Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						ERLENT
22 FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
33 ÁRA karlmaður, vopnaður
þremur skammbyssum, varð átta
borgarfulltrúum að bana og særði
nítján aðra þegar hann hóf skot-
hríð í ráðhúsinu í
Nanterre, útborg
Parísar, skömmu eft-
ir að borgarstjórnar-
fundi lauk í fyrrinótt.
Ekki er vitað um
ástæður árásinnar en
byssumaðurinn er
sagður hafa átt við
sálræn vandamál að
stríða.
Maðurinn hleypti
af tveimur sjálfvirk-
um skammbyssum án
þess að segja nokk-
urt orð klukkan 1.15
að staðartíma í fyrri-
nótt. Hann skaut
hvern borgarfulltrúann á fætur
öðrum og hlóð byssurnar nokkrum
sinnum áður en viðstöddum tókst
að yfirbuga hann. Maðurinn var
síðan handtekinn.
Maðurinn heitir Richard Durn
og býr í Nanterre hjá móður sinni.
Lögreglan sagði að hann hefði lagt
stund á skotfimi, væri með byssu-
leyfi og ekki á sakaskrá. Hann
mun hafa starfað að mannúðarmál-
um í bæði Kosovo og Bosníu-Her-
zegóvínu.
Virtist yfirvegaður
Durn var viðstaddur allan borg-
arstjórnarfundinn, sem stóð í sex
klukkustundir, og virtist yfirveg-
aður þegar hann hóf skothríðina.
Embættismaður kastaði stóli í
hann og nokkrir aðrir náðu byss-
unum af honum. Hann
tók þá upp marg-
hleypu og hélt skot-
hríðinni áfram þar til
hann var að lokum yf-
irbugaður. Embættis-
maðurinn sem kastaði
stólnum særðist alvar-
lega sem og fjórir til
viðbótar.
Jacqueline Fraysse,
borgarstjóri í Nan-
terre, sem slapp
ómeidd úr árásinni
sagði að eftir að búið
var að yfirbuga Durn
hefði hann ítrekað
hrópað ?drepið mig,
drepið mig?. 
?Ég held að ef hann hefði ekki
verið yfirbugaður þá hefði hann
haldið áfram þar til hann hefði
verið búinn að myrða okkur öll,?
sagði Fraysse en fórnarlömb
byssumannsins komu úr öllum
stjórnmálaflokkum.
Beinir kastljósi forsetakosn-
inganna að ofbeldisverkum
Fulltrúar lögreglunnar sögðu að
Durn hefði talað samhengislaust
eftir að hann var handtekinn. Ekki
var ljóst hvers vegna hann framdi
verknaðinn en margir borgar-
fulltrúanna, sem sátu fundinn í
fyrrakvöld, þekktu Durn sem um-
hverfisverndarsinna. M.a. kom
hann að undirbúningi óánægju-
framboðs nokkurra græningja og
sósíalista í sveitarstjórnarkosning-
um í Frakklandi í fyrra.
Fréttaskýrendur sögðu að hvort
sem ódæðisverk Durns ættu sér
pólitískar rætur eða ekki væri
ljóst að þau myndu hafa pólitískar
afleiðingar en barátta vegna for-
setakosninganna, sem framundan
eru í Frakklandi, stendur nú sem
hæst. Aukin tíðni ofbeldisverka
hefur mjög verið uppi á borðinu í
kosningabaráttunni og hefur Jacq-
ues Chirac forseti einmitt gagn-
rýnt sósíalistann og forsætisráð-
herrann Lionel Jospin, sem er
helsti keppinautur Chiracs um for-
setaembættið, fyrir að bregðast
ekki nógu hart við vandanum.
Chirac og Jospin voru báðir var-
færnir í yfirlýsingum í gær og Jo-
spin sagði að varast bæri að draga
of miklar ályktanir af einu ódæð-
isverki sem framið væri í ?brjál-
æði?. Chirac sagði orð ekki fá lýst
þeim tilfinningum sem um menn
færu við voðaverk sem þessi.
Myrti átta borgarfull-
trúa og særði nítján
Nanterre. AFP.
Reuters
Fórnarlömb byssumannsins borin út úr ráðhúsinu í Nanterre.
Richard Durn
Óður byssumaður hóf skothríð að loknum borgarstjórnarfundi í úthverfi Parísar
HÚN er 58 ára gömul, fékk brjósta-
krabbamein fyrir fimm árum, fór í
geislameðferð og var skorin upp,
náði sér. Hún er með sykursýki en
samt ætlar Midge Cross frá Wash-
ington-ríki í Bandaríkjunum að
klífa hæsta fjall jarðar, Everest.
Vinkona hennar, Alison Levine, er
að verða 36 ára og hefur tvisvar
farið í hjartaaðgerð en ætlar með
henni. Levine fæddist með sjúkdóm
sem nefnist Wolff-Parkinson White-
heilkennið og getur valdið of hröð-
um hjartslætti.
Hinar þrjár konurnar í hópnum
sem hóf ferðina til Nepal í gær eru
Lynn Prebble, Jody Thompson og
Kim Clark, þær eru miðaldra eins
og Cross. Levine fékk hugmyndina
að leiðangrinum sem nýtur stuðn-
ings Ford-bílaverksmiðjanna. Hún
segir að málið snúist um að sýna að
konur eigi erindi í fjallaklifur og
jafnframt að markmiðið sé ekki ein-
göngu að ná á tindinn heldur reyna.
?Þetta snýst um kraftinn í kon-
um, seiglu, ameríska andann og
hvernig við gefum ekki draumana
upp á bátinn þótt ringulreið ríki í
heiminum,? segir hún. Levine hóf
að stunda fjallgöngur fyrir fjórum
árum eftir seinni hjartaaðgerðina
og hefur þegar klifið sum af hæstu
fjöllum heims. 
Þær hafa allar reynslu af fjall-
göngum víða um heim en eru þó
ekki taldar í hópi sérfræðinga á því
sviði. Ef Cross nær á tindinn verður
hún elsta kona sem því takmarki
hefur náð en alls hafa um þúsund
manns nú klifið Everest sem er um
8.700 metrar að hæð. Hún vill með
tilrauninni reyna að efla kjark hjá
þeim sem eru farnir að eldast eða
eru sjúkir. Þegar hún greindist
með brjóstakrabbamein fyrir fimm
árum var hún að skipuleggja fjall-
gönguferð til Nepals, læknirinn
sagði henni að þangað færi hún
ekki. En meðferðin heppnaðist.
?Og þess vegna fæ ég tækifæri til
að fara, næstum nákvæmlega fimm
árum seinna og það er ótrúlegt,?
segir Cross. ?Það vill svo til að
yngri systir mín er nú með brjósta-
krabbamein og fær lyfjameðferð.
Að vissu leyti er þetta því líka fjall-
ganga fyrir hana?. 
Miðaldra og sjúk en
hyggst klífa Everest
AP
Fjallgöngukonurnar bandarísku. F.v. Kim Clark, Alison Levine, Jody
Thompson, Midge Cross og Lynn Prebble.
New York. AP.
KOMIÐ hefur í ljós að í N-Atlantshafi
eru hafstraumar sem vísindamenn
hafa ekki vitað um og getur uppgötv-
unin, að sögn heimildarmanna tíma-
ritsins Nature, breytt mjög skoðun-
um manna á öllu straumakerfinu. Við
rannsóknirnar er notuð ný tegund af
rekhylkjum eða flotum sem endast í
fjögur til fimm ár, sum eru gerð til að
berast langan veg um yfirborðið, önn-
ur á ákveðnu dýpi sem getur verið allt
að 2.000 metrar. Nú er stefnt að því að
setja út um þrjú þúsund flot á öllum
heimshöfunum og búa til net er verði
starfhæft árið 2005.
Umrædd flot eru eins konar mann-
lausir og sjálfvirkir dvergkafbátar.
Dufl hafa lengi verið notuð við haf-
rannsóknir en fram á síðustu ár ein-
göngu gert mælingar á yfirborði sjáv-
ar og erfiðara að nýta þau en til
dæmis loftbelgi veðurfræðinga. Sam-
spil hafstrauma er afar flókið og mæl-
ingar strjálar, hafa því verið stór göt í
þekkingu manna á úthöfunum sem
þekja meirihluta hnattarins. Það sem
einkum er reynt að mæla er stefna
hafstraumanna, selta og hiti. Eitt af
því sem talið er að upplýsingar frá
flotunum nýju geti varpað ljósi á eru
hnattrænar veðurfarsbreytingar.
Einkum vilja menn sannreyna hve
áreiðanlegar aðferðirnar til að mæla
hlýnun í andrúmsloftinu eru en vitað
er að hafið hefur mikil temprandi
áhrif á meðalhita á jörðunni. 
Búnaður eins og í fiskum
Flotin eru með búnað sem virðist
eftir lýsingu tímaritsins að dæma
virka á svipaðan hátt og sundmagi í
fiskum. Sjálfvirki búnaðurinn veldur
því að þau fara upp á yfirborðið reglu-
lega einu sinni á tíu daga fresti og
senda þaðan upplýsingar með aðstoð
gervihnatta til vísindamanna. 
Flotin eru nokkuð ólík innbyrðis en
virka öll á svipaðan hátt. Þau sem
Scripps-stofnunin bandaríska notar
eru um 150 sentimetrar að lengd og
20 sentimetrar í þvermál, lögunin
minnir nokkuð á tundurskeyti. Rúm-
málið er ýmist minnkað eða aukið
með sjálfvirkri dælu sem temprar
magnið af olíu í blöðrunni í flotinu, áð-
urnefndum sundmaga. Eðlisþyngd
flotsins vex eða minnkar í hlutfalli við
olíumagnið. Ballestin í flotinu og
blaðran eru stillt til að láta það kafa
niður á fyrirfram ákveðið dýpi og
halda sig þar um hríð en fara síðan
reglulega upp á yfirborðið til að senda
frá sér merki til gervihnattanna.
Eitt af því sem nú er stefnt að er að
nýta Iridium-gervihnattakerfið sem
upprunalega átti að tengja saman far-
síma en eigendur þess fóru á hausinn.
Kerfið er nú notað til fjarskipta fyrir
bandaríska heraflann. Kostirnir sem
vísindamenn sjá við Iridium-hnettina
66 er að með þeim yrði ekki einvörð-
ungu hægt að taka við skilaboðum
heldur einnig senda flotunum skipan-
ir og jafnvel forrita tölvubúnað þeirra
upp á nýtt eftir þörfum. Skilyrðið er
þó að hnöttunum yrði fjölgað. 
Áðurnefndar rannsóknir eru kall-
aðar Argo og eru þáttur í fjölþjóðlegu
átaki í tengslum við Menningarmála-
stofnun Sameinuðu þjóðanna
(UNESCO). Fyrir fjórum árum var
farið að fleygja fyrstu 200 flotunum í
svonefnt Labrador-haf milli Ný-
fundnalands og Grænlands. Sum flot-
in bárust í aðrar áttir en reiknað hafði
verið með, þau fóru austur fyrir
Grænland í átt til Íslands og Bret-
landseyja, að sögn Nature. 
Bakkafoss aðstoðar 
við hafrannsóknir
Ritið hefur eftir vísindamanninum
Russ Davis, sem unnið hefur að rann-
sóknum á hafstraumum í 34 ár og
stjórnaði tilrauninni frá Scripps-haf-
rannsóknastöðinni í La Jolla í Kali-
forníu, að niðurstöðurnar hefðu valdið
því að gert hefði verið nýtt kort af
straumakerfinu á Labrador-hafi og
skoðanir manna á öllu hafstrauma-
kerfi N-Atlantshafsins verið endur-
skoðaðar. ?Þetta er líklega athyglis-
verðasta uppgötvun sem ég hef átt
hlut að á ferli mínum,? sagði Davis.
Hafrannsóknastofnun tók þátt í
rannsóknum 1991?1998 á vegum
áætlunar er nefndist World Ocean
Circulation Experiment og var varp-
að út rekduflum. Þar var verið að
kortleggja yfirborðið, að sögn Héðins
Valdimarssonar, haffræðings hjá
stofnuninni. Veðurstofa Íslands hefur
lengi starfað með bresku veðurstof-
unni að lagningu rekdufla. Bretarnir
fengu að sögn Hreins Hjartarsonar
veðurfræðings íslensku stofnunina til
að leggja fimm flot af þeirri gerð sem
rætt er um í grein tímaritsins.
?Þau voru lögð í janúar í fyrra fyrir
sunnan Ísland og skipverjar á Bakka-
fossi önnuðust lagninguna sem er
auðvitað langtum ódýrara en að
senda sérstakt skip til að sjá um verk-
ið,? sagði Hreinn. Hann sagði upplýs-
ingarnar frá flotunum hafa verið
gerðar aðgengilegar öllum vísinda-
mönnum á Netinu. 
Óþekktir hafstraum-
ar uppgötvaðir
Nature segir haf-
straumarann-
sóknir á N-Atlants-
hafi geta varpað
nýju ljósi á veð-
urfarsbreytingar 
DUDLEY Moore, einn af þekktustu
gamanleikurum Breta, lést í gær á
heimili sínu í Bandaríkjunum. Hann
var 66 ára gamall.
Moore hafði um
nokkurt skeið
þjáðst af sjald-
gæfum tauga-
hrörnunarsjúk-
dómi.
Moore skaust
fram í sviðsljósið á sjöunda áratugn-
um með leik sínum í vinsælum sjón-
varpsþáttum. Hátindi frægðar sinn-
ar náði hann hins vegar með
myndum eins og 10 frá árinu 1979 og
myndinni Arthur frá árinu 1981 en
hann var tilnefndur til Óskarsverð-
launa fyrir leik sinn í þeirri mynd. 
Dudley
Moore látinn
SÉRSTAKT ráð sem ætlað er
að standa vörð um rússneska
tungu íhugar nú að leggja fram
frumvarp til laga þar sem kveð-
ið verði á um ?refsingar? þeirra
sem misþyrma móðurmálinu.
Í maímánuði er ráðgert að
tekið verði til meðferðar laga-
frumvarp um stöðu rússnesku
sem ríkistungu. Vladímír Fílip-
ov, menntamálaráðherra Rúss-
lands, segir að mörg fjölmiðla-
fyrirtæki í Rússlandi hafi sagt
upp fjölda prófarkalesara í
sparnaðarskyni. Sá niður-
skurður hafi haft í för með sér
að tungunni sé nú misþyrmt
sem aldrei fyrr í Rússlandi.
Fílípov vísar til laga í Frakk-
landi um stöðu franskrar tungu
þar en lætur þess ekki getið í
hvaða formi ?refsingarnar?
kunni að verða.
Rússnesk
málvernd

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64