Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						LISTIR
24 FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
að er þjáningin sem verið er að fjalla um í
þessu verki,? sagði Hörður Áskelsson, org-
anisti og kórstjóri í Hallgrímskirkju, um
Passíu ópus 28 eftir Hafliða Hallgrímsson þegar
verkið var frumflutt í Hallgrímskirkju fyrir rúmu
ári. Verkið hlaut gríðar góðar viðtökur bæði tón-
leikagesta og gagnrýnenda og sögðust margir
vart hafa upplifað aðra eins stund í nálægð ís-
lenskrar tónlistar. 
Þessa dagana er verið að hljóðrita Passíu Haf-
liða og af því tilefni og vegna þess að Passían er
verk föstunnar verður það flutt öðru sinni að
kveldi föstudagsins langa kl. 21 í Hallgrímskirkju.
Hafliði Hallgrímsson hefur gert nokkrar breyt-
ingar á verkinu og þær helstar að nú eru ein-
söngvararnir tveir. Í fyrra var einsöngshlutverkið
í höndum Mary Nessinger, en nú hefur því verið
skipt milli sóprans og tenórs og syngur Garðar
Thór Cortes tenórhlutverkið. Stór hljómsveit leik-
ur með Mótettukórnum sem er í burðarhlutverki
og tveir organistar, Douglas Brotchie og Kári
Þormar.
Stjórnandinn, Hörður Áskelsson, segir það við-
kvæmt verkefni að hljóðrita Passíuna, enda sé
tónlistin margslungin og óendanlega margir hlut-
ir þurfi að ganga upp. Því fylgi þessu nokkur
spenna. 
?Annars er það mjög gaman að fá að takast á
við þetta verk í annað sinn og eitthvað sem maður
þyrfti að fá að gera oftar. Þegar búið er að flytja
verk einu sinni finnst manni ennþá svo margt
ógert. Svo bætist við núna að Hafliði hefur breytt
verkinu nokkuð í ljósi frumflutningsins og ég held
að ef eitthvað er, þá sé það ennþá markvissara en
áður. Það má líkja þessu við málara sem skerpir
einstaka línur í verki sínu; Hafliði er búinn að
skerpa á nokkrum stöðum í hljómsveitarpartinum
og bæta trompet við á einum stað og þannig; þetta
eru smáatriði, en góð fyrir heildarsvipinn.? 
Hörður segir spennuna núna þó öðru vísi en í
fyrra. Þá var það óvissan sem fylgdi því hvernig
flutningurinn myndi virka. Núna sé það ekki
spurningin, heldur sé spennan meira bundin því
að takast ekki síður upp en þá, þegar allt gekk svo
vel. ?Maður er búinn að upplifa svo mikið með
þessu verki og væntingarnar eru miklar. Núna
gerir maður ennþá meiri kröfur til sjálfs sín og
verksins til að standast þessar væntingar. Ég er
þó ekki í nokkrum vafa um að þetta verður mikil
upplifun eins og í fyrra og ég er viss um það, að ef
okkur tekst líka vel til með upptökuna á verkinu á
það eftir að fara víða um heiminn. Verkið er bæði
ferskt og persónulegt, en um leið þó alþjóðlegt.
Þótt það sé erfitt að setja mælistiku á tónlist
finnst mér Passía Hafliða vera af stærðargráðu
sem ég finn helst í tónlist Messiaens; það er
óskaplega djúpt og kafar dýpra að hjartarótum en
svo margt annað sem ég hef verið að gera.?
Tónleikarnir í Hallgrímskirkju á föstudaginn
langa hefjast sem fyrr segir kl. 21.
Morgunblaðið/Þorkell
Mótettukór Hallgrímskirkju, hljómsveit og stjórnandinn Hörður Áskelsson æfa flutning á Passíu eftir Hafliða Hallgrímsson.
Djúpt verk og persónulegt
Passía eftir Hafliða Hallgrímsson flutt í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa
SÝNING á vinnuteikningum og
smærri hönnunarhlutum eftir arki-
tektinn og hönnuðinn Ólaf Þórðarson
verður opnuð í sal Hönnunarsafns Ís-
lands við Garðatorg í Garðabæ á
laugardag kl. 16. Á sýningunni verður
einnig hægt að gaumgæfa feril Ólafs
af litskyggnum og myndbandi eftir
hönnuðinn Joe Chow, auk þess sem
leikið verður tónverkið Music for
Furniture eftir íslenska djassleikar-
ann Skúla Sverrisson, sem samið var
sérstaklega fyrir Ólaf. 
Þá hefur verið gefinn út bæklingur
um verk Ólafs á ensku, hannaður af
Jim Tait. Þar er m.a. grein eftir Að-
alstein Ingólfsson, forstöðumann
Hönnunarsafnsins, Lynnette Wid-
der, lektor í arkitektúr við Columbia
háskóla og höfund ótal greina um
hönnun, ítölsku arkitektana Elenu
Carlini og Pietro Valle, og Khipru
Nichols, forstöðumann iðnhönnunar-
deildar Rhode Island School of De-
sign.
Hannar hús í bland
við nytjahluti
Ólafur hefur haldið þrjár einkasýn-
ingar á hönnun sinni en auk þess hef-
ur hann tekið þátt í á þriðja tug sam-
sýninga á hönnun, arkitektúr og
borgarskipulagi. Fjallað hefur verið
um verk hans í fjölda virtra tímarita,
bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu,
og hann hefur haldið fyrirlestra og
námskeið um hönnun við Parsons
School of Art, Pratt Institute, Col-
umbia háskóla og Rhode Island 
School of Design.
Ólafur er fæddur í Reykjavík árið
1963 og lauk námi í arkitektúr við
University of Wisconsin-Milwaukee,
Bandaríkjunum, árið 1986. Síðan
stundaði hann framhaldsnám við Col-
umbia University í New York, m.a.
hjá Kenneth Frampton og Steven
Holl, og lauk þaðan mastersprófi í
arkitektúr árið 1990.
Ólafur hóf störf hjá Húsameistara
ríkisins árið 1987, en vann síðan á
nokkrum stofum bandarískra arki-
tekta í New York, m.a. á stofu I.M.
Pei. Árið 1990 gekk Ólafur til liðs við
hönnuðinn Gaetano Pesce, og hefur
allar götur síðan ræktað tengsl við
vinnustofu hans. Upp frá því hefur
Ólafur fengist æ meir við marghátt-
aða hönnun nytjahluta, í bland við
hönnun húsa og þátttöku í samkeppni
um skipulag byggðar.
Ólafur rekur vefsíðuna www.thord-
arson.com og vefgalleríið www.das-
boot.org, þar sem er að finna verk eft-
ir listamenn af ýmsu tagi.
Sýningin stendur til 12. maí og er
opin alla daga nema mánudaga kl. 14-
18.
Morgunblaðið/Kristinn
Ólafur Þórðarson, arkitekt og hönnuður.
Brot af ferli
Ólafur Þórðarson í Hönnunarsafninu
J
ÓN B. Guðlaugsson er
það sem sennilega má
kalla þúsundþjalasmið.
Hann er fjölmenntaður, starf-
ar sem flugþjónn og þýðandi,
en sinnir jafnframt ýmsu öðru,
svo sem tónlist, útvarps-
mennsku og sagnfræði. Þetta
þrennt sameinaði hann fyrir
tæpum áratug í þáttaröð Rík-
isútvarpsins um íslenska söng-
lagasmiði á fyrri hluta 20. ald-
ar. En nú er Jón kominn af
stað aftur með nýja þáttaröð
sem helguð verður einu ís-
lensku tónskáldi, Inga T. Lár-
ussyni. 
?Ég komst að því að það er
afar lítið til af heimildum um
þetta ágæta tónskáld. Ég er
Seyðfirðingur eins og hann, og
þess vegna langaði mig til að
gera þetta. Það eru mörg ár
síðan ég byrjaði á verkefninu.
Ég sendi bréf á alla þá staði
sem ég vissi að Ingi hafði dval-
ið á, hafði upp á þeim sem ég
taldi best til þekkja, og bað
fólk að heimsækja þá sem
þekktu Inga og töldu sig hafa
frá einhverju að segja. Ég
bauð fólkinu að senda því spól-
ur til að taka efnið upp, en
þetta gekk ekki. Ég sá að
þetta var eins og hjá litlu gulu
hænunni, ? ég yrði að gera
þetta sjálfur. Ég eyddi ærnum
tíma í það að hringja aftur í
fólk, og fór svo í tvær pílagríms-
ferðir um landið. Ég heimsótti elliheimili, því það er orð-
ið svo, að þeim sem þekktu tónskáldið fækkar óðum. Ég
sá að þetta var ef til vill síðasta tækifærið til að safna
þessum heimildum saman, og þegar upp var staðið var
ég kominn með viðtöl við um hundrað manns inn á band
hjá mér.? 
Það hefur tekið Jón B. Guðlaugsson drjúgan tíma að
vinna úr heimildum sínum, og hann komst að ýmsu for-
vitnilegu. ?Ég ætla að spila öll lög Inga í þáttunum. Það
hlýtur að teljast forvitnilegt að ég fann tæpan tug laga
sem eru óþekkt með öllu, þar af eitt sem aðeins hefur
varðveist í munnlegri geymd. Ég fékk Jón Þórarinsson
og Hákon Leifsson tónskáld sem báðir eru Seyðfirð-
ingar að ætt
og upp-
runa til að
útsetja lög-
in, og svo
var ákveðið
að hljóðrita
þau sér-
staklega
fyrir þætt-
ina. Óskar
Ingólfsson
tónlistar-
stjóri fékk
Þórunni Guð-
mundsdóttur
til að syngja,
en kórlögin
fengum við
Karlakór Ís-
lands og nágrennis, sem Jón Stefánsson
stjórnar, ? til að syngja, karlakórslögin. Ingi
var alla tíð mjög hrifinn af karlaröddum og
samdi meira fyrir þær en kvenraddirnar.? 
Jón segir að tímabært hafi verið að vinna
þetta verkefni. Fólk í dag þekki aðeins fá laga
Inga T. ?Hann er náttúrlega ekki punktur-is,
og fólk sem er yngra en kynslóð Óskalaga
sjúklinga þekkir ekki lög hans sem mörg hver
eru frábær. Eldra fólk þekkir Ég bið að heilsa
við ljóð Jónasar og jafnvel Ó blessuð vertu
sumarsól. Það er varla meira en það. En laga-
safn Inga er mjög fjölbreytt og þar leynast
margar perlur.?
Ingi T. Lárusson var fjölhæfur tónlist-
armaður þótt tónlistarmenntun hans hafi ver-
ið lítil sem engin. Hann lék á öll þau hljóðfæri
sem hann komst í tæri við og vann ötullega að
hvers konar tónlistarstarfi hvar sem hann var.
Hann fæddist og bjó fyrir austan framan af en bjó síðar
bæði í Reykjavík og á Akranesi. Hann var lengi sím-
stöðvarstjóri og póstmeistari á Austfjörðum og segir Jón
að enn séu til símskeyti frá Inga, en þau skrautritaði
hann afar fallega. Þættirnir verða sjö talsins og bera yf-
irskriftina Í fótspor Inga Lár. Þeir spanna ævi Inga og
störf og tónlistin gegnir veigamiklu hlutverki, en sem
fyrr segir verða öll lög Inga sem kunn eru leikin. Jón
styðst við þær rituðu heimildir sem til eru um tónskáldið
auk þess efnis sem hann safnaði á ferðum sínum um
landið. Fyrsti þátturinn um Inga T. Lárusson og tónlist
hans verður á dagskrá Rásar eitt kl. 15.00 annan dag
páska.
Í fótspor Inga Lár
Ingi T. Lárusson tónskáld
Skraut-
skrifað símskeyti tón-
skáldsins.
Listasafn Reykjavíkur
Öll hús Listasafns Reykjavíkur,
Ásmundarsafn, Kjarvalsstaðir og
Hafnarhús, verða opin á hefð-
bundnum opnunartíma yfir páskana
en leiðsögn færist frá sunnudegi til
mánudags.
Ásmundarsafn er opið frá kl. 13-
16, Kjarvalsstaðir kl. 10-18. Leið-
sögn verður á mánudag kl. 15. Hafn-
arhús er opið frá kl. 11-18, skírdag
kl. 11-19. Leiðsögn verður þriðju-
daginn 2. apríl kl. 16. Á annan dag
páska, 1. apríl, eru sýningarlok á
sýningu Hannesar Lárussonar, Hús
í hús, á Kjarvalsstöðum.
Listasafn Íslands
Listasafn Ísland er lokað föstu-
daginn langa, páskadag og annan í
páskum. Opið er í dag, skírdag og á
laugardag, kl. 11-17.
Gerðarsafn
Gerðarsafn er lokað föstudaginn
langa, páskadag og annan í páskum.
Opið er í dag, skírdag og laugardag,
kl. 11-17 en þá lýkur sýningu Ljós-
myndarafélags Íslands og Blaða-
ljósmyndarafélags Íslands.
Hafnarborg
Í Hafnarborgar standa nú yfir
sýningarnar Svifið seglum þöndum
og Hjörtur Hjartarson, Nýjar
myndir. Safnið er opið alla daga,
nema þriðjudaga, kl. 11-17, lokað
föstudaginn langa og páskadag.
i8, Klapparstíg 33
i8 er lokað fram til 8. apríl en hægt
er að skoða gólfverk eftir Kristján
Guðmundsson frá götunni á meðan
lokað er. Hörður Ágústsson sýnir nú
í galleríinu.
Listasafn ASÍ
Listasafn ASÍ, Freyjugötu er opið
alla daga frá kl. 14-18. Einnig er opið
í dag, skírdag, föstudaginn langa og
páskadag en þá lýkur sýningu
Hjartar Marteinssonar.
Páskaopnanir safnanna

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64