Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 25
ÁSTA frænka mín er sjö ára og
hún sagði við mig í bíói:
? ?Mér finnst letidýrið alveg eins-
og asninn í Shrek, síblaðrandi.?
? ?En minnir litla barnið þig á ein-
hvern??
? ?Já, það er eins og Búa í
Skrímslum hf.?
? ?Þú ert svo klár, Ásta mín.?
Lifandi þrívídd og þreytt saga
Í Ísöld kveður við nýjan tón í
tölvuteiknimyndagerð þar sem reynt
er að komast enn nærri raunveru-
leikanum. Þótt þessi lifandi þrívídd
sé skemmtileg, er ég ekki hrifin af
þessum teikningum og finnst per-
sónurnar vera á milli þess að líta út
einsog brúður og málverk. 
Það sem að sögunni snýr er heldur
eldra í kantinum. Handritshöfundar
eru greinilega undir áhrifum vin-
sælla teiknimynda og það er að mínu
mati stærsti galli myndarinnar. sag-
an er hvorki mikil né ný. Loðfíllinn
Mannfreð, Lúlli letidýr og sverðtígr-
isdýrið Dýri fara í leiðangur að færa
lítið barn í hendur föður síns. Þessir
þrír gaurar eru af ólíkum dýrateg-
undum og ættu í rauninni að vera
óvinir. Þeir eru það reyndar framan
af, en félagarnir lenda í ýmsum raun-
um á ferðalagi sínu og verða bestu
vinir. Þetta er sagan í hnotskurn.
Svo er það íkorninn með vígtennurn-
ar sem á í vandræðum með hnetuna
sína og flestum fannst hann fyndn-
astur, bæði fullorðnum og börnum.
Myndin er full af þessum vanalega
húmor sem krökkunum líkar. 
Ég efast um að fullorðnir skemmti
sér jafnvel og börnin. Manni finnst
lítið varið í þessa formúlukenndu
söguþræði, eftir að Shrek, og sér-
staklega Leikfangasaga og Skrímsli
hf., komu fram á sjónarsviðið, þar
sem sögurnar eru frumlegar,
skemmtilegar og eiga beint erindi í
reynsluheim barnanna og til
barnanna í sálum foreldra þeirra. En
það er ekki einsog krakkarnir skilji
ekki hvað sé verið að bjóða þeim,
einsog hún Ásta sannaði fyrir mér.
Mér fannst íslenska raddsetningin
heldur ekki jafngóð og vanalega er,
því leikararnir okkar eru orðnir
mjög snjallir í þessu. Hvort sem ver-
ið var að herma eftir upprunalegu
útgáfunni eða ekki, var loðfíllinn
Mannfreð einum of þunglamalegur
og bara alls ekki aðlaðandi. Hinar
persónurnar voru ágætar, en hefðu
geta þó verið mun skemmtilegri. 
Ég er búin að fá nóg af tæknibrell-
um og tækniframförum sem bitna á
söguþræðinum, en það má samt ekki
halda að Ísöld sé jafnslæmt dæmi
um það og Dinosaur. Hún er ágætis
skemmtun þótt ófrumleg sé.
Hildur Loftsdóttir
Félagar í raun
KVIKMYNDIR
Smárabíó, Regnboginn 
og Laugarásbíó
Leikstjórn: Chris Wedge. Handrit: Mich-
ael J. Wilson, Michel Berg og Peter Ack-
erman. Myndræn stjórn: Carlos Sald-
anha. USA. 20th Century Fox 2002.
ÍSÖLD/ICE AGE L50130L50130½
Múlinn, Kaffi-
leikhúsinu.
Hljómsveitin
Crucible heldur
tónleika kl. 21.
Meðlimir Cru-
cible eru Tena
Palmer söngur,
Hilmar Jensson
gítarleikari,
Kjartan Valdemarsson píanóleikari
og Matthías M.D. Hemstock slag-
verksleikari.
Flutt verða lög eftir Tenu Palmer,
Hilmar Jensson, Steve Miller, Pétur
Grétarsson með ljóði/texta eftir
Halldór Laxness, Einar Má Guð-
mundsson, P.K. Paige ásamt fleir-
um.
Í DAG
Tena Palmer 
LISTMUNAGALLERÍ, Gallerí
Grýta, var opnað með viðhöfn á
dögunum í Hveragerði, en það á vel
við þar sem á árum áður var Hvera-
gerði oft kallað listamannabær. Að
galleríinu standa sex listamenn:
Hulda Sigurlína Þórðardóttir,
Hveragerði, Svanhvít Sig-
urlinnadóttir, Hveragerði, Jónína
Valdimarsdóttir, Ölfusi, Rannveig
Ingvadóttir, Hveragerði, Hans
Christiansen, Hveragerði, og Gylfi
Þ. Gíslason, Selfossi. Í galleríinu
verða verk þessara listamanna til
sýnis og sölu. Þá munu listamenn-
irnir vinna að verkum sínum á
staðnum. Galleríið er við aðalgötu
bæjarins, Breiðumörk, gegnt Hótel
Örk. 
Opnunartími verður alla daga,
kl. 12-18.
Morgunblaðið/Margrét
Frá opnun gallerís Grýtu í Hveragerði.
Listmuna-
gallerí í
Hveragerði
Hveragerði. Morgunblaðið.
SIGTRYGGUR Bjarni Bald-
vinsson hefur lengi verið að fást við
málaralist á hugmyndlægum nót-
um. Að þessu sinni ? á sinni tíundu
einkasýningu ? fer hann í fötin af
Mark heitnum Rothko, og skír-
skotar til upphafinnar málaralistar
bandaríska abstraktmálarans. Sig-
tryggur Bjarni segist halla sér að
Rothko sökum leitar hins síðar-
nefnda að hinu ?stóra, háleita og
ósegjanlega?, eins og hann skil-
greinir list málarans og á þá ef-
laust við seinustu verk hans sem
pöntuð voru af de Menil-fjölskyld-
unni í Houston í Texas. Þessi verk
hanga risavaxin og drungaleg í átt-
hyrndri kapellu sem kennd er við
málarann.
Sigtryggur Bjarni segist vera
efahyggjumaður og hafi því ósjálf-
rátt leitað til Rothko sem mikils
trúarmálara til að búa til sýningu
fyrir anddyri Hallgrímskirkju.
Vissulega má það til sanns vegar
færa að Rothko leitaði inn á við til
hins rómantíska, tilfinningalega og
ósegjanlega, en það er þó margt á
huldu með trúarfuna hans. Manni
er til efs að Rothko hefði svipt sig
lífi ef hann hefði verið jafntrúaður
og Sigtryggur Bjarni vill vera láta.
Rothko beið ekki boðanna heldur
kom sjálfum sér yfir um, rétt eftir
að hann hafði lokið við málverkin í
kapellunni í Houston. 
Enda virðist haldreipið sem Sig-
tryggur Bjarni finnur í Rothko
heldur endasleppt. Hann snýr til-
finningaþrungnum málverkum
Bandaríkjamannsins rússneska
upp í hálfgerðar pop-útgáfur, líkt
og Larry Poons hefði notað mál-
verk Rothko sem bakgrunn fyrir
kaldhamraðar litapælingar sínar.
Hafi Sigtryggur Bjarni ætlað sér
að nálgast guðdóminn með mynd-
um sínum hefur hann ekki haft er-
indi sem erfiði. Þetta eru fínar
myndir og fallega málaðar, en þær
eru ekki trúarlegar fyrir fimm
aura. 
Einungis í páskamyndinni,
hægra megin þegar inn er komið ?
eina verkinu sem ekki virðist byggt
á fyrirmynd eftir Mark Rothko ?
örlar á því náttúrulega sakleysi
sem er ein af forsendunum fyrir
því að verk hljómi trúarlega. Guli
tónninn ber með sér einhverja
páskagleði sem erfitt er að út-
skýra. Það er þó spurning hvort
páskagleði hljóti ekki að vera
trúarleg þversögn í ljósi þess sem
þá gerðist endur fyrir löngu. Þann-
ig er hægt að bregða upp ágætum
verkum á vafasömum forsendum
og það gerir Sigtryggur Bjarni
vöflulaust.
Trúar-
brú
MYNDLIST
Hallgrímskirkja, anddyri
Til 20. maí. Opið daglega frá kl. 9-17.
MÁLVERK
SIGTRYGGUR BJARNI BALDVINSSON
Verk á sýningu Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar í Hallgrímskirkju.
Halldór Björn Runólfsson

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64