Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Listrænt melt-
ingarkerfi
EITT af nýlistasöfnum New
Yorkborgar, New Museum of
Contemporary Art, hýsir þessa
dagana sýningu listamannsins
Wims Delvoyes. Sýningin nefn-
ist Cloaca og samanstendur af
vél sem listamaðurinn hefur
smíðað sem eftirlíkingu af
meltingarkerfi mannslíkamans.
Vélin er fyllt af mat frá fín-
ustu veitingahúsum SoHo-
hverfisins klukkan hálf fimm á
hverjum degi og einum 22 tím-
um síðar, eða klukkan hálfþrjú
daginn eftir skilar hún síðan frá
sér úrgangi ? fullmeltum mat-
arleifum sem koma sýningar-
gestum fyrir sjónir þar sem
þær renna út úr vélinni.
Á öðrum tímum dags sést
vélin eingöngu vinna í hægðum
sínum við að melta matvælin og
mælir vefsíða tímaritsins Art
Forum því með að gestir heim-
sæki safnið á þessum tímum. 
LISTAKONAN Ingunn Jensdóttir
sýnir vatnslita- og silkimyndir
fram til 7. apríl
næstkomandi í
Eden í Hvera-
gerði. 
Myndlist-
arsýningar Ing-
unnar í Eden
um páska má
segja að sé
fastur liður í
starfsemi gróð-
ur- og ferða-
mannamiðstöðvarinnar enda hef-
ur listakonan sýnt verk sín þar
undanfarin tíu ár á þessum árs-
tíma.
Öll verkin til sölu
Öll verkin á sýningu Ingunnar
Jensdóttur eru til sölu og er sýn-
ingin opin á sama tíma og gróð-
urmiðstöðin.
Eitt verkið á sýningunni.
Ingunn 
Jensdóttir
Ingunn sýnir í
Eden um
páskahelgina
sem konsertverk heldur til notk-
unar í kirkjunni. Hún er litúrgísk
og næstum skrautlaus. Er ég
samdi Trúarjátninguna var mín
eina ósk að koma textanum til
skila með sérstökum hætti. Maður
semur mars til að auðvelda mönn-
um að ganga í takt og með Trúar-
játningu minni vildi ég undirstrika
textann. Trúarjátningin er lengsti
kaflinn. Það er svo miklu að trúa?.
Kyrie og Gloria kaflarnir voru
samdir 1944. Seinni kaflana samdi
hann 1947 og raddskránni var lok-
ið 15. mars 1948. 
Messa í 
fimm köflum
Messan er í fimm köflum: Kyrie,
Gloria, Credo, Sanctus og Agnus
Dei. Hún var frumflutt í Scala óp-
erunni í Mílanó 27. október árið
1948 undir stjórn Ernest Anser-
met. 
Kyrie (Miskunnarbæn) saman-
stendur af tíu stuttum þáttum með
undirleik. Stravinskíj skiptir um
tóntegundir sjö sinnum og notar
mismunandi hljóðfærasamsetn-
ingar til að undirstrika ólíka liti.
Gloria (Dýrðarsöngur) hefst með
samtali óbós og trompets og alt-
einsöngsröddin bætist við í sam-
talið og síðar sópraninn. Kórinn
kemur inn með lofgjörðartextann.
Þannig skiptast einsöngvararnir
og kórinn á að flytja textann.
Credo (trúarjátning) hefur það
markmið, eins og áður er sagt, að
koma háleitum texta til skila. Kafl-
inn er allur sunginn veikt nema
þrjú orð eru sungin sterkt, ?Eccl-
esiam? (kirkju), ?peccatorum?
(syndanna) og ?mortuorum?
(dauðra). Sanctus (Heilagur) hefst
með nokkuð skreyttum inngangi
tveggja tenóra sem kórinn svarar.
Stutt fúga einsöngvaranna fylgir á
orðunum ?Himnarnir og jörðin eru
full af dýrð þinni?. Kórinn syngur
?Hósanna í upphæðum?. Bene-
dictus (Blessaður sé sá) er hljóð-
látur og fullur trúar. Agnus Dei
(Guðs lamb) er lokakaflinn og
samanstendur af inngangi hljóð-
færanna sem notaður er einnig
sem millispil milli þriggja undir-
leikslausra kórþátta sem breytast
hvert sinn.
Kór Langholtskirkju, ásamt einsöngvurum og tvöföldum blásarakvintett, flyt-
ur Messu Ígors Stravinskíjs í Langholtskirkju á föstudaginn langa kl. 17.
Stjórnandinn Jón Stefánsson fjallar hér um tónskáldið og messuna. 
Höfundur er stjórnandi Kórs 
Langholtskirkju.
IGOR Stravinskíj fæddist í Rúss-
landi 1882 og lést í New York
1971. Hann hóf lögfræðinám í St.
Pétursborg 1901 en varði tíma sín-
um að mestu með Rimsky-Korsa-
kov og gerðist nemandi hans í tón-
smíðum 1903. Diaghilev, sem
stofnaði og stjórnaði Rússneska
ballettinum í París, uppgötvaði
Stravinskíj og fékk hann til að
semja ballettinn Eldfuglinn sem
frumfluttur var 1910 og gerði
Stravinskíj heimsfrægan. Í kjölfar-
ið fylgdu Petrushka, Vorblótið og
Les noces (Brúðkaupið, sem Kór
Langholtskirkju mun flytja á
Listahátíð í vor). Þessi verk skip-
uðu Stravinskíj í þá stöðu, að hann
er óumdeilanlega eitt merkasta
tónskáld síðustu aldar. Hann starf-
aði í mörg ár í Frakklandi og gerð-
ist franskur ríkisborgari 1934. Síð-
an flutti hann til Bandaríkjanna og
varð bandarískur ríkisborgari 1945
og starfaði þar til dauðadags.
Það var sagt um Stravinskíj að
hann hefði hamskipti á nokkurra
ára fresti. Þannig markar Messan,
sem hann samdi á árunum 1944 ?
48 í Kaliforníu, upphafið á seinasta
skeiði tónsköpunar hans. Ólíkt
flestum verkum hans, sem voru
samin af ákveðnum tilefnum og
eftir pöntun, samdi hann Messuna
af innri þörf. Stravinskíj var mjög
trúaður og tilheyrði rússnesku
rétttrúnaðarkirkjunni. Hins vegar
hafa tónskáld takmarkaða mögu-
leika á að koma tilfinningum sín-
um á framfæri í messu rétttrún-
aðarkirkjunnar þar sem notkun
hljóðfæra er bönnuð. Um 1942 eða
1943 komst hann yfir nokkrar
messur Mozarts og eftir það skrif-
aði hann: ?Er ég spilaði í gegn
þessa rococo-óperulegu krásir
(sweets-of-sin), vissi ég að ég yrði
að semja mína eigin Messu, en
raunverulega Messu.? Það sem
hann meinar með ?raunverulega?
er að hann vildi nota hið klassíska
messuform sem hægt væri að nota
í kirkjunni. Hljóðfæraskipunin er
sparleg, tvöfaldur blásarakvintett,
tvö óbó, englahorn og tvö fagott á
móti tveim trompetum og þrem
básúnum.
Það er ljóst að Stravinskíj var
ekki hrifinn af skrautlegum stíl
Mozarts. Hans tónsmíð skyldi vera
köld, ströng og háleit. Í viðtali eft-
ir að hann lauk við messuna sagði
hann: ?Messan mín er ekki hugsuð
Igor Stravinskíj 
og messan hans
LISTIR
26 FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
NORÐURÓP, félag um óperuflutn-
ing, efnir til styrktartónleika í Safn-
aðarheimili Keflavíkurkirkju föstu-
daginn langa kl. 20.00 og í Salnum
laugardag fyrir páska, 30. mars kl.
16.00. Óperuperlur er yfirskrift tón-
leikanna en þar verða flutt atriði og
aríur úr þekktum verkum óperu-
bókmenntana, allt frá Mozart til
Wagners. Flytjendur eru sópran-
söngkonurnar Dagný Jónsdóttir og
Elín Halldórsdóttir, Sigríður Aðal-
steinsdóttir mezzósópran, Hrólfur
Sæmundsson baritón og bassa-
söngvararnir Jóhann Smári Sæv-
arsson og Manfreð Lemke. Píanó-
leikari er Ann Champert, en hún er
tónlistarstjóri við ríkisóperuna í Sa-
arbrücken í Þýskalandi auk þess
sem hún starfar við Bastilluóperuna
í París og á fleiri stöðum.
Norðuróp stóð fyrir óperuhátíð í
Reykjanesbæ síðasta sumar, þar
sem óperurnar Gianni Schicchi og
Z-Ástarsaga voru fluttar í Drátt-
arbrautinni við smábátahöfnina. 
?Hálfgert bassakompaní?
Elín Halldórsdóttir sópransöng-
kona segir styrktartónleikunum
ætlað að standa undir eftirstöðvum
kostnaðar við hátíðina í fyrra en
einnig að renna stoðum undir starf-
semi félagsins og fjármagna und-
irbúningsvinnu að næstu stóru
verkefnum félagsins, sumarið 2003.
?Við verðum með tvær óperur á
þeirri hátíð; það verður stórt verk-
efni og við verðum í samvinnu við
erlenda aðila og Ann Champert
sem leikur með okkur núna tengist
því. Hún er óperuþjálfari, sér-
menntuð í að kenna söngvurum við
óperur. Hlutverk hennar í Saar-
brücken er að sjá til þess að allir
kunni sitt hlutverk og syngi rétt
samkvæmt hefðum og stílbrigðum.
Við Jóhann Smári höfum bæði unn-
ið með þessari konu, og hún hefur
alveg sérstakt lag á því að ná því
besta út úr hverri söngrödd fyrir
sig. Hún hefur djúpan skilning á
söngröddinni, og sér strax hvernig
hver og ein rödd er, og er mjög
flink við það að laða það besta fram
í hverjum og einum. Það er upphefð
fyrir okkur að fá hana til samstarfs
við okkur.? Fyrir hlé verða sungin
óperuatriði í léttari kantinum, þar á
meðal eftir Mozart, kvartett úr
Fidelio og atriði úr óperum Ross-
inis, en eftir hlé verða atriði úr
frönskum óperum, Wagneraría og
atriði úr óperum Verdis, segir Elín
að hópurinn ætli að ljúka tónleik-
unum með kvartett úr Don Carlo.
Það vekur eftirtekt að enginn tenór
er í hópnum sem syngur á styrkt-
artónleikunum.
?Við vorum búin að fá tenór með
okkur, en hann forfallaðist, þannig
að við ákváðum að vera bara ten-
órlaus þar sem æfingar voru langt
komnar. Það er alls ekki það að við
höfum eitthvað á móti tenórum,
þeir eru bara ekki á hverju strái og
þetta æxlaðist svona núna. Annars
má segja að Norðuróp sé hálfgert
bassakompaní, við erum með sér-
staklega fína bassa þótt við höfum
auðvitað tenóra og aðrar raddir líka
í miklum heiðri.? 
Óperuperlur Norðuróps
Morgunblaðið/Þorkell
Jóhann Smári Sævarsson og Jónas Sen, sem aðstoðaði við æfingar,
Dagný Jónsdóttir, Elín Halldórsdóttir og Sigríður Aðalsteinsdóttir. Á
myndina vantar Hrólf Sæmundsson og Manfred Lemke, sem syngur
með á tónleikunum í Reykjanesbæ, og píanóleikari hópsins, Ann
Champert var ókomin til landsins þegar myndin var tekin.
EINSÖNGVARAR á tónleikunum
eru félagar í Kór Langholtskirkju,
Sigríður Gröndal, sópran, María
Mjöll Jónsdóttir, alt, Egill Árni
Pálsson og Magnús Guðmundsson,
tenórar, og Þorvaldur Þorvaldsson,
bassi. Messan hefur aðeins einu
sinni áður verið flutt hérlendis, en
það var árið 1975 í febrúar í Há-
teigskirkju af Kór tónlistarskólans
en nemendur og kennarar skipuðu
hljómsveitina og stjórnandi var
Marteinn H. Friðriksson. Þeir sem
skipa blásarasveitina nú eru Daði
Kolbeinsson, óbó, Eydís Frans-
dóttir, óbó, Peeter Tompkins,
englahorn, Hafsteinn Guðmunds-
son, fagott, Rúnar Vilbergsson,
fagott, Eiríkur Örn Pálsson, tromp-
et, Ásgeir Hermann Steingrímsson,
trompet, Oddur Björnsson, básúna,
Sigurður Þorbergsson, básúna, og
David Bobroff, básúna.
Seinna kórverkið á tónleikunum
er mótettan Jesu, meine Freude
(BWV 227) eftir J. S. Bach. Þar
leikur Ágúst Ingi Ágústsson með á
barokkorgel, þannig að verkið
hljómar í réttri tónhæð. Þetta er
lengsta mótetta Bachs og að lík-
indum samin á mörgum árum og
ekki er vitað hvenær Bach gekk frá
henni í þessum ellefu þátta búningi.
Textinn er sálmur Johanns Franks
(1653), sex vers, en á milli eru fimm
þættir byggðir á textum úr Róm-
verjabréfinu. Verkið er mjög fjöl-
breytt fyrir kórinn. Fimmraddaðir
kórar, þríraddaður kvennakór, þrí-
raddaður kór fyrir alt, tenór og
bassa og fjórraddaður kór þar sem
tenórinn er neðsta röddin.
Milli verkanna leikur Lára Bryn-
dís Eggertsdóttir á orgel sálm-
forleikinn O Mensch, bewein? dein?
Sünde groß (BWV 622) eftir J. S.
Bach, en Lára er félagi í Kór Lang-
holtskirkju. Henni var nýlega boðin
innganga í orgeleinleikaradeildina
við tónlistarháskólann í Pyteo í Sví-
þjóð hjá Hans-Ola Ericsson.
Fjölmenn sveit flytjenda
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kór Langholtskirkju og tvöfaldur blásarakvintett á æfingu í Langholtskirkju. Stjórnandi er Jón Stefánsson.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64