Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FRÉTTIR
10 FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
ítrekaði þá skoðun sína í upphafi
þingfundar á Alþingi í gær að hann
vildi tryggja að áhrif í bankakerfinu
söfnuðust ekki á of fáar hendur. Til-
efni umræðunnar voru þau átök sem
átt hafa sér stað um völd í Íslands-
banka á síðustu dögum. ?Mér finnst
mjög æskilegt, í þessu litla landi
okkar þar sem ráðandi bankastofn-
anir verða aldrei nema tvær til fjórar
kannski í mesta lagi, að meginvaldið
verði í nokkuð dreifðri eignaraðild.
Ég tel það vera æskilegt,? sagði ráð-
herra. ?Hvort EES-samningurinn
leiðir til þess að það sé ekki hægt,
hef ég ekki skoðað, en það verður
bara að fara yfir það nákvæmlega.?
Össur Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, kvaðst í upphafi
umræðunnar hafa áhyggjur af
valdabrölti Bónusfeðga, Jóns Ásgeir
Jóhannessonar og Jóhannesar Jóns-
sonar, og annarra. Spurði hann síðan
forsætisráðherra hvort hann teldi
ekki að ?hákarladansinn í kringum
Íslandsbanka?, eins og hann orðaði
það hefði sýnt fram á nauðsyn þess
að setja lög sem tryggðu dreifða
eignaraðild að fjármálastofnunum.
Síðar í umræðunni sagði hann: ?Það
er athyglisvert að í þessari umræðu
eru þrír stjórnmálaflokkar sem sæti
eiga á þingi alveg samferða. Sjálf-
stæðisflokkurinn, Samfylkingin og
Vinstrihreyfingin ? grænt framboð
eru þeirrar skoðunar að það sé mjög
æskilegt að takmarka eignaraðild og
að það sé æskilegt að skoða með
hvaða hætti því er hægt að koma fyr-
ir í íslenskum lögum án þess að það
stangist á við fertugustu gr. EES-
samningsins.?
Valgerður Sverrisdóttir viðskipta-
ráðherra ítrekaði þá skoðun sína að
reglur um takmarkaða eignaraðild
stæðust ekki ákvæði Evrópska efna-
hagssvæðisins. ?Ég get tekið undir
áhyggjur háttvirtra þingmanna á
þessari þróun sem hefur orðið en ég
legg áherslu á að við verðum að fara
að leikreglum í þessum efnum og
það skýtur nokkuð skökku við að
mínu mati þegar Samfylkingin,
Kratar, sem hafa dýrkað og dásam-
að hvað mest EES-samninginn, tala
nánast fyrir því að brjóta hann.?
Ítrekaði hún að skv. reglum EES
væri ekki hægt að takmarka eign-
araðild. Hins vegar væri óljóst hvort
takmarka mætti atkvæðavægi.
VG leggur fram frumvarp
Fleiri þingmenn tóku til máls í
þessari umræðu, sem fór fram undir
liðnum athugasemdir við störf
þingsins. Þingmenn VG minntu á að
þingflokkur þeirra hefði nýlega lagt
fram á Alþingi frumvarp til laga um
dreigða eignaraðild að viðskipta-
bönkum og öðrum lánastofnunum.
Með frumvarpinu er lagt til að ein-
stökum aðilum, öðrum en ríkissjóði
og skyldum og/eða fjárhagslega
tengdum aðilum verði óheimilt að
eiga meira en 8% hlutafjár í við-
skiptabanka. Ögmundur Jónasson,
þingmaður VG, gerði m.a. grein fyrir
frumvarpi þingflokksins og spurði
síðan hvort Íslendingar ætluðu að
láta Evrópusambandið setja sér stól-
inn fyrir dyrnar.
Kristinn H. Gunnarsson, þing-
flokksformaður Framsóknarflokks-
ins, gerði atburðina í kringum Ís-
landsbanka síðustu daga m.a. að
umtalsefni og sagði: ?Við höfum séð í
því umróti sem verið hefur í kringum
Íslandsbanka að aðili sem er mjög
umsvifamikill í matvöruverslun; hef-
ur mjög sterk ítök í olíuverslun og
tryggingaþjónustu, er að seilast til
aukinna áhrifa í bankaheiminum.
Mér finnst það vera mikið umhugs-
unarefni hvort rétt sé að leyfa þeirri
þróun að halda áfram óhindrað eða
hvort ekki sé rétt að setja löggjöf
sem takmarkar áhrif sterkra aðila í
einni grein yfir öðrum atvinnugrein-
um og sérstaklega yfir fjármálaþjón-
ustu því í gegnum ítök þar er hægt
að hafa mjög mikil og slæm áhrif á
samkepnisaðstöðu samkeppnisaðila í
annarri atvinnugrein.?
Vilhjálmur Egilsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði hins veg-
ar að það væri athyglisvert að velta
fyrir sér umræðunni um þessi mál í
þingsalnum. ?Það er haldinn aðal-
fundur í fyrirtæki hér í bænum og
þar eru átök milli manna um hvert
skuli stefna í fyrirtækinu og átök um
stjórnarkjör. Þetta er nokkuð sem
er ekkert óeðlilegt. Það er ekkert
nýtt í þessu. Slík átök eiga sér stað
mjög oft; hérlendis og erlendis.
Samt telja menn þörf á því að taka
það sérstaklega upp hér undir um-
ræðu um störf þingsins. Við skulum
aðeins spá í þetta. Íslandsbanki er í
raun og veru fyrirtæki sem er með
mjög dreifða eignaraðild. Þar standa
saman ákveðnir hluthafahópar gegn
öðrum hluthafahópum. Stofnana-
fjárfestar eru mjög sterkir í bank-
anum, einstaklingar eru mjög sterk-
ir í bankanum og fyrirtæki eru mjög
sterk í bankanum.? Sagði Vilhálmur
það athyglisvert að enginn hluthafi í
Íslandsbanki hefði litið á þá stöðu
sem eitthvert vandamál. ?Svo þarf
þetta fyrirtæki að búa við það að
háttvirtir þingmenn koma hér upp
og tala um þetta sem eitthvert
vandamál.?
Davíð Oddsson og Össur Skarphéðinsson í umræðum um eignarhald á bönkunum
Styðja
dreifða
eignaraðild
Morgunblaðið/Golli
Fram kom í umræðum á Alþingi í gær að skiptar skoðanir eru á því hvort takmarka beri eignaraðild að bönkum.
ENGIR þingfundir verða á Alþingi í
dag og á morgun þar sem haldnir
eru svokallaðir nefndardagar.
Næsti þingfundur Alþingis hefur
því verið boðaður nk. mánudag.
Þingfundur
á mánudag
ÞINGMENN lýstu margir hverjir
yfir vonbrigðum á Alþingi í gær
með það hversu illa hefði gengið að
flytja svokölluð fjarvinnsluverkefni
út á landsbyggðina á síðustu árum.
Einstaka þingmenn bentu á að ekki
væri of seint að snúa vörn í sókn en
aðrir minntu jafnframt á að mik-
ilvægt væri að hlúa að þeim fjar-
vinnsluverkefnum sem þegar væru
unnin á landsbyggðinni.
Kristján L. Möller, þingmaður
Samfylkingarinnar, var málshefj-
andi umræðunnar og beindi þeirri
spurningu til forsætisráðherra,
Davíðs Oddssonar, hversu mörg
fjarvinnsluverkefni og störf á veg-
um forsætisráðuneytisins og stofn-
ana og fyrirtækja í eigu ríkisins
sem tilheyrðu ráðuneytinu hefðu
verið flutt út á land á síðasta ári. Í
svari ráðherra kom fram að engin
fjarvinnsluverkefni eða störf á veg-
um ráðuneytisins hefðu verið flutt á
landsbyggðina á liðnu ári.
Kristján minnti í upphafi máls
síns á skýrslu, sem unnin hefði ver-
ið á vegum forsætisráðuneytisins,
Byggðastofnunar og Iðntæknistofn-
unar, árið 1999, en þar hefðu verið
kortlögð tækifæri sem gætu nýst til
atvinnuuppbyggingar á lands-
byggðinni á sviði fjarvinnslu. Vitn-
aði Kristján síðan í grein í dag-
blaðinu Degi sem birst hefði daginn
eftir að umrætt skýrsla hefðir verið
kynnt almenningi. ?Í Degi daginn
eftir var m.a. sagt: ...á blaðamanna-
fundi í gær sagði forsætisráðherra
að þarna væri á ferðinni ný hugsun
og ný vinnubrögð sem ættu að
gagnast landsbyggðinni til sóknar-
færa í atvinnu- og byggðamálum.
Þarna sé um að ræða virka byggða-
stefnu...? Kristján greindi síðan frá
því að hann hefði lagt fram skrif-
legar fyrirspurnir til annarra ráð-
herra í ríkisstjórn Davíðs Odds-
sonar og að svör við þeim hefðu
verið að berast inn á þing á síðustu
dögum. Í svörunum hefði m.a. kom-
ið fram að enginn fjarvinnsluverk-
efni hefðu verið flutt til lands-
byggðarinnar á síðasta ári á vegum
ráðuneytanna. Sagði Kristján þetta
vera ?auman vitnisburð? um það
markmið að efla atvinnuuppbygg-
ingu á landsbyggðinni með fjar-
vinnsluverkefnum.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
svaraði því m.a. til að það væri erf-
iðara að byggja upp atvinnu á
landsbyggðinni með fjarvinnslu-
verkefnum en gengið hefði verið út
frá í upphafi. ?Við þekkjum það í
verki að það er erfiðara við þetta
að eiga en menn ætluðu í upphafi,?
sagði hann.
Erfitt að spyrna við
?Við höfum horft á það í áratugi
að störfum úti á landi hefur verið
að fækka. Við horfðum á það hvar
sem við vorum í flokkum að hvað
sem menn reyndu þá virtist það
vera afskaplega erfitt að spyrna
við, jafnvel þótt miklum peningum
væri tímabundið dælt hér og þar í
starfsemi á landsbyggðinni; með
góðum vilja en kannski ekki alltaf
mjög vel undirbúnum. Þess vegna
fylltumst við öll miklum krafti
kannski og von þegar við sáum allt
í einu að ný tækni væri kannski að
gera það að verkum að landið yrði
allt eitt atvinnusvæði; það myndi
gjörbreyta hlutum fyrir fólkið á
landsbygðinni,? sagði Davíð.
Síðan sagði hann: ?En ég er
sannfærður um það að það gerist
ekkert stórt í málinu, jafnvel þótt
það væri viðleitni til þess af hálfu
hins opinbera, fyrr en allt atvinnu-
lífið sér sjálft árangur og gildi fyrir
fyrirtækin að nýta fólk úti á landi í
gegnum hina nýju tækni.?
Vilja fleiri fjar-
vinnsluverkefni til
landsbyggðarinnar
SAMKEPPNISRÁÐ telur ekki vera
tilefni til íhlutunar vegna kvörtunar
sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara yf-
ir samkeppnisstöðu þeirra gagnvart
sjúkraþjálfurum inni á heilbrigðis-
stofnunum. Ráðið telur kvörtunarefni
sjúkraþjálfaranna ekki varða við sam-
keppnislög, starfsemi sjúkraþjálfun-
ar á viðkomandi stofnunum hafi held-
ur ekki skaðleg áhrif á samkeppni og
um litla hagsmuni sé að ræða.
Félag sjálfstætt starfandi sjúkra-
þjálfara leitaði til Samkeppnisstofn-
unar fyrir réttu ári. Taldi félagið það
andstætt samkeppnislögum að heil-
brigðisstofnanir, reknar fyrir al-
mannafé, gætu veitt sjúkraþjálfun í
samkeppni við einkareknar sjúkra-
þjálfunarstöðvars, án algjörs fjár-
hagslegs aðskilnaðar sjúkraþjálfunar
frá öðrum rekstri. Einnig taldi félagið
það ámælisvert að aðstaða, tæki og tól
einstakra stofnana væru notuð til
sjúkraþjálfunar eftir umsaminn
vinnutíma af launþegum viðkomandi
stofnana til að stunda einkarekstur.
Sjúkraþjálfararnir héldu því einnig
fram að Tryggingastofnun greiddi
mun hærri meðferðargjöld til sjúkra-
þjálfunar hjá stofnunum, eins og
Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra,
fyrir þjálfun barna en fyrir sambæri-
lega þjálfun á einkastofu.
Félag sjálfstætt starfandi sjúkra-
þjálfara fór einnig fram á að Sam-
keppnisstofnun tæki til athugunar
samninga Tryggingastofnunar við
Landspítalann, MS-félagið, Styrktar-
félag lamaðra og fatlaðra og Reykja-
lund og að samkeppnisráð mælti fyrir
um fjárhagslegan aðskilnað sjúkra-
þjálfunar þessara stofnana, sem væru
í samkeppni við einkareknar stöðvar. 
Um litla hagsmuni að tefla
Samkeppnisráð telur að í þessu
máli sé ekki um slíka samkeppnislega
hagsmuni að ræða að þeir fái réttlætt
svo íþyngjandi aðgerðir sem krafa um
fjárhagslegan aðskilnað innan stofn-
ananna hefur í för með sér.
Varðandi meintan sjálfstæðan
rekstur sjúkraþjálfara sem starfa á
heilbrigðisstofnunum telur sam-
keppnisráð að um fá tilvik sé að ræða
og því um litla hagsmuni að tefla.
Þá telur samkeppnisráð ekki tilefni
til aðgerða vegna athugasemda sjálf-
stætt starfandi sjúkraþjálfara við
þann afslátt sem þeim er gert að veita
TR eftir að ákveðnum fjölda með-
ferða er náð. Samkeppnisráð telur
þetta samningsákvæði ekki mismuna
aðilum. Allir sjúkraþjálfarar sem
starfi samkvæmt samningi við TR séu
undir það settir og um sé að ræða at-
riði sem snúi að TR en ekki þeim
stofnunum sem kvartað sé yfir.
Ekki tilefni 
til íhlutunar
Samkeppnisráð um kvörtun sjálf-
stætt starfandi sjúkraþjálfara

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68