Morgunblaðið - 28.03.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.03.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ SONJA W. Benja- mínsson de Zorilla lést á Landspítalanum í Fossvogi 22. mars sl. Sonja var fædd í Reykjavík 18. nóvem- ber 1916. Foreldrar hennar voru Ólafur Indriði Benjamínsson forstjóri og María Emelie Wendel. Sonja bjó í Danmörku, Þýskalandi, Bretlandi og Frakklandi á ára- bilinu 1932 til 1939. Hún stundaði á þessu árabili nám í myndlist og tískuteiknun auk þess sem hún stundaði tungumálanám. Þá lærði hún flug í Bretlandi. Um það bil sem seinni heims- styrjöldin skall á hélt Sonja sjóleið- ina til Bandaríkjanna í gegnum Spán. Settist hún að í New York þar sem hún bjó næstu sex áratug- ina. Hún lagði fyrir sig myndlist og kaupsýslu á Manhatt- an með ágætum ár- angri. Sonja ritaði fjölda greina frá Evrópu og Bandaríkjunum í Morgunblaðið um tísku á árabilinu 1938 til 1963. Hún var alla tíð ötull stuðningsmað- ur Thor Thors sjóðsins í Bandaríkjunum sem styður íslenska náms- menn þar í landi. Eiginmaður Sonju var Argentínumaður- inn Alberto Zorilla, sem vann til gullverðlauna fyrir þjóð sína á ólympíuleikunum í Amsterdam árið 1928 í 400 m skrið- sundi. Þau bjuggu alla sína tíð á Park Avenue á Manhattan. Alberto lést árið 1986. Sonja og Alberto heimsóttu Ís- land af og til frá 1970 og kom Sonja hingað að mestu alkomin árið 2000. Andlát SONJA W.B. de ZORILLA ÞÚSUNDIR Íslendinga verða á far- aldsfæti um páskana. Fjölmargir leggja leið sína til Akureyrar, Ísa- fjarðar og Egilsstaða en auk þess eru skipulagðar hópferðir til sólar- landa margar hverjar uppseldar. Þar eru Kanaríeyjar, Spánn og Portúgal meðal helstu áfangastaða. Þá er fjöldi útlendinga staddur hér á landi yfir páskahátíðina; m.a. eru hópar frá Bretlandi og Írlandi. Eru þeir komnir til að njóta alls kyns æv- intýraferða; útivistar, matar og menningar. Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir heldur rysjóttu veðri næstu daga og því viðrar misvel til ferðalaga og úti- vistar. Innanlandsflug lá niðri um miðjan dag í gær vegna veðurs en komst á aftur seinnipart dags. Hjá BSÍ (Bifreiðastöð Íslands) og Flugfélagi Íslands, fengust þær upp- lýsingar að straumurinn lægi helst frá suðvesturhorni landsins og norð- ur á bóginn til Akureyrar, en auk þess er óvenjumikið bókað á vegum Flugfélagsins til Ísafjarðar og Egils- staða. Eru menn ekki síst að fara á þessa staði til að stunda skíði. Skv. upplýsingum frá skíðastöðum lands- ins er nægur snjór í brekkunum og stefnt að því að hafa opið alla daga um páskahátíðina ef veður leyfir. Tugir manna verða einnig á ferð um óbyggðir landsins. Ferðafélag Íslands er svo dæmi sé tekið með skipulagða ferð fyrir á þriðja tug manna til Landmannalauga, þar sem m.a. verður farið í jeppa- og skíða- ferðir. Æ fleiri fara utan Að mati talsmanna nokkurra ferðaskrifstofa fara Íslendingar í æ ríkari mæli utan um páskana og verða þá borgir í Evrópu og sólar- landastaðir á borð við Kanaríeyjar einkum fyrir valinu. Andri Már Ing- ólfsson, eigandi Heimsferða, segir að á vegum ferðaskrifstofunnar séu samtals á tólfta hundrað manns á Kanaríeyjum, Benidorm, Costa del Sol og fleiri stöðum um páskana. Hann segir að þetta sé um 25% aukning frá því í fyrra, sem að hluta til skýrist af auknu framboði ferða. „En páskar eru alltaf tíminn sem fólk vill ferðast mikið,“ bætir Andri Már við. Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Flugleiða, segir að uppselt sé á nær alla áfangastaði Flugleiða um páskana og tekur fram að greinilega sé að lifna aftur yfir markaðnum eft- ir óvenju dauflegt tímabil síðustu mánuði. Hjá Páli Þór Ármann, markaðs- og sölustjóra hjá Úrvali- Útsýn, fengust sömuleiðis þær upp- lýsingar að uppselt væri í nær allar skipulagðar hópferðir ferðaskrif- stofunnar um páskana. Svo dæmi sé tekið eru um 200 manns í Dublin í Írlandi, um 600 manns á Kanaríeyj- um og um 500 manns í Portúgal. Hann segir þó fjölda Íslendinga í skipulögðum ferðum til útlanda á vegum skrifstofunnar svipaðan og í fyrra. Vegagerðin með þjónustu alla daga Samkvæmt upplýsingum frá Veð- urstofu Íslands er útlit fyrir að veð- ur verði fremur rysjótt næstu daga. Í dag skírdag er gert ráð fyrir því að verði dálítið él norðanlands en skýj- að með köflum annars staðar á land- inu. Á morgun, föstudaginn langa, er því spáð að það verði úrkomulítið á Norður- og Austurlandi en annars slydda eða rigning með köflum. Hiti verði á bilinu 0 til 5 stig sunnanlands en vægt frost fyrir norðan. Á laug- ardag er spáð rigningu eða slyddu sunnan- og vestanlands en úrkomu- litlu norðaustan til. Hiti verði á bilinu núll til sex stig. Á páskadag er gert ráð fyrir aust- lægri átt, sums staðar strekkingi og slyddu eða rigningu um land allt. Á mánudag, annan í páskum, er hins vegar útlit fyrir allhvassa norðaust- an átt með kólnandi veðri. Víða snjó- koma og él, þó síst suðvestan til. Vegagerðin verður með þjónustu alla dagana um páskahátíðina og mun sjá til þess að hreinsa til eins og kostur er og halda öllum vegum opn- um. Þjónustusími Vegagerðarinnar veiti þó nánari upplýsingar í síma: 1777. Gert ráð fyrir rysjóttu veðri næstu daga Þúsundir á faralds- fæti um páskana Morgunblaðið/RAX Miklar annir voru á Reykjavíkurflugvelli í gær en flug lá niðri um hríð vegna veðurs. Síðdegis komst innlandsflugið í gang á nýjan leik. REYKJAVÍKURLISTINN eyk- ur forskot sitt á lista Sjálfstæð- isflokksins skv. nýjum niðurstöð- um könnunar úr þjóðarpúlsi Gallup á fylgi framboðslistanna fyrir borgarstjórnarkosningarn- ar í maí. R-listinn fengi 10 fulltrúa kjörna og D-listi 5 Mælist fylgi Reykjavíkurlist- ans ríflega 61% og hefur aukist um þrjú prósentustig frá febr- úarkönnun Gallup en fylgi Sjálf- stæðisflokksins minnkaði að sama skapi og fór úr um 40% nið- ur í tæplega 37%. Skv. þessum niðurstöðum fengi R-listinn tíu fulltrúa kjörna en Sjálfstæðisflokkurinn fimm. Bilið á milli listanna tveggja hefur aldrei mælst jafn mikið á þessu eða síðasta kjörtímabili. Stuðningur við lista undir for- ystu Ólafs Magnússonar og Frjálslynda flokksins mælist nú nánast sá sami og í febrúar eða rúmlega 2%. Verulegur kynjamunur er á fylgi listanna Verulegur kynjamunur er á fylgi R-lista og D-lista skv. könn- uninni. Skiptast stuðningsmenn D-lista í rösklega 52% karla og tæplega 48% konur en rúmlega 55% stuðningsmanna R-listans eru konur og 45% karlar. Rúm 7% þátttakenda í könn- uninni voru ekki viss um hvað þau myndu kjósa eða neituðu að svara og tæplega 1% sagðist skila auða eða ætlaði ekki að kjósa. Þjóðarpúls Gallup R-listi mælist með 61% og D-listi 37% ALLS varð 48 prósenta fækkun í febrúar meðal farþega, sem flugu með Flugleiðum milli Bandaríkjanna og Evrópu með stuttri viðkomu á Ís- landi, sé miðað við febrúarmánuð ár- ið 2001. Sé litið á allt millilandaflug Flugleiða þá fækkaði farþegum um 25 prósent. Sætaframboð dróst saman um 22,3% Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá Flugleiðum. Þá segir að verulega hafi dregið úr sætafram- boði eða um 22,3 prósent en þó sé sætanýting 5,7 prósentustigum lak- ari en á sama tíma í fyrra og 1,4 pró- sentustigum lakari en frá áramótum. Ef litið er til leiða til og frá Íslandi þá fækkaði farþegum um 5,1 prósent í febrúar í samanburði við síðasta ár. Farþegum Flugleiða á almennu far- rými fækkaði um 25,9 prósent en á viðskiptafarrými fækkaði þeim um 13,8 prósent. Í innanlandsflugi Flugfélags Ís- lands, dótturfyrirtækis Flugleiða, fækkaði farþegum um 17,1 prósent, úr 20.510 farþegum í janúar í fyrra í 17.009 í ár. Þá fækkaði fluttum tonn- um hjá Flugleiðum-Frakt, dóttur- fyrirtæki Flugleiða, um 18,7 pró- sent. Fækkun farþega hjá Flugleiðum ÞETTA var frábært og algjör æv- intýraferð, var það sem helst kom í huga Sigurðar Guðmundssonar, sem fór ásamt bróður sínum, Friðriki, og fylgdarliði þeirra í ferð til Flórída. Kom hópurinn til landsins í gærmorgun. Bræðurnir eru haldnir sjaldgæfum vöðv- arýrnunarsjúkdómi og hafa verið bundnir við hjólastól síðustu árin. Í fylgdarliði þeirra voru faðir þeirra og þrír aðstoðarmenn en bræðurnir búa á sambýli í Njarð- vík. Sigurður er 19 ára og stund- ar nám í Fjölbrautaskóla Suð- urnesja en bróðir hans 13 ára og er í 7. bekk Njarðvíkurskóla. Sig- urður sagði þá bræður hafa heim- sótt fjóra Disney-garða, Kennedy- geimferðasafnið og séð þar m.a. geimflaugina Appolló 8. Þá var farið í búðir og gert ýmislegt sér til skemmtunar í þessari hálfs- mánaðar draumaferð. Sjóvá- Almennar höfðu forgöngu um stofnun ferðasjóðs og fjölmargir lögðu í. Var bæði drauma- og ævin- týraferð Bræðurnir kynntu sér bílabúðamenningu í Flórída ásamt fylgdarkonum sínum. Frá vinstri: Sigríður Ágústa Jónsdóttir, Friðrik og Sigurður Guðmundssynir og Margrét Arna Eggertsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.