Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FRÉTTIR
6 FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐAR Karlsson, skipstjóri á Vík-
ingi AK, segir að loðnan hafi feng-
ist á miðjum Faxaflóa. Eftir að
hafa landað fullfermi, um 1.400
tonnum, á mánudag, hafi hann
fengið um 600 tonn um kvöldið.
Bræla hafi verið um nóttina, en síð-
an hafi hlutirnir gengið ágætlega
fyrir sig á þriðjudag og hann fyllt
skipið.
Loðnan mismunandi 
eftir svæðum
Þrátt fyrir mikla veiði að und-
anförnu segir Viðar að fáar torfur
séu mjög öflugar og þéttar og því
fylgi veiðinni alltaf ákveðnir erf-
iðleikar. Hins vegar sé skemmtilegt
við þessa veiði að um mismunandi
loðnu sé að ræða á þremur svæð-
um, það er grunnt út af Skaganum,
síðan um 14 mílum utan og loks
langt úti í kanti. ?Loðnan sem við
hittum á á miðsvæðinu á þriðjudag
er þessi geysilega stóra loðna sem
fór til Færeyja, en er loks komin
fram. Hún hefur farið djúpt í röst-
inni og stefnir á jökulinn. Þetta er
þessi loðna sem kom fyrst fram í
janúarveiðinni.?
Mikill hængur var í aflanum en
Viðar segir að í fyrstu 600 tonn-
unum, sem hann hafi fengið á
grunnslóð út af Skaga, hafi fyrst og
fremst verið hrygna. Stutt sé í
hrygningu en góð vika eigi að vera
eftir og svo treysti hann á veiði eft-
ir hrygningu sem fyrr. ?Það hefur
verið mjög góð veiði í óskaplega
erfiðri tíð en við erum vanir að fá
um 2.000 til 3.000 tonn af karli eftir
hrygningu og vonum að svo verði
líka nú.?
Viðar segir að þó veiðin hafi ver-
ið góð sjáist ekki mikið af loðnu.
Hins vegar séu skipin orðin svo öfl-
ug og þegar þau taki 500 til 600
tonna köst taki veiðin fljótt af.
Hann segir að á þriðjudag hafi ver-
ið sjö bátar að bítast um tvær litlar
torfur, ?en við vorum aftur á móti
sér í lítilli torfu sem gaf okkur
mjög vel?.
Bitnar á næstu vertíð
Loðnan í Faxaflóa á eftir um
viku í hrygningu. Viðar segir að
hún virðist ætla að ná að Snæfells-
jökli, en honum finnst hún koma
óþarflega seint inn á grunnið. Ver-
tíðin hafi líka verið allt öðru vísi en
margar aðrar vertíðir. Loðnan hafi
verið dýpra og því lítið verið hægt
að nota skjól af landi. Stofninn hafi
verið góður en stóra loðnan, sem
hafi verið að landa, rýri næstu ver-
tíð. Venjulega verði um 30% af
stofninum eftir og komi inn sem
fjögurra ára loðna á næstu vertíð
en þar sem stór hluti þessarar
loðnu hafi þegar veiðst stefni í það
að tveggja ára loðna beri uppi
næsta kvóta. ?Aðalatriðið er að hún
komist að jöklinum því helsta
hrygningarsvæðið er í Beruvíkinni
út af Snæfellsjökli.?
Lítið um hrygnu
Löndun úr Víkingi gekk hægt í
gær, en Guðni Haraldsson, háseti,
gekk æðrulaus til verks í sudd-
anum. Hann segir að venjulega sé
hægt að dæla um 250 tonnum af
loðnu úr skipinu á klukkutíma en
aðeins um 80 til 100 tonnum í
hrognatöku vegna þess að þá þurfi
að fara af meiri nærgætni um
loðnuna.
Ágúst Sveinsson, yfirverkstjóri á
framleiðslusvæði HB, segir að um
20 tonn af hrognum hafi verið unn-
in úr loðnuafla Ingunnar AK á
þriðjudag og hrognafyllingin mælst
um 22%. ?En það er um 75% karl í
þessu hjá Víkingi og því verður
ekki mjög mikið um hrogn að þessu
sinni,? segir hann. ?Við vildum hafa
þetta öfugt, 30% hæng og 70%
hrygnu, en við þessu er að búast á
þessum tíma. Þegar þau koma sam-
an er meira um hænginn í þessari
blöndu.?
Verð á loðnulýsi og -mjöli hefur
verið mjög hátt en verðið fyrir
fryst hrogn var um 90.000 til
100.000 kr. á tonnið í fyrra og hefur
ekki hækkað. Ágúst segir að efna-
hagsástandið í Japan hafi meðal
annars þau áhrif að verðið hafi ekki
hækkað. Eins séu miklar birgðir af
frystum hrognum í Japan auk þess
sem samkeppnin sé mikil vegna
hrognasölu Norðmanna til Japans.
Samt sé alltaf markaður fyrir
gæðahrogn, rétt eins og gott verð
fáist fyrir gæðamjöl og gæðalýsi.
Hrognin séu ekki aðeins dýr afurð,
heldur sé mikilvægt að halda uppi
viðskiptum við Japani. ?Við ætlum
að lifa lengur og þeir líka og því er
ekki aðeins um dagshagsmuni að
ræða heldur hagsmuni til lengri
tíma,? segir hann.
Hreinsunin í fyrsta 
leikfimishúsinu
Thor Jensen byggði elsta hús
HB á Akranesi 1895 og þar var
fyrsta leikfimishús þessa mikla
íþróttabæjar. Nú fer þar fram
hreinsun loðnuhrognanna, en eftir
að loðnan hefur verið flokkuð og
hrognin skilin frá í einni byggingu
er þeim dælt í þetta hús, þar sem
þeim er dælt á milli kara vegna
hreinsunarinnar.
Eftir að búið er að hreinsa
hrognin eru þau sett í um 300 lítra
kör og látin vera í þeim í 10 til 14
tíma, eða á meðan vatnið er að
renna af þeim. Síðan tekur fryst-
ingin ekki nema tvo til þrjá tíma.
?Þetta eru góð hrogn en það mætti
vera meira af þeim,? segir Ágúst.
Morgunblaðið/Kristinn
Þótt loðnuvinnslan hjá Haraldi Böðvarssyni sé búin góðum tækjum þarf mannshöndin samt enn að koma að málum. Myndin er af loðnuflokkaranum.
Loðnuhrognin hjá Haraldi Böðvarssyni fylla mörg kör en eftir að vökv-
inn hefur runnið af þeim eru þau fryst.
Mikið hefur verið að gera í loðnumóttöku á Akranesi að undanförnu en
Víkingur AK landaði fullfermi í gær í annað sinn í vikunni.
Stór loðna
og góð hrogn
á Akranesi
Flotinn langt kominn með loðnukvóta vertíðarinnar í erfiðri tíð 
Loðnuveiði hefur gengið mjög vel að undan-
förnu og eru ekki nema um liðlega 100.000
tonn eftir af heildarkvóta vertíðarinnar.
Byrjað var að vinna hrogn hjá Haraldi Böðv-
arssyni hf. á Akranesi í fyrradag og í gær
fylgdust Kristinn Ingvarsson ljósmyndari
og Steinþór Guðbjartsson blaðamaður með
löndun og hrognavinnslu úr afla Víkings.
steg@mbl.is
FOKKER-vél Flugfélags Íslands,
sem var á leið til Akureyrar síðdegis á
þriðjudag, var snúið við á Reykjavík-
urflugvelli skömmu fyrir flugtak.
Einn farþeganna neitaði að verða við
tilmælum áhafnarinnar um að spenna
á sig beltin en um var að ræða fanga
sem var á leið norður til afplánunar í
nágrenni Akureyrar. 
Lögreglan var kvödd á vettvang og
tók hún á móti fanganum er vélin kom
til baka í flugskýlið. Kortersseinkun
varð á fluginu norður vegna þessa.
Maðurinn var einn á ferð og sagði
Jón Karl Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Flugfélags Íslands, að rætt yrði
við Fangelsismálastofnun um þetta
atvik. Spurningin snerist um hvort
herða ætti vinnureglur við flutning
fanga milli landshluta og hafa ætíð
með þeim fylgdarmann eða -menn.
Ekki þótti ástæða til að senda
fylgdarmann með þessum fanga þar
sem hann hafði ekki brotið alvarlega
af sér, að sögn Jóns Karls.
Vél Flugfélags 
Íslands snúið við
Fangi á leið í
afplánun með 
mótmæli
ÍSLENSK kona sem hafði stungið af
úr landi eftir að hún var dæmd í fimm-
tán mánaða fangelsi í júní 1997 fyrir
fjársvik, skjalafals og misneytingu
var nýverið framseld frá Portúgal.
Konan, sem er um fertugt, var
handtekin í Faro í Portúgal að beiðni
alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra, í
samvinnu við skrifstofur Interpol í
Reykjavík og Lissabon.
Hún hafði verið eftirlýst fyrir ís-
lensk yfirvöld um alllangt skeið er
hún fannst í Portúgal. Framsalið frá
Portúgal gekk hratt fyrir sig og ís-
lenskir lögreglumenn sóttu hana og
fluttu til Íslands í byrjun febrúar til
afplánunar dómsins. 
Íslensk kona
framseld frá
Portúgal
FRAMLEIÐENDUR heimildar-
myndarinnar ?Í skóm drekans?, sem
fjallar um fegurðarsamkeppnina
Ungfrú Ísland.is árið 2000, fengu í
gær sólarhringsfrest hjá sýslumann-
inum í Reykjavík til að skila inn
greinargerð vegna lögbannskröfu á
sýningu myndarinnar sem lögð var
fram af hálfu aðstandenda keppninn-
ar. Leikstjórar og framleiðendur eru
systkinin Hrönn, sem tók þátt í
keppninni, og Árni Sveinsbörn. Lög-
bannskrafan, sem einnig er sett fram
af öðrum keppendum en Hrönn,
verður væntanlega tekin fyrir hjá
sýslumanni í dag.
Böðvar Bjarki Pétursson hjá fyr-
irtækinu 20 geitum framleiðir mynd-
ina ásamt Hrönn og Árna. Hann
sagði við Morgunblaðið að þau hefðu
einnig farið fram á að kynna sér
framlögð gögn lögbannsbeiðenda og
sýslumaður hefði orðið við því. Böðv-
ar Bjarki sagðist líta svo á að málið
varðaði vinnubrögð íslenskra kvik-
myndagerðarmanna og rétt þeirra
til að nálgast viðfangsefni sín. Heim-
ildarmyndin er enn á vinnslustigi og
frumsýning hennar var fyrirhuguð í
lok mánaðarins.
?Við teljum þessa lögbannskröfu
ekki réttmæta. Það var hart sótt að
fá lögbannið fram en við fáum
skamman tíma til að koma okkar
sjónarmiðum að,? sagði Böðvar
Bjarki, sem taldi að um prófmál væri
að ræða hvað kvikmynd varðaði hér
á landi. Vitað væri til þess að lög-
bannskrafa hefði verið lögð á út-
varpsþátt árið 1972 af aðstandend-
um manns sem var til umfjöllunar í
þættinum. Krafan var samþykkt en
bannið síðar fellt úr gildi fyrir dómi,
að sögn Böðvars Bjarka.
Lögbanns kraf-
ist á mynd um
Ungfrú Ísland.is
???
???

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68