Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						AKUREYRI
14 FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Allt til
fermingar
sími 462 2900
Blómin 
í bænum
ATVINNUÁSTANDIÐ á Akureyri hefur verið
frekar slæmt í vetur og heldur verra en und-
anfarin tvö ár. Þó fækkaði heldur á atvinnuleys-
isskránni í bænum milli síðustu tveggja mánaða.
Þá eru þeir verkalýðsforkólfar sem Morgunblaðið
ræddi við frekar bjartsýnir á að atvinnuástandið
eigi eftir að batna á næstu mánuðum. Guðmundur
Ómar Guðmundsson, formaður Félags bygginga-
manna í Eyjafirði, sagði að eitthvert atvinnuleysi
hefði verið á meðal sinna félagsmanna í vetur og
að lítið hefði verið að gera hjá minni fyrirtækj-
unum. Hann sagði að eitthvað hefði verið um upp-
sagnir í byggingageiranum í vetur en að eingöngu
hluti þeirra hefði komið til framkvæmda.
Menn aðeins náð að halda í horfinu
Hákon Hákonarson formaður Félags málmiðn-
aðarmanna sagði atvinnuástandið hjá sínum fé-
lagsmönnum hafa verið viðkvæmt í vetur án þess
þó að atvinnuleysi hafi verið í greininni. ?Það hef-
ur verið lítið um að vera, menn aðeins náð að
halda í horfinu en ekki komið til uppsagna.
Ástandið virðist vera alveg þokkalegt og eins er
með útlitið framundan. Það er allavega ekkert
sem bendir til þess að þetta sé ekki í lagi en það
má lítið út af bera. En það er ekki mikil eft-
irspurn eftir iðnaðarmönnum hér á þessu svæði,?
sagði Hákon.
Þorsteinn Arnórsson, þjónustufulltúi hjá Ein-
ingu-Iðju, sagði atvinnuástandið alls ekki gott um
þessar mundir og að ekki væri að sjá að breyting
yrði þar á í augnablikinu. ?Ástandið nú er verra
en síðustu tvö ár en þetta er þó alls ekki það
versta sem við höfum séð. Við viljum þó sjá betra
atvinnuástand.?
Töluverð fjölgun hjá Skinnaiðnaði
Þorsteinn sagðist hvorki hafa heyrt af upp-
sögnum að undanförnu eða að fyrirtæki væru að
bæta við sig fólki.
Þó hefur fjölgað hægt og hljótt hjá Skinnaiðn-
aði eftir gjaldþrot fyrirtækisins og þar starfa nú
um 70 manns, að sögn Þorsteins, eða helmingi
fleiri en eftir gjaldþrotið.
Guðmundur Ómar sagði nokkuð bjart útlit
framundan í byggingageiranum en að það réðist
að stórum hluta til af því hversu vel gengi að selja
íbúðarhúsnæði í bænum. Þá eru í gangi stór verk-
efni á vegum opinberra aðila og önnur að fara í
gang. ?Ég er því ekkert svartsýnn á sumarið og
ef áfram verður þörf fyrir nýtt íbúðarhúsnæði
verður ástandið gott næsta árið.? 
Eftir frekar magran febrúarmánuð er verk-
efnastaða Slippstöðvarinnar með allra besta móti
og útlitið framundan gott. Hluti starfsmanna
vinnur á vöktum og aðrir vinna fram á kvöld og á
laugardögum. Hjá fyrirtækinu starfa 110 manns. 
Slæmt atvinnuástand í vetur og heldur verra en undanfarin tvö ár
Bjartsýni ríkjandi um að
ástandið fari batnandi
Morgunblaðið/Kristján
Slippstöðin hefur lokið smíði á 75.000 lítra mjólk-
urtanki fyrir Norðurmjólk og var hann fluttur á
staðinn á vörubíl í gær í lögreglufylgd.
HINN stóri og stæðilegi Snæ-
finnur snjókarl, sem stendur á
miðju Ráðhústorgi á Akureyri,
hefur heldur betur orðið fyrir
barðinu á skemmdarvörgum að
undanförnu. Þegar ljósmyndari
Morgunblaðsins átti leið um
miðbæinn í gær leit Snæfinnur
heldur illa út. Búið var að fjar-
lægja augu hans, nef og munn og
þá var trefillinn stóri sem hann
bar um hálsinn einnig horfinn.
Það eru nemendur Myndlista-
skólans á Akureyri, í samvinnu
við starfsmenn bæjarins, sem
byggðu snjókarlinn nú sem
endranær fyrir páska og hefur
Búnaðarbankinn styrkt verkefnið.
Helgi Vilberg skólastjóri Mynd-
listaskólans var nánast orðlaus
yfir meðferðinni á snjókarlinum ?
sem hafi verið byggður fyrst og
fremst til að gleðja fólk. 
Snæfinnur
fyrir barðinu 
á skemmd-
arvörgum
Morgunblaðið/Kristján
Aðeins hatturinn situr eftir á Snæfinni snjókarli á Ráðhústorgi, en búið
er að fjarlægja nefið, munninn, augun og trefilinn.
LAUGARDAGINN 30. mars nk. kl.
20 verður Clapton-kvöld í Sjallanum
á Akureyri með Páli Rósinkranz og
hljómsveitinni Deadline, í samvinnu
við Flugfélag Íslands.
Flutt verða bestu lög Clapton eins
og Layla, Lay Down Sally, Tears in
Heaven og mörg fleiri, auk laga sem
hann hefur gert vinsæl eftir aðra
listamenn. 
Liðsmenn Deadline eru Matthías
Stefánsson, gítar, Jóhann Ásmunds-
son, bassi, Óskar Einarsson, hljóm-
borð, og Ingvi Rafn Ingvason,
trommur, en hann er jafnframt
hljómsveitarstjóri. Miðaverð á tón-
leikana er 1.800 krónur og er forsala
í Pennanum-Eymundssyni.
Clapton-kvöld
í Sjallanum
HAGNAÐUR Sparisjóðs Svarfdæla
á árinu 2001 nam 50,8 m.kr. saman-
borið við 10,7 m.kr. árið áður, skv.
frétt frá sparisjóðnum. Reiknaður
tekjuskattur nemur 16,2 m.kr. en
áhrif lækkunar á tekjuskattshlutfalli
úr 30% í 18% nema 15,0 m.kr. sem
færð eru til tekna. Arðsemi eigin fjár
var 17,4%.
Í tilkynningu frá sparisjóðnum
segir m.a.: ?Vaxtatekjur sparisjóðs-
ins á árinu 2001 námu 258,3 m.kr. og
vaxtagjöld 136,8 m.kr. Hreinar
vaxtatekjur námu því 121,5 m.kr.
samanborið við 95,8 m.kr. á árinu
2000. Vaxtamunur, þ.e. hreinar
vaxtatekjur í hlutfalli af meðalstöðu
fjármagns, var 6,3% á móti 5,7% á
árinu 2000. 
Aðrar rekstrartekjur voru 70,7
m.kr. á árinu og hækka um 38,5
m.kr. frá fyrra ári, sem stafar af
söluhagnaði af hlutabréfum í Kaup-
þingi hf. og Frjálsa fjárfestingar-
bankanum hf. en hann nam 58,7
m.kr.?
Hagnaður Spari-
sjóðs Svarfdæla
nam 50,8 milljónum 
PASSÍUSÁLMAR Hallgríms Pét-
urssonar verða lesnir í Akureyrar-
kirkju föstudaginn langa, 29. mars, og
hefst lesturinn kl. 13. Björn Steinar
Sólbergsson organisti leikur á orgel
kirkjunnar áður en lesturinn hefst og
svo á heila tímanum þar til lestri lýk-
ur, en áætlað er að það verði um kl.
18. Boðið er upp á kaffisopa í safn-
aðarheimili meðan á lestri stendur. 
Akureyrarkirkja
Passíusálm-
arnir lesnir
ÁGÚST Bragi Björnsson sigraði í
unglingaflokki á Akureyrarmóti
yngri flokka í skák og hann gerði gott
betur: sigraði líka í unglingaflokki á
hraðskákmóti Akureyrar. Ragnar
Heiðar Sigtryggsson varð annar í
unglingaflokki á Akureyrarmótinu og
Hjálmar Freyr Valdimarsson þriðji.
Tveir keppendur urðu efstir og
jafnir í drengjaflokki á Akureyrar-
mótinu, Davíð Arnarson og Siguróli
Magni Sigurðsson og þurfa að tefla
einvígi um sigurinn. Í þriðja sæti varð
Jón Heiðar Sigurðsson. Í barnaflokki
sigraði Alexander Arnar Þórsson en
Siguróli Magni sigraði í drengjaflokki
á hraðskákmótinu.
Guðmundur Gíslason sigraði í
flokki fullorðinna á hraðskákmóti Ak-
ureyrar, hlaut 17 vinninga af 18
mögulegum. Ólafur Kristjánsson
varð annar með 15,5 og Björn Ívar
Karlsson þriðji með 14,5. Þór Valtýs-
son varð öruggur sigurvegari á mars-
mótum SA, bæði tíu og fimmtán mín-
útna mótum. Í dag, skírdag kl. 20,
hefst hjá SA sveitakeppni ?Akureyr-
ardeild? þar sem tefldar eru 20 mín.
skákir og hraðskákir. Páskahrað-
skákmót 15 ára og yngri er á laug-
ardag kl. 13.30 en mót þeirra eldri fer
fram annan í páskum og hefst kl. 20.
Páskaegg í verðlaun. Öllum er heimil
þátttaka en teflt er í Íþróttahöllinni.
Ágúst Bragi
vann tvö-
faldan sigur
Skákfélag Akureyrar
VALGERÐUR Sverr-
isdóttir, iðnaðar- og við-
skiptaráðherra, kveðst
vonast til að fyrirtæki á
Norðurlandi muni
skoða vel þá möguleika
sem felast í aðstoð
Frumkvöðlaseturs
Norðurlands og því
tengslaneti sem að baki
því stendur. Hún ávarp-
aði fund með fulltrúum
norðlenskra fyrirtækja
sem Frumkvöðlasetrið
stóð fyrir nú nýlega.
Um þessar mundir er
eitt ár liðið frá því form-
lega var gengið frá sam-
komulagi um rekstur
Frumkvöðlaseturs Norðurlands, sem
er tilraunaverkefni til fimm ára.
Fram kom í máli Valgerðar að
þrátt fyrir að eftirspurn hafi orðið
minni en búist var við í upphafi telji
hún á því eðlilegar skýr-
ingar vegna ytri að-
stæðna sem erfitt sé að
ráða við. Menn hafi
haldið að sér höndum
frá því um mitt ár 2000
varðandi ný verkefni og
fjárfestingar í sprota-
fyrirtækjum hafi nánast
legið niðri. ?Nú virðist
aftur á móti heldur vera
að rofa til og þótt full
ástæða sé til að fara
varlega í stórar,
áhættumiklar fjárfest-
ingar munu hjól efna-
hagslífsins ekki stöðv-
ast og nýsköpun
atvinnulífsins heldur
áfram,? sagði Valgerður og benti á að
tilgangur Frumkvöðlaseturs Norður-
lands væri að hlú að nýsköpun og
stæði það framsæknum frumkvöðlum
opið.
Frumkvöðlasetur Norðurlands eins árs
Eðlilegar skýringar
á minni eftirspurn
Valgerður 
Sverrisdóttir
HINN landsþekkti skemmtikraftur
Jón Gnarr sækir Akureyringa heim
um páskana og skemmtir bæjarbú-
um og gestum á Græna hattinum.
Græni hatturinn er undir Bláu
könnunni í Hafnarstræti og verða
sýningar Jóns á skírdag, föstudag-
inn langa og páskadagskvöld kl. 21
en húsið verður opnað klukkustund
fyrr.
Jón Gnarr á
Græna hattinum
Í HRÍSEY er ákjósanlegt svæði til
að ganga á skíðum og er svokölluð
Hríseyjarnefnd nú að kynna þá kosti
sem bjóðast í þeim efnum.
Göngufólk getur valið eigin leiðir
og eru þær mislangar allt eftir því
hvað fólk kýs, frá einum kílómetra
upp í fjórtán. ?Og það stórkostleg-
asta er að þú ert á einni stórri mál-
verkasýningu allan tímann sem þú
gengur, slíkt er útsýnið,? segir í frétt
frá Hríseyjarnefndinni. ?Og eins og
gjarnan er á góðri málverkasýningu
þar sem maður vill hafa frið til að
virða fyrir sér listaverkin, þá er í
Hrísey alger þögn, nema ef vera
skyldi örlítið öldugjálfur, segir enn-
fremur. 
Tilvalið gönguskíðaland í Hrísey
???
???

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64