Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 11
BÆJARRÁÐ Ísafjarðarbæjar hef-
ur lagt til við bæjarstjórn að sorp-
brennsluhúsið á Skarfaskeri við
Skutulsfjörð verði fjarlægt. Sorp-
brennslan er ekki notuð lengur og
er ástand hússins bágborið. Kem-
ur þetta fram á fréttavef Bæj-
arins besta.
Sigurður Mar Óskarsson, sviðs-
stjóri á tæknideild Ísafjarð-
arbæjar, segir í bréfi til bæj-
arráðs að æskilegast sé að húsið
hverfi. Leggur hann til að auglýst
verði eftir kaupanda í þann hluta
hússins sem flytja megi burt en
annað verði urðað á staðnum. Þá
telur Sigurður að höfðu samráði
við stöðvarstjóra sorpend-
urvinnslunnar Funa, Víði Ólafs-
son, að ekki verði brennt á Skar-
faskeri framar en síðast þegar
brennt var þar varð tjón vegna
bruna. Ofn stöðvarinnar er illa
farinn og ekki talið svara kostn-
aði að endurnýja hann. Bætur
tryggingafélags vegna bruna-
tjónsins nema 1.350 þúsund krón-
um og telur Sigurður eðlilegast
að bæturnar verði notaðar til að
kosta niðurrif stöðvarinnar.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Sorpbrennslustöðin við Skarfasker í Hnífsdal sem lagt er til að verði rifin.
Sorp-
brennslu-
húsið á
Skarfa-
skeri verði
fjarlægt
MEÐAL tillagna í byggðaáætlun
fyrir Vestfirði, sem sveitarfélögin
þar hafa unnið, er að komið verði á
heilsárs hringvegi um Vestfirði
sem tengi saman þéttbýliskjarna,
tenging við þjóðveg eitt verði
bætt, unnin verði áætlun um
styrkingu byggðakjarna á Vest-
fjörðum, háskólasetur verði stofn-
að í samstarfi við Fræðslumiðstöð
Vestfjarða og MÍ og að fengið
verði meira fjármagn fyrir Fjöl-
menningarsetrið á Vestfjörðum til
að það geti unnið verkefni fyrir
allt landið.
Í inngangi byggðaáætlunarinnar
kemur fram að öll sveitarfélög á
Vestfjörðum hafi unnið áætlunina
ásamt aðilum úr atvinnu-, mennta-
og menningarlífinu. ?Ástæðan er
sú að Vestfirðingum þótti hlutur
sinn fyrir borð borinn í þingsálykt-
un um stefnu í byggðamálum. Sér-
staklega þótti alvarlegur sá tónn
er fram kom í áætluninni um
möguleika Vestfjarða til framtíðar.
Þar kom m.a. fram að ekki væri
ráðlegt að gera ráð fyrir að íbúum
fjölgi á Vestfjörðum. Slík skilaboð
frá stjórnvöldum til Vestfirðinga
eru með ólíkindum og næg ástæða
til þess að vinna sérstaka áætlun
fyrir landshlutann í byggðamál-
um,? segir einnig í innganginum.
Er það ætlun skýrsluhöfunda að
vestfirska byggðaáætlunin muni
nýtast við gerð endanlegrar
byggðaáætlunar fyrir landið í
heild.
Nýting sóknarfæra í atvinnulífi
heitir einn kafli áætlunarinnar og
er þar fjallað um verkefni í sjávar-
útvegi, ferðaþjónustu, fiskeldi, líf-
tækni, menningar- og mennt-
astarfsemi, opinberri þjónustu og
iðnaði.
Sóknarfæri í sjávarútvegi
Í sjávarútvegi er sett fram það
aðalmarkmið að núverandi at-
vinnulíf á Vestfjörðum fái að njóta
nálægðar auðlinda svæðisins til að
skapa ný sóknarfæri. Segir að þau
séu sífellt að skapast með bættum
samgöngum, beinu sambandi við
markað og tækninýjungum í
vinnslu og flutningum. Lagt er til
að frá og með nýju fiskveiðiári
næsta haust verði afli dagróðra-
báta á línu ekki að fullu dreginn
frá aflamarki heldur sem nemi
80%. Segir að með þessari aðferð
nýtist nálægð við gjöful fiskimið
Vestfirðingum betur. Kostnaður er
talinn óverulegur. Lagt er til að
stofnaður verði kvótabanki sem
hafi að grunni þúsund þorskígildis-
tonn og leigi hann út aflamark til
skipa með veiðileyfi með því skil-
yrði að skip séu skráð á Vest-
fjörðum og að afli komi þar á land
til vinnslu. Kostnaður er talinn
verða um milljarður króna.
Lagt er til að sett verði fjár-
magn í markaðssetningu í ferða-
þjónustu og að Ferðamálasamtök
Vestfjarða fái aukið fjármagn til
að efla starf sitt og framfylgja
áætlunum sem eru sniðnar að
þörfum Vestfjarða. Þá er lagt til
að Vestfirðir verði þróunarsvæði
fyrir umhverfisvæna ferðaþjónustu
og að veittur verði styrkur til að
koma á námi í ferðamálafræðum
við MÍ.
Miðstöð 
þorskrannsókna
Í fiskeldi er lagt til að í fjórð-
ungnum verði miðstöð atferlis- og
eldisrannsókna á þorski, að kann-
aðir verði skipulega möguleikar til
fiskeldis á Vestfjörðum, jafnt á
ferskvatnsfiski sem sjávarstofnum
og að stutt verði við frumkvöðla-
starf í kræklingaeldi á Vestfjörð-
um. Lagt er til að í líftækni verði
hrint af stað rannsóknarverkefni
um leit að lífverum með áhugaverð
efni fyrir líftækniiðnað.
Í menntamálum er lagt til að MÍ
verði gert kleift að efla listnám og
að hafin verði kennsla á háskóla-
stigi við Tónlistarskóla Ísafjarðar.
Þá verði hraðað uppbyggingu
menningarhúsa, staðið verði við
áætlanir um ráðningu minjavarðar
fyrir Vestfirði og að ríkið styðji
áframhaldandi uppbyggingu safna,
sýninga og fræðasetra á Vestfjörð-
um. Einnig er lagt til að Mennta-
skólinn á Ísafirði verði gerður að
móðurskóla fyrir sjómanna- og
stýrimannanám á Íslandi.
Varðandi opinbera þjónustu er
sett fram sú tillaga að ríkið standi
við þá fyrirætlan sína að nýta sér
þá starfsemi sem fyrir er á Vest-
fjörðum þegar verið sé að bæta við
störfum hjá hinu opinbera. Lagt er
til að sett verði fjármagn í Fjar-
lækningastofnun Ísland sem stofn-
uð var á Ísafirði í lok síðasta árs.
Umhverfi til þróunar fjarlækninga
sé hentugt þar sem Heilbrigðis-
stofnunin í Ísafjarðarbæ sé öflug
og myndi kjarna í neti smærri
stofnana og heilsugæslustöðva.
Einnig er lagt til að stjórnvöld
beiti sér fyrir því að verkefni
tengd rannsóknum, útgáfu og
miðlun ásamt skrifstofu- og skrán-
ingarstörfum sem tengjast sauð-
fjárrækt og búskap verði flutt til
Sauðfjárseturs á Ströndum sem nú
er í undirbúningi.
Stöðugleiki flugsamgangna
verði aukinn
Í flugsamgöngum er lagt til að
stöðugleiki í flugi til norðanverðra
Vestfjarða verði aukinn með betri
nýtingu flugmannvirkja á Ísafirði
og Þingeyri. Einnig að flugsam-
göngur milli norður- og suður-
svæðis fjórðungsins verði tryggðar
meðan samgöngur á landi yfir
vetrartímann eru ekki valkostur.
Í lokaorðum inngangs byggða-
áætlunar fyrir Vestfirði segir m.a.:
?Það er hægt að vinna mörg verk-
efni á Vestfjörðum sem gefa arð í
þjóðarbúið hafi íbúar og stjórnvöld
trú á því. Með vestfirskri byggða-
áætlun eru sveitarfélög á Vest-
fjörðum að staðfesta trú sinna íbúa
á framtíð vestfirskra byggða. Með
þátttöku stjórnvalda í þeim verk-
efnum, þar sem það á við, er auð-
veldara að takast á við framtíð
sem ávallt kemur á óvart en ber
ótal tækifæri í skauti sér.?
Tillögur um marga þætti atvinnu- og menningarmála 
í byggðaáætlun Vestfjarða 
Stofnað verði há-
skólasetur og komið á
heilsárs hringvegi

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64