Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FRÉTTIR
10 FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
TVEIR Nissan Patrol jeppar, sem
nýlega var lokið við að breyta,
verða notaðir til ferjuferða með
starfsmenn Volkswagen verk-
smiðjanna á Grænlandsjökli. Þar
með er sagan ekki öll sögð því í
leiðinni munu þeir auglýsa veið-
arfæri fyrir Hampiðjuna en bíl-
arnir verða merktir vörumerki
hennar á báðum hliðum.
Volkswagen-verksmiðjurnar
eru með tilraunabrautir á Græn-
landsjökli upp af syðri Straums-
firði, fyrir fólksbifreiðar sem
framleiddar eru hjá fyrirtækinu
víða um heim, að því er segir í
fréttatilkynningu frá Hampiðj-
unni. Jepparnir, sem notaðir
verða til ferjuferðanna, eru sann-
kölluð tröll því undir þeim eru 44
tomma dekk. Þeir eru keyptir hjá
Ingvari Helgasyni hf. og breytt
hjá bifreiðaverkstæðinu Breyti
ehf. í Reykjavík. 
Merkingar Hampiðjunnar á bíl-
unum eru liður í markaðssetningu
fyrirtækisins á veiðarfærum á
Grænlandi. Stærsti hluti flugs til
og frá Grænlandi fer í gegnum
Syðri-Straumsfjörð og þá munu
vörumerkin blasa við útgerð-
armönnum og skipstjórum, að því
er segir í fréttatilkynningunni.
Jeppatröll auglýsa veið-
arfæri á Grænlandsjökli
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Guðmundur Vigfússon frá Hampiðjunni, Sigmundur Sæmundsson, fulltrúi Volkswagen-verksmiðjanna, Birgir
Guðmundsson frá Breyti ehf. og Gunnar Valdimarsson, sem einnig starfar fyrir Volkswagen-verksmiðjurnar,
fyrir framan jeppatröllin tvö sem bráðlega munu gagnast í ferjuflutningum á Grænlandsjökli. 
HAFT var eftir framkvæmdastjóra Norðlenska í
Morgunblaðinu á þriðjudag að útflutningur á
lambakjöti væri kvöð á framleiðendum og lítið upp
úr honum að hafa. Verð til bænda sé lágt og slát-
urhúsin fái lítið fyrir sinn snúð. 
Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, segir
um þessi ummæli að útflutningur á lambakjöti sé í
reynd ákvörðun stéttarinnar. Þessi sameiginlega
ábyrgð á útflutningi hafi verið tekin árið 1995 og
hafi varað síðan þótt útflutningshlutfallið hafi ver-
ið misjafnt eftir því hvernig staðan á markaðinum
hafi verið. Síðast hafi þetta hlutfall verið 21% en
oft hafi það verið minna.
Áhyggjuefni að lambakjöt hefur
tapað hlutdeild á markaðnum
?Menn hafa ákveðið að hluti af lambakjötinu
fari á erlendan markað og eru þá að halda birgðum
innan eðlilegra marka og að rýma fyrir öðru kjöti,
þess vegna hvítu kjöti,? segir Guðni. ?Það mætti
ætla að ef fyrirkomulagið væri ekki svona myndi
lambakjötinu vera haldið fastar hér fram á innan-
landsmarkaði.
Við höfum séð að lambakjöt hefur verið að tapa
hlutdeild á markaðinum sem er mikið áhyggjuefni
fyrir sauðfjárbændur. Væri útflutningi hætt
mætti búast við töluverðu verðfalli á innanlands-
markaði, bæði á lambakjöti og öðru kjöti.? 
Guðni tekur undir það að erlendi markaðurinn
fyrir lambakjöt hafi oft verið erfiður og ekki gefið
hátt verð.
Sannleikurinn sé sá að það sé fyrst núna eftir
alls konar fár erlendis, s.s. kúariðu, sem menn séu
að finna markaði sem vilji borga fyrir kjötið.
?Þess vegna er það mjög slæmt ef sláturleyf-
ishafar í umboði bænda bregðast í því efni. Þótt út-
flutningurinn sé ekki mikill í magni, eins t.d. það
sem fer á Bandaríkjamarkað, eru menn að selja
hrygginn og lærið á þreföldu verði miðað við hvað
við þekkjum út úr búð hér á landi. Þar er mark-
aður sem gefur til kynna að það geti verið líf og
frelsi framundan fyrir íslenska bændur. Þar
vestra þekkja menn að 25 tonn geta orðið að 250
tonnum og þau aftur að 2.500 tonnum ef markaðs-
setning gengur vel. Menn verða að líta á hana sem
hægfara og markvissa þróun. Þá hefur gengis-
þróunin styrkt menn mjög í þessum útflutningi.? 
Guðni segir að fall Goða hafi haft gríðarleg áhrif
sem nú séu að koma í ljós og það sé áhyggjuefni
sem menn verða að vinna úr. ?Sauðfjárbændur og
afurðastöðvar þeirra verða auðvitað að þjappa sér
saman og halda faglega utan um sín mál hér á inn-
anlandsmarkaði því það er auðvitað besti mark-
aðurinn. Ég vil leggja áherslu á þetta þó menn
kunni auðvitað að velta því fyrir sér hvort fyr-
irkomulagið með útflutninginn eigi að vera svona
til frambúðar.? 
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra um útflutning á lambakjöti 
Verið að rýma til á kjöt-
markaði innanlands 
Á FÉLAGSFUNDI Framsóknar-
félags Mosfellsbæjar, sem haldinn
var nýlega sl., var samhljóða sam-
þykktur eftirfarandi framboðslisti
B-listans í Mosfellsbæ til sveit-
arstjórnarkosninga 25. maí nk.:
1. Þröstur Karlsson forseti bæj-
arstjórnar, 2. Bryndís Bjarnarson
kaupkona, 3. Marteinn Magnússon
markaðsstjóri, 4. Halla Karen
Kristjánsdóttir íþróttakennari, 5.
Eyjólfur Árni Rafnsson fram-
kvæmdastjóri, 6. Kolbrún Har-
aldsdóttir bankastarfsmaður, 7.
Rafn Árnason háskólanemi, 8.
Sveingerður Hjartardóttir varafor-
maður Stamos, 9. Snæfríður
Magnúsdóttir háskólanemi, 10.
Steingrímur Ólason fisksali, 11.
Sigríður Sigurðardóttir húsmóðir,
12. Sigurður Kristjánsson húsa-
smíðameistari, 13. Íris Dögg Odds-
dóttir framhaldsskólanemi og 14.
Helga Thoroddsen bæjarfulltrúi,
segir í frétt frá Framsóknarfélagi
Mosfellsbæjar.
Listi Fram-
sóknar-
félags Mos-
fellsbæjar
VEGNA mistaka hjá heilbrigðisráðu-
neytinu var amfetamín ekki á lista yf-
ir b-merkt lyf frá því í fyrrasumar en
sala og notkun á lyfjum á þeim lista
er alfarið bönnuð hér á landi. Skv.
upplýsingum frá ráðuneytinu var
þessu kippt í lag í fyrradag með
breytingum á fylgiskjölum við reglu-
gerð.
Ragnheiður Harðardóttir, sak-
sóknari hjá ríkissaksóknara, segir að
þrátt fyrir þetta sé ekki von á því að
dómstólar mildi á einhvern hátt dóma
í slíkum málum enda sé refsifram-
kvæmd mótuð af áratugalangri dóm-
venju. Amfetamínsmygl hafi verið og
sé eftir sem áður refisvert. Þar sem
amfetamín hafi ekki verið b-merkt
falli ólöglegur innflutningur og sala á
því tímabili undir 3. grein laga um 
ávana- og fíkniefni en hefði að öðrum
kosti fallið undir 2. greinina. 
Eggert Sigfússon, deildarstjóri í
lyfjadeild heilbrigðisráðuneytisins,
segir að ný reglugerð um ávana- og
fíkniefni hafi verið sett á síðasta ári.
Lyf sem alls ekki má nota hér á landi
voru þá b-merkt. Amfetamín var þar
á meðal en stuttu síðar áttuðu menn
sig á því að efnið er ásamt tveimur
skyldum lyfjum notað til lækninga
hér á landi. Lyfin voru því fjarlægð af
listanum en með réttu hefði átt að
setja ákvæði um að notkun þeirra
væri leyfileg gegn undanþágu. Þessu
var kippt í liðinn á þriðjudag.
Amfetamín
var ekki á
lista yfir
bönnuð lyf 
INGIMUNDUR Sigurpálsson, for-
stjóri Eimskips, segir að það komi
ekki á óvart að Atlantsskip stefni að
því að sigla á milli Rotterdam í Hol-
landi og Kópavogs, eins og greint var
frá í Morgunblaðinu í gær. Frekar
komi á óvart að félagið hafi ekki haf-
ið þessar siglingar fyrr þar sem
langt sé síðan þær hafi verið boð-
aðar.
Að sögn Ingimundar hefur verið
mikil samkeppni í flutningum í gegn-
um árin. Félög hafi komið og farið.
Eimskip muni taka á boðaðri sam-
keppni eins og jafnan áður með því
að bjóða hagstæðustu fargjöld og
góða og víðtæka þjónustu.
Aðspurður hvort Eimskip muni
mæta boðuðum 20% lægri gjöldum
Atlantsskipa á sjófrakt með ein-
hverjum hætti segir Ingimundur að
það sé mjög sérkennilegt að stilla
verðlagningu með þeim hætti sem
Atlantsskip hafi gert. Það gefi ekki
tilefni til að ætla að menn séu búnir
að ígrunda mjög á hvaða forsendum
þeir ætli að reka sín viðskipti.
Ekki náðist í forsvarsmenn Sam-
skipa í gær.
Eimskip mun
mæta boðaðri
samkeppni
eins og áður
???
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest
gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðs-
dóms Reykjavíkur yfir manni sem
grunaður er um aðild að smygli á 30
kg af hassi sjóleiðina til landsins. 
Grunaði neitar aðild að málinu en
hann er annar tveggja sem sæta
gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar
málsins. Þann 15. mars fékk lögregl-
an 37 ára karlmann úrskurðaðan í
þriggja vikna gæsluvarðhald. Sá síð-
ari var úrskurðaður í jafnlangt
gæsluvarðhald viku seinna og stað-
festi Hæstiréttur úrskurðinn í gær. 
Gæsluvarð-
haldsúrskurð-
ur staðfestur
???
TÖLULEGAR upplýsingar um
sjúklinga sem leituðu sér meðferðar
hjá SÁÁ árið 2001 liggja nú fyrir.
Þegar þær eru bornar saman við
upplýsingar fyrri ára og ástandið
metið í heild er ljóst að ekki hafa orð-
ið marktækar breytingar síðustu 2
árin.
Hægt er að benda á þætti sem
hafa versnað og annað sem hefur
skánað, en ef litið er til allra vímu-
efna, neysluformsins og aldurshópa
er ástandið óbreytt, segir í frétt frá
SÁÁ. Á næstu vikum er von á ná-
kvæmari upplýsingum úr sjúklinga-
bókhaldinu á Vogi um ástandið og
þróun mála. 
?Langþráð stöðvun og jafnvægi er
aftur komið á eftir mikla aukningu
sem varð á vímuefnaneyslu þjóðar-
innar á árunum 1996 til 1999. For-
varnir og meðferð halda ástandinu í
horfinu nú um sinn en ástandið er
viðkvæmt og lítið má út af bregða
svo ekki fari á verri veg. Engin
merki eru um bata og íslenska þjóðin
situr uppi með meiri vímuefnavanda
meðal ungs fólks en nokkru sinni
fyrr. Ekki má sofna á verðinum og
nota þarf það tækifæri sem nú hefur
skapast til að snúa vörn í sókn,? segir
í fréttatilkynningu frá SÁÁ.
Þar er einnig vísað á leiðara um
daglegar kannabisreykingar ung-
menna og nýjar fréttir á vefsetri
SÁÁ.
Óbreytt heildarástand
hjá SÁÁ síðustu tvö ár
ELLERT Eiríksson var kjörinn
stjórnarformaður Hitaveitu Suður-
nesja á aðalfundi fyrirtækisins sem
haldinn var í gær. Kom Ellert inn í
stjórn í stað Ingólfs Bárðarsonar úr
Reykjanesbæ. Þá var Þóra Braga-
dóttir valin í stað Jóns Gunnarssonar
úr Vogunum. 
Að öðru leyti er stjórnin óbreytt
en í henni sitja auk Ellerts og Þóru
þeir Jóhann Einvarðsson, Björn H.
Guðbjörnsson, Jón Norðfjörð, Sig-
urður Ingvarsson, Ómar Jónsson,
Guðjón Stefánsson og Árni Ragnar
Árnason. 
Ákveðið var á fundinum að borga
hluthöfum 205 milljónir króna í arð
en að sögn Júlíusar Jónssonar, for-
stjóra Hitaveitunnar, er það þriðj-
ungur af hagnaði ársins í fyrra.
Aðalfundur Hitaveitu
Suðurnesja
Ellert 
Eiríksson
kjörinn
stjórnar-
formaður
???

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64