Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						UMRÆÐAN
42 FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SLYS og afleiðingar
þeirra eru í öllum löndum
mikið og kostnaðarsamt
vandamál. Slysarann-
sóknir og forvarnarstarf
gegna því þýðingarmiklu
hlutverki. Í forvarnar-
starfi skipta þrír þættir
meginmáli en þeir eru
þekking, fræðsla og
markmið. 
Erum við á réttri leið?
Umfang slysa: Árlega
láta lífið í slysum um 50
manns, hundruð slasast
mikið en heildarfjöldi
slasaðra er nálægt 50 þús-
und. 
Það lætur nærri að um 6.000 börn
deyi árlega í slysum í Evrópusam-
bandslöndunum. Það er álitið að
dauðaslysum barna mætti fækka um
helming ef miðað væri við Svía sem
hafa náð bestum árangri í slysavörn-
um barna. Við getum eins og aðrir
margt af þeim lært. Á súluriti 1 sést
að dauðaslysum barna hefur fækkað
á Íslandi en við eigum langt í land í
samanburði við Svía eða aðrar Norð-
urlandaþjóðir. Flest starfsár glatast
vegna slysa hér eins og í Bandaríkj-
unum en það er aðallega ungt fólk
sem fellur frá langt um aldur fram.
Slys kosta þjóðfélagið um 30?35
milljarða króna og eru slys á Íslandi
og í Bandaríkjunum kostnaðarsam-
asta heilbrigðisvandamálið.
Þekking: Góð þekking á orsökum
og alvarleika slysa er einn af horn-
steinum í góðu forvarnarstarfi. Þeir
sem vinna við slysa-
rannsóknir og for-
varnarstarf þurfa að
leita svara við
nokkrum grundvall-
arspurningum fyrst
og fremst til að fyr-
irbyggja slys: Hvað
var slasaði að gera?
Við hvaða aðstæður
átti slysið sér stað?
Hvar átti slysið sér
stað? Hver var or-
sök slyssins? Við
þurfum einnig að
geta mælt eða metið
á áreiðanlegan hátt
alvarleika áverka
hinna slösuðu þá er
mikilvægt að sem flestir noti sömu
mælistiku. Þannig fæst samanburð-
ur og árangur af forvarnarstarfi
verður auðmælanlegur. Greina þarf
áverka eftir alvarleika þeirra í 6
flokka: Lítill-, meðal-, mikill-, alvar-
legur-, lífshættulegur áverki og
áverki sem leiðir til dauða. Það er
mikilvægt að safna og auka við þekk-
ingu til að fræðsla og forvarnarstarf
skili sem allra mestum árangri. 
Landspítali ? háskólasjúkrahús
hefur á undanförnum árum í góðu
samstarfi við Slysavarnaráð Íslands
og fjölmarga aðila unnið að því að
gera Slysaskrá Íslands að raunveru-
leika. Miklar væntingar eru bundnar
við Slysaskrá Íslands.
Fræðsla: Vel skipulögð fræðsla
sem byggist á góðri þekkingu er
gulls ígildi. Við teljum að margt
megi betur fara sem fremur auðvelt
er að bæta. Huga þarf að langtíma-
markmiðum og koma á reglubund-
inni fræðslu um slysavarnir í
menntakerfinu ef góður árangur á
að nást. Til mikils er að vinna. Átaks-
verkefni eru ágæt til kynningar en
duga skammt til landvinninga vegna
þess að mannlegi þátturinn er alls
ráðandi þegar slys eiga í hlut. Besta
leiðin er að ala upp kynslóð eftir
kynslóð þar sem við erum gerð með-
vituð um slys og slysavarnir. Þar
býður menntakerfið upp á mikla
möguleika. Að ala upp barn með
stöðugri fræðslu er eitt besta dæm-
ið. 
Háskóli Íslands getur orðið fyr-
irmynd og boðið upp á þverfagleg
námskeið í slysavörnum sem ætti að
vera skyldunámskeið hjá verðandi
læknum, hjúkrunarfræðingum og
sjúkraþjálfurum og jafnvel þeim
sem hyggja á mannvirkjagerð.
Þannig myndast góður grunnur.
Verðandi foreldrar ættu að fá
fræðslu um slysavarnir og í mæðra-
eftirliti er kjörið tækifæri til að
fræða um barnaslys á heimilum og í
umferðinni. Þegar barnið byrjar í
skóla er tækifæri fyrir skólahjúkr-
unarfræðinga og/eða kennara að
halda áfram að fræða barnið um t. d.
umferðar- og frítímaslys. Námskeið-
ið yrði endurtekið reglubundið með-
an á skólagöngu barnsins stendur.
Þegar unglingurinn tekur bílpróf
þarf að koma að slysavörnum því
umferðin tekur þungan toll. Í öllu
iðnnámi er hægt að koma að nám-
skeiði í slysavörnum og hjá mark-
hópum í langskólanámi. Ekki er
hægt að taka fyrir öll slys heldur
velja þau sem mestu máli skipta.
Helstu markhópar í slysavörnum
eru: Umferð, börn, heimili, skóli,
íþróttir, frítími, vinna, aldraðir og of-
beldi. 
Markmið: Til að ná sem bestum
árangri þarf að setja markmið og
efla samvinnu. Við getum lært mikið
af Svíum en þeim hefur tekist betur
en öðrum að fækka slysum og er
nánast sama hvar borið er niður.
Þeir hafa aukið meðvitund fólks um
slys og slysavarnir með stöðugri
langtímafræðslu og sameiginlegu
átaki. Það er ágætt að setja sér
markmið til 5 og 10 ára en þar sem
mannlegi þátturinn er alls ráðandi í
slysum þurfum við að ala upp a.m.k.
heila kynslóð til að ná árangri. 
Niðurlag: Slys eru mikið og kostn-
aðarsamt vandamál. Til að ná ár-
angri þarf góða þekkingu, stöðuga
fræðslu og háleit langtíma markmið.
Það væri verðugt verkefni fyrir rík-
isstjórn, sveitarfélög og menntakerf-
ið að setja sér háleit langtímamark-
mið í slysavörnum landsmönnum til
hagsbóta. 
Landspítali ? háskólasjúkrahús
mun leggja aukna áherslu á slysa-
varnir. 
        ' D Q P | U N  ) L Q Q O D Q G  Ë V O D Q G  1 R U H J X U      Slys
Í forvarnarstarfi skipta
þrír þættir meginmáli,
segir Brynjólfur 
Mogensen, en þeir eru
þekking, fræðsla og
markmið. 
Höfundur er forstöðulæknir á slysa-
og bráðasviði Landspítalans ? há-
skólasjúkrahúss.
Brynjólfur
Mogensen
Slysavarnir
Sáttamisskilningur
ríkisstjórnarinnar í
kvótamálinu minnir
mig á leik sem var
stundum framinn í
görðum og á gangstétt-
um í Vesturbænum
þegar ég var patti.
Einn af krökkunum var
skessan og hinir sóttu
að henni og söngluðu: 
Krakkarnir: Tína
ber, tína ber, skessan
er ekki heima... 
Skessan: Hver hefur
leyft ykkur að tína ber í
garðinum mínum?
Krakkarnir: Kóng-
urinn í Krít!
Skessan: Hann á ekki títuprjóns-
haus í honum!
Krakkarnir: Hann á hann allan!
Þetta var endurtekið nokkrum
sinnum uns skessan gerði árás til að
ná til krakkahópsins. Þeir sem hún
náði, töldust í hennar liði næst.
Leiknum lauk þegar
skessan með liði sínu
hafði náð öllum. 
Skessan í kvótamál-
inu er ríkisstjórn gjafa-
kvótaflokkanna, sem
gengur í björg með sér-
hagsmunum í stað þess
að passa upp á hags-
muni kjósenda. Krakk-
arnir uppivöðslusömu
erum við furðufuglarn-
ir, innan þings sem ut-
an, sem enn nennum að
berjast gegn því að 
ríkisstjórnin gefi fiski-
stofnana undan þjóð-
inni. Kóngurinn í Krít
er almenningur í landinu. Það sem
skessan skilur ekki, er að hann á
garðinn, hann á hann allan, og sátt
upp á eitthvað annað er tómt bull og
vitleysa. Hitt veit skessan að ef hún
fær nógu margar tilraunir og nógu
langan tíma, þá veikir hún mótstöð-
una þar til engir verða eftir til að
verjast yfirgangi hennar. 
Það verður erfitt að koma í veg
fyrir að gjafakvótaflokkarnir sam-
þykki furðufrumvarpið sem nú er
komið fram. En það skiptir ekki
máli. Það eru kosningar að ári. Þá
ríður á að Kóngurinn í Krít geri sig
gildandi, haldi eignarrétti sínum til
streitu og sýni að það er ekkert nátt-
úrulögmál að skessan vinni. 
Kóngurinn í Krít
Markús Möller 
Kvótinn
Skessan í kvótamálinu,
segir Markús Möller, 
er ríkisstjórn gjafa-
kvótaflokkanna, sem
gengur í björg með 
sérhagsmunum. 
Höfundur er hagfræðingur.
Frambjóðendur R-
listans reyna að telja
Reykvíkingum trú um
að framboð R-listans
sé framboð fólksins,
en framboð Sjálfstæð-
isflokksins sé framboð
flokksins. Dagur sjö-
undi Eggertsson, sem
er kominn í framboð
fyrir R-listann er
greinilega heilaþveg-
inn af þessari fullyrð-
ingu. Í þættinum Í
vikulokin sl. laugar-
dag fór hann með
þessa klisju óaðfinn-
anlega. Dagur leggur
áherslu á að hann sé
utan og ofan við alla stjórnmála-
flokka og það sé í raun neikvætt að
framboð til borgarstjórnar sé í
nafni tiltekins stjórnmálaflokks.
Dagur vill að stjórnmálaumræðan
sé málefnaleg og heiðarleg. Hann
féll á því prófi þegar hann fór með
þessa klisju, sem honum hafði ver-
ið kennd.
Er ekki rétt að
Dagur kynni sér á
hvern hátt félagar
hans á framboðslista
R-listans voru valdir?
Voru ekki Alfreð Þor-
steinsson og Anna
Kristinsdóttir valin af
u.þ.b. 200 framsóknar-
mönnum? Voru ekki
Árni Þór Sigurðsson
og Björk Vilhelms-
dóttir valin af u.þ.b.
100 flokksmönnum
Vinstri-grænna? Voru
ekki Stefán Jón Haf-
stein og Steinunn Val-
dís Óskarsdóttir valin
af u.þ.b. 2000 stuðn-
ingsmönnum Samfylkingarinnar?
Er ekki Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir í Samfylkingunni?
Var Dagur B. Eggertsson ekki
valinn á R-listann af fulltrúum til-
tekinna stjórnmálaflokka? Hvað
veldur því að læknirinn og fram-
bjóðandinn Dagur B. Eggertsson
gerir lítið úr þeirri staðreynd að
R-listinn er framboð þriggja
stjórnmálaflokka. Ekki verður séð
að tilvera Dags á framboðslistan-
um nægi til að nefna R-listann
framboð fólksins. Skorað er á
frambjóðandann að gera grein fyr-
ir þeirri fullyrðingu sinni að fram-
boð R-listans sé framboð fólksins
fremur en ákveðinna stjórnmála-
flokka.
Framboð og frambjóðendur
Vilhjálmur Þ. 
Vilhjálmsson
Höfundur er frambjóðandi á lista
Sjálfstæðisflokksins.
Stjórnmál
Var Dagur B. Eggerts-
son ekki valinn á R-list-
ann, spyr Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson, af fulltrú-
um tiltekinna stjórn-
málaflokka? 
HUGTAKIÐ geð-
rækt er íslenska orðið
yfir mental health
promotion. Ég er
mjög hrifin af ís-
lenska orðinu og þeg-
ar ég er spurð að því
hvað það merkir vísa
ég oft í okkar ágæta
orð líkamsrækt. Það
vita nefnilega allir að
líkamsrækt á við um
allt það sem við ger-
um til að rækta og
styrkja líkama okkar.
Á sama hátt á geð-
rækt við um allt það
sem við gerum til að
rækta og byggja upp
okkar andlegu heilsu, eða geðið
okkar. Líkamsrækt getur því einn-
ig verið geðrækt því það að rækta
líkamann hefur bein áhrif á and-
lega líðan. Flestir kannast við þá
vellíðan sem fylgir því að taka á
líkamlega. Í kjölfar slíkra átaka
flæða hormón um líkamann sem
veita okkur vellíðan. Slík vellíðan,
sem líkaminn framleiðir sjálfur, er
eftirsóknarverð og heilbrigð.
Staðreyndin er sú að regluleg
hreyfing veitir ekki einungis vel-
líðan rétt eftir að henni er lokið
heldur stuðlar hún einnig að betri
líðan í framtíðinni. Sýnt hefur ver-
ið fram á samband milli þess hve
mikið fólk hreyfir sig reglulega og
hve vel því líður á efri árum. Fólk
sem hreyfir sig minna hefur meiri
tilhneigingu til að vera þunglynt á
efri árum en fólk sem hreyfir sig
reglulega. 
Flestir vita hversu mikilvægt
það er að hreyfa sig reglulega þó
þeir geri það ekki sjálfir. Það er
því mikilvægt að ráðast gegn af-
sökunum á þessu sviði og hreyfa
sig reglulega. Þessi reglulega
hreyfing þarf ekki að vera mikil,
en til þess að við njótum hennar
þurfum við að finna eitthvað sem
hentar okkur, eitthvað sem við
höfum gaman af. Þetta getur verið
mismunandi milli einstaklinga og
því mikilvægt að hver finni það
besta fyrir sig. Sumir tengja
reglulega hreyfingu
við félagsskap og nota
tækifærið til að hitta
skemmtilega vini um
leið og þeir hreyfa
sig. Öðrum finnst gott
að eiga tíma með
sjálfum sér um leið og
þeir hreyfa sig.
Möguleikarnir á
hollri og góðri hreyf-
ingu eru margir. Ein-
hverjum hentar að
fara í líkamsræktar-
stöðvar, öðrum hentar
betur að fara út að
ganga, í sund, á hest-
bak, í jóga og þannig
mætti lengi telja. Hvað við tökum
okkur fyrir hendur er aukaatriði.
Aðalatriðið er að finna eitthvað
sem hentar manni sjálfum. Með
því að hefja reglulega hreyfingu
ræktum við bæði líkamlega og
andlega heilsu.
Ég hvet þig lesandi góður til að
finna einhverja skemmtilega
hreyfingu sem þú getur stundað
reglulega. Þú getur byrjað á því að
ganga upp tröppurnar í stað þess
að taka lyftuna, hjóla í vinnuna...
Komdu endilega á hvatningar-
og heilsudaga afmælisverkefnis
ÍSÍ, Ísland á iði 2002, í Vetrar-
garðinum í Smáralindinni helgina
16.?17 mars þar sem Geðrækt,
Hjartavernd, Manneldisráð, Nátt-
úrulækningafélag Íslands, Félag
íslenskra sjúkraþjálfara, Bein-
vernd og ÍSÍ munu kynna starf-
semi sína.
dora@ged.is
Geðrækt ?
líkamsrækt
Dóra Guðrún 
Guðmundsdóttir
Höfundur er markaðs- og fræðslu-
fulltrúi Geðræktar.
Hreyfing
Regluleg hreyfing, 
segir Dóra Guðrún
Guðmundsdóttir, þarf
ekki að vera mikil.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68