsvæðinu hefur staðfest í megindráttum til- lögu að svæðisskipulagi höfuð- borgarsvæðisins 2001–2024. Þar á meðal er ennþá gert ráð fyrir að norður-suðurbraut Reykjavíkur- flugvallar verði lögð niður árið 2016 en austur-vesturbraut verði áfram, a.m.k. út skipulagstímabil- ið. Í skipulaginu er þó gert ráð fyrir möguleikum á uppbyggingu við austur-vesturbrautina á tíma- bilinu. Tillaga um svæðisskipulag á höf- uðborgarsvæðinu var kynnt á síð- asta ári og var óskað eftir at- hugasemdum sem berast áttu eigi síðar en 14. janúar 2001. Sigurður Einarsson, formaður samvinnunefndar um svæðisskipu- lag höfuðborgarsvæðisins, segir að 35 athugasemdir hafi borist við til- löguna og þar af hafi fjórtán fjallað um Reykjavíkurflugvölll og verið frá flugrekstraraðilum og fleirum sem hafa áhuga á að flug- völlurinn verði áfram í Vatnsmýr- inni. Að sögn Sigurðar hefur sam- vinnunefndin lokið við að fara yfir allar athugasemdirnar og með- fylgjandi rök sem í þeim eru. Nið- urstaðan hafi orðið sú að ekki væri nauðsynlegt að breyta skipulags- tillögunni í höfuðdráttum þótt smávægilegar breytingar verði gerðar. Í framhaldinu verður til- lagan send til afgreiðslu hjá þeim átta sveitarfélögum sem að svæð- isskipulaginu standa. Verið að staðfesta þá þróun að flugvöllurinn fari „Þar erum við að staðfesta í raun, sem áður hefur verið ákveðið með okkar rökum, að flugvöllurinn verði lagður niður eftir 2016, þ.e. norður-suðurbrautin, til þess að auka svigrúm fyrir spítalann og háskólasvæðið og efla miðborgina. Í seinni hluta svæðisskipulagsins frá 2016 til 2024 verður skilið eftir svæði í kringum austur-vestur- brautina, þannig að hægt verði að reka þar flugvöll áfram, í hvaða mynd sem það svo verður. Þannig að innan þessa ramma er í raun og veru verið að staðfesta þessa þró- un, að flugvöllurinn fari,“ segir Sigurður. Að sögn Sigurðar er ekki gert ráð fyrir því á skipulagstímabilinu að flugvöllurinn fari alveg, en hins vegar séu afmarkaðir opnir ramm- ar utan um austur-vesturbrautina sem eru hugsaðir til frekari upp- byggingar eftir skipulagstímabilið. „Þannig að það er auðvitað gefið í skyn að flugvöllurinn fari alveg þótt það sé ekki hluti af skipulag- inu. Við lítum þannig á að þessi ákvörðun hafi verið tekin um flutning á flugvellinum eitthvað annað og það verði áfram unnið samkvæmt því.“ Norður- suðurbraut flugvallar- ins verði af- lögð 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.