Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						DAGLEGTLÍF
4BFÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Ginkgo Biloba
FRÁ
Hágæða framleiðsla
FRÍHÖFNIN
Jafnar blóðflæðið.
Með      gæðaöryggi
H
rönn Harðardóttir og
Valgerður Þ. Snæbjarn-
ardóttir notuðu árið
2001 til að læra um þjóð-
lega vinnuhætti í nokkrum löndum.
Hagnaðarfrjálsa félagið Grampus
Heritage and Training fær Evrópu-
sambandsstyrki til að vinna gegn
því að þjóðlegir vinnuhættir leggist
af og hefur það verið gert með ýmsu
móti. Minjasafn Austurlands hefur
verið með í tveimur slíkum verk-
efnum hjá Grampus, undir stjórn
forstöðumanns, fyrst Steinunnar
Kristjánsdóttur og nú Rannveigar
Þórhallsdóttur. Styrkir til Íslands
hafa tengst fornleifarannsóknum á
Geirsstöðum í Hróarstungu og end-
urreisn kirkju þar frá þjóðveldisöld. 
Hrönn og Valgerður voru fulltrú-
ar Íslands í verkefni sem hét CAPP
og fengu að læra með eigin höndum
vinnulag horfinna kynslóða í fimm
löndum. 
FINNLAND 16.?26. mars: sjá grein
m.a. um finnskt sána. 
ÍRLAND 7.?16. maí. Clare Island var
fyrsti áfangastaður CAPP-hópsins á
Írlandi. ?Þar er sjálfsþurft-
arbúskapur,? segir Valgerður,
?drykkjarvatn er sótt í brunna.?
Hrönn og Valgerður voru þrjá daga
á eyjunni og kynntust Beth Moran
sem býr þar með manninum sínum.
Hún kenndi þeim að þæfa ull, og allt
sem tengdist vefnaði, enda er það
hefð eyjunnar, með öllum þessum
kindum. Beth lifir á því að selja
vörur og kenna iðn sína. Á eyjunni
býr einnig önnur merkileg kona
sem vefur mottur, kúlur og fleira úr
hálmi og það kenndi hún hópnum.
Hrönn og Valgerður fóru svo til
Westport og áttu þar ótrúlegan dag.
?Það var undarlegt að vera allt í
einu djúpt sokkinn í eitthvað sem
maður vissi ekki að væri til,? segir
Hrönn og vísar til þess þegar hún og
Valgerður unnu þar við hálmbagga-
hús. Þar er kona að byggja tveggja
hæða einbýlishús úr hálmi og hefur
fengið aðrar konur hvaðanæva úr
heiminum til liðs við sig. Samtök
áhugamanna um hálmbaggahús eru
með slóðina www.strawbalefut-
ures.org.uk/ vilji áhugasamir
kanna þetta fyrirbæri. Þær stöllur
fengu það verkefni að gera við
skemmt svæði í vegg, sem vatn
hafði eyðilagt, en það má alls ekki
blanda sér í málin á byggingarstigi.
Plast er breitt yfir húsið til að
vernda það áður en það er leirborið.
Þær tóku einnig þátt í leirgerð, en
bera þarf þrjár eða fjórar umferðir
á húsið.
Ýmislegt fleira var á dagskrá á
Írlandi; koparvinna, ganga á
Croagh Patrick, sem líkist Keili og
Patreksfjörður er nefndur eftir.
Einnig heimsókn í hús sem nýlega
var breytt í safn. Þar má t.d. sjá
einkarúm sem þrjár konur hafa fætt
13 börn í.
GRIKKLAND 18.?28. maí. Gríska
fjallaþorpið Metsovo var þriðji
áfangastaðurinn, en það er í norð-
urhluta Grikklands. Þar lærðu
Hrönn og Valgerður að þrátt fyrir
að evrópskt tungumálaár stæði yfir
geta mállausir bjargað sér líka.
?Það talaði enginn ensku í þorpinu,
en smátt og smátt lærði maður að
tala með líkamanum,? segir Hrönn,
?tungumálaörðugleikar þurfa ekki
að vera vandamál. Mannlegu sam-
skiptin gáfu mjög mikið þótt fólk
gæti ekki talað saman með orðum.?
Þorpið er bókstaflega byggt á
fjalli og húsin hvert fyrir ofan ann-
að. ?Þarna kynntumst við vefnaði
og matargerð eldra fólksins og
sáum við að gömlu konurnar voru
feikilega ánægðar með áhugann
sem við sýndum verkum þeirra og
kunnáttu,? segir Valgerður og
nefnir að þær hafi einnig skoðað
ostagerð.
Grikklandsferðin var rólegri en
aðrar ferðir og kom það sér ágæt-
lega því hún hófst um leið og þeirri
írsku lauk. Hrönn
og Valgerður
nefna einnig
brauðgerðina og
segja að á sunnu-
dögum mæti fjöl-
skyldur með
brauð í brauð-
stimpla-keppni.
Hver gerir til-
komumesta stimp-
ilinn?
Hrönn segir
fjallaþorpið í
Grikklandi slá út
allt annað sem
hún hefur séð á
sviði rómantíkur.
Náttúran birtir hrikafegurð með
þverhníptu gili og húsin eru hlaðin
hvítum steinum. Steinbogabrýr og
fleira gerir fólk agndofa af undrun.
ÍSLAND 22. júní ? 2. júlí. Í vinnutörn
með góðum hópi sumarið 2001 tókst
að ljúka að fullu við innviði Geirs-
staðakirkju í Hróarstungu, hlaða
torfvegginn í kringum bæjarstæðið
og að leggja dren frá kirkjunni út
fyrir garðann. Einnig var hlaðið
víkingaskip fyrir utan garðinn að
Geirsstöðum. Þangað kom m.a. Ant-
hony McNamee sem hafði kennt
þeim að vinna með kopar á Írlandi,
og stóð hann fyrir Víkingaskips-
skúlptúrnum. Kirkjan er nú tilbúin
til vígslu. Hópurinn gisti í Brúarás-
skóla.
Geirsstaðir komu einnig við sögu
í verkefninu PARABOW sem
Grampus var með fyrir Evrópusam-
bandið og Minjasafnið tók þátt í.
Hópurinn gerði ýmislegt hér á
landi og var vinnuhópur t.d. hjá
Hlyni Halldórssyni og Eddu Björns-
dóttur í listasmiðjunni Eik í Mið-
húsum. Þar lærðu þátttakendur að
smíða silfurhringi, svipaða þeim
sem fannst á Þórarinsstöðum.
Rannveig Þórhallsdóttir safnstjóri
og Skúli Magnússon veiðimaður
höfðu umsjón með hópnum.
DANMÖRK 1.?12. október. Loka-
kafli CAPP var svo í Víkingabænum
í Ribe á Jótlandi. Þar mættust allir
sem höfðu tekið þátt í verkefninu.
?Við kynntumst öllu á Víkingasetr-
inu í Ribe og lærðum að gera lang-
boga og örvar, vinna í silfri, og ótal
margt fleira. Þetta er í raun skóli,
en á sumrin vinna kennarar og nem-
endur þarna á markaði. Þetta er
ekki ólíkt Eiríksstaðahátíðinni hér á
landi,? sagði Hrönn. Valgerður
sagði að húsdýrin bæru mörg hver
íslensk nöfn.
Annars voru endurfundirnir
skemmtilegir og í ljós kom að
Hrönn og Valgerður voru víð-
förlastar í CAPP-hópnum.
CAPP um víða Evrópu
GRIKKLAND Þrjár lofthræddar á svölum út á þver-
hnípið: Anni Jeppesen, Hrönn og Libby Urquhart.
DANMÖRK Viking Center í
Ribe: Valgerður nemur.
ÍRLAND Martin Brylle býr til
leir á hálmbaggahúsið.
ÍSLAND Geirsstaðakirkja var
meginverkefnið á Íslandi.
TENGLAR
.....................................................
http://www.grampus.co.uk/
www.strawbalefutures.org.uk/
http://www.minjasafn.is/
H
VAÐ erum við að gera
hérna? spurðu Hrönn
Harðardóttir og Val-
gerður Þórdís Snæ-
bjarnardóttir sig þeg-
ar þær bættust í hóp þrautþjálfaðs
handverksfólks og listamanna, flests
á miðjum aldri. Þær starfa ?bara?
með börnum; Hrönn sem leikskóla-
kennari og Valgerður sem fulltrúi í
grunnskóla, báðar 24 ára gamlar, en
ævintýrið var hafið og sennilega
lærðu þær mest af öllum og geta auk
þess miðlað mestu ? til lærdóms-
fúsra barnanna.
Árið 2001 sker sig úr í lífi þeirra
vegna þess að þær tóku þátt í Evr-
ópusambandsverkefni, Culture 2000
Framework Programme, um verk-
aðferðir fyrri kynslóða í nokkrum
löndum. Hrönn og Valgerður lærðu
t.d. um hvernig hálmhús voru byggð
á Írlandi, reyksána í Finnlandi, torf-
kirkjur á Íslandi, hvernig ostur var
gerður á Grikklandi og langbogi og
örvar smíðuð í Danmörku, svo dæmi
séu tekin.
Aðdragandinn að ferðalögum
Hrannar og Valgerðar teygir sig í
fornleifarannsókn Steinunnar Krist-
jánsdóttur, sem var forstöðumaður
Minjasafns Austurlands, á gömlu
bæjarstæði í landi Litla-Bakka í
Hróarstungu. Bæjarstæðið var
nefnt Geirsstaðir, og bentu niður-
stöður til þess að þar hefði staðið
kirkja, reist seint á 10. öld, og kem-
ur þessi kirkja við sögu Hrannar og
Valgerðar. Fljótlega eftir að rann-
sókn á kirkjunni lauk komu nefni-
lega upp hugmyndir um að endur-
gera hana og sótti Minjasafn
Austurlands um styrki í ýmsa sjóði
til þess, m.a. til Rafaël-áætlunar
ESB.
Sumrin 1999 og 2000 sendu svo
stofnanir Evrópska samstarfsverk-
efnisins, PARABOW, handverks-
menn sína á vettvang og var unnið
að kirkjubyggingunni með þeirra
hjálp. Árið 2000 sótti Minjasafnið
um áframhaldandi styrk til Evrópu-
sambandsins, nú í Culture 2000-
áætlun þess, til að ljúka endurgerð
kirkjunnar. Samstarfsaðilar safns-
ins voru að þessu sinni frá Írlandi,
Skotlandi, Danmörku, Finnlandi og
Grikklandi, og var styrkurinn veitt-
ur. Og nú stendur á aflögðu túni í
landi Gunnars Guttormssonar og
Svandísar Skúladóttur á Litla-
Bakka í Hróarstungu kirkja frá
þjóðveldisöld, sem Hrönn og Val-
gerður hjálpuðu til við að reka
smiðshöggið á. Ennafnalistinn yfir
þá sem heiður eiga skilinn vegna
Geirsstaðaverkefnisins langur.
Þjóðlegt á 
alþjóðlegum markaði
Nýja Evrópuverkefnið var kallað
CAPP eða Culturally Aligned Prod-
ucts and Processess, og var eins og
fyrra verkefnið sem Minjasafnið tók
þátt í hugarsmíð Bretans Martins
Clarks, og Grampus Heritage and
Training sem er hagnaðarfrjálst fé-
lag (www.grampus.co.uk).
Hugmyndafræðin er, að vinnulag
og aðferðir fyrri kynslóða, sem
kunnu handverkið og nýttu efnið í
náttúrunni, eigi ekki aðeins að
stunda á söfnum. Finna þurfi áhuga-
fólkið og hjálpa því að gera net sín á
milli og jafnvel að koma munum sín-
um á framfæri á heimsmarkaði.
Nefna má sem dæmi segja Hrönn
og Valgerður að gamlar konur í
fjallaþorpi á Grikklandi voru snortn-
ar yfir djúpum áhuga félaga í CAPP-
hópnum á handverki þeirra; vefnaði
og spuna. Dætur gömlu kvennanna
og dæturdætur höfðu og hafa ekki
snefil af áhuga á að læra list þeirra.
Þær hafa öðrum hnöppum að
hneppa.
Heimamenn koma ef til vill ekki
auga á gildi hverfandi vinnulags, en
ef til vill geta gestirnir það og jafn-
vel lært aðferðirnar. Hrönn og Val-
gerður lærðu margt hjá hverri þjóð
og í ljós kom að þær gátu beitt því
síðar í öðru verkefni, sem þær lærðu
í fyrri verkefnum.
Ferðirnar voru engar þægilegar
skoðunarferðir, nema þá helst ferðin
í Grikklandi, því hóparnir áttu að
læra af eigin reynslu. Fyrsta ferðin
Morgunblaðið/Ásdís
. . . djúpur áhugi á því sem ekki var til áður . . . Valgerður og Hrönn.
Hrönn og Valgerður hlustuðu ekki á fyr-
irlestra, þær þurftu að ganga í gegnum allt
sjálfar, jafnt eld sem ís. Gunnar Hersveinn
hlustaði á frásögn þeirra af ævintýralegu
ári í Evrópsku samstarfsverkefni, einhvers
konar ?survivor?-verkefni.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8