Morgunblaðið - 13.03.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.03.2002, Blaðsíða 1
60. TBL. 90. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 13. MARS 2002 Mánaðarlegt tímarit dreift ókeypis til lesenda Morgunblaðsins Útgefandi: Edda -miðlun og útgáfa Ókey pis MIKIL öryggisgæsla var í gær við húsakynni réttarins í Uppsölum í Svíþjóð er réttarhöld hófust í máli Rahmi Sahindal, innflytjanda úr röðum múslíma sem sakaður er um að hafa skotið dóttur sína, Fadime Sahindal. Maðurinn sakaði hana á sínum tíma um að svívirða sig og alla fjölskylduna með því að vera í sambúð með sænskum manni í stað þess að eiga mann sem faðirinn mælti með. Sakborningurinn sagðist hafa verið veikur og drukkinn er hann framdi morðið og sagðist iðrast þess mjög. Hann hefði ekki verið að verja sæmd sína eða fjölskyld- unnar. „Nei, það er ekki rétt. Hún hafði bara valdið mér vandræðum og þá skaut ég hana. Hún var alltaf með uppsteyt,“ sagði hann. Síðar í réttarhöldunum fullyrti Sahindal að hann hefði verið hald- inn skyndibrjálsemi. Hin látna var stödd í íbúð yngri systur sinnar er faðirinn kom þar og skaut Fadime. Nú segist hann ekki hafa vitað að hin myrta var á staðnum. „Ef dóttir þín hefði komið svona fram við þig hefðir þú líka skotið hana,“ sagði Sahindal en sagðist ekki muna vel málsatvik. „Ættingjarnar áttu hlut að málinu“ Móðir Fadime og systir hinnar látnu voru látnar yfirgefa salinn strax og réttarhöldin hófust í gær. Vegna þess hve tengdar þær eru sakborningnum hafa þær leyfi til að neita að bera vitni. Yngri systirin bar vitni í gær og sagðist hafa orðið fyrir þrýstingi eftir morðið. „Ætt- ingjarnir hafa hringt og sagt mér að þeir muni ekkert vilja með mig hafa ef ég beri vitni,“ sagði hún. Þegar hún var spurð um föðurinn og hvað hefði valdið gerðum hans taldi hún að ætlunin hefði verið að afmá meinta vansæmd vegna hegð- unar Fadime. „Það var hann sem hélt á vopninu en ættingjarnir áttu hlut að málinu. Þeir hafa þrýst á hann,“ sagði hún. Fadime kom fyrir nokkrum árum fram í sjónvarpsþættinum Strip- tease og sagði þar frá deilunum við föðurinn. Málið hefur vakið umræð- ur um muninn á siðalögmálum inn- fæddra Svía annars vegar og músl- íma og fleiri hópa úr þriðja heiminum hins vegar sem búa við sterkar hefðir feðraveldis. „Hún var alltaf með uppsteyt“ Fadime Sahindal Réttarhöld hafin yfir föður Fadime Sahindal í Uppsölum Gjöld á ríkisstyrkt flugfélög FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins kvaðst í gær hafa lagt drög að nýjum reglum sem myndu gera henni kleift að leggja sérstök gjöld á flugfélög frá Banda- ríkjunum, Sviss og fleiri löndum ut- an ESB teljist þau njóta góðs af rík- isstyrkjum í samkeppni við flugfélög ESB-landa. Framkvæmdastjórnin kvaðst hafa samið reglurnar til að fylla „lagalegt tómarúm“ og vernda flugfélög ríkja Evrópusambandsins vegna ríkis- styrkja utan ESB eftir hryðjuverkin 11. september sem ollu miklum sam- drætti í ferðaþjónustu. Ríkisstjórn Sviss, sem á ekki aðild að ESB, setti andvirði 100 milljarða króna í flugfélagið Svissair til að bjarga því frá gjaldþroti og það keppir nú við flugfélög frá ESB- löndum. Þau hafa einnig kvartað yfir því að bandarísk flugfélög hafi notað styrki frá Bandaríkjastjórn, sem námu alls 1.500 milljörðum króna, til að lækka fargjöld á leiðum yfir Atl- antshafið. Brussel. AP. ÍSRAELSHER herti árásir sínar á flóttamannabúðir Palestínumanna og fleiri skotmörk á Vesturbakkan- um og Gaza-svæðinu í gær og eru þetta mestu hernaðaraðgerðir Ísra- ela í tvo áratugi eða frá innrásinni í Líbanon 1982. Að minnsta kosti 32 Palestínumenn lágu í valnum. Sex Ísraelar biðu bana og sex aðrir særðust í skotárás tveggja manna á fimm bíla á vegi í norðurhluta Ísra- els, nálægt landamærunum að Líb- anon. Árásarmennirnir voru dulbún- ir sem ísraelskir hermenn og voru báðir skotnir til bana. Al Aqsa-sveit- irnar, sem tengjast Fatah-hreyfingu Yassers Arafats, lýstu árásinni á hendur sér og sögðu að árásarmenn- irnir hefðu komið frá flóttamanna- búðum við Sidon í Suður-Líbanon. Einn Ísraeli beið bana í annarri skotárás á Vesturbakkanum. Ísraelar hófu aðgerðirnar til að handtaka herskáa Palestínumenn eftir að nokkrar mannskæðar árásir voru gerðar á ísraelska borgara. Ísraelsk sjónvarpsstöð sagði að 20.000 hermenn tækju þátt í aðgerð- unum. Aðstoðarvarnarmálaráðherra Ísraels, Dalia Rabin-Pelossof, kvaðst búast við því að aðgerðunum yrði hætt áður en Anthony Zinni, sendi- maður Bandaríkjastjórnar, kæmi til Ísraels á morgun. Zinni hefur tvisvar áður reynt að koma á vopnahléi milli Ísraela og Palestínumanna en frið- arumleitanir hans fóru út um þúfur. Tveir ráðherrar segja af sér Tveir ráðherrar í samsteypustjórn Ariels Sharons forsætisráðherra sögðu af sér í gær og sögðu að hann hefði ekki gripið til nógu harðra að- gerða gegn palestínsku heimastjórn- inni. Ráðherrarnir eru í litlum flokki þjóðernissinna, Þjóðarsambandinu. Þrátt fyrir brotthvarf þeirra er stjórnin með traustan meirihluta á þinginu, nýtur stuðnings 75 þing- manna af 120. Í aðgerðunum í gær gerðu skrið- drekar og þyrlur harðar árásir á flóttamannabúðirnar í Jebaliya, sem eru höfuðvígi íslömsku hreyfingar- innar Hamas. Hundruð Palestínumanna hleyptu af byssum á ísraelsku hermennina. Að minnsta kosti átján Palestínu- menn biðu bana og 75 særðust, að sögn lækna. Margir íbúanna, sumir í náttfötum, flúðu frá Jebaliya í fyrri- nótt og héldu í átt að Gaza-borg, sumir fótgangandi og aðrir á asna- kerrum. Talsmaður Ísraelshers sagði að hann hefði stillt aðgerðun- um í hóf og ekki „beitt öllum mætti flughersins gegn flóttamannabúðun- um“. Tugir skriðdreka voru á götum Ramallah og í nálægum flóttamanna- búðum, Amari, og kom þar til harðra bardaga. Fimm Palestínumenn féllu. Mestu hernaðarað- gerðir Ísraela í 20 ár Reuters Palestínsk fjölskylda skoðar skemmdir á heimili sínu í Dehisha-flóttamannabúðunum á Vesturbakka Jórdanar eftir árásir Ísraelshers í gær. Að minnsta kosti 32 Palestínumenn hafa fallið í hernaðaraðgerðum Ísraela. Jebaliya. AP, AFP. NORSKIR eftirlitsmenn, sem fylgd- ust með forsetakosningunum í Zimb- abve, sögðu í gær að þær hefðu ekki verið frjálsar og lýðræðislegar. Óháðar eftirlitsnefndir kirkna og borgaralegra samtaka í Zimbabve komust að sömu niðurstöðu og sögðu að beitt hefði verið ýmsum brögðum til að tryggja Robert Mugabe for- seta sigur í kosningunum. Þær vör- uðu við því að óeirðir gætu blossað upp í landinu vegna kosningasvik- anna. Amnesty International sagði að lögreglan hefði handtekið meira en 1.400 manns, aðallega eftirlitsmenn og fulltrúa stærsta stjórnarand- stöðuflokks landsins. Mannréttinda- samtökin sögðust hafa miklar áhyggjur af öryggi þeirra. Talning atkvæðanna hófst í gær. Reuters Sakaður um svik Talningamaður heldur hér á kjörseðlum á borði kosninga- miðstöðvar í Harare.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.