Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						SUÐURNES
16 FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BARA ÞAÐ BESTA!
bjalkabustadir.is
sími 58-4070
Sumarhús - íbúðarhús
alls konar hús
ÓSKAR Gunnarsson, forseti bæjar-
stjórnar, verður áfram efsti maður á
K-listanum í Sandgerði við komandi
bæjarstjórnar-
kosningar. K
verður nú listi
óháðra borgara
og Samfylking-
arinnar en við
síðustu kosning-
ar bar hann nafn
Alþýðuflokks og
óháðra.
Tillaga upp-
stillingarnefndar
að lista var samþykkt samhljóða á
fundi Bæjarmálafélags K-listans í
fyrrakvöld. K-listinn er með fjóra full-
trúa af sjö í bæjarstjórn Sandgerðis
og hefur haft hreinan meirihluta frá
kosningunum 1994. Þrír bæjarfulltrú-
ar bjóða sig fram í fjórum efstu sæt-
unum en Sigurður H. Guðjónsson,
sem síðast skipaði fjórða sætið, gaf
ekki kost á sér til framboðs í efstu
sætin að þessu sinni. Fyrsti varamað-
ur K-listans, Ingþór Karlsson, fer í
þriðja sætið og Jóhanna H. Norð-
fjörð, formaður bæjarráðs, færist nið-
ur í það fjórða, baráttusæti listans
fyrir hreinum meirihluta.
Listinn er þannig skipaður: 
1. Óskar Gunnarsson forseti bæj-
arstjórnar, 2. Sigurbjörg Eiríksdóttir
bæjarfulltrúi, 3. Ingþór Karlsson vél-
fræðingur, 4. Jóhanna Sólrún Norð-
fjörð formaður bæjarráðs, 5. Bergný
Jóna Sævarsdóttir grunnskólakenn-
ari, 6. Hörður Kristinsson kaupmað-
ur, 7. Helga Sigurðardóttir stuðn-
ingsfulltrúi, 8. Ásgeir Þorkelsson
verkstjóri, 9. Brynhildur Kristjáns-
dóttir hárgreiðslumeistari, 10. Gunn-
ar Guðbjörnsson húsasmíðameistari,
11. Árný Hafborg Hálfdánsdóttir
listamaður, 12. Sturla Þórðarson
tannlæknir, 13. Þórdís Stefánsdóttir
starfsmaður íþróttamiðstöðvar og 14.
sætið, heiðurssætið, skipar Sigurður
H. Guðjónsson bæjarfulltrúi.
Óskar Gunnarsson 
leiðir K-listann
Óskar
Gunnarsson
Sandgerði
Geisladiskahulstur
aðeins 500 kr.
NETVERSLUN Á mbl.is
ALLGÓÐAR undirtektir voru við auglýsingu
flugvallarstjórans á Keflavíkurflugvelli um
sex til sjö lausar lóðir á flugþjónustusvæði
vallarins. Lóðirnar sem eru vestan Flugstöðv-
ar Leifs Eiríkssonar eru ætlaðar til byggingar
þjónustuhúsa fyrir bílaleigur og snyrtilega
þjónustu sem tengist flugsækinni starfsemi.
Verður fyrstu lóðunum úthlutað á vormán-
uðum, samkvæmt upplýsingum Björns Inga
Knútssonar flugvallarstjóra, og tekur hann
fram að enn séu lausar lóðir.
Af þessu tilefni hefur Sigurður Thoroddsen
arkitekt og nefndarmaður í skipulags-, bygg-
ingar- og umhverfisnefnd varnarsvæða tekið
saman upplýsingar um þróun borgaralegs
flugs um flugvöllinn og fara þær hér á eftir.
Fram kemur að reglulegt millilandaflug Ís-
lendinga um Keflavíkurflugvöll hófst 1962, á
vegum Loftleiða, og var farþegaafgreiðsla í
gamalli flugstöð varnarliðsins sunnan flugvall-
arins. Á þessum árum var mikill uppgangur í
starfsemi Loftleiða, þannig að fljótlega kom í
ljós að aðstaðan í flugstöðinni yrði ekki til
frambúðar, enda stækkunarmöguleikar tak-
markaðir og landrými og aðstæður ekki með
þeim hætti að hægt yrði að mæta þeirri þörf á
stækkun flugstöðvarinnar, sem fyrirsjáanleg
var. Auk þessa annmarka var gamla flug-
stöðin inni á miðju athafnasvæði varnarliðsins
með tilheyrandi óhagræði fyrir þá sem hlut
áttu að máli.
Borgaralegt flug skilið frá
Árið 1970 var fenginn hingað til lands flug-
vallarsérfræðingur á vegum ICAO til að gera
tillögur um framtíðaruppbyggingu Keflavík-
urflugvallar og staðsetningu nýrrar flugstöðv-
ar. Samkvæmt tillögum hans var lagt til að
hafa nýja flugstöð norðan brautarkerfis flug-
vallarins, og var sú staðsetning staðfest í að-
alskipulagi Keflavíkurflugvallar. Miðað við til-
löguna var m.ö.o. lagt til að skilja að starfsemi
borgaralegs og hernaðarlegs flugs á flugvell-
inum. 22. október 1974 var undirritað sam-
komulag milli íslenskra og bandarískra
stjórnvalda um aðskilnað borgaralegrar og
hernaðarlegrar starfsemi á Keflavíkurflug-
velli og í framhaldi af því var tekin ákvörðun
um byggingu nýrrar flugstöðvar fyrir borg-
aralegt flug á svæði norðan flugvallarins.
Byggingaframkvæmdir hófust 1983 og lauk
þeim 14. apríl 1987 þegar Norðurbygging
Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar var tekin í
notkun. Á þeim 15 árum sem liðin eru, hafa á
svæðinu risið margvíslegar aðrar byggingar í
tengslum við flugstarfsemina.
Fljótlega eftir að flugstöðin var tekin í
notkun voru byggðar þjónustubyggingar við
flughlað á vegum olíufélaganna og eldsneyt-
isbirgðastöð. Einnig viðhaldsþjónustubygg-
ing, flugeldhús og flugfraktmiðstöð í eigu
Flugleiða. Ennfremur flugfraktmiðstöð á veg-
um Vallarvina og flugþjónustubygging í eigu
Suðurflugs. Í tengslum við aðild Íslands að
Schengen-samkomulaginu var síðan árið 1999
hafist handa við stækkun Flugstöðvar Leifs
Eiríkssonar og svokölluð Suðurbygging tekin
í notkun í mars 2001.
3,5 milljónir farþega 2025
Þegar Norðurbygging Flugstöðvar Leifs
Eiríkssonar var tekin í notkun í apríl 1987 var
árlegur farþegafjöldi um flugvöllinn 700.000,
en á síðasta ári var fjöldinn orðinn 1,4 millj-
ónir. Gerðar hafa verið áætlanir um hugs-
anlegan fjölda farþega á næstu árum og er
reiknað með að hann verði 3,5 milljónir árið
2025. Samkvæmt aðal- og deiliskipulagi, sem í
gildi er fyrir svæðið, er gert ráð fyrir að vest-
an Norðurbyggingar flugstöðvarinnar rísi
snyrtileg þjónustu- og atvinnustarfsemi af
ýmsu tagi og bílaleigur. Í síðari áfanga verður
byggt hótel með ráðstefnuaðstöðu og stjórn-
sýslubygging fyrir Flugmálastjórn á Keflavík-
urflugvelli, sýslumannsembætti, lögreglu, toll-
gæslu og útlendingaeftirlit. Einnig skrifstofu-
byggingar fyrir tiltekna starfsemi.
Eins og að framan greinir voru auglýstar
lóðir til úthlutunar í fyrsta áfanga svæðisins,
þ.e. fyrir snyrtilega þjónustu- og atvinnustarf-
semi sem tengist flugrekstrinum, og lauk um-
sóknarfresti 21. mars 2002. Það skilyrði er
sett fyrir lóðaúthlutun að um flugsækna starf-
semi sé að ræða.
Vegna nálægðar við Flugstöð Leifs Eiríks-
sonar, sem er helsta aðkomuhlið ferðamanna
til Íslands, eu gerðar miklar kröfur til yf-
irbragðs byggðarinnar. Miðað er við að gróð-
ur og ræktun verði á lóðunum til að skapa að-
laðandi yfirbragð og er markmiðið með
uppbyggingunni: að skapa heillegt yfirbragð
með mótun byggðar fyrir fjölbreytta þjón-
ustustarfsemi sem tengist flugrekstri; að laga
nýja byggð að landslagi svæðisins með tilliti
til útsýnis, legu gatna og veðurfars; að að-
skilja eftir því sem mögulegt er umferð stórra
ökutækja og fólksbíla; að draga úr áhrifum
stórra bílastæða sem nauðsynleg eru innan
svæðisins og að útlit og gerð húsa verði
snyrtileg.
Gert er ráð fyrir að byggingar í fyrsta
áfanga verði 2 til 3 hæðir en byggingar í síðari
áfanga úthlutunar 2 til 3 hæðir og allt að 7
hæðir að hluta. Lögð er áhersla á að sú byggð
sem næst verður Flugstöð Leifs Eiríkssonar
myndi snyrtilega húsalínu gagnvart flugstöð-
inni. Segja má að hingað til að hafi tekist vel
að halda góðu yfirbragði byggðar á flugstöðv-
arsvæðinu á Keflavíkurflugvelli og verður
lögð rík áhersla á að svo verði einnig í fram-
tíðinni, segir ennfremur í greinargerð Sig-
urðar Thoroddsen.
Flugvallarstjórinn undirbýr úthlutun nokkurra lóða á flugþjónustusvæði vestan við flugstöðina
Ætlaðar fyrir 
snyrtilega flug-
sækna starfsemi
Tölvuteikning/Gláma/Kím
Fyrirhugað flugþjónustusvæði er vestan við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Eitt hús er risið,
flugeldhús Flugleiða, en það er gráa lága húsið sem sést á bak við rauða turninn.
Keflavíkurflugvöllur 
FRAMSÓKNARFLOKKURINN í
Reykjanesbæ býður bæjarbúum á
opna fundi í Framsóknarhúsinu,
Hafnargötu 62, og eru fundirnir
vettvangur bæjarbúa til að hafa áhrif
á stefnu flokksins, segir í fréttatil-
kynningu.
Fyrsti fundurinn var í gærkvöldi
og fjallaði hann um íþrótta- og tóm-
stundamál. Hópstjóri er Einar Helgi
Aðalbjörnsson.
Þriðjudaginn 2. apríl verður fund-
ur um skipulags- og umhverfismál.
Hópstjórar eru Magnús Daðason og
Kjartan Már Kjartansson. Þá verður
fjallað um atvinnumál á fundi mið-
vikudaginn 3. apríl og er Þorsteinn
Árnason hópstjóri.
Fundirnir hefjast allir klukkan 20
og standa í tvær klukkustundir.
Opnir fundir
hjá Fram-
sóknarflokki
Reykjanesbær
???

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64