Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						SJÓNMENNTAVETTVANGUR
26 FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
AÐ er margt á hjara ver-
aldar, sem vísar óþyrmi-
lega til þess hve ein-
angrun þjóðarinnar er
mikil, þrátt fyrir alla við-
leitni við að draga dám af stærri
menningarheildum, rembing og
strembing. Helst kemur þetta fram í
fáfræði á mikilsverðum huglægum
athöfnum sem menn ytra eru sér vel
meðvitandi um og gæddir ríkri
ábyrgðartilfinningu. Íslendingar hins
vegar iðulega yfirmáta fáfróðir og
andvaralausir. En af og til vakna
menn við vondan draum þannig að úr
verður mikill hávaði um stund, en svo
fyrnist fyrir hlutina, umræðan logn-
ast útaf, ábyrgðin fyrnist. Þetta á
einkum við um verðmæti sem skara
sköpunargáfuna, en hér hafa Íslend-
ingar verið seinir til að skilja og með-
taka þýðingu hennar jafnt fyrir lífs-
hamingjuna, vitundarstöðvarnar og
þjóðarbúið. Tekur steininn úr varð-
andi gildi forvörslu, en hér hefur
þekkingarskorturinn til skamms
tíma verið landlægur. Hús með
minjagildi jafnt og listaverk látin
drabbast niður, á stundum í frum-
eindir sínar. Er fyrst á síðari árum að
skilningur á viðhaldi og varðveislu
eldri húsa er orðinn nokkuð almenn-
ur, á þó bersýnilega ennþá töluvert í
land um listaverk og verður hér vikið
að nokkrum nærtækum dæmum.
Eyðing
Margir hrukku við þegar málið um
niðurbrot veggmyndar Veturliða
Gunnarssonar listmálara í Árbæj-
arskóla kom upp á yfirborðið, lista-
menn dasaðir yfir þessum hremm-
ingum. Þó er atvikið ekki einsdæmi
eins og síðar verður vikið að, en nú
virtist mælirinn fullur ef marka má
harkalegar umræður sem urðu á
fundi borgarstjórnar Reykjavíkur
einn fimmtudag fyrir skömmu. Vísar
vonandi á betri daga, að augu manna
séu loks að opnast og því mikilvægt
fyrir alla þá sem hagsmuna hafa að
gæta að fylgja umræðunni eftir þeg-
ar hún loksins kemst upp á yfirborð-
ið, þótt helst væri fyrir pólitískar
kárínur.
Rétt að víkja aðeins að listamann-
inum Veturliða Gunnarssyni frá Suð-
ureyri við Súgandafjörð, listmálara í
Reykjavík. Flestum mun gleymdur, í
öllu falli sé litið til athafnasemi lista-
safna og listastofnana á höfuðborg-
arsvæðinu. Veturliði samt einn litrík-
asti málari sinnar kynslóðar á sjötta
og sjöunda áratugnum, þótt lítið væri
hann leiðitamur undir nýviðhorf
strangflatalistar frá París. Að auki
undir verndarvæng málarans, grafík-
listamannsins og orðháksins Jóns
Engilberts, eins af höfuðandstæð-
ingum þessara viðhorfa á tímaskeið-
inu. Varð landsfrægur þegar hið sér-
stæða atvik kom upp fyrir réttri
hálfri öld, að hann vék listrýni Þjóð-
viljans út af sýningu sinni í Lista-
mannaskálanum gamla við Kirkju-
stræti. Atvikið í þeim mæli stór og
feitur biti fyrir fjölmiðla, að þekktur
listsögufræðingur átti í hlut, og hug-
takið, að Veturliða, sem margur í list-
heiminum kannast við, þ.e. víkja list-
rýni út af sýningu, festist í tungunni.
En þetta og vægi listar Veturliða ber
að láta liggja milli hluta, eyðilegging-
arferlið höfuðmálið. Þó rétt að fram
komi að vinnubrögð listamannsins
voru ekki óskyld sumu því sem löngu
seinna komst á oddinn undir heitinu;
nýja málverkið. Þáttur hans í ís-
lenzkri listasögu því væntanlega
rannsóknarefni hinum mörgu fræð-
ingum sem úrskrifast hafa á síðari
árum. Fram hjá hlut hans verður
trauðla gengið þá hlutlægni og skil-
virkni skulu ráða för?
Í stuttu máli: Veggmynd Veturliða
Gunnarssonar í Árbæjarskóla í
stærðarhlutföllunum 2.50 x 8.00 m
var fullgerð 1973 en rústuð árið 2000.
Innibar meðal annars þúsundir ís-
lenzkra (glit)steina, sem fengnir voru
úr flestum sýslum landsins. Reykja-
víkurborg, sem á skólahúsið, réð
listamanninn til að útfæra verkið og
greiddi umsamin laun. Í skjóli eign-
arréttar á verkinu var það brotið nið-
ur með stórvirkum vinnuvélum, bara
sisona, án þess að Veturliði eða nán-
ustu ættingjar væru látnir vita, höf-
undur ásamt sæmdarrétti troðinn í
svaðið, sjúkur listamaðurinn lítils-
virtur. Hér helstir nefndir til ábyrgð-
ar: Borgarlögmaður, sem gaf grænt
ljós á niðurbrotsferlið. Yfirmaður
byggingardeildar Reykjavíkur-
borgar, sem stjórnaði húsbrots-
framkvæmdunum. Skólastjóri Ár-
bæjarskóla, sem óskaði ekki eftir að
verkinu yrði bjargað. Forstöðumað-
ur Listasafns Reykjavíkur, sem lyfti
ekki litlafingri til að hindra verk-
fræðing byggingardeildar í fyrirhug-
aðri eyðileggingu verksins. Ráðlagði
aðeins myndatökur af því. Arkitekt
nýbyggingarinnar, sem hannaði nýtt
húsrými án tillits til veggmynd-
arinnar, hún ekki merkt inn í fram-
lagðar fagteikningar. Til að kóróna
þetta var verkið ekki á skrá yfir lista-
verkaeign Listasafns Reykjavík-
urborgar (!), sem raunar mun, að
sögn, prýdd grófum hnökrum og van-
rækslusyndum. 
Samkvæmt orðum borgarstjóra,
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur,
bar ofannefndum aðilum skylda til að
leggja málið fyrir menningar-
málanefnd borgarinnar sem og borg-
aráð til umræðu áður en fram-
kvæmdir hófust, en var ekki gert! 
Flest þetta punktar sem skrifari
fékk hjá Benedikt Gunnarssyni list-
málara, yngri bróður listamannsins,
til skamms tíma lektor við listabraut
Kennaraháskóla Íslands. Hann var
einnig einn af ásunum meðal at-
kvæðamikilla og framsækinna ungra
listamanna á tímaskeiðinu en hallari
undir núviðhorfum Parísarskólans.
Benedikt, sem alla tíð hafði mikinn
áhuga á að miðla nemendum sínum
fróðleik úr samanlagðri listasögunni,
uppgötvaði niðurbrotið fyrst þegar
hann var að fiska eftir kynningarefni
og ljósmynda veggskreytingar í op-
inberum byggingum í borgarlandinu,
kom að sjálfsögðu af fjöllunum. Það
er fyrir hans tillstilli að niðurbrotið
varð opinbert, er hann leitaði svara
og ábyrgðar hjá flestum sem nefndir
voru hér fyrir ofan. Vegna óska
Benedikts um að Samband íslenzkra
myndlistarmanna léti málið til sín
taka var það tekið upp á fundi menn-
ingamálanefndar Reykjavíkurborgar
20. febrúar með athugasemd frá SÍM
og þá sprakk blaðran. Fjölmargir
listamenn og aðrir hafa hringt til
Benedikts vegna þessa máls, sumir
bitrir aðrir öskureiðir. Þetta allt vek-
ur ósjálfrátt einnig upp upp spurn-
ingu um örlög hins stóra vegg-
málverks lærimeistarans Jóns
Engilberts, sem var í fundarsal borg-
arstjórnar í Skúlatúni 2, en fjarlægt
1993 og mun í geymslu einhvers stað-
ar.
Handvömm sem þessa er ekki
hægt að bæta að fullu, hvorki með
peningum né afsökunum, en verður
vonandi til að menn hugsi sig tvisvar
áður en þeir endurtaka viðlíka
ósóma. Brýn nauðsyn á samningu
ótvíræðrar reglugerðar að viðlagðri
fullri ábyrgð ef út af bregður, og eðli-
legast að víta alla opinberlega sem
hér komu að máli, ekki síður en brot-
þega með opinbera fjármuni. Hér var
nefnilega um sameign borgarbúa að
ræða, hvorki einkamál skólastjóra,
arkitekts né annarra aðila er komu
að niðurbrotinu.
Loks er mál að upplýsa, að Vet-
urliði Gunnarsson hefur alið með sér
þann draum mörg undanfarin ár að
sýna á Kjarvalsstöðum, eins og hann
gerði á upphafsárum þeirra, en verið
hafnað, þarnæst hefur fyrirkomulag-
inu verið breytt til að auka völd for-
stöðumanns, fræðinga og hús-
stjórnar ? eftir öðru á kostnað þeirra
sem húsið var byggt fyrir í upphafi!
Talan 15. október 2001, var í þess-
um efnum orðin að þráhyggju hjá
listamanninum, til að mynda í þá
veru að í hvert skipti sem leið okkar
lá saman á förnum vegi bauð hann
mér á fyrirhugða sýningu á þessum
degi og þessu ári. Í fórum mínum er
miði sem hann skrifaði á í almenn-
ingsvagni svo fyrntist síður fyrir til-
mælin, hvar á stendur orðrétt: ?Vel-
kominn á sýningu mína með allar
þínar ástkonur. Kjarvalsstaðir 15.
október 2001. Veturliði Gunnarsson.
Gamall sjómaður á Hrafnistu,
herb.326.? Húmorinn átti hann til
ennþá. Listamaðurinn sá fram til
þessa mikla dags í hillingum er hann
yrði 75 ára, en ekki undu menn á
staðnum honum þess að sjá draum-
inn rætast, brugðu frekar fæti fyrir
hinn vonbjarta ásetning.
Dregið saman í hnotskurn og í ljósi
þeirra grófu ávirðinga sem Veturliði
Gunnarsson hefur orðið fyrir og
hvorki afsakanir né peningar fá bætt,
sé ég ekki aðra lausn haldbærri í
sjónmáli en að borgin standi fyrir
marktækri yfirlitssýningu á verkum
hans að Kjarvalsstöðum. Henni fylgi
jafnframt vegleg sýningarskrá /bók
er taki fyrir ævi hans og listferil.
Falsanir
Áður en lengra er haldið er ekki úr
vegi að víkja í framhjáhlaupi rétt að-
eins að svonefndu fölsunarmáli sem
nú virðist vera að fyrnast yfir, þrátt
fyrir að vera eitt umfangsmesta og
kostnaðarmesta sakamál sem um
getur í réttarsögu þjóðarinnar. Til-
mælin koma í ljósi fimm ára afmæli
rannsóknarferilsins, sem verður 27.
mars. Hef vikið að því í tvígang, án
þess að taka ótvíræða afstöðu þar
sem ég virði þá reglu að menn eru
saklausir þar til sekt er sönnuð. Mér
er þó ljóst að það sem helst er eins-
dæmi í þessu máli er hið undarlega
og langa rannsóknarferli, sér-
staklega vegna þess að sum verkana
eru svo augljósar falsanir að sá sem
er ber skynbragð á hugsanir pensils-
ins í höndum höfunda þeirra, greinir
hjáleit vinnubrögðin samstundis úr
langri fjarlægð. Þá eru falsanir í
stórum mæli ekkert einsdæmi ef
marka má sýningu á Listiðn-
aðarsafninu í Kaupmannahöfn, sem
ég skoðaði um miðjan nóvember. Að
vísu var um að ræða falsanir á list-
hönnun, en alstaðar í heiminum
þekkjast listaverkafalsanir. Eft-
irgerðir og falsanir jafngamlar list-
inni. Þó skilur á milli meistaralegra
falsana og viðvaningslegra, eins og
Veggmynd Veturliða Gunnarssonar.
Eyðing/falsan-
ir/vandalismi
Ferlið varðandi niðurbrot veggmyndar Veturliða Gunnarssonar í
Árbæjarskóla hefur vakið mikla athygli og reiði listamanna því 
hér er um gróft brot á undirstöðureglu að ræða. Varð Braga 
Ásgeirssyni tilefni til nærtækra hugleiðinga í víðu samhengi 
um framgöngu við listaverk almennt.
Bragi Ásgeirsson: Málverkið Madame sans Gene, Frúin ófeimna.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68