Morgunblaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 28
LISTIR 28 FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ LIBERA 20 mjaðmasokkabuxur með glærum tám. Þegar mikið stendur til. Kynning í dag kl. 14-18 í Lyf og heilsu, Austurveri. 20% afsláttur af öllum sokkabuxum. sokkar, sokkabuxur, undirföt oroblu@islensk-erlenda.is Austurveri HAMRAHLÍÐARKÓRINN syngur í Listasafni Íslands í kvöld kl. 20.30. Stjórnandi kórsins er Þorgerður Ingólfsdóttir, en píanóleikari með kórnum að þessu sinni er Árni Heimir Ingólfsson. Það er þjóðlegur tónn í efnisskránni og meðal efnis ís- lensk og erlend þjóðlög og þjóðleg söngverk. Tvö verk verða frumflutt á tónleikunum, Tobbavísur eftir Snorra Sigfús Birgisson. Vísurnar eru eftir Æra-Tobba, en Snorri Sig- fús samdi verkið í haust og tileinkaði bróðursyni sínum. Hins vegar verð- ur frumflutt verkið Hugsa jeg um það hvern einn dag, eftir Huga Guð- mundsson, en lagið og ljóðið eru úr Hymnódíu, handriti sr. Guðmundar Högnasonar, prests í Vestmanna- eyjum, frá 1742. Hugi útsetti lagið sumarið 2001 og tileinkaði Þorgerði Ingólfsdóttur. Vængjatök heitir nýlegt verk eftir Atla Heimi Sveinsson sem flutt verður á tónleikunum, en Atli samdi það í Flatey á Breiðafirði sumarið 1998. Hamrahlíðarkórinn syngur þá Ólafsrímu Grænlendings eftir Jór- unni Viðar, en Jórunn samdi verkið um 1950 fyrir kór og strengjasveit. Þjóðleikhúskórinn frumflutti verkið á sínum tíma undir stjórn Victors Urbancic, en síðar umbreytti Jórunn verkinu í þá mynd sem hér heyrist, fyrir kór og píanó. Ljóðið er úr Ólafsrímu Grænlendings eftir Einar Benediktsson. Eftir hlé hljóma þjóðlög frá Slóv- akíu, Ungverjalandi, Póllandi og Úkraínu. Béla Bartók útsetti Fjórar slóvakískar þjóðvísur fyrir kór og pí- anó. Lagaflokkurinn hefst á trega- fullum brúðkaupssöng frá smábæn- um Poniky, en síðan tekur við sláttusöngur frá þorpinu Hiadel. Honum fylgja tveir dansar, annar frá Medzibrod en hinn frá Poniky. Þorsteinn Valdimarsson þýddi ljóðin og gaf kórnum árið 1971. Annar þekktur þjóðlagasafnari, Zoltán Ko- dály, útsetti Myndir úr Matrafjöll- um. Matrafjöll eru í norðausturhluta Ungverjalands. Í fyrri hluta verks- ins er fléttað saman lögum þar sem sagt er frá þjóðsagnaribbaldanum Vidrócki sem þýðandi ljóðanna, Heimir Pálsson, kallar Skuggavalda. Í síðari hluta verksins kveður við léttari tón með brúðkaupi, drykkju og hænsnafjöld eins og segir í efnis- skrá tónleikanna. Einsöngvarar í verki Kodálys eru þau Guðmundur Arnlaugsson og Hrafnhildur Ólafs- dóttir. Síðasta verkið á efnisskránni eru svo Þrír gyðingasöngvar Hasída sem upprunnir eru í Póllandi og Úkraínu. Gil Aldema raddsetti lögin. Textar þeirra eru ólíkir en allir eiga þeir rætur í gyðingdómi hasída. Ein- söngvari þar er Karl Sigurðsson. Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri segir að í gegnum tíðina hafi verið vandað til efnisskrár tónleika kórs- ins, og reynt að byggja hana upp hverju sinni í kringum ákveðið þema sem skapar ákveðna heild eða yf- irsýn. „Ég get nefnt madrigalatón- leika kórsins í gegnum tíðina, og tónleika með íslenskri tónlist frá ákveðnum tímabilum, þjóðlagatón- leika, Maríuþema og því um líkt. Þessir tónleikar eru með tónlist sem byggist að miklu leyti upp á þjóð- legum arfi, en er samt gegnsamin, þar sem tónskáldin nota þjóðlegan efnivið í sköpun sína. Erlendu tón- bálkarnir þrír eru dæmi um þetta, og á vissan hátt má segja að við svip- aðan tón kveði einnig í verki Jór- unnar Viðar, þar sem hún nýtir sér ýmis þjóðleg element í tónlistinni. Við vildum gjarnan koma nýjum verkum á framfæri líka, verkum sem fylgja þessu þema. Þar er fallega unnin kórgerð á þjóðlagi úr Hymn- ódíu og svo lag Snorra Sigfúsar þar sem hann fæst við eins konar rapp texta 17. aldarinnar, texta sem virð- ist vera marklaus leikur með orð og hljóð orða. Atli Heimir hefur komist í góða laglínustemmningu þegar hann samdi Vængjatök. Hann sagði á æfingu um daginn að þetta væri eins konar aría fyrir altrödd, en hún er aðalröddin meðan hinar eru í bak- grunni. Atli kom með þetta til mín fyrir nokkrum vikum og sagðist hafa fundið þetta í fórum sínum; það hefði lent milli pappíra hjá honum. Þetta lag Atla hefur ekki verið kynnt.“ Morgunblaðið/Jim Smart Hamrahlíðarkórinn ásamt stjórnanda sínum, Þorgerði Ingólfsdóttur. Hamrahlíðarkórinn á tónleikum í Listasafni Íslands Úr þjóðlegum efnivið Sjóminjasafn Íslands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði Aðalsteinn Ingólfs- son listfræðingur heldur fyrirlestur um ímynd sjómannsins í í verkum ís- lenskra myndlistarmanna kl. 20.30. Í fyrirlestrinum fjallar Aðalsteinn, sem er forstöðumaður Hönn- unarsafns Íslands, um ímynd sjó- mannsins í verkum myndlist- armanna frá Muggi og Kristínu Jónsdóttur til Tolla, ýmsar breyt- ingar á þessari ímynd í tímans rás og hugsanlegar ástæður þeirra, ekki síst þróunina frá sjómanninum sem leiksoppi náttúruaflanna til þeirrar ,,hetju hafsins“ sem birtist í verkum Kjarvals, Gunnlaugs Scheving og Þorvalds Skúlasonar. Ennfremur verða kynnt nokkur tilbrigði um sjó- mannsstefið í verkum yngri lista- manna og verkum sem fjalla um sjávarháska og manntjón á hafi. Fyrirlesturinn er í boði Rannsókn- arseturs í sjávarútvegssögu og Sjó- minjasafns Íslands. Múlinn, Kaffileikhúsinu Kvartett Kára Árnasonar leikur kl. 21. Tón- leikadagskráin samanstendur af lög- um eftir Wayne Shorter frá Blue Note-tímabilinu. Kvartettinn er skipaður þeim Kára Árnasyni trommuleikara, Sigurði Flosasyni saxófónleikara, Ómari Guðjónssyni gítarleikara og Þorgrími Jónssyni bassaleikara. Í DAG Kvartett Kára Árnasonar: Þorgrímur Jónsson, Sigurður Flosason, Kári Árna- son og Ómar Guðjónsson. MEÐAL þess sem gert verður til að minnast aldarafmælis Halldórs Laxness 23. apríl næstkomandi er að Rithöf- undasamband Íslands mun í samstarfi við Borgarbóka- safn Reykja- víkur merkja fæðingarstað Nóbels- skáldsins á Laugavegi 32 – merki verður sett á gang- stéttina – að morgni afmælis- dagsins. Þetta verður fyrsta merking á fæðingarstað rithöf- undar í Reykjavík. Þennan sama morgun hefst svo boð- hlaup rithöfunda að Gljúfra- steini. Þetta kemur fram í yfirliti yf- ir viðburði í tilefni aldarafmæl- isins sem Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnar á þriðjudag. Ýmsar stofnanir og samtök hafa í hyggju að minnast þess að öld verður liðin frá fæðingu skáldsins. Fæðingar- staður Laxness merktur Halldór Laxness GÁLGAHÚMOR er óaðskiljan- legur hluti finnskrar listmenningar, fáránlegur, stórkarlalegur og grág- lettinn. Þeir Juha Metso og Timo Hannes Sebastian Mähönen – sem saman kalla sig Art Marines, eða Listlandgönguliða – eiga sér fjöl- marga fyrirrenn- ara. Fyrir áratug voru brandara- karlarnir Olli Jaatinen og Kare Lampinen til dæmis mjög fyrir- ferðarmiklir í finnsku listalífi. Eins og Metso og Mähönen, sem eru frá hafnarborgun- um Karhula og Kotka, voru þeir einnig frá suð- austanverðu Finnlandi. Myndirnar á sýningu tvímenn- inganna eru flest- ar af þeim sjálfum við hinar ýmsu, kynlegu kringum- stæður. Óneitan- lega minna þeir á Estragon og Vlad- imir, hina umkomulausu fóstbræður Samuels heitins Beckett, enda eru þeir í senn trúðar og flækingar, hlægilegir og aumkunarverðir. Þetta afkáralega inntak er í merkilegu ósamræmi við fegurð myndatökunnar, sem er í flestum til- vikum skörp og haganleg. Þetta eru hvorki stórar ljósmyndir né ágeng- ar. Það þarf að dvelja yfir þeim nokkra stund til að átta sig á vel út- færðum atriðunum þar sem tví- menningarnir fara á kostum í vit- leysunni og galsanum. Reyndar fylgja þeir galskapnum eftir með nokkurs konar yfirlýsing- um í formi stefnuskrár. Þar kemur fram að þeir félagar stofnuðu Art Marines í Karhula árið 1998, í því augnamiði að breyta heiminum eins fljótt og auðið yrði með fagurfræði- legum og félagslegum aðferðum. Kjarninn í þeim aðferðum er gam- ansemin, æðsta form heimspekinn- ar, sem samkvæmt Metso og Mähön- en opinberar okkur afstæði hlutanna. Þessari gamansemi er þó öðru fremur stefnt gegn því sem þeir félagarnir telja sótthreinsaða stofn- analist. Þeir strengja þess heit að falla aldrei í þá gryfju, heldur halda list sinni á stigi sóðaskapar sem tryggi henni lifandi framtíð. Það er augljóst hve rækilega tví- menningarnir byggja verk sín á klassískri arfleifð alþýðlegrar gam- anlistar sem rekja má til niður- lenskrar heimsádeilu málara á borð við Bruegel og Brouwer, á sextándu og sautjándu öld. Haltur leiðir blindan MYNDLIST Gallerí Skuggi Til 30. mars. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 13–17. LJÓSMYNDIR TIMO MÄHÖNEN & JUHA METSO Halldór Björn Runólfsson Frá sýningu Art Marines – Juha Metso og Timo Mähönen – í Galleríi Skugga, Hverfisgötu. Bókin Fjöl- greindir í skólastofunni er eftir kenn- arann og sál- fræðinginn Thomas Arm- strong. Erla Kristjánsdóttir, lektor við Kenn- araháskóla Íslands, þýddi og stað- færði bókina. Í kynningu segir m.a.: Bandaríski prófessorinn Howard Gardner kom ár- ið 1983 fram með nýja kenningu, fjöl- greindakenninguna, sem valdið hefur byltingu í allri umræðu og viðhorfi til kennslu og uppeldis. Gardner taldi að skilgreiningin á greind væri of þröng og setti fram þá kenningu að mað- urinn byggi yfir að minnsta kosti sjö grunngreindum en bætti síðar þeirri áttundu við. Í þessari bók útskýrir höf- undurinn kenningar Gardners og bendir á hvernig uppalendur og kenn- arar geta nýtt sér kenninguna.“ Útgefandi er JPV útgáfa. Bókin 168 bls. í stóru brot. Kennsla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.