Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						HVERNIG á að lesa Passíusálm-
ana? Hvað á að ráða, innihaldið eða
formið, þegar sálmarnir eru lesnir
upphátt? Hvaða sálmar hafa verið
mest lesnir af gengnum kynslóðum? 
Þessar spurningar og margar
fleiri verða ræddar á umræðudegi
eldri borgara í Árnessýslu núna á
föstudaginn, 15. mars, í Skálholti
undir leiðsögn Karls Guðmunds-
sonar leikara, sem mikið hefur
fjallað um Passíusálmana og lesið
þá nýverið inn á geisladisk.
Þessar umræður hefjast kl. 10.00
og ná fram að hádegisverði. Að
honum loknum verða umræður um
ímynd eldri borgara í fjölmiðlum og
hversu megi bregðast við því
hvernig fjölmiðlar umgangast eldri
borgara. Rektor Skálholtsskóla, sr.
Bernharður Guðmundsson, leiðir
þær umræður.
Að loknum umræðunum verður
drukkið síðdegiskaffi og þegin far-
arblessun í Skálholtskirkju áður en
haldið er heimleiðis.
Árnesprófastsdæmi gengst fyrir
umræðudeginum í samvinnu við
Skálholtsskóla sem verður sem fyrr
segir núna á föstudaginn, 15. mars.
Eru allir eldri borgarar prófasts-
dæmisins hjartanlega velkomnir til
þess að eiga skemmtilegan og upp-
byggilegan dag í Skálholti. Að-
gangur er ókeypis en veitingar eru
á kostnað þátttakenda.
Íslenskar eldstöðvar
og eldstöðvakerfin á
Reykjanesskaga
KEFLAVÍKURKIRKJA og Miðstöð
símenntunar á Suðurnesjum boða
til fundar með Ara Trausta Guð-
mundssyni jarðfræðingi í Kirkju-
lundi, Keflavík, kl. 20 fimmtudag-
inn 14. mars.
Ari Trausti mun fjalla í máli og
myndum um nýútkomna bók sína,
Íslenskar eldstöðvar, sem var til-
nefnd til íslensku bókmenntaverð-
launanna 2001 og m.a. ræða um eld-
stöðvakerfin á Reykjanesskaga.
Allir eru velkomnir meðan húsrúm
leyfir.
Krossinn með 
samkomu á Selfossi
KROSSINN verður með samkomu í
sal Fjölbrautaskóla Suðurlands á
Selfossi föstudaginn 15. mars kl.
20.30. Gunnar Þorsteinsson mun
predika. Sönghópur Krossins mun
syngja og Thomas og Sheila Sloan
frá Bandaríkjunum munu flytja
tónlist. Allir eru velkomnir. Að-
gangur er ókeypis.
Skálholt ? 
umræðudagur
eldri borgara
Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson
Keflavíkurkirkja
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 59
KIRKJUSTARF
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl.
14-17 í neðri safnaðarsal. Sönghópur
undir stjórn organista. Fræðslukvöld kl.
20 í safnaðarheimilinu. Fjallað um bók
Esekíel spámanns og upphaf gyðing-
dóms.
Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10-
12.
Dómkirkjan. Opið hús í safnaðarheimilinu
kl. 14-16. Kaffi og með því á vægu verði.
Ýmsar uppákomur.
Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Létt-
ur málsverður í safnaðarheimili eftir
stundina.
Háteigskirkja. Foreldramorgunn kl. 10.
Stúlknakór kl. 16.30 fyrir stúlkur fæddar
1989 og eldri. Stjórnandi Birna Björns-
dóttir. Íhugun kl. 19. Taizé-messa kl. 20.
Langholtskirkja. Foreldra- og barnamorg-
unn kl. 10-12. Upplestur, söngstund,
kaffispjall. Endurminningafundur í Guð-
brandsstofu kl. 14-15.30.
Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45-
7.05. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Org-
eltónlist í kirkjunni kl. 12-12.10. Að stund-
inni lokinni er málsverður í safnaðarheim-
ili. Samvera eldri borgara kl. 14.
Sóknarprestur flytur guðs orð og bæn.
Guðbergur Auðunsson rifjar upp gamla
slagara sem hann söng í óskalagaþáttum
útvarpsins á sínum sokkabandsárum við
undirleik Gunnars Gunnarssonar. Með
honum í för verður gamall skólabróðir og
vinur, Jörundur Ingi allsherjargoði, sem
segir frá lífi sínu og starfi. Umsjón í hönd-
um þjónustuhóps Laugarneskirkju, kirkju-
varðar og sóknarprests. Alfanámskeið kl.
19-22. Kennarar Ragnar Snær Karlsson,
Nína Dóra Pétursdóttir og sr. Bjarni Karls-
son.
Neskirkja. Nedó kl. 17. Unglingaklúbbur
fyrir Dómkirkju og Neskirkju fyrir 8. bekk.
Nedó kl. 20 fyrir 9. bekk og eldri. Umsjón
Sveinn og Þorvaldur. Félagsstarf aldraðra
laugardaginn 16. mars kl. 14. Þorsteinn
Haukur og hundurinn Bassi kynna starf
Bassa. Borinn verður fram léttur hádeg-
isverður. Þeir sem ætla að neyta matarins
þurfa að tilkynna þátttöku í síma 511-
1560. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Hall-
dórsson.
Árbæjarkirkja. Barnakóraæfing kl. 17-18.
Breiðholtskirkja. Biblíulestrar kl. 20-22.
Námskeið á vegum Reykjavíkurprófasts-
dæmis og leikmannaskóla þjóðkirkjunnar.
Á námskeiðinu verður leitast við að draga
fram nokkra áhersluþætti í siðfræðiboð-
skap Jesú sem þessar hugmyndir höfða
bæði réttilega til og annað sem er rang-
túlkað. Farið verður í valda texta úr Nt. og
m.a. tekin fyrir stef úr fjallræðunni og
dæmisögum Jesú. Fyrirlesari er dr. Sig-
urjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur í
Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Á eftir
fyrirlestrinum er boðið upp á umræður yfir
kaffibolla. Mömmumorgunn föstudag kl.
10-12. Páskaföndur.
Digraneskirkja. Kirkjustarf aldraðra. Leik-
fimi ÍAK kl. 11.15. Bænastund kl. 12.10.
Fyrirbænaefnum má koma til kirkjuvarða.
Léttur hádegisverður eftir stundina. Alfa-
námskeið kl. 19. Kvöldverður, fræðsla,
umræðuhópur. Fræðsluefni: Hvernig get
ég talað við aðra um trú mína? Kennari sr.
Magnús B. Björnsson. 
Fella- og Hólakirkja. Helgistund og bibl-
íulestur í Gerðubergi kl. 10.30-12 í um-
sjón Lilju djákna. Starf fyrir 9-10 ára stúlk-
ur kl. 17.
Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar kl. 10-
12. Fræðandi og skemmtilegar samveru-
stundir og ýmiss konar fyrirlestrar. Alltaf
heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börn-
in. Kirkjukrakkar í Húsaskóla fyrir 7-9 ára
börn kl. 17.30-18.30. Æskulýðsfélag í
Grafarvogskirkju fyrir 8.-9. bekk kl. 20-22.
Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar kl. 16.30.
Alfanámskeið kl. 20.
Kópavogskirkja. Starf með eldri borgur-
um í dag kl. 14.30-16.30 í safnaðarheim-
ilinu Borgum. Kyrrðar- og bænastund kl.
17. Fyrirbænaefnum má koma til sókn-
arprests eða kirkjuvarðar.
Seljakirkja. KFUM fundur fyrir stráka á
aldrinum 9-12 ára kl. 16.30.
Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl.
21. Tónlist, ritningarlestur, hugleiðing og
bæn. Bænarefnum má koma til presta
kirkjunnar og djákna. Hressing í safnaðar-
heimilinu eftir stundina. Biblíulestrarnir
sem verið hafa kl. 20 falla niður en bent
er á Alfanámskeiðið á miðvikudögum.
Prestarnir.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10-
12 ára kl. 17-18.30.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung
börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safn-
aðarheimili Strandbergs, kl. 10-12. Opið
hús fyrir 8-9 ára börn í safnaðarheimilinu
Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17-18.30.
Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 10-12
ára börn (TTT) í dag kl 17:00. Foreldra-
stund kl. 13-15. Kjörið tækifæri fyrir
heimavinnandi foreldra með ung börn að
koma saman og eiga skemmtilega sam-
veru í safnaðarheimili kirkjunnar.
Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl.
20.
Landakirkja: Kl. 10 foreldramorgunn með
þriggja mínútna pistli móður.
Keflavíkurkirkja. Lokaæfing fyrir ferming-
arbörn 17. mars. Þau sem fermast kl.
10.30 (hópur 3, 8.ST) mæti kl. 16. Þau
sem fermast kl. 14 (hópur 4, 8.IM) mæti
kl. 17.
Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir vel-
komnir.
KFUM, Holtavegi 28. Fundur í kvöld kl.
20. Að breyta heiminum byrjar heima.
Efni: Guðrún Agnarsdóttir, læknir og fyrr-
verandi alþingismaður. Upphafsorð: Guð-
mundur K. Sigurgeirsson. Hugleiðing:
Helgi Gíslason kennari. Allir karlmenn vel-
komnir.
Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna-
stund kl. 12. Bænaefnum má koma til
prestanna. Eftir stundina er hægt að
kaupa léttan hádegisverð í safnaðarheim-
ili. 
Glerárkirkja. Opið hús fyrir foreldra og
börn kl. 10-12. Heitt á könnunni og safi
fyrir börnin. Æfing barnakórsins kl. 17.30.
Hjálpræðisherinn, Akureyri. Kl. 17 KK fyr-
ir 8 og 9 ára, kl. 19.30 söngæfing ung-
linga, kl. 20.30 unglingasamvera. Allir vel-
komnir.
Egilsstaðakirkja. Föstumessa í kvöld kl.
20. Sóknarprestur.
Safnaðarstarf
VINSTRIHREYFINGIN ? grænt
framboð í Reykjavík afgreiddi á fundi
sínum í Rúgbrauðsgerðinni þriðju-
daginn 5. mars sl. framboðslista sinn
sem hluta af framboði R-listans til
komandi borgarstjórnarkosninga.
Við stofnun VG, á landsfundum og
flestum samkomum hreyfingarinnar,
hefur stöðugt verið hamrað á því að
hér hafi komið nýtt afl til sögunnar í
íslenskum stjórnmálum. Undirritað-
ur, gamall félagshyggju-, samvinnu-
og framsóknarmaður, fagnaði mjög
enda lentur á pólitískum vergangi
undan hægrisinnaðri stjórn Halldórs
Ásgrímssonar. Gekk ég því fagnandi
til liðs við þetta nýja afl.
Fljótt varð ég þess þó var á fundum
þessa nýja afls að mikinn kala báru
margir þar til framsóknarmanna og
höfðu um þá mörg ljót orð. Vissu þeir
greinilega ekki að grundvallarhug-
sjónir Framsóknarflokksins höfðu
verið félagshyggja og samvinna og að
taka manngildið fram fyrir auðgildið.
Framsóknarflokkurinn var á hraðri
leið frá þessum hugsjónum og hefði
því verið sæmileg kurteisi að taka vel
við flóttafólki úr þeirri átt inn í nýtt
afl. Að nýju afli vinstrigrænna laðað-
ist einnig gott fólk sem m.a. lýsti því
yfir að innan gömlu flokkanna hefði
það ekki fundið sér samastað en fagn-
aði þessu nýja og ferska afli.
Á framboðsfundinum í Rúgbrauðs-
gerðinni kom hinsvegar endanlega í
ljós að Vinstri hreyfingin ? grænt
framboð er afturganga Alþýðubanda-
lagsins og sem verra er, svo kraftlaus
afturganga að afl sitt kýs hún að
sækja í auðsveipa þjónkun undir pils-
falda Ingibjargar Sólrúnar og Sam-
fylkingarinnar. Uppstillingarnefnd
hafði tilnefnt 8 fulltrúa inn á R-listann
en fundarmenn stungu uppá nokkr-
um öðrum en endanlega voru átta
kosnir svo sem ætlast var til.
Frambjóðendur kynntu sig og kom í
ljós að flestir höfðu unnið að fé-
lagsstörfum og auk þess verið fæddir
inn í Alþýðubandalagið. Einn átti auk
þess það tromp uppi í erminni að
fyrstu orðin sem hann skrifaði voru
?Ísland úr NATO ? herinn burt?. Tals-
vert var deilt um hvort einhver fram-
bjóðendanna væri grænni en aðrir.
Niðurstaðan var sú að það væri ekki
fyrr en í sjötta sætinu sem slíkur væri.
Enginn frambjóðenda ræddi borgar-
málin undir stjórn núverandi meiri-
hluta og því kom engin gagnrýni fram
á stefnu R-listans sl. kjörtímabil nema
frá undirrituðum. Uppstillingarnefnd
hafði sett Árna Þór Sigurðsson í fyrsta
sæti listans og Kolbein Proppé í hið
þriðja. Þessir menn höfðu gegnt trún-
aðarstörfum fyrir R-listann allt sl.
kjörtímabil en reyndar skotist undan
pilsfaldi Ingibjargar Sólrúnar svona
rétt mátulega til þess að tengja VG við
Samfylkinguna. Létu fundarmenn svo
vel að þessum hlaupastrákum að þeir
áttu fylgi um 75% fundarmanna.
Varð úr þessum fundi þvílík hallel-
újasamkoma til stuðnings gjörðum R-
listans að ég varð aftur og aftur að
klípa mig í handlegginn til að sann-
færast um að ég væri vakandi en ekki
staddur í martröð á kröftugum bar-
áttufundi Samfylkingarinnar.
Mér varð þarna ljóst að VG er ekki
nýtt afl í íslenskum stjórnmálum
heldur aðeins undirgefin afturganga
Samfylkingarinnar. Ég baðst því af-
sökunar á að hafa eytt tíma samkom-
unnar og yfirgaf þetta gamla lúna lið
endanlega.
KRISTINN SNÆLAND,
Engjaseli 65,
109 Reykjavík.
VG nýtt afl? ? Nei
Frá Kristni Snæland leigu-
bifreiðastjóra:
MEÐ nýjum mönnum koma oft ný
málefni, með nýrri forystu breytist
forgangsröðun. Þetta er fullkom-
lega eðlilegt og heilbrigt. En nýjum
mönnum ber samt skylda til að
haga störfum sínum með hliðsjón af
verkum forvera sinna. Breytingar
eru nauðsynlegar en vissar skuld-
bindingar verður að standa við, lof-
orð má ekki svíkja. Forveri þinn í
embætti, Björn Bjarnason, hafði
lengi eitt málefni á dagskrá sem
hann barðist fyrir þó að aldrei hafi
málið komist í gegn. Þetta málefni
er bygging íþróttahúss við Mennta-
skólann við Hamrahlíð. 
Allt frá stofnun skólans, árið
1966, hafa stjórnendur hans barist
fyrir byggingu íþróttahússins sem
þeir töldu, og telja, að sé nauðsyn-
legur hluti af skólanum. Fyrsti
rektor skólans, Guðmundur Arn-
laugsson, þurfti að horfa aftur og
aftur upp á baráttu sína verða fyrir
barðinu á djúpum skúffum skrif-
ræðisins. Þóttist hann hafa unnið
vissan sigur þegar þingsályktunar-
tillaga um byggingu íþróttahússins
var samþykkt á áttunda áratugn-
um, takið eftir; þá voru núverandi
nemendur skólans ekki einu sinni
komnir undir. En þessi þingsálykt-
un ?týndist? því miður og hefur
ekki sést síðan diskóið var og hét.
Málið hefur semsagt alltaf horfið á
einhvern hátt af borði stjórnvalda
og ofan í skúffu, inn í skáp, undir
teppi. Það er sama hvernig nem-
endur skólans og stjórnendur hans
hafa reynt að vekja athygli á mál-
inu, enn þurfum við að horfa á
grjót, sinu og for á lóðinni austan
við skólann þar sem íþróttahúsinu
hefur ávallt verið ætlaður sama-
staður.
Nokkuð birti til þegar Björn
Bjarnason fór að berjast fyrir mál-
inu niðri á þingi og tókst honum að
fá alls 60 milljónir brennimerktar
til verkefnisins á árunum 1998 og
?99. En Björn taldi sér aldrei fært
að standa í þessum framkvæmdum
nema borgaryfirvöld kæmu til móts
við ríkið og það sem meira var,
hann taldi það lagalega skyldu
borgarinnar. Borgarstjóri taldi hins
vegar að þar sem ríkið á MH að
öllu leyti og stóð eitt að stofnun og
byggingu hans þá ætti ríkið að
standa eitt að öllum viðbótarfram-
kvæmdum s.s. íþróttahúsi. Þessi
lagalega deila hefur hingað til verið
hinn óyfirstíganlegi þrándur í götu
íþróttahússins. 
En nú er betri tíð. Þessi deila var
að mestu leyti leyst á fundi með
nemendum og kennurum MH nú á
dögunum þar sem menntamálaráð-
herra og borgarstjóri útkljáðu sín
mál. Afraksturinn af þeim fundi
varð sá að borgarráð samþykkti að
veita fjármunum til verkefnisins.
Hvort sem henni ber lagaleg skylda
til þess eða ekki hefur Reykjavík-
urborg ákveðið að standa með rík-
inu í þessu máli. 
Nú biðlum við MH-ingar til þín.
Við erum þreytt á aðgerðarleysi og
sviknum loforðum. Við erum þreytt
á því að málið týnist í kerfinu. Við
erum þreytt á því að vera eilíft bit-
bein stjórnvalda sem virðast ekki
hafa áhuga á kjörum okkar sem
kannski er skiljanlegt, bara helm-
ingur skólans með kosningarétt.
Tómas Ingi, ekki láta íþróttahúsið
sem okkur hefur nú enn einu sinni
verið lofað enda sem týnt skjal á
botni einhverrar skúffu. Þú hefur
axlað þessa miklu ábyrgð og við
treystum á þig og gerum þá sjálf-
sögðu kröfu að þú berjist fyrir þá
sem þú hefur tekið undir þinn
væng. Það er við hæfi að enda á
orðum Guðmundar Arnlaugssonar
fyrsta rektors MH: ,,Ég hygg að
aldrei hafi jafn stór skóli þurft að
bíða jafn lengi eftir jafn sjálfsögð-
um hlut.?
KÁRI HÓLMAR 
RAGNARSSON,
nemandi í Menntaskólanum 
við Hamrahlíð.
Opið bréf til mennta-
málaráðherra
Frá Kára Hólmari Ragnarssyni:
Fimmtudagstilboð
Herrakuldaskór
OPIÐ MÁNUDAGA-FÖSTUDAGA FRÁ KL. 12-18
LAUGARDAGA FRÁ KL. 10-16
Suðurlandsbraut, sími 533 3109
EURTK80556 o.fl.
Litur: Svartur
Stærðir: 39-46
Verð áður 6.995
Verð nú 3.995

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68