Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MINNINGAR
48 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
?
Ágústa Egilsdótt-
ir fæddist á Eski-
firði 3.10. 1956. For-
eldrar hennar voru
Egill Karlsson, f.
1920, d. 1994, og
Arnheiður Halldórs-
dóttir, f. 1926. Systk-
ini Ágústu eru Sól-
veig, f. 1949, maki
Árni Helgason, Atli
Börkur, f. 1960, maki
Bea Meijer, Kolbrún
Brynja, f. 1962, maki
Bernhard Bogason,
Karl Ingvar, f. 1963,
maki Kristín Krist-
insdóttir, og Guðbjörg María, f.
1968, maki Said Mechiat.
Ágústa kvæntist árið 1982 eft-
irlifandi eiginmanni sínum Jóni
Hauki Björnssyni, f. 9.2. 1953.
Þau eignuðust fjög-
ur börn. Þau eru 1)
Agla Heiður, f.
1978, maki Hlynur
Ársælsson, sonur
Öglu er Ísar Tandri
Hallsson, f. 1997. 2)
Björn Ívar, f. 1981.
3) Sara Hrönn, f.
1985. 4) Birkir Örn,
f. 1988. 
Jafnframt anna-
sömum heimilis-
störfum starfaði
Ágústa við hlið Atla
Barkar bróður síns
í rekstri harðfisk-
vinnslunnar Sporðs hf. er faðir
þeirra stofnaði 1952. 
Útför Ágústu verður gerð frá
Eskifjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14. 
Þegar menn þekkja móðurina, vita þeir,
hvers vænta má af börnunum. Hver, sem
þekkir móðurina og fetar eins og barn í
fótspor hennar, hefur ekkert að óttast,
þótt líkaminn farist.
(Lao-Tse.)
Elsku yndislega mamma. Þú sem
varst okkur allt. Bjarta fallega
minningin um þessi alltof fáu ár sem
okkur voru gefin saman verður
geymd í hjarta okkar að eilífu. Við
vitum að grunnurinn sem þú lagðir
með pabba verður það ljós sem lýsa
mun okkur í framtíðinni. Takk fyrir
allt, við elskuðum þig af öllu hjarta.
Það, sem gróðursett er á réttan hátt,
verður ekki rifið upp; það verður aldrei á
braut borið, sem vel er varðveitt. Það vek-
ur virðingu niðjanna.
(Lao-Tse.)
Agla Heiður, Björn Ívar, 
Sara Hrönn, og Birkir Örn.
Það var mér og minni fjölskyldu
alveg hræðilegt áfall þegar við feng-
um þær fréttir að þú værir látin
elsku Ágústa mín. Þín verður sárt
saknað á mínu heimili. 
Ósjaldan hef ég strokið Ísari
Tandra á bakinu en alltaf sagði hann
klóraðu mér eins og amma gerir og
ég veit að ég mun aldrei geta klórað
honum eins vel og þú gerðir, enda
leið honum alltaf svo vel hjá þér
Ágústa mín. Það var líka oft erfitt að
koma Ísari á leikskólann eftir há-
degi eftir að hann var búinn að vera
hjá þér. Honum fannst alltaf svo
gott að vera hjá ömmu og afa. Ég
man líka eftir því að ég fór oft með
hann í vinnuna til þín þar sem hann
fékk að hjálpa til við að vinna harð-
fiskinn og veit ég að Ísar var mjög
ánægður með það að fá að vera með
ömmu í vinnunni og ef maður ætlaði
bara að kíkja í heimsókn með Ísar
endaði það yfirleitt þannig að hann
varð eftir hjá þér. 
Ég var svo heppinn að fá að búa á
fallega heimilinu ykkar, þar sem þú
réðst ríkjum og hafðir allt í röð og
reglu og það var alveg yndislegt að
vera hjá þér og Hauki. Maður beið
spenntur eftir hverjum matartíma
vegna þess að maturinn hjá þér var
algjör snilld, að ég tali nú ekki um
kökurnar þínar og allar þær veislur
sem þú hélst. 
Ég gæti endalaust talað um ynd-
islega hluti þegar þú átt í hlut
Ágústa mín en yndislegri og
skemmtilegri konu hef ég ekki
kynnst og mér þótti mjög vænt um
þig. Það var alltaf gott að tala við
þig og vera nálægt þér, það geislaði
af þér og eitt veit ég að þú varst
besta mamma, amma og tengda-
mamma í heimi. Ég veit að þú munt
vera með okkur alla tíð og fylgjast
með okkur en lífið verður aldrei eins
án þín og ég á eftir að sakna þín
mikið elsku Ágústa mín. 
Haukur, Agla, Ísar, Björn, Sara,
Birkir og aðrir aðstandendur, ég bið
Guð að styrkja ykkur í þessari miklu
sorg.
Hlynur Metúsalem Ársælsson.
Elsku amma. Ég elskaði þig svo
mikið og ég veit að þú elskaðir mig
svo mikið. Ég vil þakka þér fyrir all-
ar góðu stundirnar sem við áttum
saman, stundirnar sem þú huggaðir
mig ef ég var hnugginn, lékst við
mig, fórst með mig í göngutúra, last
fyrir mig á kvöldin og klóraðir mér
svo á bakinu, raulaðir fallegar
vögguvísur og knúsaðir mig þar til
ég sofnaði. Ég mun geyma allar
þessar fallegu minningar sem ég á
um þig í hjarta mínu alla tíð. 
Ísar Tandri.
Okkur langar til að kveðja Ágústu
systur okkar með þessum sálmi, því
okkur skortir orð. 
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja? í friðarskaut.
(Vald. Briem.)
Elsku Haukur, Agla Heiður,
Hlynur, Ísar Tandri, Björn Ívar,
Sara Hrönn, Birkir Örn og mamma.
Við biðjum Guð að styrkja ykkur á
þessum erfiðu tímum. Þið eigið alla
okkar samúð.
Atli Börkur, Karl og Kolbrún.
Elsku Ágústa mín, nú ertu farin
frá okkur fjölskyldu þinni sem þótti
svo óendanlega vænt um þig. 
Ég gleymi aldrei deginum, það
var föstudagurinn 8. febrúar, þegar
hann Addi, maðurinn minn, náði í
mig í vinnuna og sagði að þið hefðuð
lent í bílslysi og þú værir dáin. Ver-
öldin hrundi, þú sem stóðst í dyr-
unum hjá mér fjórum tímum fyrr,
eins hressileg og alltaf. Þú varst að
fara til Reykjavíkur með honum
Hauki þínum og Birkir sonur ykkar
ætlaði að vera hjá okkur á meðan.
Við fylgdumst með ykkur keyra upp
hálsinn og Birkir sagði: ?Þau fara
nú alltaf svo varlega.? 
Ég gleymi heldur aldrei deginum
sem þú fæddist og var ekki laust við
að ég fyndi fyrir afbrýðisemi út í
þetta litla barn sem allt snerist um
og allir voru að skoða, en ég varð
fljótlega svo stolt af þér og óþreyt-
andi við að segja sögur af þér,
hversu sniðug mér fannst þú vera og
skýr. Við sváfum saman í herbergi
og rúmi í mörg ár. Þú varst sjö ár-
um yngri en ég og var ég ansi gjörn
á að snúa þér í kringum mig og allt-
af varstu tilbúin til að gera allt sem
ég bað þig um. 
Svo kom hann Haukur inn í líf
þitt. Ég man alltaf eftir því þegar þú
varst að lýsa honum fyrir mér, hann
var þá fyrir stuttu kominn í bæinn.
Ég sá það svo glöggt á þér hve hrif-
in og stolt þú varst af honum. Það
var þér og okkur öllum mikill fengur
að fá hann í fjölskylduna, hann er
svo góður og vel gerður maður og
þið báruð alltaf svo mikla virðingu
hvort fyrir öðru og voruð svo ham-
ingjusöm. 
Svo eignuðumst við börnin okkar
og þá vorum við svo nánar, hittumst
daglega og fórum oft á göngu með
þau. Þú fórst svo að vinna hjá hon-
um pabba þínum í fyrirtækinu hans,
Sporði, ásamt Atla Berki bróður
okkar. Þú varst svo natin og góð við
hann pabba þinn og þið mátuð hvort
annað svo mikils. 
Það varð þér svo mikið áfall þegar
hann dó árið 1994. Þá tókuð þið Atli
Börkur að ykkur fyrirtækið og hafið
rekið það síðan með miklum sóma.
Alltaf reyndir þú að gera og hag-
ræða hlutum eins og pabbi þinn
hefði viljað hafa þá. Það verður erf-
itt að fylla þitt stóra skarð. Þar, eins
og annars staðar sem þú komst að.
Einnig varstu henni mömmu svo
góð og hjálpleg og eftir að pabbi
þinn dó fórstu til hennar á hverjum
degi og verslaðir fyrir hana, tókst
hana með þér í bíltúr og reyndir að
gera allt fyrir hana sem í þínu valdi
stóð. 
Já Ágústa mín, þú varst svo góð
og vildir allt fyrir okkur öll gera. Þú
áttir svo yndislega fjölskyldu. Svo
góðan mann og börn, svo ekki sé tal-
að um hann Tandra, litla sólargeisl-
ann, barnabarnið þitt, sem þú varst
svo stolt af og ljómaðir þegar þú tal-
aðir um hann. Þú varst svo stolt af
börnunum þínum og honum Hauki.
Þið voruð öll svo sérstaklega náin og
góð hvert við annað. Mér finnst að
þú hafir borið gæfu til að lifa lífinu á
þann hátt sem við öll vildum en lát-
um of oft undir höfuð leggjast að
sýna okkar nánustu fyllstu um-
hyggju og ræktarsemi í hvívetna.
Það vill gleymast að tíminn er tak-
markaður og tækifærin runnin okk-
ur úr greipum fyrr en varir.
Þú hefur alla tíð staðið eins og
klettur við hlið hans Hauks þíns sem
búinn er að reyna svo mikið. Missa
föður sinn árið 1992, systur sína
hana Hjördísi í snjóflóði á Súðavík
árið 1996 ásamt tveimur dætrum
sínum og nú í nóvember yngstu
systur sína hana Brynhildi. 
Ágústa mín, aldrei hefði mig órað
fyrir því að ég ætti eftir að setjast
niður og skrifa minningarorð um
þig, sem varst litla systir mín. Þú
sem alltaf varst svo sterk og dugleg
og tókst öllu af svo miklu æðruleysi,
eins og þegar stelpurnar okkar, þær
Tinna og Sara, ásamt Sonju vinkonu
þeirra lentu í því fyrir fjórum vikum
að bíllinn okkar valt uppi á Fagradal
eftir að þær höfðu keyrt okkur í
flug. Þá hringdir þú í mig til Reykja-
víkur og varst svo róleg og yfirveg-
uð og sagðir að þið Haukur væruð
að fara að ná í þær. Ég skyldi ekki
hafa áhyggjur, þær væru heilar á
húfi. Svona varstu alltaf, svo róleg
þegar á þurfti að halda og hugs-
unarsöm.
Ágústa mín, nú ertu farin í ferð-
ina löngu, sem við hin eigum eftir að
fara. Nú ertu hjá honum pabba þín-
um og föðursystkinum þínum, Lár-
usi, Nennu og Öllu, sem öll mátu þig
svo mikils og þú varst svo kær. 
Ég bið góðan Guð að styrkja hana
Kristínu tengdamóður þína sem er
búin að reyna svo óskaplega mikla
sorg á sinni ævi. Hún hefur misst
svo mikið við að missa þig, einnig
hana mömmu okkar og systkini, sem
öll eiga núna um svo sárt að binda. 
Elsku Haukur, Agla Heiður,
Bjössi, Sara, Birkir, Tandri og
Hlynur. Guð styrki ykkur og styðji,
og hjálpi ykkur að horfa fram á veg-
inn. Við munum gera okkar besta í
því að styrkja ykkur á allan hátt. 
Blessuð sé minning þín, Ágústa
mín.
Þín systir,
Sólveig.
Elsku Ágústa mín. Mig langar svo
til að þakka þér fyrir allar góðu
stundirnar okkar saman og ég vildi
óska þess að þær hefðu verið svo
miklu fleiri. Ég naut líka gönguferð-
anna okkar út á sveit í sumar. Við
höfðum svo mikið um að tala og
hlæja að. Mér þótti líka mjög mikið
afrek þegar ég, Vala og Gauti fórum
upp á Svartafjall með ykkur Hauk.
Það þótti ykkur nú ekki mikið mál,
alvönum fjallagörpum. Þið Haukur
voru svo sérstaklega samrýmd og
miklir félagar að það var aldrei talað
um annað ykkar, heldur alltaf sagt
?Ágústa og Haukur? eins og það
væri eitt orð. Ég trúi því ekki ennþá
að ég eigi ekki eftir að sjá þig, skæl-
brosandi í eldhúsdyrunum hjá
mömmu að spyrja hvort ekki sé
kaffi á könnunni. En nú er komið að
kveðjustund, ljúfan mín. Ég veit að
Haukur mun hugsa vel um börnin
ykkar og varðveita minningarnar
um þig og ykkur saman og það mun-
um við hin líka gera. 
Við sjáumst síðar. 
Ástarkveðja, þín systir 
Guðbjörg.
Þegar ég flutti til Eskifjarðar árið
1976 brunaði Ágústa um á fólksva-
gen-bjöllu með flottu númeri, U-55.
Ágústa vann á sýsluskrifstofunni,
stakk þar dálítið í stúf við sam-
starfsmenn sína, fimm karla, týp-
íska kontórista. Hún var nýbyrjuð
að búa með Hauki og hætti að vinna
á skrifstofunni þegar hún eignaðist
Öglu Heiði. Ég kynntist Ágústu þó
ekki fyrr en seinna eða þegar ég
tengdist fjölskyldunni á Jaðri og
Ágústa varð mágkona mín. Þá höfðu
Ágústa og Haukur einnig eignast
Björn Ívar og Söru Hrönn. Birkir
Örn kom svo í heiminn nokkrum ár-
um síðar. Þótt fjölskylda Ágústu og
Hauks sé stór á nútímamælikvarða
hafa þau alltaf verið til í að bæta við
einu barni eða börnum sem langaði
til að dvelja á Eskifirði hjá frænd-
fólki. Ekkert mál. 
Ágústa gaf mikið af sér, ekki síst
frændum og frænkum. Hún talaði
við krakkana eins og jafningja, las
spennandi sögur og sá jafnvel til
þess að jólasveinninn sporaði í ný-
fallinn snjó þegar spurt var efa-
semdaspurninga. Oft dreif hún stóra
hópa með sér í gönguferðir um fjöll
og firnindi og á Dúlla systir hennar
margar góðar minningar úr slíkum
ferðum. Mér er minnisstætt þegar
þær fóru í Viðfjörð ásamt móður
sinni og fleiri konum. Við Egill heit-
inn, tengdafaðir minn, sátum tveir í
eldhúsinu á Jaðri um kvöldið, orðnir
áhyggjufullir, fannst þær vera seint
á ferð. Þær komu þó heim áður en
við kölluðum út björgunarsveitina,
glaðar í bragði, höfðu tafist við að
skipta um dekk á jeppanum. Gauti
Nils sonur minn fékk að fara með í
gönguferð í fyrra og var stoltur af,
ekki síst nú fyrir stuttu þegar
Ágústa sendi myndir af honum
ásamt fleirum uppi á Svartafjalli. 
Ágústa og Haukur hafa verið
samhent hjón. Kraftur og ferskleiki
hefur fylgt þeim. Þau hafa verið
dugleg við að breyta og bæta við
húsið í hlíðinni og alltaf með ný
áform á prjónunum. Þau hafa fram-
kvæmt skemmtilegar hugmyndir og
farið sínar eigin leiðir, sama hvort
verið var að hlúa að heimilinu eða
skipuleggja ferðalög erlendis. 
Það var notalegt að sitja í eldhús-
inu þeirra, spjalla og ræða málin.
Þar hafa oft farið fram fjörugar
samræður í litlum sem stórum hópi.
Ágústa hafði alltaf ákveðnar skoð-
anir á málum en afstaða hennar var
jákvæð og umburðarlynd. 
Fjölskyldan á Jaðri hefur verið
mjög samhent og voru Ágústa og
systkini hennar mjög náin. Þótt allt
landið hafi árum saman verið á milli
heimila þeirra systra, Ágústu og
Dúllu, hefur samband þeirra alla tíð
verið eins og það gerist best. Við
fráfall Ágústu verður ekkert sem
fyrr hjá Jaðarsfjölskyldunni. Hún
var umhyggjusöm og leiðandi per-
sóna á sinn hægláta hátt, hafði fjöl-
skylduna í fyrirrúmi og góð áhrif á
okkur öll. Ég er þakklátur fyrir árin
sem við höfum verið samferða, fyrir
vináttuna og allt sem Ágústa og fjöl-
skylda hennar hefur verið okkur
Dúllu og börnunum. Söknuðurinn er
mikill en skínandi og björt minn-
ingin um Ágústu lifir með okkur
ókomin ár. 
Bernhard Bogason.
Það brá skugga yfir litla sam-
félagið okkar Eskifjörð og víðar,
þegar sú harmafregn barst síðla
föstudags 8. febrúar sl. að elskuleg
frænka mín og góð vinkona, Ágústa
Egilsdóttir, hefði þann sama eftir-
miðdag látist í bílslysi í Hamarsfirði
á leið til Reykjavíkur. Fyrstu við-
brögð mín voru, sem og sjálfsagt
flestra, að neita því að slíkt gæti
hent hana Ágústu frænku, hún sem
var í blóma lífsins, svo lífsglöð, svo
jákvæð, svo atorkusöm, já, svo stór-
brotinn persónuleiki. Hún, sem átti
svo miklu ólokið, jafn hæfileikarík
og hún var. Og það sem réði fyrstu
viðbrögðum mínum var sú mikla
ósanngirni, að hún, langt fyrir aldur
fram, skyldi vera hrifin á brott frá
fjölskyldu sinni sem hún unni og
mat svo mikils, elskulegum eigin-
manni, fjórum yndislegum börnum
og ungum dóttursyni. 
Eitt af aðalsmerkjum Ágústu var
hversu jákvæð hún var og æðrulaus.
Það var með ólíkindum hversu
miklu hún kom í verk. Hún virtist
alltaf hafa tíma fyrir allt og alla,
hvort sem það var innan heimilis eða
utan. Bóngóð var hún og nutu þess
margir og þar á meðal ég. Það var
ekki margt sem var Ágústu mót-
drægt í lífinu, en kæmi það fyrir tók
hún því með æðruleysi og leysti vel
úr. Undir þeim kringumstæðum er
mér minnisstætt að hún hafði þá
gjarnan á orði: ?Morgundagurinn
verður bjartari en dagurinn í dag.? 
Þau hjónin voru afar samrýmd og
ber ekki síst fallegt heimili þeirra
vott um það. Ágústa var mikil móðir
og ekki síður góður félagi barna
sinna. Umhyggjusemi hennar í garð
samferðafólks var mikil og fékk
móðir hennar, Adda, þess ekki hvað
síst notið, einkum síðustu ár. Já,
minningarnar hrannast upp. Allar
góðu samverustundirnar, hvort
heldur á gönguferðum okkar um
austfirsk fjöll, í íþróttahúsinu, úti í
Halifax eða bara á spjalli yfir kaffi-
bolla. Að leiðarlokum vil ég þakka
minni elskulegu frænku og vinkonu,
Ágústu, fyrir allt það sem hún gaf
mér af sér og fyrir allt það sem hún
gerði fyrir mig og mína fjölskyldu,
ekki síst móður mína.
Við biðjum góðan Guð um styrk
og huggun til handa Hauki, Öglu,
Bjössa, Söru, Birki, Tandra litla,
Öddu og ættingjum öllum í þeirra
miklu sorg.
Blessuð sé minning Ágústu Egils-
dóttur.
Ágústa Garðarsdóttir (Gússa).
Jæja, Ágústa mín. Þetta eru und-
arlegir tímar, þú farin frá okkur.
Samt sé ég þig svo ljóslifandi fyrir
mér, heyri þig svo vel kalla hressi-
lega ?hæ? þegar ég kem uppeftir, og
á alltaf von á þér koma inn um eld-
húsdyrnar hjá ömmu þegar ég heyri
útihurðinni skellt. Þú passaðir eitt-
hvað svo vel við innréttinguna hjá
henni. Ég var ekki gömul þegar þið
Haukur fóruð að búa, en ég man
samt vel eftir spenningnum og hvað
mér fannst litla kjallaraíbúðin á
Steinholtsveginum ofsafín. Þegar
börnin fóru að koma og við Guð-
björg vorum fengnar til að passa
vorum við mjög stoltar og fannst
það mikið sport. Þá varstu svo mikið
eldri en ég en það breyttist. Seinna
varð það með fyrstu verkum mínum
ÁGÚSTA 
EGILSDÓTTIR 
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68