Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						73. TBL. 90. ÁRG. FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 28. MARS 2002
SAUTJÁN manns týndu lífi er mað-
ur sprengdi sjálfan sig upp í yfirfullu
hóteli í ísraelska bænum Netanya í
gær. Meira en 100 slösuðust. Líkur á,
að Bandaríkjamönnum takist að
koma á vopnahléi milli Ísraela og Pal-
estínumanna þykja nú hverfandi og
mikil óeining á fundi arabaríkjanna í
Beirút hefur ekki orðið til að glæða
vonirnar.
Maðurinn sprengdi sig upp í veit-
ingasal hótels í strandbænum Net-
anya en þar hafði fólk safnast saman
til að fagna páskahátíðinni. Var
sprengingin svo öflug, að veggir sal-
arins brotnuðu út. Arabísk sjón-
varpsstöð sagði í gær, að hin herskáa
Hamas-hreyfing meðal Palestínu-
manna hefði lýst verknaðinum á
hendur sér.
Ísraelsk stjórnvöld sögðu í gær, að
Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu-
manna, bæri ábyrgð á hryðjuverkinu,
sem sýndi, að Palestínumenn vildu
ekkert vopnahlé.
Lítil samstaða
Mikil óeining var á leiðtogafundi
arabaríkjanna í Beirút í gær og varð
það til að draga úr þeim vonum, sem
við hann voru bundnar. Aðeins 12 af
22 ráðamönnum í arabaríkjunum
sóttu fundinn og hvorki Hosni Mub-
arak, forseti Egyptalands, Abdullah,
konungur Jórdaníu, né Yasser Ara-
fat, leiðtogi Palestínumanna, sem
Ísraelar leyfðu ekki að fara.
Á fundinum kynnti Abdullah,
krónprins í Sádi-Arabíu, tillögur um,
að arabaríkin tækju upp eðlileg sam-
skipti við Ísraela gegn því að þeir
skiluðu öllu arabísku landi og leyfðu
flóttafólki að snúa aftur til átthag-
anna í Ísrael. Lagði Abdullah til, að
tillögurnar yrðu lagðar fyrir örygg-
isráð Sameinuðu þjóðanna og skoraði
á Ísraela að snúa baki við ofbeldinu.
Ísraelar hafa í orði kveðnu fagnað
frumkvæði Sádi-Araba en Ariel
Sharon, forsætisráðherra landsins,
vísaði tillögunum í raun á bug í gær í
viðtali við ísraelskt dagblað er hann
sagði, að það yrði til að ?tortíma Ísr-
ael? að hverfa aftur til landamæranna
1967.
Gengu af fundi
Palestínumenn gengu út af fund-
inum í Beirút er Líbanonstjórn kom í
veg fyrir, að Arafat fengi að ávarpa
fundinn beint um gervihnött og Sádi-
Arabar kröfðust þess þá, að Palest-
ínumenn yrðu beðnir afsökunar. Af
því varð þó ekki og Líbanar áttu í
miklum vandræðum með að skýra út
ákvörðunina um Arafat. Hann flutti
síðan ávarpið á sjónvarpsstöðinni Al-
Jazeera þar sem hann fordæmdi
?hryðjuverkastarfsemi Ísraelsríkis?
en fagnaði tillögum Sádi-Araba.
Sautján týndu lífi í
sjálfsmorðsárás í Ísrael
Hryðjuverkið og óeining á araba-
fundi draga enn úr friðarlíkum
Jerúsalem, Beirút. AP, AFP.
MIKIÐ uppnám hefur orðið
innan norsku póstþjónust-
unnar vegna frímerkis, sem
verið er að gefa út í tilefni
af 100 ára afmæli norska
knattspyrnusambandsins. Á
því er mynd af dómara í leik
en nú hefur komið í ljós, að
hún er ekki af rétta mann-
inum og raunar veit enginn
hver hann er.
Elisabeth Gjølme, blaða-
fulltrúi póstsins, sagði í gær,
að þetta væri hið mesta
vandræðamál en myndina
hefði stofnunin keypt í góðri
trú. Átti hún að sýna Lars
Johan Hammer, 27 ára
knattspyrnudómara, en
myndin á frímerkinu er ekk-
ert lík honum.
Hammer segist hafa
hlakkað mikið til að sjá frí-
merkið en sem knatt-
spyrnudómari viti hann, að
mönnum geti orðið á mistök.
Starfsmenn póstsins gera
nú allt til að hafa uppi á
manninum á frímerkinu og
birtu meðal annars heilsíðu-
auglýsingu í því skyni í Ver-
dens Gang í gær. Komið
hafa fram vísbendingar um,
að hann sé þýskur og hafi
dæmt á meistaramóti yngri
flokkanna. Hvernig sem allt
fer verða frímerkin gefin út
12. apríl og Gjølme kvaðst
vona, að maðurinn á mynd-
inni gerði sig ánægðan með
það, hver sem hann væri. 
Hver 
er mað-
urinn?
Ósló. AP.
MARGIR eftirskjálftar töfðu veru-
lega fyrir björgunarstarfi á jarð-
skjálftasvæðunum í Afganistan í
gær. Ollu þeir skriðuföllum, sem
lokuðu vegum og komu í veg fyrir
flutning á hjálpargögnum. Um
20.000 manns misstu heimili sitt í
hamförunum á mánudag en tölur
um látna eru enn mjög á reiki.
Segja sumir um 1.000 en afganskir
embættismenn telja, að allt að
3.000 manns kunni að hafa farist.
Starfsmenn hjálparstofnana draga
það þó í efa. Talsmaður Sameinuðu
þjóðanna sagði í gær, að sex bæir
hefðu hrunið alveg til grunna. Kom
það í ljós er flogið var yfir þá en
akstur á þessu svæði er mjög vara-
samur vegna mikils fjölda jarð-
sprengna. Á þessum slóðum var
lengi helsta víglínan milli Norður-
bandalagsins og talibanahersins.
Þrátt fyrir erfiðleikana var al-
þjóðleg aðstoð farin að berast fólk-
inu. Hamid Karzai, forsætisráð-
herra bráðabirgðastjórnarinnar í
Afganistan, kom á jarðskjálfta-
svæðin í gær og reyndi að stappa
stálinu í íbúana, sem hafa liðið fyr-
ir stríðsátök í áratugi, vegna
þurrka í nokkur ár og hafa nú
misst allt í hamförum náttúrunnar.
Á myndinni má sjá unga stúlku,
sem æpir af skelfingu í fangi föður
síns, er einn eftirskjálftanna reið
yfir og þyrlaði upp rykinu frá
hrundum húsum.
Reuters
Eftirskjálftar tefja hjálparstarf
L52159 Þúsundir/20
VERIÐ er að undirbúa harðar að-
gerðir gegn farsímafyrirtækjum
innan Evrópusambandsins, ESB,
og þá með það fyrir augum að
neyða þau til að lækka ákveðin
gjöld.
Breska blaðið Financial Times
skýrði frá þessu í gær og sagði, að
framkvæmdastjórn ESB hefði
gengið frá drögum að tillögum um
hvernig neyða skuli farsímafyrir-
tækin til að lækka þau gjöld, sem
þau taka fyrir að tengja notanda í
fastlínukerfinu við farsímakerfið.
Í blaðinu segir, að þessi gjöld séu
allt að tveimur þriðju kostnaðarins
við að hringja úr fastlínukerfinu í
farsímanúmer og um leið stór hluti
af tekjum farsímafyrirtækjanna.
Samkvæmt tillögunum, sem verða
kynntar á næstu vikum, verður
fjarskiptayfirvöldum heimilað að
ákveða þessi gjöld með reglugerð.
Er þá litið svo á, að farsímafyr-
irtækin hafi einokun hvað þessa
gjaldtöku varðar og verði þar með
að beygja sig undir opinber af-
skipti.
Til að tryggja 
samkeppni
Markmið tillagnanna er ?að
tryggja virka samkeppni til fram-
búðar á markaði, sem einkennist af
miklum girðingum? að því er fram
kemur í blaðinu. Þar er einnig haft
eftir Oftel, sem hefur eftirlit með
fjarskiptamálum í Bretlandi, að 3%
lækkun fyrrnefndra gjalda myndi
spara breskum neytendum 28,4
milljarða ísl. kr. árlega en kosta
bresku farsímafyrirtækin fjögur
rúmlega 21 milljarð kr.
Aðgerðir gegn far-
símafyrirtækjum
Verða
knúin til
að lækka
gjöld
París. AFP.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64