Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						UMRÆÐAN
40 FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BÆNDUR þeir sem
hafa áhuga á kynbótum
íslensku kýrinnar með
NRF-kyninu norska
hafa stofnað Naut-
griparæktarfélag Ís-
lands til að geta hafið
eigið kynbótastarf.
Nota á sæði úr gripum
sem koma til með að
vaxa upp af fósturvís-
um á einangrunarstöð,
svo kýr með mun betri
nyt verði komnar í
þeirra fjós eftir tvö til
þrjú ár. Sótt var um
leyfi til innflutnings
fósturvísa í lok nóvem-
ber sl. en landbúnaðar-
ráðuneytið hefur enn ekki sagt til
um hvenær tekin verður afstaða til
þeirrar umsóknar. Fram hefur þó
komið nýverið að umsókn félagsins
hafi verið send til umsagnar hjá fjöl-
mörgum opinberum stofnunum og
ráðum og þessum umsagnaraðilum
hafi ekki verið sett nein tímamörk.
Þetta þýðir væntanlega að Guðni
Ágústsson, landbúnaðarráðherra,
telur sig hafa nokkuð frjálsar hend-
ur með að þæfa málið þar til það
dettur upp fyrir af sjálfu sér. Á með-
an getur hann haldið áfram að svara
fyrirspurnum fréttamanna og ann-
arra með samhengislausum yfirlýs-
ingum sem stangast á líkt og lamb-
hrútar í kró. Umræða um íslensk
landbúnaðarmál hefur því miður ein-
kennst af fádæma þjóðrembu und-
anfarið, og marklausu orðagjálfri
um íslenskar afurðir,
allar götur síðan þessi
ágæti framsóknarþing-
maður tók við embætti
landbúnaðarráðherra.
Menn geta spurt sig
þeirrar spurningar,
hvort hér hafi haft sín
áhrif meint aðild ráð-
herrans að sunnlensku
þjóðernissamtökunum,
?Norrænt mannkyn?,
sem hann þó sór fyrir,
aðspurður af fjölmiðl-
um á sínum tíma. Vís-
indaleg rök mæla eng-
an veginn gegn því að
íslenskar mjólkurkýr
verði kynbættar með
afurðameira kyni, þótt þar hafi
vissulega verið reynt að slá ryki í
augu almennings. Hér hlýtur annað
að koma til, og hafa tilfinningaleg
rök enda verið fyrirferðarmest í allri
umræðu um íslensku kúna.
Íslenskar kýr eru þannig sagðar
vera af ?afburða? kyni, miðað við er-
lend kyn, ?blíðar bæði og greindar?,
ef marka má áróður talsmanna þess
drjúga meirihluta kúabænda sem
hafnaði 15 ára tilraunaferli um inn-
flutning norskra fósturvísa til kyn-
bóta á íslenskum mjólkurkúm, sem
kosið var um í kosningum Lands-
samtaka kúabænda í nóvember sl.
Einhvers staðar hafði það þó komið
fram í umræðunni, að íslenska kýrin
væri upphaflega talin koma frá Nor-
egi, og að norski NRF-kúastofninn,
sem til hefur staðið að fósturvísar
yrðu fluttir úr hingað til lands, væri
blanda af gömlum kynjum þar í
landi. Að meginuppistöðu væri þar
þó um skoskar Ayrshire-kýr að
ræða sem kenndar væru við sam-
nefnt hérað í Skotlandi, sem að sögn
þeirra sem gerst þekkja var þekkt-
asta mjólkurkúakyn í Evrópu norð-
anverðri fyrir eins og einni öld.
Það skyldi þó ekki vera að fylg-
ismenn samtakanna ?Norrænt
mannkyn? og aðrir hreintrúarmenn
í kynþáttamálum hafi skyndilega
áttað sig á hversu vitavonlaus hann
er, málstaður þeirra sem aðhyllst
hafa hreinræktun Íslendinga, eink-
um eftir að fjölmenningarlegt yfir-
bragð hefur náð að festa rætur í ís-
lensku samfélagi. Þeir sem aðhyllast
slíkar skoðanir eiga líka við ramman
reip að draga, þar sem eru eigendur
og forstjórar fyrirtækja, sem á hinn
bóginn hafa áttað sig á að innflutn-
ingur fólks á fæti sé eina leiðin til að
sporna gegn viðvarandi skorti á
mannafla í láglaunastörfum hérlend-
is. En það er önnur saga og miður
fögur. Burtséð frá þessu hefur held-
ur aldrei verið um að ræða hreinan
kynstofn á Íslandi. Þegar á land-
námsöld var orðið til hér á landi fjöl-
menningarlegt samfélag fólks af
ólíkum uppruna, þannig að allt tal
um einsleitan uppruna Íslendinga er
blekking ein.
Hvað gera menn þegar málstaður
þeirra virðist glataður? Oftar en
ekki freista menn þess að grípa síð-
asta hálmstráið, sem í tilviki land-
búnaðarráðherra og hans nóta virð-
ist vera þjóðsagan um Búkollu.
Íslenska kýrin hefur verið lýst heil-
ög og nú skal enginn fá að spilla
þeim góða stofni. Auðvelt er að spila
á sömu ungmennafélagsnótur og áð-
ur dilluðu mönnum sem aðhyllast
?Norrænt mannkyn?. Nú skal ís-
lensku kúnni einfaldlega sunginn
dýrðaróðurinn í stað mannfólksins.
Að auki virðist víða grunnt á van-
metakennd eða úlfúð jafnvel í garð
Norðmanna, sem hefur gert þeim
búkollum auðveldara fyrir en ella að
efna til samblásturs gegn norskum
kúm. Á þessari stundu er því ekki að
vita hvernig málinu lyktar og er illt
til þess að vita að athafnamönnum í
röðum bænda sem hafa að markmiði
að auka hagkvæmni og bæta rekstur
búa sinna skuli vera settur stóllinn
fyrir dyrnar af misvitrum stjórn-
völdum.
Heilagar kýr
Rúnar Ármann 
Arthúrsson
Kúakyn
Íslenska kýrin hefur
verið lýst heilög, segir
Rúnar Ármann 
Arthúrsson, og nú 
skal enginn fá að spilla
þeim góða stofni. 
Höfundur er blaðamaður.
HARALDUR Jo-
hannessen ritaði at-
hyglisverða Viðhorfs-
grein í Morgunblaðið
hinn 22. febrúar sl.
Þar setti hann spurn-
ingarmerki við auglýs-
ingaherferð ríkisins
um aukna þátttöku
kvenna í stjórnmálum,
fullyrti að konur væru
niðurlægðar með
þessari herferð og
undraðist þögn þeirra
yfir lítilsvirðingunni.
Ég er ein af þeim fjöl-
mörgu konum sem býð
mig fram í væntanleg-
um sveitarstjórna-
kosningum og vil gjarnan svara
Haraldi.
Rýr hlutur kvenna
Í skýrslu forseta Alþingis um
endurskoðun á kjördæmaskipan
1998 eru nefnd nokkur grundvall-
aratriði aukinnar þátttöku kvenna í
stjórnmálum: Menning og félagsleg
staða kvenna, hugmyndafræði
stjórnmálasamtaka, hvort raun-
verulegur vilji sé til að auka hlut
kvenna, fyrirkomulag kosninga o.fl.
Í kjölfar skýrslunnar var sett á
laggirnar þverpólitísk nefnd um
aukinn hlut kvenna í stjórnmálum
og það er hún sem stendur að tíma-
bundnu átaki í þessum efnum og
þar með auglýsingaherferðinni.
Full þörf var á þessu átaki, þar
sem hlutur kvenna í sveitarstjórn-
um og á Alþingi var ákaflega rýr.
Hlutur kvenna í sveitarstjórnum
nú er aðeins 28% og árið 1998 var
hann aðeins 22% í opinberum
nefndum og ráðum. Markmið að-
gerðanna var m.a. að hlutur kvenna
yrði 30% í nefndum á vegum rík-
isins. Hér er átt við heildarþátttöku
í nefndum á vegum hvers ráðuneyt-
is en ekki miðað við 30% í hverri
nefnd, sem út af fyrir sig er at-
hyglivert. Hið svokallaða ,,glerþak?
sem oft er talað um í pólitík er
gjarnan miðað við 30% hlut kvenna. 
Svar við kalli tímans
Þessa dagana eru niðurstöður
prófkjöra og uppstillinganefnda óð-
um að birtast og við fyrstu sýn
virðist hlutur kvenna vera nokkuð
góður. Konur skipa yfirleitt 2.?3.
sæti á listum sjálfstæðisfólks.
Hveragerði sker sig að vísu úr með
konur í bæði 1. og 2. sæti og Ak-
ureyri sker sig einnig úr því hér
var sú leið valin af Sjálfstæðis-
flokknum að stilla upp svokölluðum
fléttulista. Það þýðir að listann
skipa 11 konur og 11 karlar ? og
fullkomið kynjajafnvægi ríkir í
sætaskipan hans. Þessi listi markar
að mínu mati tímamót í sögu Sjálf-
stæðisflokksins og þótt víðar væri
leitað á vettvangi íslenskra stjórn-
mála. En það skal tekið fram að
sjálfstæðisfólk á Akureyri raðaði
ekki svona á listann sinn vegna áð-
urnefndra auglýsinga; listinn er
einfaldlega svar við kalli tímans. 
Jafnari hlutur kynjanna
Í fyrrnefndri Viðhorfsgrein Har-
aldar segir m.a.: ?Ef auglýsingar
ráðherraskipaðrar nefndar um
aukinn hlut kvenna í stjórnmálum
verða til þess að fjölga konum í
kjörnum embættum verða þær um
leið til að fækka körlum.? Og þá
spyr ég: Er eitthvað að því? Við
konur höfum verið færri hingað til í
þessum embættum. Er það ekki
einmitt kjarni málsins að fá til
starfa manneskjur, konur jafnt sem
karla, sem taka fullt tillit til beggja
kynja? Viljum við ekki að reynsla
og þekking kvenna nýtist í póli-
tísku starfi til góðs fyrir okkur öll? 
Haraldur telur að með þessum
auglýsingum sé ríkið að vinna sér-
staklega gegn körlum og gera á
hlut þeirra. Ég tel svo alls ekki
vera, það er einungis verið að
reyna að jafna hlut kynjanna.
Markmiðið var meira segja ekki
sett hærra en 30%,
sem þýðir þá að karlar
hafa 70% á sínum
snærum. Er verið að
gera sérstaklega á
hlut þeirra með því? 
Haraldur nefnir
einnig að með baráttu
af þessu tagi sé verið
að gera lítið úr þeim
konum sem hugsan-
lega komist áfram á
eigin verðleikum en
ekki vegna kynferðis,
eins og hann orðar
það. Þetta tel ég vera
dæmigerða lítilsvirð-
ingu í garð kvenna því
konur gefa einfaldlega ekki kost á
sér í harða baráttu stjórnmálanna
ef þær efast um eigin verðleika ?
þær eru ekki að gefa kost á sér ein-
göngu vegna kynferðis. 
Réttlátara samfélag
Haraldur nefnir einnig þriðju
ástæðuna fyrir því að óeðlilegt sé
að hið opinbera ýti með auglýsinga-
herferð undir fjölgun kvenna í
kjörnum embættum. Hún er sú að
með því eru kjörnir fulltrúar að
nota fjármuni almennings í því
skyni að hlutast til um hverjir nái
kosningu sem kjörnir fulltrúar. En
takmarkið hjá stjórnmálamönnum
af báðum kynjum getur ekki ein-
ungis verið það að ná völdum. Að-
almarkmiðið hlýtur að vera að
skapa réttlátara samfélag. Mark-
mið allrar kvennabaráttu hlýtur að
vera aukið frelsi kvenna til að hafa
áhrif á það samfélag sem við lifum
í.
Hlutverk stjórnmálamanna, af
hvoru kyninu sem þeir eru, hlýtur
að felast í því að vera fulltrúar íbú-
anna í landinu; fulltrúar sem end-
urspegla áherslur og sjónarmið
samfélagsins alls. Því verður að
gera áherslum kvenna jafn hátt
undir höfði og áherslum karla; gera
?mjúku? og ?hörðu? málin jafngild,
því að á endanum snúast þau um
það sama ? að byggja upp mann-
eskjulegt samfélag. 
Fyrrnefndar auglýsingar miðast
fyrst og fremst að því að vekja fólk
til umhugsunar um hverja það vill
velja til forystu og hvort að fólk
telji vænlegra til árangurs að bæði
kynin vinni saman að stjórnun
sveitarfélagsins eður ei. Auglýsing-
arnar miðast ekki að því að létta
okkur konunum lífið eða auðvelda
okkur baráttuna.
Ólíkt höfumst við að?
Til gamans vil ég að lokum nefna
tvö fræg dæmi sem sýna málið í
hnotskurn. Eitt besta dæmið um
áhrifaríka ?jákvæða mismunun?
var önnur ríkisstjórn Gro Harlem
Brundtland. Sú stjórn var mynduð
eftir kosningarnar í Noregi árið
1986 og reglunni um kynjakvóta
beitt. Af 18 ráðherrum ríkisstjórn-
arinnar voru 8 konur eða 44%. Ann-
að dæmi, í þveröfuga átt, var fyrsta
ríkisstjórn Margaret Thatchers
eftir að Íhaldsflokkurinn í Bret-
landi sigraði í kosningunum 1979.
Frú Thatcher varð þá forsætisráð-
herra í stjórn þar sem hún var eina
konan en karlarnir 22 talsins!
Svar við kalli
tímans
Sigrún Björk 
Jakobsdóttir
Jafnrétti
Auglýsingarnar, 
segir Sigrún Björk 
Jakobsdóttir, miðast
fyrst og fremst að því 
að vekja fólk til 
umhugsunar. 
Höfundur er hótelrekstrarfræðingur
og skipar 4. sæti á framboðslista
Sjálfstæðisflokksins til bæjarstjórn-
arkosninganna á Akureyri.
SAMKEPPNI í
fjarskiptum hófst fyrir
tæpum fjórum árum
með stofnun Tals hf.
Landssíma Íslands hf.,
og þó einkum stjórn-
endum hans, hefur
reynst erfitt að fóta
sig í breyttu rekstrar-
umhverfi. Mér þykir
hins vegar margt
benda til breyttrar af-
stöðu samgönguráð-
herra, þess aðila sem
fer með hlutabréf rík-
isins. Tal hf. hefur allt-
af lagt áherslu á, eins
og ráðherrann gerir
nú, að hlutabréf
Landssíma Íslands hf. væru best
varðveitt hjá fjármálaráðherra en
ekki hjá fagráðherra fjarskipta.
Samgönguráðherra á að vera fag-
ráðherra allra fyrirtækja í fjar-
skiptarekstri en ekki ráðherra
Landssíma Íslands hf. Þetta hefur
mörgum ekki verið ljóst. Jafnlítið
hefur farið fyrir áherslu á meg-
inmarkmið núgildandi laga um fjar-
skipti frá 28. desember 1999, en þar
segir: ?Markmið laganna er að
tryggja hagkvæm og örugg fjar-
skipti hér á landi og efla samkeppni
á fjarskiptamarkaði.? Það er því
sjálfsagt að leysa samgönguráð-
herra undan þeirri kvöð að fara
með æðsta vald og eignarhlut rík-
isins í Landssíma Íslands hf., þar til
hluturinn verður seldur.
Tal hefur ávallt verið fylgjandi
sölu Landssíma Íslands hf. og að
ríkið dragi sig þannig
úr samkeppnisrekstri.
Nauðsynlegt er að
Landssími Íslands hf.
eignist erlenda teng-
ingu með eignaraðild
erlends símafyrirtæk-
is. Ég þekki af feng-
inni reynslu við að
stýra Tali hf. í tæp
fjögur ár að slík er-
lend samvinna er mjög
mikilvæg. Þaðan kem-
ur fagleg þekking,
þjónustuframboð, al-
þjóðleg bankahugsun
og reynsla. Hugsan-
lega hefur reynsluleysi
og skortur á arðsemiskröfu einmitt
háð stjórnendum Landssíma Ís-
lands hf., m.t.t. fjárfestinga þeirra í
öðrum fyrirtækjum að undanförnu. 
Það er rétt sem komið hefur
fram hjá samgönguráðherra að þau
fyrirtæki sem fengið hafa rekstr-
arleyfi, til samkeppnisrekstrar á
fjarskiptamarkaði, hafa gengið út
frá því sem vísu að Landssími Ís-
lands hf. verði seldur og geti ekki
haldið áfram starfsemi í skjóli rík-
isins til lengri tíma. Það er einnig
ljóst að fjárfestar vilja sjá þess
merki að Landssíma Íslands hf.
takist að sýna viðunandi arðsemi í
samkeppnisumhverfi, með um 60?
65% markaðshlutdeild, en þurfi
ekki að treysta á markaðshlutdeild
um og yfir 90% eins og nú er á
flestum rekstrarsviðum þess. 
Unnið verði faglega
Samgönguráðherra segir, milli
þess að hann mærir hið sterka fyr-
irtæki Landssíma Íslands hf., sem
hefur yfirburðastöðu á fjarskipta-
markaði, að ?styrkja þurfi Lands-
símann?. Ég segi: Það er sam-
keppnin sem styrkir Landssímann
og ekkert annað. Samkeppnisaðilar
Landssíma Íslands hf. gera líka
kröfu um að arðsemissjónarmið
gildi á markaðnum en ekki sértæk-
ar aðgerðir stjórnmálamanna, án
langtímamarkmiða. Markaðsráð-
andi aðili á síðan að vera undir eft-
irliti Póst- og fjarskiptastofnunar
og Samkeppnisstofnunar og sam-
keppnisaðilar Landssíma Íslands
hf. treysta betur einkaaðilum til að
fara með hlut í slíku fyrirtæki en
ríkinu.
Það er ekki auðvelt verk sem bíð-
ur nýrrar stjórnar Landssíma Ís-
lands hf. Verk hennar verða metin
af því hve vel henni tekst að vinna
faglega að málum Landssíma Ís-
lands hf. í samkeppnisrekstri og
brjótast frá afskiptum ríkisins. Ef
það tekst þá verða þáttaskil.
Þáttaskil í samkeppni?
Þórólfur 
Árnason
Fjarskipti
Það er samkeppnin sem
styrkir Landssímann,
segir Þórólfur Árnason,
og ekkert annað.
Höfundur er forstjóri Tals hf.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68