Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 35
ákvörðun
rtækjum
p, en Al-
ka þessa
í átta ár
þátt í því
gu fyrir-
ó stjórn-
tækjanna
 sé út í
am hag-
hrifum í
ð skatta-
ið miklu
m teknar
gum er
egt tap í
u um að
fyrirtæki
til fulls.
ga tekur
gi sínum
fyrir síðasta ár að óvissa ríki um
nýtingu á yfirfæranlegu tapi, en
skattalegt tap ÚA á árunum
1997?2000 er 1.707 milljónir. Af-
koma þessara fyrirtækja hefur
þó batnað mikið.
Reiknaður skattur en ekki
greiddur skattur
Þegar ársreikningar þessara
ellefu sjávarútvegsfyrirtækja eru
skoðaðir má sjá að fyrirtækin
eru að greiða svo og svo mikið í
tekjuskatt. Það eru hins vegar
ekki allir sem átta sig á því að
þarna er eingöngu verið að birta
reiknaða skatta en ekki greidda
skatta. Fyrirtækin draga þá
skatta sem þau hefðu átt að
greiða frá yfirfæranlegu tapi sem
þau eiga frá fyrri árum eða sem
þau hafa komist yfir með sam-
einingu við önnur fyrirtæki. Í
ársreikningum Samherja kemur
t.d. fram að skattar fyrirtækisins
á árunum 1997?2001 hafi verið
784 milljónir. Þessi upphæð ratar
hins vegar aldrei í ríkissjóð því
að hún dregst frá skattalegu tapi
félagsins. Raunar er það svo að
ekkert þessara ellefu sjávarút-
vegsfyrirtækja greiddi krónu í
tekjuskatt til ríkissjóðs á árunum
1995?2001.
Um síðustu áramót var tekju-
skattur fyrirtækja lækkaður úr
30% í 18%. Þetta þýðir að reikn-
að yfirfæranlegt tap fyrirtækj-
anna lækkar. Og þetta er skýr-
ingin á því að reiknaður
tekjuskattur Samherja árið 2000
fer úr 375 milljónum (miðað við
726 milljón króna hagnað) niður í
14 milljónir (miðað við 1.108
milljóna króna hagnað) árið 2001.
Hærra tryggingagjald
íþyngjandi fyrir útveginn
Rök stjórnvalda fyrir því að
lækka tekjuskatt voru þau að
lægri skattur myndi auka svig-
rúm fyrirtækja til að eflast og
skapa ný störf. Þau eiga hins
vegar að sjálfsögðu ekki við um
fyrirtæki sem ekki greiða neinn
tekjuskatt. Samhliða þessu var
tekin ákvörðun um að hækka
tryggingagjald, sem er skattur
sem leggst á laun og er því
íþyngjandi fyrir fyrirtæki sem
eru með margt fólk í vinnu, en
það á einmitt við um sjávarút-
vegsfyrirtækin. Það er því ljóst
að þessi skattalega breyting eyk-
ur skattbyrði þeirra fyrirtækja
sem ekki greiða tekjuskatt og
njóta í engu lækkunar hans. Þó
ber að hafa í huga að þegar sjáv-
arútvegsfyrirtækin klára þetta
yfirfæranlega tap og fara að
greiða tekjuskatt kemur þessi
lækkun niður í 18% þeim til
góða.
rtækja landsins
m 7,6
árum
sins
aði á
um
velti
ð að
ðs og
stjánsson
irtækja
t árin.
egol@mbl.is
                       MT42MT49 E
VRÓPUMÁLIN bar
hæst í viðræðum Hall-
dórs Ásgrímssonar utan-
ríkisráðherra og
Joschka Fischer, utanríkisráð-
herra Þýskalands, á fundi í Berlín
í gær en Halldór er í opinberri
heimsókn í Þýskalandi. Lýsti Fisc-
her stuðningi við tilraunir Íslend-
inga til að tryggja réttindi sín við
breyttar aðstæður en framundan
er stækkun Evrópusambandsins.
Halldór kvaðst í samtali við
Morgunblaðið afar ánægður með
fundinn með Fischer. ?Við rædd-
um mjög lengi um Evrópumálin og
stöðu Íslands í því samhengi,?
sagði Halldór en fram hefur komið
að fulltrúar Evrópusambandsins
fallast á það í grundvallaratriðum
að laga þurfi samninginn um Evr-
ópska efnahagssvæðið að breyttum
aðstæðum. Vilja menn þar á bæ
hins vegar ekki að ráðist verði í
þær lagfæringar fyrr en að lokinni
stækkun ESB. 
Sagðist Halldór einnig hafa
greint Fischer frá því að það skipti
Íslendinga höfuðmáli að geta við-
haldið þeim réttindum í fríverslun
sem við hefðum haft gagnvart
löndunum í Mið- og Austur-Evr-
ópu. 
?Þjóðverjar eru sem fyrr stuðn-
ingsmenn okkar í þessum málum,?
sagði Halldór, ?en þeir spyrja þó
gjarnan: ?Af hverju sækið þið ekki
um??? 
Sagði Halldór að nokkur tími
hefði farið í að útskýra fyrir Fisch-
er hvers vegna Íslendingar teldu
sig ekki geta sótt um aðild að
ESB, einkum vegna gildandi sjáv-
arútvegsstefnu sambandsins. ?Það
hafa komið fram þær skoðanir hér
í Þýskalandi að þar sé hægt að
leita lausna. En eins og við vitum
er það ekki stefna Íslendinga í dag
og því tók ég málið ekki upp með
þeim hætti,? sagði Halldór.
Sýndi Fischer fullan skilning á
rökum Íslendinga, að sögn Hall-
dórs, en þessi mál hyggst Halldór
reyndar ræða frekar í fyrirlestri
sem hann mun flytja í dag á fundi í
Berlín hjá samtökum er kalla sig
Deutsche Gesellschaft für Ausw-
ärtige Politik en þeim veitir forystu
Hans-Dietrich Genscher, fyrrver-
andi utanríkisráðherra Þýskalands. 
Frumkvæði Bandaríkjamanna 
mikilvægt í Miðausturlöndum
Halldór sagði að þeir Fischer
hefðu átt gagnlegar samræður um
stöðuna í Miðausturlöndum.
Ræddu þeir m.a. ályktun örygg-
isráðs Sameinuðu þjóðanna frá því
í fyrrakvöld en þar er léð máls á
stofnun sjálfstæðs palestínsks ríkis. 
Halldór sagði þá Fischer hafa
verið sammála um að menn gerðu
sér almennt grein fyrir því hver
niðurstaðan þyrfti á endanum að
verða, ef friður ætti að nást.
Arabaríkin yrðu að viðurkenna
landamæri Ísraels, stofna þyrfti
sjálfstætt ríki Palestínumanna,
binda enda á alla hryðjuverkastarf-
semi, tryggja nauðsynlegt öryggi
borgaranna og ná málamiðlun um
að Jerúsalem verði höfuðborg
beggja þessara ríkja.
?Þetta liggur fyrir og það kemur
fram í ályktun öryggisráðsins.
Vandinn er að fá deilendur að
samningaborðinu og til að semja
þannig að ekki verði innbyrðis átök
í þeirra röðum eftir á. Það eru
vatnaskil í málinu núna vegna þess
að Bandaríkjamenn hafa tekið
frumkvæði á nýjan leik og það ligg-
ur alveg fyrir að friði verður ekki
komið á nema með samvinnu
Bandaríkjamanna, Evrópusam-
bandsins, arabaríkjanna og Samein-
uðu þjóðanna.?
Hernaðaraðgerðir Ísraelsstjórn-
ar á heimastjórnarsvæðum Palest-
ínumanna hafa verið harðlega
gagnrýndar að undanförnu. Halldór
sagði hins vegar að það hefði einnig
komið fram í máli allra sem hann
ræddi við og til þekktu að Palest-
ínumenn undir forystu Yassers
Arafat hefðu ekki lagt sig nægilega
fram um að stöðva hryðjuverk
öfgamanna gegn ísraelskum borg-
urum. 
?Þeir hafa alla möguleika til þess
ef þeir vilja. Sökin liggur því báð-
um megin,? sagði Halldór. 
Tryggt að fram fari íslensku-
kennsla við Humboldt-háskóla
Halldór og Fischer ræddu einnig
málefni Atlantshafsbandalagsins og
væntanlegan samstarfssamning við
Rússland. Tjáði Halldór þýska ut-
anríkisráðherranum að Íslendingar
legðu á það áherslu að samning-
urinn yrði undirritaður á fundi
NATO sem haldinn verður í
Reykjavík í vor. Sagði Halldór að
Fischer hefði talið að það ætti að
geta gengið eftir.
Eftir fund sinn með Joschka
Fischer í gær undirritaði Halldór
fyrir hönd menntamálaráðuneytis-
ins samning um lektorsstöðu í ís-
lensku við Humboldt-háskólann í
Berlín. Samningurinn felur í sér að
Ísland greiði helming þess kostn-
aðar sem af íslenskukennslu hlýst í
skólanum en þannig er tryggt að
áfram verði kennd íslenska við
skólann.
Sagði Halldór að það hefði auð-
vitað verið slæmt ef íslensku-
kennsla hefði lagst af við þennan
merka skóla og því hefði ríkis-
stjórn Íslands samþykkt að leggja
þarna hönd á bagga.
?Það er ljóst að svona hlutir
skipta miklu máli í samskiptum
þjóðanna. Ísland er mjög þekkt og
vinsælt hér í Þýskalandi og við eig-
um hér mikið af góðum vinum,?
sagði Halldór Ásgrímsson utanrík-
isráðherra.
Heimsókn utanríkisráðherra til
Þýskalands lýkur í dag en þá mun
hann m.a. eiga fund með Klaus
Wowereit, borgarstjóra í Berlín, og
Wolfgang Thierse, forseta þýska
sambandsþingsins.
Halldór Ásgrímsson hitti utanríkisráðherra Þýskalands
Hafði skiln-
ing á rökum
Íslendinga
Reuters
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra ásamt þýskum starfsbróður
sínum, Joschka Fischer, í Berlín í gær.
A
LLT útlit er fyrir að dregið verði
umtalsvert úr landvörslu á vegum
Náttúruverndar ríkisins í sumar
vegna fjárskorts en drög að rekstr-
aráætlun stofnunarinnar eru nú til skoðunar í
umhverfisráðuneytinu.
Landvarðafélag Íslands og Náttúruvernd-
arsamtök Íslands gagnrýna harðlega fyrirhug-
aðan niðurskurð í landvörslu og segja að láti
nærri að hann gæti orðið um 30% frá því sem
verið hefur. ,,Verði af niðurskurði yrði til
dæmis engin landvarsla í Vatnsfirði, Lóns-
öræfum, Friðlandi að Fjallabaki og Öskju,?
segir í fréttatilkynningu frá samtökunum.
Árni Bragason, framkvæmdastjóri Náttúru-
verndar ríkisins, segir að enn hafi ekki verið
endanlega gengið frá rekstraráætlun ársins
2002 og því sé of snemmt að fullyrða að ekki
verði landvarsla á þessum stöðum. Hann bend-
ir á að rekstraráætlun sé til yfirlestrar hjá
umhverfisráðuneytinu og þegar staðfest
rekstraráætlun liggi fyrir, verði ljóst hvar
landvarsla verði sumarið 2002.
Dregið úr landvörslu í þjóðgörðum
Árni vildi lítið tjá sig um málið í samtali við
Morgunblaðið þar sem hann bíður svars ráðu-
neytisins við rekstraráætlun ársins en að-
spurður segir hann útlit fyrir að skerða þurfi
landvörslu á vegum Náttúruverndar ríkisins í
sumar. ,,Við komum til með að draga saman,
alla vega í þjóðgörðunum, þar sem við munum
fækka aðeins landvörsluvikum en þetta er ekki
komið algjörlega á hreint enn þá,? sagði Árni.
,,Það er alveg ljóst að þær ákvarðanir sem
ég þarf að taka og er ábyrgur fyrir falla ekki
endilega ráðherra eða ráðuneyti í geð. En mér
ber sem forstöðumanni að forgangsraða verk-
efnum,? segir hann ennfremur.
Hildur Þórsdóttir, formaður Landvarða-
félagsins, segist enn binda vonir við að fjár-
veiting komi til svo ekki verði dregið úr land-
vörslu. ,,En þarna er um svo mikinn
niðurskurð að ræða að það þurfa að verða
mjög róttækar breytingar ef hlutirnir eiga að
komast aftur í sama horf og verið hefur. Það
sem við þurfum fyrst og fremst að gera er að
efla landvörsluna,? segir hún. Í sameiginlegri
tilkynningu Landvarðafélagsins og Náttúru-
verndarsamtaka Íslands er vakin athygli á
fyrirhuguðum niðurskurði og bent á að skv.
úttekt OECD á stöðu umhverfismála á Íslandi
í apríl á síðasta ári var sérstaklega mælt með
að landvörðum verði fjölgað til að stemma
stigu við miklu álagi á náttúru landsins af
völdum ferðamanna. ,,Samtökin skora því á
stjórnvöld að gera Náttúruvernd ríkisins það
kleift að efla landvörslu í stað þess að draga
úr henni,? segir þar. 
Landsvirkjun hættir samstarfi 
við Náttúruvernd um landvörslu
Að sögn Hildar liggja fyrir upplýsingar um
að vinnuvikur við landvörslu verði 240 í sumar
samanborið við 314 vinnuvikur á síðasta ári.
Þessu til viðbótar sé útlit fyrir að Landvirkjun
sé að draga sig út úr samstarfi við Nátt-
úruvernd ríkisins um landvörslu en fyrirtækið
hefur staðið undir kostnaði við störf tveggja
landvarða við Kárahnúka og Snæfell. 
Að sögn Þorsteins Hilmarssonar, upplýs-
ingafulltrúa Landsvirkjunar, hefur Landvirkj-
un gert Náttúruvernd ríkisins kleift að vera
með tvo landverði á þessum svæðum tvö und-
anfarin sumur. Nú hafi hins vegar verið
ákveðið að gera breytingu þar á og taka upp
samstarf við sveitarfélög um landvörslu á
þessum svæðum næsta sumar. 
,,Við erum ekki að draga okkur út úr þessu
en teljum heppilegra að vera í samstarfi við
sveitarstjórnina,? segir Þorsteinn. Að hans
sögn mun Landsvirkjun kosta störf eins land-
varðar í sumar, í stað tveggja, sem mun ann-
ast landvörslu á Kárahnúkasvæðinu og auk
þess mun sumarvinnuflokkur unglinga undir
stjórn verkstjóra verða til taks á þessum
svæðum og annast verkefni s.s. að líta til með
aðstöðu fyrir ferðamenn o.fl.
Náttúruvernd ríkisins dregur saman seglin vegna áætlana um niðurskurð
Allt útlit fyrir að land-
varsla verði skert í sumar
Lónsöræfi

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68