Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						HEILSA
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 33
Spurning: Stundum þegar mað-
urinn minn sefur, er eins og hann
haldi niðri í sér andanum, í langan
tíma, og svo hrekkur hann við, eins
og hann standi á öndinni. Hann
hrýtur líka oft. Hvað getur þetta
verið og er ástæða til að leita til
læknis út af þessu? 
Svar: Lýsingin passar vel við það
sem er kallað kæfisvefn (sleep 
apnea á ensku). Kæfisvefn getur
verið hættulegur og það er full
ástæða til að leita til læknis. Kæfi-
svefn er til hjá börnum og full-
orðnum en er langalgengastur hjá
fullorðnum karlmönnum. Flestir
þeirra sem þjást af kæfisvefni eru
of feitir en það er þó ekki algilt.
Kæfisvefn, eins og hrotur, kemur
einkum fyrir þegar sofið er á bak-
inu. Áfengi og svefnlyf stuðla að
kæfisvefni og sama er að segja um
nefstíflu af hvaða orsök sem er,
m.a. kvefi og ofnæmi. Venjulega er
talað um þrjár tegundir kæfi-
svefns, hindrun á loftflæði um
kverkar og barka, truflun á stjórn-
un öndunar í heilanum og í síðasta
lagi blöndu af þessu tvennu. Hindr-
un á loftflæði er langalgengasta
ástæðan. Það sem einkennir kæfi-
svefn er að öndun stöðvast af og til,
hrotur, órólegur svefn, sviti, mar-
tröð og börn væta rúmið. Að deg-
inum er oft morgunhöfuðverkur,
syfja og sljóleiki. Sum börn með
kæfisvefn eiga í erfiðleikum í skóla
vegna syfju eða hegðunarvanda-
mála. Syfjan að deginum getur í
sjálfu sér verið hættuleg, ef fólk
sofnar við vinnu eða akstur, en
fleiri hættur eru á ferðinni. Meðan
á kæfisvefni stendur minnkar súr-
efnið í blóðinu og þar með flutn-
ingur þess út í vefi líkamans, m.a.
til hjartans. Þeir sem eru með
kransæðasjúkdóm geta, við þenn-
an súrefnisskort, fengið hjartslátt-
artruflanir sem einstaka sinnum
eru lífshættulegar. Fundist hafa
tengsl milli kæfisvefns annars veg-
ar og kransæðasjúkdóms, hás blóð-
þrýstings og æðasjúkdóma hins
vegar. Ekki er vitað hvort um ein-
hvers konar orsakasamband er að
ræða en offita stuðlar að þessu öllu. 
Hægt er að beita ýmiss konar
meðferð og má þar fyrst nefna
megrun hjá þeim sem eru of feitir.
Megrun getur hjálpað mikið og í
sumum tilfellum losað viðkomandi
nær alveg við kæfisvefninn. Til eru
nokkrar gerðir tækja sem veita
öndunaraðstoð í svefni og eru þau
oft áhrifamikil auk þess sem þau
minnka hættu á hjartsláttartrufl-
unum hjá þeim sem eru hjartveik-
ir. Þessi tæki eru þannig að sjúk-
lingurinn sefur með grímu sem er
tengd við loftdælu eða loftkút og
við það hækkar þrýstingur loftsins
við innöndun en það dregur oftast
úr eða kemur í veg fyrir kæfisvefn.
Forðast ber áfengi og svefnlyf því
allt sem gerir svefninn dýpri eykur
hættu á kæfisvefni. Engin árang-
ursrík lyfjameðferð er til við kæfi-
svefni, þó að ýmislegt hafi verið
reynt. Ef annað bregst má grípa til
ýmiss konar skurðaðgerða. Stund-
um hjálpar að fjarlægja stóra háls-
eða nefkirtla og ýmsar aðgerðir á
efri gómi hafa verið reyndar. Slíkar
aðgerðir hjálpa oft en ekki alltaf og
ógerlegt er að spá um árangur.
Sama er að segja um lausan góm
sem sofið er með og ýtir neðri
kjálkanum fram á við. Í öllu falli
eru fyrstu skrefin að grennast
(þegar það á við), forðast áfengi og
svefnlyf og reyna að sofa á hliðinni. 
Hvað er kæfisvefn?
MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA
Þrjár tegundir
kæfisvefns
L50539
Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækn-
inn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið
er á móti spurningum á virkum dögum milli
klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum
eða símbréfum merkt: Vikulok. Fax
5691222. Einnig geta lesendur sent fyrir-
spurnir sínar með tölvupósti á netfang
Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hot-
mail.com. 
BÓLUEFNI sem búið er til með
erfðatækni og virkjar ónæmiskerfi
sjúklingsins sjálfs og fær það til að
ráðast gegn krabbameinsæxlum
virðist lofa góðu við meðferð á
blöðruhálskirtilskrabba, að því er
greint var frá nýverið á vefsíðu
bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar
MSNBC. Er haft eftir vísindamönn-
um að þessi aðferð geti virkað gegn
öllum tegundum krabbameins.
Hugmyndin er í raun einföld. Svo-
nefndar T-frumur, sem verja líkam-
ann fyrir sjúkdómum, eru virkjaðar
til árása á æxlið. Fyrstu niðurstöður
eru sagðar benda til að aðferðin
virki, og við tilraun á 13 sjúklingum
komu ekki fram neinar aukaverkan-
ir. Auk þess benda prófanir til þess,
að bóluefnið styrki ónæmiskerfi
sjúklingsins í baráttu við krabba-
meinið, hefur MSNBC eftir dr. Jo-
hannes Vieweg, aðstoðarprófessor í
þvagfæra- og ónæmisfræði við
læknadeild Duke-háskóla í Banda-
ríkjunum, sem var einn aðalhöfunda
rannsóknarinnar á bóluefninu.
Bóluefni
gegn
krabba 
lofar góðu
ÞAÐ er ekkert leyndarmál að börn
í leikskólum virðast vera kvefuð
nánast allan ársins hring. Það hef-
ur hins vegar ekki legið ljóst fyrir
að kvefpestir leikskólaáranna skuli
vera af hinu góða vegna þess að
börn, sem hafa verið í leikskóla,
virðast sjaldnar fá kvef í grunn-
skóla en önnur börn.
Ný rannsókn, sem birtist í tíma-
ritinu Archives of Pediatrics and
Adolescent Medicine, sýnir að
börn á leikskólum, þar sem eru
sex börn eða fleiri, virðast koma
sér upp ónæmi gegn mörgum
þeirra vírusa, sem valda kvefi.
Staðfesta niðurstöðurnar það sem
ýmsir barnalæknar hafa haldið
fram í gegnum tíðina.
Helmingi sjaldnar kvefuð 
á grunnskólaaldri
Rannsóknin sýndi að börn á
leikskólum höfðu við tveggja ára
aldur fengið kvef helmingi oftar en
börn, sem eru heima. Dæmið sner-
ist hins vegar við og gott betur
þegar hópur barna á aldrinum sex
til ellefu ára var skoðaður. Í ljós
kom að börn, sem höfðu verið
heima fram að tveggja ára aldri,
fengu þrisvar sinnum oftar kvef á
aldrinum sex til ellefu ára, en þau
börn úr sama aldurshópi, sem voru
í leikskóla. Samkvæmt könnuninni
njóta leikskólabörn þessa forskots
allt til 13 ára aldurs, en þá virðist
einu gilda hvort barn hafi verið í
leikskóla eða ekki, þau verða jafn-
oft kvefuð.
Thomas M. Ball, stjórnandi
rannsóknarinnar og aðstoðarpró-
fessor í barnalækningum við
læknaskóla Arizona-háskóla, sagði
að þessar niðurstöður ættu að
draga úr þeim kvíða, sem foreldr-
ar finni oft fyrir þegar þau fara
með börn sín á leikskóla.
Missa ekki úr skóla 
þegar það skiptir máli
?Ég hef sagt fólki þetta svo ár-
um skiptir vegna þess að foreldrar
eru svo áhyggjufullir,? sagði hann.
?Ég vil fullvissa foreldra barna á
leikskólaaldri um að þegar börn
þeirra fá kvef lærir ónæmiskerfi
þeirra af reynslunni og það mun
koma að notum og vernda þau síð-
ar.?
Rannsóknin náði til 991 barns.
Greininni fylgdi leiðari eftir
Abraham B. Bergman frá Harbor-
view-læknamiðstöðinni við Wash-
ington-háskóla, sem sagði að já-
kvæð hlið væri á því að ungabörn
fengju vírussjúkdóma: ?Kosturinn
við að börn fá kvef ung er að þau
missa minna úr skólanum þegar
það er farið að skipta máli.?
Fá sjaldnar
kvef þegar
fram í sækir
Rannsókn meðal leikskólabarna
Morgunblaðið/Ómar
Börn á leikskólum virðast koma sér upp ónæmi gegn mörgum þeirra
vírusa sem valda kvefi samkvæmt nýrri bandarískri könnun. Njóta þau
þessa forskots allt til 13 ára aldurs og verða sjaldnar kvefuð í grunn-
skóla en skólafélagar þeirra sem ekki sóttu leikskóla.
Kvefpestir af hinu góða
BANDARÍSKIR sjónvarpsáhorf-
endur hafa á réttu að standa ef
þeim finnst lyfjafyrirtæki beina
athyglinni að sér í síauknum
mæli. Fyrirtæki sem selja lyf á
borð við Viagra hafa sl. ár 
aukið auglýsingakostnað sinn
um rúmlega 250 milljarða króna
á ári. Það fé sem fyrirtækin
eyða í að kynna lyf sín fyrir
læknum hefur hins vegar
minnkað samkvæmt könnun sem
gerð var á vegum tímaritsins
New England Journal of Medic-
ine.
Fyrirtækin, sem segjast þurfa
að miðla upplýsingum, hafa sætt
nokkurri gagnrýni vegna þessa.
Sydney Wolf hjá samtökum al-
mannarannsókna segir m.a. að
auglýsingarnar hvetji almenning
til að nota dýr og stundum
óþörf lyf. Í þeim sé auk þess
reynt að höfða til tilfinninga
sjúklingsins, draga úr trausti
hans til læknis síns og sjaldnast
sagt frá aukaverkunum eða öðr-
um mögulegum meðferðum sem
standi til boða.
Beina at-
hyglinni að
sjúklingum
???

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68