Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FRÉTTIR
54 FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÍSLENSKU keppendurnir á
Reykjavíkurskákmótinu hafa staðið
sig frábærlega á mótinu og sjötta
umferðin var engin undantekning.
Þeir Helgi Áss Grétarsson (2.520)
og Hannes Hlífar Stefánsson
(2.604) eru nú í efsta sæti á mótinu
ásamt Jaan Ehlvest (2.589), en þeir
eru allir með 5 vinninga af 6. Helgi
Áss mætti hinum unga og efnilega
Stefáni Kristjánssyni (2.389) og
lauk skákinni með jafntefli. Hannes
Hlífar sigraði hins vegar Braga
Þorfinnsson (2.360) og Jaan
Ehlvest sigraði Valeriy Neverov
(2.578). Af öðrum úrslitum má
nefna, að Arnar Gunnarsson (2.322)
gerði jafntefli við þýska stórmeist-
arann Eric Lobron (2.517). Þá unnu
Helgi Ólafsson og Þröstur Þórhalls-
son sínar skákir. Hins vegar tapaði
Jón Viktor Gunnarsson nokkuð
óvænt gegn Tómasi Björnssyni.
Nú er þriðjungur mótsins eftir
og það er margt spennandi fram-
undan í síðustu umferðunum. Það
er ekki óraunhæft að reikna með ís-
lenskum sigri á mótinu, þótt ljóst
sé að Ehlvest og fleiri muni ekki
leggja árar í bát í þeirri baráttu. Þá
eiga nokkrir skákmenn góða mögu-
leika á að ná lokaáfanga sínum að
AM-titli. Stefán Kristjánsson
stendur þar best að vígi, en Bragi
Þorfinnsson og Arnar Gunnarsson
eiga einnig góða möguleika.
Úrslit á efstu borðum í sjöttu
umferð:
Stefán Kristjánss. ? Helgi Áss ½-½ 
Bragi Þorfinnss. ? Hannes Hlífar 0-1 
Jaan Ehlvest ? Valeriy Neverov 1-0 
Oleg Korneev ? Jan Votava ½-½ 
Ferenc Berkes ? Emanuel Berg ½-½
Röð efstu manna þegar þrjár
umferðir eru til loka mótsins:
1.-3. Jaan Ehlvest, Hannes Hlíf-
ar, Helgi Áss 5 v.
4.-8. Oleg Korneev, Stefán Krist-
jánsson, Jonathan Rowson, Emanu-
el Berg, Jan Votava 4½ v.
9.-20. Michail Brodsky, Henrik
Danielsen, Valeriy Neverov, Þröst-
ur Þórhallsson, Bragi Þorfinnsson,
Aleksei Holmsten,
Helgi Ólafsson, Heikki
Westerinen, Tiger
Hillarp-Persson, Fe-
renc Berkes, Mikhail
Ivanov, Antoaneta
Stefanova 4 v.
Í 21.-28. sæti eru
síðan m.a. Arnar
Gunnarsson, Ingvar
Ásmundsson, Tómas
Björnsson og Lenka
Ptacnikova með 3½ v.
Þýski stórmeistar-
inn Eric Lobron hefur
ekki riðið feitum hesti
frá viðureignum sín-
um við ungu íslensku
skákmennina á þessu
móti. Hér er hann tekinn í kennslu-
stund hjá Braga Þorfinnssyni.
Hvítt: Eric Lobron
Svart: Bragi Þorfinnsson
Drottningarindversk vörn
1.Rf3 Rf6 2.c4 e6 3.d4 b6 4.Rc3
Bb4 5.Bg5 Bb7 6.e3 h6 7.Bh4 g5 
Önnur leið er 7...c5, t.d. 8.Bd3
cxd4 9.exd4 Bxf3 10.Dxf3 Rc6
11.De3 Be7 12.Bg3 d5 13.0?0 Rb4
14.cxd5 Rxd3 15.Dxd3 Rxd5
16.Db5+ Dd7 17.Rxd5 exd5 18.a4
Dxb5 19.axb5 Kd7 20.Hfc1 Hhc8
21.Hxc8 Kxc8 22.He1 Kd7 23.He5
f6 24.Hxd5+ Ke6 25.Hh5 Hd8
26.Kf1 Hxd4 og svartur vann
(Schweber-Keres, ólympíuskák-
mótinu í Tel Aviv 1964).
Svartur getur einnig leikið
7...Bxc3+ 8.bxc3 d6, t.d. 9.Be2
Rbd7 10.Bxf6 Rxf6 11.0?0 0?0
12.Bd3 He8 13.Rd2 e5 14.Dc2 e4
15.Be2 De7 16.a4 a5 17.Hae1 Rh7
18.f3 Rf6 19.f4 Ba6 20.f5 d5 21.Db3
Dd7 22.cxd5 Bxe2 23.Hxe2 Dxd5
24.c4 Dd6 25.Hf4 c6 26.Dxb6 Heb8
27.Dc5 Dxc5 28.dxc5 Hb2 29.Kf1
He8 30.g4 Ha2 31.h4 Hxa4 32.g5
Rh5 33.Hg4 Kf8 34.f6 g6 35.Heg2
hxg5 36.hxg5 Hb4 37.Hxe4 Hxe4
38.Rxe4 Hxc4 39.Rd6 Hc1+ 40.Ke2
Hxc5 41.Hg1 Kg8 42.Hb1 Hf5 43.e4
Rg3+ 44.Ke3 Rf1+ 45.Kd3 Hxg5
46.Hb8+ Kh7 47.Rxf7
Hg3+ 48.Ke2 g5
49.Rxg5+ Hxg5 50.f7
Rg3+ 51.Kf3 og svart-
ur gafst upp (Korts-
noj-Matanovic, Len-
ingrad 1957).
8.Bg3 Re4 9.Dc2
Bxc3+ 10.bxc3 d6
11.Bd3 f5 
Eða 11...Rxg3
12.hxg3 Rd7 13.a4 a5
14.Hb1 g4 15.Rh4 Rf6
16.d5 De7 17.0?0 Rd7
18.dxe6 Dxe6 19.Bf5
Dxc4 20.Hfd1 Rf6
21.Hd4 Dc6 22.Be6
Hg8 23.Bc4 Kf8
24.Bb5 Dc5 25.Hc4
De5 26.Hxc7 og hvítur vann (Tal-
Gligoric, áskorendamóti í
Bled/Zagreb/Belgrad 1959).
12.d5 exd5 13.Rd4 Df6 14.cxd5 ?
Önnur leið er 14.f3 Rc5 15.Bxf5,
t.d. 15. ? dxc4 16.Bg6+ Kd8 17.0?
0?0 Bc6 18.Rxc6+ Rxc6 19.h4 Re7
20.Be4 Hb8 21.hxg5 hxg5 22.Hhf1
b5 23.Hd4 Re6 24.Hd2 b4 25.Hfd1
bxc3 26.Hxd6+ cxd6 27.Bxd6 Rd4
28.Bxb8 Kc8 29.Hxd4 Kxb8
30.Db1+ Db6 31.Dxb6+ og svartur
gafst upp (Hasek-Vecsey, Prag
1928).
14...Bxd5 15.f3 ?
Eftir 15.Rxf5 Rc5! 16.Bb5+
Rbd7 17.f3 0?0?0 18.0?0 h5 er stað-
an nokkuð jöfn (Szilagyi-Barcza,
skákþingi Ungverjalands 1950).
15...Rxg3 16.hxg3 Rd7 
Eða 16...Be6 17.Bxf5 Bxf5
18.Dxf5 Dxf5 19.Rxf5 Kf7 20.Hxh6
Hxh6 21.Rxh6+ Kg6 22.Rg4 og
hvítur vann (Efimov-Gozzoli, Toul-
on 1996). 
17.Bxf5 0?0?0 
Eftir 17...Rc5 18.0?0?0 a6 19.e4
Bf7 20.f4 Kf8 21.e5 dxe5 22.fxe5
Dxe5 23.Hhf1 Kg7 24.Hde1 Dd6
25.Be4 átti hvítur vinningsstöðu í
skákinni, Spasskij-Gonzalez, Hav-
ana 1962).
18.Kf2 Kb8!?
Nýr leikur. 18...Df7 reyndist ekki
vel í skákinni, Lys-Choleva, Tékk-
landi 1997: 18...Df7 19.c4 Bb7
20.Be6 De7 21.Dg6 Dh7 22.Dxh7
Hxh7 23.Hh5 Hdh8 24.Hah1 Ba6
25.Bf5 Hg7 26.Rb5 c6 27.Rxd6+
Kc7 28.Hxh6 Hd8 29.He6 Rc5
30.Re8+ Hxe8 31.Hxe8 Bxc4 32.a3
a5 33.Hh6 b5 34.Hc8+ og svartur
gafst upp.
19.a4 a5 20.Be4 De5 21.Bxd5
Dxd5 22.Hab1 Hde8! 
23.Hb5?! ?
Leiðangur hróksins skilar hvíti
litlu. Betra virðist 23.e4 Dc4 24.Db3
Dxb3 25.Rxb3 He5 26.Kg1 h5
27.Hb2 Hh6 og það er ekki einfalt
fyrir svart að komast áfram,
23...Dc4 24.Hhb1 Re5 25.Kg1 ?
Enn virðist 25.e4 vera betri leik-
ur, t.d. 25...Ka8 26.Kg1 g4 27.Hd1
Hhf8 28.f4 Rc6 29.Hbb1 Rxd4
30.Hxd4 Dc6 o.s.frv.
25...g4! 26.Hxa5?! ?
Eðlilegra virðist að leika 26.f4
Rd7 27.Rf5 De6 28.Hxa5 Rc5
o.s.frv.
26...gxf3 27.gxf3 Hhg8 28.Dh7 ?
Eftir 28.Kg2 Rd3 29.e4 Re1+
30.Hxe1 bxa5 á svartur skiptamun
yfir og unnið tafl.
28...Rc6! 29.Hab5 Rxd4 30.cxd4
De2! ? 
Hér komi stöðumynd 2
31.g4 Dxf3 32.Hxb6+ cxb6
33.Hxb6+ Kc8 34.Dc2+ Kd7 
og hvítur gafst upp. Lokin hefðu
getað orðið: 35.Dh7+ He7 36.Hb7+
(36.Dxg8 Dxe3+ 37.Kh1 Df3+
38.Kg1 He1+ 39.Kh2 Hh1+ mát)
36...Kc6 37.Hc7+ Hxc7 38.Dxg8
Kb7 39.Db3+ Ka7 40.Db2 Dxg4+
og svartur vinnur létt.
Áttunda og næstsíðasta umferð
verður tefld í Ráðhúsi Reykjavíkur
í dag og hefst taflið klukkan 17.
Lokaumferðin verður síðan tefld á
morgun, föstudag, en hún hefst
fyrr an aðrar umferðir eða klukkan
13.
Skákþing Íslands 2002
Keppni í áskorendaflokki og opn-
um flokki á Skákþingi Íslands 2002
verður haldin dagana 23. til 31.
mars n.k. Mótið verður með sama
sniði og síðastliðið ár, þ.e. fyrsta
daginn verða tefldar 3 atskákir og
síðan kappskákir hina dagana. Teflt
verður eftir svissneska kerfinu.
Umhugsunartími í kappskákunum
verður 2 klst. á 40 leiki og 1 klst. til
að ljúka skákinni. Þátttökurétt í
áskorendaflokki eiga tveir efstu
menn úr opnum flokki 2001, ung-
lingameistari Íslands 2001, Íslands-
meistari kvenna 2001, skákmenn
með a.m.k. 1.800 skákstig og efstu
6 menn svæðamóta sem skilgreind
eru af stjórn S.Í. enda berist um-
sóknir þar að lútandi til stjórnar
S.Í. fyrir 20. mars n.k. ásamt mót-
stöflu. Teflt verður hjá Taflfélagi
Reykjavíkur, Faxafeni 12.
Skráning í áskorenda- og opinn
flokk hefst á mótsstað klukkustund
áður en fyrsta umferð hefst.
Daði Örn Jónsson
Bragi Kristjánsson
SKÁK
Ráðhús Reykjavíkur
XX REYKJAVÍKURSKÁKMÓTIÐ
7.-15. mars 2002
Helgi Áss og Hannes efst-
ir á Reykjavíkurmótinu
Hannes Hlífar 
Stefánsson
GRUNNSKÓLI Ólafsvíkur hélt nýverið
árshátíð með glæsibrag í félagsheim-
ilinu Klifi. Húsfyllir var á hátíðinni.
Voru nemendur ásamt kennurum
með heimatilbúin skemmtiatriði þar
sem þema kvöldins var sjómannslífið,
sungu nemendur nær allra bekkja
gömul og sígild sjómannalög, við und-
irleik kennara. Einnig komu fram tvær
efnilegar hljómsveitir, en önnur þeirra
var eingöngu skipuð stelpum úr 8.
bekk. Einnig sýndu nemendur dansa
og leikþætti við miklar og góðar und-
irtektir viðstaddra.
Í lokaatriði kvöldsins komu kenn-
arar og starfsfólk skólans fram á svið-
ið, með Svein Þór Elinbergsson skóla-
stjóra fremstan í flokki og sungu
kennararnir og starfsfólkið tvö vinsæl
popplög.
Morgunblaðið/Alfons
Lokaatriði kvöldsins þar sem kennarar og starfsfólk grunnskóla komu fram.
Árshátíð Grunnskóla Ólafsvíkur 
Nemendur 10. bekkjar sýndu glæsileg tilþrif.
STOFNAÐ hefur verið félag um
Lagarfljótsorminn og ber það nafnið
Ormsskrín. Félagið mun þróa fjöl-
breyttar hugmyndir um nýtingu
ormsins og m.a. byggja starf sitt á
nýlegri úttekt Sögusmiðjunnar um
möguleika hér að lútandi og fræði-
rannsóknum Helga Hallgrímssonar
náttúrufræðings.
Meginmarkmið félagsins er að
stuðla að uppbyggingu starfsemi
sem grundvallast á sögu, menningu
og náttúrufari Fljótsdalshéraðs,
ekki síst með áherslu á söfnun og
miðlun upplýsinga um Lagarfljót-
sorminn. Markmiðum sínum hyggst
félagið ná með því að koma Lagar-
fljótsorminum á ný á heimskort
skrímslafræðinnar, að auka þekk-
ingu á lífríki, náttúrufari og um-
hverfi Lagarfljótsins með því að
stuðla að þverfaglegum rannsóknum
og vinna að uppbyggingu á fræða- og
rannsóknasetri. Þá hyggst félagið
koma á fót viðvarandi sýningu um
orminn langa og efla útgáfu og
fræðastarf í tengslum við menning-
arlandslag og sögu Héraðsins.
Meðal fyrstu verkefna Orms-
skrínsins er að koma upp upplýs-
ingaskiltum við þá staði Fljótsins
þar sem Lagarfljótsormurinn hefur
sést og útgáfa korts í því samhengi.
Þá munu upplýsingar um verkefnið
verða settar út á Netið undir slóðinni
ormur.is.
Formaður félagsins er Skúli B.
Gunnarsson, en aðrir stjórnarmenn
Gunnlaugur Jónasson og Ólöf B.
Bragadóttir. Varamenn í stjórn eru
Benedikt Vilhjálmsson og Steinunn
Ásmundsdóttir.
Lagarfljótsormur-
inn vakinn til dáða
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Stjórnarmenn Ormsskríns, sem mun vinna að endurreisn Lagarfljóts-
ormsins. F.v. Gunnlaugur Jónasson, Benedikt Vilhjálmsson, Skúli B.
Gunnarsson, Steinunn Ásmundsdóttir og Ólöf B. Bragadóttir.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68