Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FRÉTTIR
4 FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HARÐVÍTUG forsjárdeila franskra
hjóna, sem hafa lengi verið búsett hér
á landi, um tveggja ára gamalt
stúlkubarn hefur tekið nýja stefnu en
móðir stúlkunnar nam hana á brott
frá föðurnum á þriðjudag. Að hans
sögn var talsverðu ofbeldi beitt, for-
eldrar konunnar hefðu tekið þátt í
brottnáminu með því að sparka í
hann og úða e.k. táragasi framan í
hann á meðan konan dró stúlkuna
upp í bíl sem ók brott á miklum
hraða. 
Konan hringdi í gær í Dögg Páls-
dóttur hrl., lögmann sinn í forsjár-
deilunni, og sagðist hafa tekið stúlk-
una af föðurnum en engu ofbeldi
hefði verið beitt.
Maðurinn og konan eru bæði
frönsk en þau settust að hér á landi
árið 1995. Óskað var eftir skilnaði í
fyrra og hófst þá deila um það hvort
fengi forsjá með stúlkunni. Með úr-
skurði Héraðsdóms Reykjavíkur
fékk konan forsjána til bráðabirgða.
Maðurinn krafðist þá farbanns yfir
stúlkunni og féllst dómurinn á þá
kröfu. Að sögn Daggar braut mað-
urinn gegn þessu farbanni, sem hann
hafði sjálfur krafist, þegar hann fór
með stúlkuna til Frakklands í byrjun
september sl. í óþökk móðurinnar.
Síðan þá hefði konan reynt að fá dótt-
ur sína til baka með aðstoð dóms-
málaráðuneytisins en það hefði ekki
tekist þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Dögg telur ekki að frönsk yfirvöld
muni hafast að í málinu þrátt fyrir að
óhefðbundnum aðferðum hafi verið
beitt við að koma barninu í hendur
konunnar. ?Kjarni málsins er sá að
hún er löglegur forsjáraðili barnsins
og það er maðurinn sem hefur haldið
því frá henni með ólögmætum hætti,?
segir Dögg. Hún sagði að Frakkland
og Ísland væru aðilar að alþjóðasátt-
málum sem kveða skýrt á um að börn
skuli vera hjá því foreldri sem hafi
forsjána. Þá gildi íslensk lög og lög-
saga í málinu enda voru þau bæði bú-
sett hér á landi þegar þau ákváðu að
skilja. Dögg segist ekki vita hvar
konan er niðurkomin eða hvað hún
ætlast fyrir. Líklegast sé þó að hún
komi aftur til Íslands enda er hún bú-
sett hér. 
Ofbeldisfullt brottnám
Faðir stúlkunnar sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær að hann liti
svo á að íslenskir dómstólar hefðu
ekki lögsögu í forsjárdeilunni. Skv.
frönskum lögum bæri að flytja slík
mál fyrir dómstólum í Frakklandi
þegar í hlut ættu franskir borgarar.
Því væri úrskurður Héraðsdóms
Reykjavíkur um að bráðabirgðafor-
ræðið væri hjá konunni ekki gildur.
Þegar forræðisdeilan hófst hefði
hann leitað upplýsinga hjá franska
sendiráðinu og þar hefði honum verið
tjáð að íslenskir dómstólar ættu að
fara með málið. Hann hefði því ekki
talið sig eiga annan kost en að koma
fyrir dóm hér á landi. Héraðsdómur
hefði síðan algjörlega hundsað fram-
burð vitna, um að barninu liði illa hjá
móður sinni og að hún hefði beitt
dóttur sína ákveðnu harðræði, og
veitt henni bráðabirgðaforsjá. Eftir
þann úrskurð hefði hann haft sam-
band við frönsk stjórnvöld sem hefðu
upplýst hann um að málið félli undir
franska lögsögu. Á þeim forsendum
hefði hann ákveðið að fara með dótt-
ur sína til Frakklands í september sl.
Hann hefði boðið móður hennar að
umgangast barnið reglulega en hún
hefði ekki sinnt því þar til fyrir
skömmu. Þá hefði hann krafist þess
að það yrði á heimili sínu þar sem
hann vildi tryggja að stúlkan yrði
örugg. Að þessum heimsóknum
hefðu verið óháð vitni. Konan hefði
tekið þessu illa og krafist þess að
hitta stúlkuna utandyra, á kaffihús-
um eða í almenningsgörðum. Það
hefði hann fallist á en eftir á að
hyggja hefðu það verið mistök. Á
þriðjudag hefði hann hitt konuna
ásamt dóttur sinni í almenningsgarði.
Einnig hefðu foreldrar hennar verið
viðstaddir auk kunningja mannsins.
Skyndilega hefði bíl verið ekið að
þeim og hemlað skyndilega. Hurðinni
hefði verið hrundið upp og konan ýtt
stúlkunni harkalega upp í bílinn. Á
meðan hefði faðir konunnar sparkað í
hann og úðað eins konar táragasi
framan í hann. Móðir konunnar hefði
einnig beitt úða auk þess sem hún
hefði bitið og sparkað. Allt þetta hefði
gerst mjög skyndilega og hefði
hvorki hann né kunningi hans komið
vörnum við. 
Íslensk lög gilda
Skv. upplýsingum frá dómsmála-
ráðuneytinu gilda íslensk lög um
forsjá með börnum um alla þá sem
búsettir eru hér á landi, þ.m.t. erlend-
ir ríkisborgarar. Héraðsdómur hefði
metið það svo að málið ætti að reka
fyrir íslenskum dómstólum. Þá væru
Frakkland og Ísland bæði aðilar að
samningi um viðurkenningu og fulln-
ustu ákvarðana varðandi forsjá
barna. Að kröfu dómsmálaráðuneyt-
isins fól franska dómsmálaráðuneytið
saksóknara í Lille í Frakklandi að
reka mál til að gera föður stúlkunnar
að afhenda hana móðurinni. Á þetta
féllst héraðsdómur en þar sem fað-
irinn áfrýjaði dómnum hafa frönsk
stjórnvöld ekki treyst sér til þess að
framfylgja úrskurðinum. 
Nam dóttur sína á brott 
í Lille í Frakklandi 
Faðirinn kveðst ekki viðurkenna
lögsögu íslenskra dómstóla 
ÍSLENSK stjórnvöld hafa bætt sig
verulega við að staðfesta tilskipanir
sem samþykktar hafa verið á Evr-
ópska efnahagssvæðinu, að því er
fram kemur í nýrri skýrslu Fríversl-
unarsamtaka Evrópu ? EFTA. Í lok
ársins 2001 hafði Ísland samþykkt
97,9% tilskipana EES. Til saman-
burðar hafði Lichtenstein samþykkt
97,6% tilskipana EES og Noregur
97,8% tilskipana. 
Í skýrslunni kemur fram að Ísland
hafi bætt sig töluvert í þessum mál-
um miðað við árið 2000. Sömu sögu er
að segja af Lichtenstein og Noregi.
Staðfesting á 
tilskipunum EES
Íslensk stjórn-
völd bæta sig
SÍÐASTI áfanginn í sjötindaleið-
angri Haralds Arnar Ólafssonar
hefst í dag, skírdag, þegar hann
heldur áleiðis til Nepal til að klífa
hæsta hæsta fjall heims, Everest
(8.850 m). Búist er við að leiðang-
urinn taki tvo mánuði og gangi allt
að óskum ætti Haraldur að komast
á tindinn í síðasta lagi fyrir maílok.
Haraldur flýgur í dag til Lund-
úna og þaðan í tveimur áföngum til
Katmandú, höfuðborgar Nepal. Frá
Katmandú liggur leiðin flugleiðis
til fjallaþorpsins Lukla, þaðan sem
ganga eftir fjallaslóðum upp í
grunnbúðir hefst. ?Það tekur um
átta daga að ganga upp í grunn-
búðir og meðal þess sem er spenn-
andi á þeirri leið er Namche Bazar,
höfuðstaður Sérpanna,? segir Har-
aldur. ?Á þessum tíma ársins er
ennþá vetur á þessum slóðum og
því er algengt að stígarnir teppist
vegna snjóa.? 
Grunnbúðirnar eru í rúmlega 5
þúsund metra hæð og gerir Har-
aldur ráð fyrir að fara í a.m.k. þrjár
hæðaraðlögunarferðir frá búð-
unum áður en hann leggur á sjálfan
tindinn. Það er þó ekki alltaf tekið
út með sældinni að komast upp í
grunnbúðir og ekki óalgengt að
menn séu orðnir æði slappir þegar
þangað er komið. ?Grunnbúðirnar
á Everest eru víst mikið pestarbæli.
Það er mjög algengt að menn fái
lungnakvef og magakveisu og það
eru víst fáir sem sleppa alveg við
veikindi þar. Eitt aðaláhyggjuefnið
er einmitt hættan á að veikjast á
fjallinu.?
Líkurnar á því að fjallgöngu-
mönnum takist að ná tindinum eru
um 30% en margt getur gert vonir
manna um að ná tindinum að engu.
Loftþynningin og veikindi af völd-
um hennar auk mannskaðaveðurs
eru ofarlega í hugum allra þeirra
sem freista uppgöngu og langflestir
þurfa að játa sig sigraða að lokum.
Frostið ofarlega á fjallinu getur
farið í 40 stig og þunna loftið sem
inniheldur aðeins 30% af súrefn-
ismagni lofts við sjávarmál veldur
fjallgöngumönnum sífelldri mæði.
Hefur áhrifunum af loftþynning-
unni verið líkt við það ef menn ættu
að gera sér að góðu að anda í gegn-
um sogrör dag og nótt heima hjá
sér.
Haraldur er sér meðvitandi um
mótlætið en lætur það ekki aftra
sér frá því að ná takmarki sínu og
setja þar með heimsmet, sem felst í
að ganga á hátindana sjö og báða
pólana á minna en fimm árum.
Hann segir að þótt hugurinn sé við
veðrið og möguleg veikindi megi
það ekki spilla tilhlökkuninni við að
fara í leiðangur sem þennan. ?Það
að koma til Nepal og kynnast menn-
ingu og náttúru landsins er víst al-
veg gríðarleg upplifun. Öllum þeim
sem ég hef rætt við og hafa komið
inn á þetta svæði ber saman um að
það sé gríðarlega mögnuð lífs-
reynsla að takast svona leiðangur á
hendur.?
Síðasti áfanginn í sjötindaleiðangrinum
Everest-leiðangur
Haralds hefst í dag
Morgunblaðið/Þorkell
Haraldur Örn í Útilífi í gær. 
???
HÆSTIRÉTTUR staðfesti í
gær gæsluvarðhald yfir manni
sem var nýlega framseldur frá
Svíþjóð vegna gruns um stór-
felld fjársvik og skjalafals hér á
landi. 
Hann er grunaður um að
hafa tekið þátt í því að svíkja
um 77.000 pund, um 11 millj-
ónir króna, út úr breskum
bönkum. 
Þáttur mannsins mun hafa
falist í því að leggja til reikn-
inga sem féð var millifært á. 
Eftirlýstur frá því 
12. október sl.
Hann hafi síðan tekið pen-
inga út og afhent þá samverka-
manni sínum. Maðurinn hefur
verið eftirlýstur frá 12. október
en hann var handtekinn í Växjö
í Svíþjóð 15. mars. sl. 
Efnahagsbrotadeild ríkislög-
reglustjóra taldi nauðsynlegt
að maðurinn sætti gæsluvarð-
haldi til að tryggja að hann tor-
veldaði ekki rannsókn málsins.
Eins var talin hætta á að hann
yfirgæfi landið en maðurinn er
frá Kamerún. Á þessa kröfu
féllst Hæstiréttur. 
Gæsluvarðhald
staðfest
Lagði til
reikninga
og tók pen-
ingana út
SJÁLFSTÆÐISMENN kynntu á
Hótel Borg í gær stefnuskrá D-
listans fyrir komandi borgarstjórnar-
kosningar. Er í henni m.a. lögð
áhersla á ?menntun og framtíð
barnanna í borginni, trausta fjár-
málastjórn, verulega lækkun skatta
sérstaklega fyrir eldri borgara og
endurreisn miðborgarinnar,? eins og
Björn Bjarnason, borgarstjóraefni
sjálfstæðismanna, orðaði það í sam-
tali við Morgunblaðið í gær. ?Stefnu-
skráin okkar er ítarleg og vonandi
eiga allir borgarbúar eftir að kynna
sér hana í heild og átta sig á því hvað
við höfum fram að færa.? Björn
kvaðst í samtali við Morgunblaðið
vera bjartsýnn, þrátt fyrir skoðana-
kannanir, og sagðist sannfærður um
að hann hefði góðan málstað og gott
samferðafólk. ?Og nú heiti ég á stuðn-
ing fólks við þennan góða málstað og
þessa góðu frambjóðendur.?
Sjálfstæðismenn segja í stefnuskrá
sinni að það ætti hvergi að vera betra
að búa en í Reykjavík. ?Reykjavík á
að vera í fyrsta sæti en hefur um
stundarsakir tapað forystuhlutverki
sínu. Því vilja allir Reykvíkingar
breyta,? segir í stefnuskránni. 
Boða verulega
skattalækkun
Morgunblaðið/Kristinn
Björn Bjarnason, borgarstjóraefni sjálfstæðismanna, kynnir stefnuskrá
D-listans ásamt frambjóðendum flokksins í Reykjavík.
Sjálfstæðismenn kynna stefnuskrá sína 
L52159 Ætlum/30

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64