Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						NEYTENDUR
32 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HERDÍS Storgaard fram-
kvæmdastjóri Árvekni, verk-
efnastjórnar um slysavarnir
barna og unglinga, segir háa
barnastóla mun valtari en fólk
heldur og vill hvetja uppalendur
til þess að hafa varann á, þótt
stóll barnsins sé gerður sam-
kvæmt ítrustu öryggisstöðlum.
Herdís kveðst hafa fengið ábend-
ingu fyrir fáeinum dögum frá
móður 10 mánaða barns sem sat
í barnastól og tókst að spyrna
sér frá borði svo það datt aftur
fyrir sig í stólnum. ?Umræddu
barni varð sem betur fer ekki
meint af en fyrir hefur komið að
ung börn hafi höfuðkúpubrotnað
við það að falla úr háum barna-
stól. Við fáum fjölda ábendinga á
hverju ári vegna slysa í barna-
stólum,? segir Herdís.
Um var að ræða barnastól sem
framleiddur er samkvæmt ítr-
ustu öryggisreglum og segir
Herdís marga foreldra ekki átta
sig á því að það sé ekki endilega
trygging fyrir því að slys geti
ekki orðið. ?Það geta allir háir
barnastólar oltið um koll og
þarna virðist því vera nokkur
misskilningur á ferðinni. Ég ráð-
legg fólki að setja börnin strax í
beisli um leið og þau eru farin að
geta setið í stól, sama um hvaða
stól er að ræða. Það geta allir
stólar oltið um koll og ekki þýðir
að taka beislið upp seinna þegar
börnin eru farin að geta komist
upp úr stólum sínum því þá vilja
þau ekki láta hefta frelsi sitt,?
segir hún.
Einnig mælir Herdís með því
að fólk kaupi nælonborða og
plastspennur í byggingar-
vöruverslunum sem hægt er að
festa undir borðplötu og undir
sæti barnsins svo það geti ekki
spyrnt stólnum frá borði og dott-
ið aftur fyrir sig.
Þá brýnir hún fyrir fólki að
gæta varúðar við notkun stóla
sem festir eru við borðplötu með
gúmmítöppum því hætta sé á að
borðið sporðreisist þegar barnið
er farið að þyngjast. ?Þá dettur
barnið ekki bara aftur fyrir sig
heldur getur fengið borðplötuna
í magann líka í ofanálag,? segir
Herdís.
Heimasíða fyrir foreldra 
í bígerð hjá Árvekni
Árvekni er til húsa hjá Heilsu-
verndarstöð Reykjavíkur og seg-
ir Herdís í bígerð að setja upp
sérstaka heimasíðu þar sem for-
eldrar og uppalendur geti meðal
annars nálgast upplýsingar um
slys á börnum og unglingum. Á
síðunni verða upplýsingar fyrir
foreldra um öll slys, flokkaðar
eftir aldri og þroska barns og
settar upp á aðgengilegan hátt
svo foreldrar séu fljótir að finna
það sem þeir leita að.
Árvekni er sem stendur með
nokkrar upplýsingar um slysa-
varnir, svo sem gátlista fyrir
heimilið, á heimasíðu Heilsu-
verndarstöðvar Reykjavíkur,
hr.is, en til stendur að heimasíð-
an nýja verði mjög ítarleg.
Allir barnastólar geta mögu-
lega oltið um koll, segir Herdís
Storgaard hjá Árvekni.
Barnastólar valt-
ari en fólk heldur
HITASTIG hakkborgara og kjöt-
fars í kæli í verslunum Bónuss og
Nettó var yfir leyfilegum mörkum,
samkvæmt skyndikönnun Neyt-
endasamtakanna sem gerð var 5.
febrúar síðastliðinn. Til þess að
geymsluþol á viðkvæmri kælivöru
standist verða kælar að viðhalda
hitastigi á bilinu 0?4°C, samkvæmt
reglugerð, segja Neytendasamtökin
ennfremur. Mælt var hitastig á
hakkborgurum, kjötfarsi og fiski-
bollum í kælum þriggja verslana,
það er verslun Bónuss við Holta-
garða, Nettó í Mjódd og Krónunni í
Skeifunni og mældist hitastig á
hakkborgurum 7,2°C í Bónus og
Nettó. Fiskibollur voru yfir fyrr-
greindum mörkum í Krónunni og
mældist hitastig í þeim 7,6°C, sam-
kvæmt könnun Neytendasamtak-
anna.
Einnig kemur fram að kjötfars í
Nettó hafi verið yfir mörkum, eða
7,8°C og segja Neytendasamtökin
að allar vörur sem mældar voru í
Nettó hafi verið yfir fyrrgreindum
0?4°C mörkum.
Sjúkdómsvaldandi örverur
geta fjölgað sér yfir 7°C
Greint var frá samskonar könnun
Neytendasamtakanna í Morgun-
blaðinu í lok síðasta mánaðar og haft
eftir Rögnvaldi Ingólfssyni, deildar-
stjóra matvælasviðs Umhverfis- og
heilbrigðisstofu Reykjavíkur, að al-
mennt séð væru gerðar miklar kröf-
ur um hitastig kælivara í verslunum
hér, miðað við önnur lönd. Þannig
leyfðu Svíar hitastig allt upp að 8°C.
Rögnvaldur sagði ennfremur að
ekki væri hætta á að sjúkdómsvald-
andi örverur fjölguðu sér í matvöru
fyrr en hitastigið færi upp fyrir 7°C.
Einnig var haft eftir Óla Þór
Hilmarssyni kötiðnaðarmanni hjá
Matvælarannsóknum í Keldnaholti
við sama tækifæri að það gæti fljótt
haft áhrif á gæði kælivöru ef hún
væri geymd um nokkurn tíma í
meiri hita en 4°C. Æskilegast væri
að hitastigið væri sem næst núll
gráðum, einkum á ópökkuðum
vörum. Neytendasamtökin segja á
heimasíðu sinni að allir kælar í fyrr-
greindum verslunum hafi sýnt að
hitastig væri í lagi og að því hafi
komið á óvart að hitastig í vörunni
hafi verið talsvert hærra. Til þess að
staðfesta að mælingar hafi farið
fram á réttan hátt aðstoðaði sér-
fræðingur frá Matvælarannsóknum
Keldnaholti, Matra, starfsmenn
Neytendasamtakanna. Þá segir loks
að samtökunum sé kunnugt um að
unnið sé að úrbótum í verslununum
sem hér um ræðir.
Kjötvörur yfir
hitamörkum í
verslunum 
LISTIR
Café Presto, Hlíðarsmára 15
Maja Loebell opnar sýningu á vatns-
litamyndum kl. 15. Maja hefur
stundað vatnslitamálun frá árinu
1993 en þetta er hennar fyrsta sýn-
ing.
Sýningin er opin frá kl. 10?23, virka
daga, kl. 12?18 um helgar og henni
lýkur 22. mars.
Café Rue Royale Smáralind Rósa
Matthíasdóttir sýnir sjö verk úr
gleri og mósaík. Rósa hefur haldið
þrjár einkasýningar.
Listhúsið, Laugardal Samsýning
þriggja listamanna stendur yfir í
Veislugallery og Listacafé: Elínborg
Kjartansdóttir sýnir glerverk en
hún hefur aðallega unnið að málm-
list frá árinu 1989. Sergio Vergara
sýnir myndir sem hann hefur málað
af draumaverum sínum og Blær sýn-
ir verk sem máluð eru í þremur lit-
um, svörtu, hvítu og rauðu.
Sýningarnar standa til 28. febrúar.
Listhúsið er opið alla daga, nema
sunnudaga kl. 9?18.30.
Hveragerðiskirkja Sameiginlegir
tónleikar Skagfirsku söngsveit-
arinnar og Söngsveitar Hveragerðis
verða kl.17. Stjórnandi Skagfirsku
söngsveitarinnar er Björgvin Þ.
Valdimarsson, undirleikari er Sig-
urður Marteinsson. Stjórnandi
Söngsveitar Hveragerðis er Mar-
grét Stefánsdóttir og undirleikari er
Ester Ólafsdóttir. 
Í DAG
L50098 Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Í SÍÐASTLIÐINNI viku fluttu þau
Jóhanna Jónas leikkona, Margrét
Eir söngkona og Guðmundur Péturs-
son gítarleikari söng- og leikdagskrá
í Kaffileikhúsinu helgaða menningu
bandarískra blökkumanna. Á sýning-
unni, sem ber yfirskriftina ?A Toast
to Harlem ? Svört melódía?, er tvinn-
að saman blús og gospeltónlist og
leiknu efni sem sótt er til skáldskapar
Langston Hughes og Mayu Angelou.
Sýningin hlaut mjög góð viðbrögð og
komust færri að en vildu. Því hafa
þær Jóhanna og Margrét Eir ákveðið
að bæta við sýningum í kvöld kl. 20 og
á morgun, sunnudag kl. 21. 
Jóhanna Jónas segir að dagskráin
sé nokkurs konar óður til hinnar
svörtu amerísku menningar þar sem
lífsgleðin og treginn mynda svo ein-
stakan samhljóm. ?Ég kynntist þess-
ari menningu þegar ég bjó í Banda-
ríkjunum og var m.a. við nám í
Boston. Ég kynntist síðar verkum
Langston Hughes og Mayu Angelou
og fékk í kjölfarið þá hugmynd að
spinna út frá þeim einhvers konar
uppákomu ásamt Margréti Eir. Hún
er náttúrulega frábær söngkona, og
hefur sjálf orðið fyrir miklum áhrif-
um af blús og gospeltónlist frá því að
hún var við nám vestan hafs. Við
fengum síðan Guðmundur Pétursson
inn í þetta með okkur, sem óhætt er
að telja einn besta blúsgítarleikara
landsins, og fór af stað mjög góð sam-
vinna þar sem við fléttuðum saman
leikupplestri og tónlist í nokkurs kon-
ar samfelldu flæði,? segir Jóhanna en
tónlistin sem spunnin er saman við
leikinn er m.a. sótt til Muddy Waters,
Big Mama Thornton og Ettu James. 
Jóhanna segir að blöndun list-
formanna eigi einkar vel við í þessu
viðfangsefni. ?Sögur og ljóð Langst-
on Hughes og Mayu Angelou birta
mjög vel þann mikla baráttuanda, til-
finningahita og músík sem ríkir í
þeirra kúltúr. Í tungutakinu er hrein-
lega ákveðin hrynjandi sem er mjög
nálæg tónlistinni. Við höfum lagt
okkur fram við að gera dagskrána lif-
andi og dálítið ólíka því sem verið er
að bjóða upp á um þessar mundir, en
fyrst og fremst höfum við reynt að ná
fram réttri og sannri tilfinningu í
okkar túlkun á viðfangsefninu ?
reynt að teyja ræturnar eins langt og
hægt er, eins og Margrét komst ein-
hvern tíma að orði. Miðað við við-
brögð áhorfenda virðist það hafa tek-
ist nokkuð vel, en okkur fannst efnið
hafa náð til fólks og snert það djúpt.
Við vonumst til að gefa fleirum kost á
að sjá dagskrána með því að hafa
fleiri sýningar, og kannski endurtaka
þessa óvenjulegu og sérstöku upplif-
un,? segir Jóhanna.
Morgunblaðið/Sverrir
Margrét Eir og Jóhanna Jónas flytja Svarta melódíu ásamt Guðmundi Péturssyni í Kaffileikhúsinu.
Svört melódía heillar
?MJÖG skemmtileg sýning? er yfir-
skrift sýningar sem opnuð verður í
galleríi@hlemmur.is, Þverholti 5, í
dag kl. 17. Sýnendur eru Libia Pér-
ez de Siles de Castro og Ólafur Árni
Ólafsson. 
Í kynningu segir m.a.: ?Þetta er
tvískipt innsetning fjarlægra hug-
mynda og nálægrar upplifunar og á
meðan leirinn þornar og springur
baðar Davíð sig í speglagöngum
samtímans.?
Sýningin er opin frá miðvikudegi
til sunnudags, kl. 14-18, (fimmtu-
daga og föstudaga til 20) og stend-
ur til 2. mars. 
Tvískipt innsetn-
ing á Hlemmi
Verk á sýningunni í galleríi-
@hlemmur.is.
SVEINSSAFN stendur nú fyrir
farandsýningu á verkum Sveins
Björnssonar, og fer hún á milli
hjúkrunardeilda, félagsmiðstöðva
aldraðra og spítala. Sýningin verð-
ur opnuð í Félagsmiðstöð eldri
borgara í Flatahrauni 3 í Hafn-
arfirði á morgun en þangað fer hún
frá K-byggingu Landspítalans við
Hringbraut.
Á sýningunni eru 40 myndir sem
ná yfir 42 ára tímabil af listsköp-
unarferli Sveins Björnssonar.
Sveinssafn hefur opnað vefsíðu á
slóðinni www.sveinssafn.is.
Farandsýning
Sveinssafns 
Listasafn ASÍ
Sýningunni ?Að búa og rannsaka?
lýkur á sunnudag. Þetta er samsýn-
ing þeirra Ingu Þóreyjar Jóhanns-
dóttur myndlistarkonu, Rögnu Sig-
urðardóttur, myndlistarkonu og
rithöfundar og Sigríðar Ólafsdóttur,
myndlistarkonu. Listasafn ASÍ er
opið frá kl. 14?18.
Sýningu lýkur
Ástarljóð og stríðssögur er eftir
Tryggva V. Líndal. 
Í kynningu segir m.a.: ?Í þessari
sjöttu ljóðabók sinni gengur Tryggvi
lengra en áður í
að yrkja persónu-
leg ástarljóð ann-
ars vegar, og hins
vegar í að fjalla
um stríð og ófrið-
artíma í söguljóð-
um og smásög-
um.?
Ástarljóðin
bera titla s.s.
Elskan svarar
skáldinu, Ástarmálaráðherra dregur
sig í hlé og Erinna til Bákisar.
Stríðsljóðin bera titla s.s. Hitlers
senna og heimsstyrjalda, Harð-
stjóraljóð, Kirsuberjahaust og An-
astasía.
Útgefandi er Valtýr. Bókin er 57
bls., kilja, unnin í Gutenberg. Verð:
1.000 kr.
Ljóð

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68