Morgunblaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 14
MENNINGARDAGAR sem ganga undir nafninu Ratatoskur hafa staðið yfir í Menntaskólanum á Akureyri. Stundaskrá er brotin upp að loknum fyrstu þrem- ur kennslutímunum og geta nemendur þá valið úr fjölbreyttri dagskrá námskeiða og fyrirlestra. Rata- toskur er að þessu sinni helgaður heilsu og hollustu og mót- aðist dagskráin sem í boði var af því. Meðal viðfangsefna var heilsugæsla, íþróttir af margvíslegu tagi, jóga, júdó, tantra, skokk, skot- fimi, klettasig og spunadans svo eitthvað sé nefnt. Þá var boðið upp á fyrirlestra um sjúkdóma, listir og vímu, knattspyrnu, geð- heilsu og sálarháska. Fjölmörg námskeið voru í boði, s.s. í log- suðu og hárgreiðslu, svo dæmi séu tekin og þá gafst MA-ingum kostur á að fara í sögulega gönguferð um Akureyri, læra suður-ameríska dansa og kynna sér nálastungur. Kaffihús var op- ið á Sal í Gamla skóla og þema- dögunum lauk svo með góðri stemningu í Skautahöllinni. Ingvar Guðjónsson og Jóhann Jónsson frá Slökkviliði Akureyrar sýndu undirstöðuatriðin við köfun í Sundlaug Akureyrar. Menningardagar í MA Morgunblaðið/Kristján Morgunblaðið/Kristján Sunna Valgerðardóttir, Stefán Jakobsson, Rósa D. Guðgeirsdóttir og Sig- ursveinn Þ. Árnason í hlutverkum sínum í Rocky Horror Picture Show. LEIKFÉLAG Verkmenntaskólans á Akureyri frumsýnir í kvöld, fimmtudagskvöldið 14. mars Rocky Horror Picture Show. Verkið er byggt á samnefndri kvikmynd, eftir Richard O’ Brian, sem fór á sínum tíma sigurför um heiminn. Þátttakendur eru fjölmargir, en auk þess sem fjölmenni er á sviðinu hafa margir tekið þátt í að koma sýningunni á fjalirnar. Í aðalhlutverkum eru Sigursveinn Þór Árnason, sem Frank N- Furter, Bjartur Guðmundsson er Brad, María Indriðadóttir er Jan- et, Sunna Valgerðardóttir er Sögumaður, Rósa Dröfn Guð- geirsdóttir er Magenta, Stefán JAkobsson er Riff Raff, Heimir Bjarni Ingimarsson er Rocky og Jósep b. Helgason er Dr. Scott. Leikstjóri er Þorsteinn Bach- mann, Arnór Vilbergsson er tón- listarstjóri. Frumsýning er sem fyrr segir í kvöld, en tvær sýningar verða á annað kvöld, föstudag, kl. 20 og 23.30 og á sama tíma á laug- ardag, þá verður sýning kl. 20 á sunnudag og loks á sama tíma næsta þriðjudag, 18. mars. Frumsýnir Rocky Horror Verkmenntaskólinn AKUREYRI 14 FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Blaðbera vantar • Skerjafjörður Upplýsingar fást í síma 569 1122 Hjá Morgunblaðinu starfa um 600 blaðberar á höfuðborgarsvæðinu ⓦ vantar Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn. Góður göngutúr sem borgar sig. Morgunblaðið, Kaupvangsstræti 1, Akureyri, sími 461 1600. í Borgarsíðu og Bæjarsíðu og Tungusíðu og Stapasíðu Til leigu skrifstofuhúsnæði í Alþýðuhúsinu á Akureyri Til leigu er skrifstofuhúsnæði á annarri hæð í Alþýðuhúsinu á Akureyri (áður Lögmannsstofa Ingu Þallar). Húsnæðið er 53 fm 2ja herbergja skrifstofurými með eldhúskrók. Húsnæðið er laust frá 1. apríl nk. Nánari upplýsingar gefur Björn hjá Einingu-Iðju í síma 460 3600 Fyndnasti mað- ur Íslands ÚLFAR Linnet handhafi titilsins fyndnasti maður Íslands verður með uppistand í Deiglunni í kvöld, föstu- dagskvöldið 15. mars og verður hús- ið opnað kl. 21.30. Grínið hefst kl. 22, en áður mun Rögnvaldur gáfaði hita upp. Skíðaferð í Skíðadal FERÐAFÉLAG Akureyrar efnir til skíðagönguferðar í Skíðadal á morg- un, laugardaginn 16. mars. Lagt verður af stað frá húsi félagsins við Strandgötu kl. 9. Um er að ræða fremur létta skíðagönguferð við allra hæfi. Staldrað verður við í eyðibýlinu Stekkjarhúsum þar sem nesti verður snætt. Dagmæður með hlutina í lagi ALLAR dagmæður á Akureyri uppfylla skilyrði um eldvarnir, sakavottorð, læknisvottorð, slysa- tryggingar og umsögn heilbrigðis- eftirlits þegar það á við. Dæmi eru um skörun vegna skipta í hádegi og vegna sérstakra þarfa vaktavinnu- fólks. Þetta kemur fram í samantekt daggæslufulltrúa á skóladeild um stöðu og framkvæmd daggæslu í heimahúsum í bænum sem kynnt var á síðasta fundi skólanefndar. Samantektin er unnin með hlið- sjón af þeim gögnum sem send voru til félagsmálaráðuneytisins í könnun sem stóð yfir dagana 10. og 11. desember sl. á landinu öllu. „ÞEIR ætluðu ekki að verða eldri félagar mínir í liðinu og hafa reitt af sér brandarana eftir að þetta kom í ljós,“ sagði Jónatan Magnússon, leikmað- ur í handknattleiksliði KA, en á mánudag kom í ljós að hann hefur í tæpt ár verið með brot úr framtönn Þorvarðar Tjörva Ólafssonar úr Haukum í nefi sínu. Jónatan fer í aðgerð hjá Eiríki Sveinssyni, háls-, nef- og eynalækni á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri, í dag, fimmtudag, þar sem tönnin verður fjarlægð. Jónatan og Þorvarður Tjörvi lentu í heiftarlegu samstuði í oddaleik KA og Hauka um Íslands- meistaratitilinn í handbolta í maí á síðasta ári og var Jónatan fluttur af velli til aðhlynningar á slysadeild. Þorvarður Tjörvi sagði samstuðið við Jónatan eftirminnilegt, sem og leikurinn þar sem Haukar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn sl. vor. Læknar héldu að kúlan væri bólga „Það er ansi ótrúlegt að tönnin hafi setið þarna inni en Jónatan hef- ur verið vel merktur mér í um 10 mánuði, með duglegan hnúð á nef- inu,“ sagði Þorvarður Tjörvi. „Ég vildi strax láta mynda á mér nefið, en læknar héldu að þetta væri bara skurður,“ sagði Jónatan. „Nokkrum dögum síðar fékk ég kúlu á nefið og þá héldu læknarnir að þetta væri bólga sem myndi hjaðna með tímanum. Svo var ég sendur til sérfræðings í háls-, nef- og eyrna- lækningum og til lýtalæknis en menn héldu að flísast hefði úr beini í nefinu á mér og var ákveðið að bíða í ár og átti ég að fara í aðgerð núna í maí,“ sagði Jónatan, sem ekki getur kvart- að yfir að fólk hafi ekki tekið eftir nefi hans, en upp úr því skagar þokkalega stórt horn. Síðasta laugardag, í leik KA og Aftureldingar, brá svo við að Jón- atan fann mikið til í nefinu og notaði hann tækifærið þegar Brynjóflur Jónsson, læknir handboltalands- liðsins, kom til að líta á leikmann sem fengið hafði högg á nefið. Í kjölfar þess að læknirinn tók hressilega á nefi Jónatans virðist sem sýking hafi komið í það og varð það ófrýnilegra en aldrei fyrr daginn eftir. Fór hann því til læknis enn á ný á mánudag og þá fyrst var röntgenmynd tekin sem sýndi hvers kyns var. „Hefði ég ekki fengið þessa sýkingu, hefði ég bara beðið rólegur eftir að- gerðinni sem fyrirhuguð var í maí og þá hefði hið sanna aldrei komið í ljós,“ sagði Jónatan. Hann sagð- ist hissa á að hafa ekki verið mynd- aður fyrr, en er feginn að nú skuli sjá fyrir endann á þrautagöngunni. Fær tönnina senda í pósti Þorvarður Tjörvi sagði að Jónatan hefði haft samband við sig í vikunni og sagst ætla að senda sér tönnina í pósti eftir aðgerðina. „Það verður gaman að eiga tönnina sem minja- grip um samstuðið og leikinn. Jón- atan vonandi fríkkar við að losna við tönnina og það er alveg kominn tími til að losa hann við þetta,“ sagði Þor- varður Tjörvi, sem sagðist jafnframt viss um að eiga eftir að mæta Jón- atan og félögum einhvern tíma í úr- slitakeppninni framundan. Nefið á Jónatan Magnússyni, handknatt- leikskappa í KA, er nokkuð sérkennilegt. Með brot úr framtönn í nefinu í 10 mánuði Jónatan Magnússon lenti í harkalegu samstuði í leik Morgunblaðið/Kristján BJÖRN Ívar Karlsson sigraði í A-flokki á Skákþingi Akureyr- ar. Björn Ívar hlaut 4,5 vinn- inga og var eini keppandinn sem ekki tapaði skák í flokkn- um. Halldór Brynjar Halldórs- son hafnaði í öðru sæti með 4 vinninga og Gylfi Þórhallsson í því þriðja með 3,5 vinninga. Þar sem Björn Ívar á lögheim- ili í Vestmannaeyjum varð Halldór Brynjar Akureyrar- meistari árið 2002. Ágúst Bragi Björnsson, sem aðeins er 13 ára gamall, sigraði í B-flokki en hann hlaut 5,5 vinninga af 7 mögulegum. Jafnir í 2.–3. sæti urðu þeir Jakob Sævar Sigurðsson og Tómas Sigurðarson með 5 vinninga. Akureyrarmót yngri flokka hefst á laugardag kl. 13.30 og verður keppt í stúlkna-, ung- linga-, drengja- og barnaflokki. Keppnisgjald er 600 krónur. Hraðskákmót Akureyrar fer fram nk. sunnudag og hefst kl. 14. Í kvöld, fimmtudag, fer fram forgjafarmót og hefst kl. 20. Teflt er í Íþróttahöllinni. Björn Ívar varð efstur á Skákþingi Akureyrar Halldór Brynjar Akureyr- armeistari Slökkviliðið fær öflugri körfubíl BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur sam- þykkt beiðni framkvæmdaráðs um að keyptur verði notaður körfubíll fyrir Slökkvilið Akureyrar. „Nýi“ körfubíllinn, sem keyptur er frá Sví- þjóð, er 18 ára gamall og er honum ætlað að leysa af hólmi 33 ára gaml- an körfubíl slökkviliðsins í sumar. Báðir eru bílarnir af Volvo-gerð. Tómas Búi Böðvarsson slökkvilið- stjóri sagði að nýi bíllinn bætti stöðu slökkviliðsins til muna enda er hann mun öflugri en sá gamli. Hann sagði að nýi bíllinn væri í mjög góðu ástandi og að hann væri að minnsta kosti einni kynslóð yngri en gamli bíllinn í hönnun og gerð. Auk þess lyftir hann 5 metrum hærra en sá gamli eða í 27 metra hæð. Bíllinn kostar um 6 milljónir króna og sagði Tómas Búi að það væri verð sem ekki væri hægt að sleppa. „Við gerðum alltaf ráð fyrir því að endurnýja gamla bílinn með notuð- um bíl. Nýr svona bíll og fullkomnari kostar upp undir 40 milljónir króna.“ Gamli körfubíll slökkviliðsins verður seldur og þá líklega innan- lands en Tómas Búi sagði að víða væri þörf fyrir hann. Hundagjald hækkar BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur sam- þykkt hækkun á gjaldskrám vegna hundahalds, leigu landa og búfjár- halds og nemur hækkunin 4,7–5%. Leyfisgjald vegna hundahalds hækkar úr 7.350 krónum í 7.700 krónur, búfjárleyfi hækkar úr 1.050 krónum í 1.100 krónur og leiga vegna landa úr 7.000 krónum í 7.350 krónur. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.