Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 39
FERMINGAR
GJAFIR
MORGUNBLAÐIÐ
birtir leiðara í blaði sínu
laugardaginn 9. marz sl.
sem það nefnir
,,Ánægjuleg breyting?.
Þar kemur fram að
þeim þar á bæ finnst
ánægjulegt að fylgjast
með batnandi hag út-
gerðar í landinu sem
vonlegt er. Svo er vænt-
anlega um alla lands-
menn, hvort heldur í
hlut á Samherji á Akur-
eyri eða önnur útgerð-
arfyrirtæki, þótt leið-
arahöfundi verði að
vonum starsýnt á það
fyrrnefnda sem dæmi um ,,að sjávar-
útvegsfyrirtækin eru að rétta úr
kútnum, svo um munar?.
Með leyfi að spyrja: Hvernig má
það vera að fyrirtæki í útgerð hafi
verið kengbogin í kútnum á undan-
förnum árum, búandi við bezta fisk-
veiðikerfi í veröldinni sl. tuttugu ár?
Ekki er það vegna þess að afurða-
verð erlendis hafi ekki verið hag-
stætt. Um alllanga hríð hefir það ver-
ið hagstæðara en nokkru sinni.
Hverjar eru þá þær örlaganornir,
sem kveðið hafa kempurnar í kútinn?
Ekki hafa kjör sjómanna verið að
sliga útgerðina, þar sem þær stærstu,
sem kaupa afla af sjálfum sér, hafa
skammtað skipverjum hlut eins og
skít úr hnefa. Og ríkisvaldið ávallt
reiðubúið að setja lög á sjómenn og
kjarabaráttu þeirra eftir pöntun LÍÚ.
Og enn greiðir ríkissjóður skattfríð-
indi sjómanna, sem útgerðinni ber að
borga og kostar ríkissjóð hærri fjár-
hæðir en hinu ,,rausnarlega? nýja
auðlindagjaldi nemur.
Skýringin er afar einföld, sem allir
sjá, sem sjá vilja: Allt má þetta rekja
til þess gripdeildarkerfis, sem Íslend-
ingar hafa búið við í rúm tuttugu ár,
og enginn sér fyrir endann á.
Afleiðingar kvótakerfisins eru m.a.
stórfelld skuldasöfnun útgerðarinnar
og stórminnkandi fiskstofnar, svo
heldur við ókjörum.
Örfáum vildarvinum ríkisins er
gefinn kostur á að fénýta sjávarauð-
lindina sem sína eign. Hinir fáu stóru
gjafakvótaþegar hafa í skjóli einok-
unar verðsett aflaföng himinhátt, sér
einum til hagsbóta, en útgerð hinna
smærri í heilum landsfjórðungum
hrekst á vergang.
Af því sem Morgunblaðið tekur
Samherja sem dæmi í leiðara sínum,
er rétt að halda sig við fyrirtækið í til-
skrifi þessu: Fyrir rúmum áratug
fengu örfá fyrirtæki úthlutað ókeypis
allmiklum kvóta, svokölluðum skip-
stjórakvóta. Samherji stærstum eða 4
? fjögur ? þúsund þorskígildistonnum
(Ágúst Einarsson, stórkrati, fékk
ekki nema tæp þrjú þúsund). Verð á
leigukvóta nú er a.m.k. 150 kr. á kíló.
Fjögur þúsund tonnin myndu þá gera
sexhundruðmilljónir króna í leigu-
gjald á ári eða rúma sex milljarða
króna á tíu árunum, sem liðin eru.
Svona gjafakvóti segja þingmenn
Samherja, Halldór Blöndal og Tómas
Ingi Olrich, að sé ekki frá neinum tek-
inn! 
Af þessum sökum, og enn stærri
úthlutun kvóta, gat einn Samherja-
frænda yfirgefið fyrirtækið eftir örfá
ár og tekið með sér 3,1 milljarð króna.
Fyrir þær krónur hefir hann m.a.
byggt glerhöll á gullsúlum í námunda
við höfuðstöðvar auðvaldsins, Valhöll.
Hitt er svo næsta víst að þeir Sam-
herjafrændur hefðu náð frábærum
árangri í útgerð þótt engin kvótaólög
hefðu verið við lýði.
Talið er að gjafakvótaþegar hafi
sogið út úr sjávarútveginum á annað
hundrað milljarða króna. Það þurfti
því engan að undra, þótt
útgerðarskútan hallað-
ist óþyrmilega og við
borð lægi að henni
hvolfdi. Þessvegna varð
að létta hana með því að
kolfella gengið, þ.e. að
færa peninga til útgerð-
arinnar, sem allur al-
menningur í landinu
borgar. Það er þess-
vegna ekki nóg með að
þjóðin sé rænd lögvar-
inni eign sinni ? sjávar-
auðlindinni ? heldur
þarf hún að rétta skút-
una við með gríðarleg-
um fjármunum eftir að
kvótamenn hafa gengið
úr skiprúmi með milljarðana sem þeir
kalla sína eign ? með samþykki
stjórnvalda.
Hvernig kvótakerfið hefir brugðizt
aðalhlutverki sínu að sjá um vöxt og
viðgang fiskstofna í hafinu, þarf eng-
um orðum um að fara. En aldrei
nokkru sinni í sögunni hefir önnur
eins öfugmælavísa verið kveðin eins
og af auðvaldinu í sjávarútvegsmálum
um áhrif og afleiðingar kvótakerfis-
ins, þar sem ríkisvaldið leggur bæði
til stemmuna og kveðskapinn.
Hverjir borga?
Sverrir 
Hermannsson
Sjávarútvegur
Önnur eins öfugmæla-
vísa, segir Sverrir Her-
mannsson, hefur aldrei
verið kveðin eins og af
auðvaldinu í sjávarútvegi.
Höfundur er alþingismaður og for-
maður Frjálslynda flokksins.
UNDANFARNA
mánuði hefur heimur-
inn mátt fylgjast með
í beinni útsendingu
hvernig saklausu fólki
í Palestínu hefur ver-
ið misþyrmt, það nið-
urlægt og svipt öllum
venjulegum mannrétt-
indum. Þeir sem fyrir
þessu standa eru
gamlir bandamenn Ís-
lendinga, Ísraels-
menn. Ég er eins og
fjölmargir Íslending-
ar alinn upp við að-
dáun á þjóð gyðinga
sem eftir helförina
miklu reis upp og
byggði sér heimili á fornu landi
gyðinga. Þar var slegið striki yfir
að þetta land var tekið frá öðrum.
Þjóð sem í þúsund ár hafði átt sér
heimili fyrir botni Miðjarðarhafs-
ins var hrakin af heimilum sínum í
flóttamannabúðir þar sem engin
von var fyrir hendi. Eðlileg at-
hafna- og frelsisþrá fólks var
bundin í viðjar vonleysis og hat-
urs.
Þrátt fyrir allt var málstaður
gyðinga varinn af þjóðum Vest-
urlanda og allur almenningur hafði
ríka samúð og samstöðu með Ísr-
ael.
Hvað hefur þá breyst? Nú eru
við völd í Ísrael blóð-
þyrstir öfgamenn.
Fyrirmyndina sækja
þeir þangað sem síst
var að vænta, til nas-
ista í Þýskalandi.
Hugsjóninni sem Hitl-
er predikaði um hinn
fullkomna aríska kyn-
stofn hefur verið snú-
ið upp á Ísraelsmenn,
þeir eru herraþjóðin
sem fer með með-
bræður sína af Palest-
ínuþjóð sem skepnur.
Engu er eirt, hvorki
börnum, konum eða
gamalmennum. Konur
í barnsnauð eru skot-
mark SS-sveita Ísraelsmanna.
Herforingjar þeirra gera sjúkra-
bíla að sérstökum skotmörkum,
skóli fatlaðra barna þykir meðal
þeirra skotmarka sem brýnast er
að eyða.
Þá daga sem glæpahyskið sem
stjórnar Ísraelsríki fer sem mest í
útrýmingarherferð sinni í Palest-
ínu er boðuð koma fulltrúa þeirra
til Íslands til að auglýsa Ísrael
sem ferðamannaland. Þetta er fá-
heyrð ósvífni. Ríkisstjórn Íslands
á að tilkynna þessum handbendum
glæpamannsins Sharons að þeir
séu óvelkomnir á Íslandi. 
Ef ríkisstjórnin heykist á að
halda þessu hyski utan Íslands
skora ég á alla sem koma því við
að taka þátt í mótmælum samtak-
anna Palestína-Ísland við Grand
hótel á fimmtudaginn 15. mars nk.
Það er mikilvægt að Íslendingar
sendi glæpamanninum Ariel Shar-
on þau skilaboð að hans nótar séu
óvelkomnir á Íslandi.
Mótmælum öll
Hrafnkell 
A. Jónsson
Höfundur er héraðsskjalavörður
Fellabæ.
Blóðþorsti
Nú eru við völd í Ísrael,
segir Hrafnkell A. 
Jónsson, blóðþyrstir
öfgamenn. 
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is
a71
netfang: flis@flis.is
flísar

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68