Morgunblaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 27
hér er tilfellið. Rannsóknarferlið og pukrið óskiljanlegt, um leið óvirðing við málverkið listina og alla sem í hlut eiga, væri þeim og þjóðinni mik- ill greiði gerður að ábyrgir aðilar upplýstu rækilega um gang mála á afmælinu. Vandalismi Þetta skrif er til komið vegna fjölda dæma um óvirðingu, afleita meðferð og eyðileggingu listaverka víða um landsbyggðina og afar brýnt að komi á borðið. Auglýsi eftir frek- ari heimildum, tilfellin fleiri en ég þekki gjörla, en vík í framhaldinu að reynslu Benedikts sjálfs, og mín í leiðinni. Árið 1950 fengu þeir Benedikt og félagi hans Eiríkur Smith tilmæli um að gera hvor sína veggskreytinguna í Skógaskóla, átti þáverandi skóla- stjóri og skólafrömuður Magnús heitinn Gíslason hugmyndina. Verkin svo máluð með olíulitum beint á veggina. Á þeim tíma voru báðir á kafi í óhlutlægum viðhorfum í list- sköpun sinni, sem í þá daga var stórum nýstálegra en seinna varð. Munu nemendur ekki hafa borið ýkja mikla virðingu fyrir þesslags list, sem marka má af því frumlega uppá- tæki þeirra hver gæti hoppað hæst um leið sett löppina á listaverkin, og var merkt kyrfilega við árangur hvers og eins. Líkast til hafa verkin ekki þolað þessi átök og að auki varð- veist illa, ekki bætti úr skák að ræsti- tæknar fóru reglulega yfir þau með almennum hreinsilögum, sem er hæpin forvarsla. Listaverkn munu því hafa tekið að mást út og svo fór að málað var yfir þau bæði 1963 „með hágæða plastmálningu“. Fengin til þess húsamálari nokkur frá Hellu, sem bar á þær eiturefni sýrur og salmíakupplausn í tvígang svo þær bókstaflega láku niður á gólf, þar- næst var vessinn tekinn upp í fötu, honum sturtað í klósettið og heila klabbinu pumpað niður. Málverkin runnu þannig í frumeindum sínum um frárennslið út í sjó, þannig að segja má að báðir eigi listamennirnir listaverk í djúpum Atlantsála(!), sem er kannski huggun harmi gegn og geri ungir í núinu betur. Fyrir aldarfjórðungi eða svo, var mér falið að gera skreytingu á hring- laga vegg bókasafns Þelamerk- urskóla norðan heiða. Útfærði þann- ig að skera, saga, tálga og brenna formanir í plast og setja í steypimót, líkt og Sigurjón Ólafsson áður varð- andi vegg Búrfellsvirkjunar, en með mínu lagi. Heppnaðist vonum framar miðað við ýmsa erfiðleika sem á vegi urðu varðandi mótin, sem smiður nokkur á Akureyri leysti að lokum af snilld. Hugðist ég halda sem mest gráu blæbrigðunum í steinsteypunni, en vegna eindreginna tilmæla skóla- stjórans um að setja liti á verkið, sem viðkomandi arkitekt studdi, lét ég verða af því. Röksemdirnar voru nærtækar, nefnilega að nemendur myndu mun frekar krota og krafsa í gráan vegginn. Notaði til verksins eins matta og endingargóða máln- ingu og ég fékk til slíkra hluta og voru menn ánægðir með útkomuna, ég þó heldur efins. Hinn nýlátni Guð- mundur Þór Pálsson arkitekt, fulltrúi menntamálaráðuneytisins í slíkum verkefnum á þeim tíma, hins vegar mjög vonsvikinn, taldi mig hafa eytt heildarsvipnum og ótal blæbrigðum með verknaðinum, sem má vera hár- rétt. Fyrir nokkrum árum er ég á miðju sumri var á ferð í sveitinni ásamt fleirum og áði í skólanum, tók ég eftir undarlegri breytingu á myndinni. Einkum áferð litanna, varð hvumsa og kom á framfæri fyrirspun til skólastjóra hverju sætti Hann upp- lýsti þá að húsvörður (!) skólans hefði tekið upp á því að mála myndina aft- ur með sínu lagi fyrir nokkrum árum þ.e. mála yfir opinbert listaverk!! Áferð lita húsvarðarins minnir helst á yfirbragð glassúrs á vínarbrauði og í núverandi mynd upprunalega höf- undinum til háðungar og skammar. Vildi eðlilega að eitthvað yrði gert í málinu, liturinn helst sandblásinn burt og ég myndi þá koma á vettvang og færa myndverkið í sitt uppruna- legasta form eftir mínu höfði, þ.e. grátónaskala. Skólastjóri sagðist myndu athuga þetta í alla kanta, en seinna taldi hann það of mikla fyr- irhöfn og hefur málið legið niðri síð- an, ég ekki viljað vera með hávaða en vonaði að úr rættist. Nú er komið í ljós að sjálft hreinsunarferlið er orðið ólíkt minna mál, þar sem á markaðin eru komnir litlir sandblásarar, varla stærri en ryksugur og óþrif óveruleg. Þannig engar afsakanir lengur hald- bærar og tími til að skera upp herör. Eru því eindregin tilmæli mín að málið verði tekið upp hið fyrsta, því veggmyndin í núverandi formi telst ekki lengur alfarið mitt verk heldur að stórum hluta viðbót húsvarðarins, óvirðing og sjónmengun af dapurleg- asta tagi… Í nefndu tilviki átti húsvörður sem ég kann engin deili á hlut að máli, telst stórum alvarlegra er leikurinn berst að sjálfu Listasafni Íslands. Forsaga að því máli er að á sýningu minni í Norræna húsinu 1974 var málverk í blandaðri tækni; Madame sans Gene, eða Frúin ófeimna. Hluti myndverksins var storknað plast, sem ég vann mikið í um þær mundir. Safnráð Listasafns Íslands merkti sér þessa mynd á augabragði er það kom á sýninguna fyrir opnun. Vakti myndin mikla athygli á sýningunni og varð með vinsælustu myndum safnsins svo sjaldan sem hún var uppi í sölum þess. Svo getur farið að jaðrar plastflata eins og hér um ræðir losi sig frá grunnplötunni er fram líða stundir, einkum ef fullstór skammtur af herði hefur verið settur í plastvökvann til að vinna tíma. Ef ekki er brugðist nógu fljótt við heldur ferlið áfram, plastið tekur að springa og losnar smám saman af plötunni. Þessa þró- un er þó sáraauðvelt að stöðva með því að bregða þunnu litlausu griplími undir plastið, setja svo undir dálitla pressu, öllu varðar að stöðva framrás lofts og örvera. Þetta hef ég gert í fleirum tilvikum og heldur en áratug- um seinna. Ekki man ég fullkomlega hvenær ég tók fyrst eftir því að jaðr- ar plastsins á nefndri mynd voru farnir að lyftast, en gerði strax við- vart, sagðist geta gert við myndina sjálfur og það væri lítið mál. Hafði gert við aðra mynd fyrir safnið og sú viðgerð 100% enn í dag. Ekki var þó leitað til mín í það sinnið, en er for- vörsludeildin komst í gagnið við flutning í núverandi húsakynni grennslaðist ég fljótlega eftir hvernig komið væri fyrir myndinni og hafði þá plastið losað sig enn frekar frá grunnfletinum. Forvörður lofaði að gera skjótlega við hana og hafa mig með í verkinu, en þrátt fyrir að þau fyrirheit hafi margoft verið end- urtekin í áranna rás, síðast að við- gerð yrði lokið fyrir 70 ára afmæli mitt á sl. ári, situr við sama. Mynd- verkið orðið það laskað að vafi leikur á að því verði fullkomlega komið í upprunalegt form, allt fyrir hand- vömm starfsmanna við æðstu lista- stofnun þjóðarinnar… Reykjavíkurborg er ei heldur al- veg saklaus í þessum efnum, þannig málaði ég mikla mynd fyrir Lídó 1962, sem komst í eigu borgarinnar er hún yfirtók húsið. Fékk hana lán- aða á sýninguna, Heimur augans, á öllum Kjarvalsstöðum 1981, og hreinsaði þá ýmis óhreinindi af henni til bráðabirgða, svo sem krot og jórt- urleðursleifar. Varð að samkomulagi að hún yrði tekin enn frekar í gegn fljótlega og ég yrði hafður með í ráð- um, kallað yrði í mig. Síðan eru brátt liðin 22 ár, og situr við sama. SJÓNMENNTAVETTVANGUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 27 www.frjalsi. is Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.* Vextir % 7,5% 8,5% 9,5% 10,5% 11,5% 5 ár 20.000 20.500 21.000 21.500 22.000 10 ár 11.900 12.400 12.900 13.500 14.100 15 ár 9.300 9.800 10.400 11.000 11.700 *Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta. Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur komið við í Sóltúni 26, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is – með hagstæðu láni Fullt hús Ertu að kaupa fasteign? Þú getur á auðveldan hátt samið um fasteignalán Frjálsa fjárfestingarbankans. Um er að ræða hagstætt lán sem veitt er til allt að 15 ára gegn veði í fasteign. A B X / S ÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.