Morgunblaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 43 Aðalfundur SÍF hf. verður haldinn föstudaginn 22. mars 2002, í Súlnasal Hótel Sögu og hefst fundurinn kl. 14.00. Á dagskrá fundarins verða: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins, gr. 4.03. 2. Tillaga um breytingu á 2. gr. samþykkta félagsins, um heimild til handa stjórnar að skrá hlutafé félagsins í erlendri mynt (evrum). 3. Tillaga um heimild til kaupa á eigin bréfum skv. 55. grein hlutafélagalaga. 4. Önnur mál. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundinum, skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfundinn. Dagskrá aðalfundarins, ársreikningur félagsins og endanlegar tillögur munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir aðalfundinn. Fundargögn og atkvæðaseðlar verða afhentir á skrifstofu félagsins að Fornubúðum 5, Hafnarfirði, fimmtudaginn 21. mars og fyrir hádegi fundardag. Um kvöldið verður haldið aðalfundarhóf fyrir hluthafa, gesti þeirra, framleiðendur og starfsmenn SÍF hf. á Hótel Sögu og hefst hófið kl. 20.00. Húsið verður opnað kl. 19.30. Miðar á hófið verða seldir á Hótel Sögu í tengslum við aðalfund. Hafnarfjörður, 28. febrúar 2002 Stjórn SÍF hf. SÍF HF. AÐALFUNDUR N O N N I O G M A N N I IY D D A • N M 0 5 6 4 9 /s ia .is debenhams S M Á R A L I N D ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 1 71 36 03 /2 00 2 hunang... *Á meðan birgðir endast. Nú þarft þú ekki lengur að liggja á sólarströnd til þess að húðin fái fallegan og hraustlegan lit. Með því að bera á þig HONEY GLOW SELF TANNING öðlast húðin einstaklega jafnan og fallegan hunangsgullin lit sem endist. Sérfræðingur Kanebo kynnir þessa nýjung ásamt fleiri spennandi nýjungum í Debenhams fimmtudag, föstudag og laugardag. Spennandi kynningartilboð í Debenhams hjá Kanebo. ÉG sé í Morgun- blaðinu hinn 21. febr- úar að nýkjörinn for- maður Sambandsins hefur undirritað sam- starfssamning við (Viðskipta) Sam- vinnuháskólann á Bif- röst, og er það gert í tilefni af 100 ára af- mæli Sambandsins þann dag. Mikil andstaða hef- ur verið meðal eldri nemenda út af nafn- breytingu skólans sem gerð var án nokkurs samráðs við gefendur skólans, Samband ísl. samvinnufélaga, Ol- íufélagið h.f. og Samvinnutrygg- ingar g.t. Á aðalfundi Sambandsins sem haldinn var á Sauðaárkróki sl. vor var samþykkt eftirfarandi tillaga um þetta mál með öllum greiddum atkvæðum: „Fundurinn krefst þess að fallið verði frá tillögu um breytingu á nafni Samvinnuháskólans og felur formanni stjórnar Sambandsins að vinna að framkvæmd þess. Fund- urinn telur að ranglega hafi verið staðið að tillögu um nafnbreyt- inguna þar sem ekki hefur verið leitað álits gefenda, sem hlýtur að vera eðlilegt við þessar aðstæður. Fundurinn hafnar þeim rök- semdum sem forsvarsmenn skól- ans settu fram í tillögu sinni um nafnbreytinguna. Alla tíð hefur verið mikil aðsókn að skólanum og hann notið virðingar sem góð menntastofnun. Nem- endur Samvinnuskól- ans og síðar Sam- vinnuháskólans hafa ætíð verið eftirsóttir til vinnu og getið skól- anum góðan orðstír. Nafnbreyting af þessu tagi, þar sem gerð er tilraun til að fela söguna og afneita uppruna sínum, verð- ur aldrei til góðs. Orð- spor skólans á Bifröst er orðspor Samvinnu- skólans og síðar Sam- vinnuháskólans og þess starfs sem þar hefur verið unnið frá upphafi.“ Eins og fram kemur í þessari samþykkt aðalfundar Sambandsins er hún mjög afdráttarlaus og mót- mælir einnig þeirri skoðun rektors að hið 80 ára gamla nafn skólans hafi verið farið að „hefta hann á vissan hátt því fólk tengdi það við ákveðna stefnu“. Því miður virðist það vera skoð- un margra og þar á meðal sumra skoðanabræðra Heimdallarstráka, samanber Kastljósþátt í sjónvarp- inu á afmælisdaginn, að þegar rætt er um samvinnu sé verið að tala um kaupfélög, Sambandið eða Framsóknarflokkinn en ekki um samvinnu á víðari grundvelli. En samvinna á að baki sér miklu víð- tækari hugsun. Án samvinnu innan fjölskyldu og þjóðlífs á mörgum sviðum væri lífið harla lítils virði. Það væri mjög ánægjulegt ef samvinna og samstarf tækist á milli Sambandsins og Samvinnu- skólans eins og verið hefur frá upphafi skólans en slík samvinna verður að eiga sér stað með fullri virðingu fyrir starfi og gildum skólans gegnum tíðina, þar á með- al nafni hans. Gamlir nemendur skólans gætu þá heimsótt skólann sinn á ýmsum tímamótum í starfi hans, en þyrftu ekki að aka framhjá. Af fréttum Morgunblaðsins að ráða verður málið tekið fyrir á að- alfundi Sambandsins í vor og reyn- ir þá á hvort samvinna tekst á grundvelli gagnkvæmrar virðingar og sú undirskrift að samstarfs- samningi er undirrituð var á 100 ára afmæli Sambandsins verður einhvers virði. Umboðslaus undir- ritun á Bifröst Gunnar Sveinsson Samvinna Án samvinnu innan fjöl- skyldu og þjóðlífs á mörgum sviðum, segir Gunnar Sveinsson, væri lífið harla lítils virði. Höfundur er fyrrverandi kaup- félagsstjóri í Keflavík. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.