Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 27
948 / T
AKTÍK
SAMA TILBOÐ Í ÖLLUM VERSLUNUM NÓATÚNS
KL. 12.00 - 15.00
KL. 17.00 - 19.00
KL. 12.00 - 22.00
TUTTUGASTA og fyrsta páska-
sýning Myndlistarfélags Árnesinga
verður opnuð í dag kl. 14 á Hótel
Selfossi. Sautján félagar í myndlist-
arfélaginu taka þátt í sýningunni að
þessu sinni með sjötíu verk þar sem
gefur að líta þverskurð í listsköpun
sem þeir stunda. 
Sýndar eru olíu-, akríl- og vatns-
litamyndir auk skúlptúrverka í tré,
leir og mósaík auk fleiri afbrigða.
Sérstakt ?abstrakt? horn er hluti af
þema sýningarinnar núna en að
öðru leyti hefur hver og einn lista-
maður sínar áherslur.
Sýningin er í austurhluta hótels-
ins gegnt Tryggvatorgi og er opin
frá kl. 14?18 alla dagana til 7. apríl.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Nokkur verkanna á páskasýningu Myndlistarfélags Árnesinga.
Selfossi. Morgunblaðið.
Myndverk 17 lista-
manna á Hótel Selfossi
ÁSKIRKJA hefur ráðið til sín nýj-
an tónlistarstjóra, Kára Þormar org-
anista. Kári hefur fengið til liðs við
sig ungt fólk og stofnað nýjan kirkju-
kór. Margir kórfélaga eru vel mennt-
að söngfólk og fólk með mikla
reynslu af kórsöng. Kórinn, sem nú
hefur starfað í nokkra mánuði, hélt
sína fyrstu opinberu tónleika á mið-
vikudagskvöld undir stjórn Kára. Á
efnisskránni var úrval kórverka ís-
lenskra og erlendra, sum hver tengd
föstu. 
Það voru íslensku kórverkin sem
tókust best hjá þessum nýja kór,
Englar hæstir andar stærstir og Til
þín drottinn hnatta og heima eftir
Þorkel Sigurbjörnsson, föstusálmur-
inn Í dauðans böndum drottinn lá í
raddsetningu dr. Róberts A. Ott-
óssonar. Verónikukvæði Jakobs
Hallgrímssonar var líka prýðilega
sungið, en lagið, sem er þjóðlag
þekkja sennilega fleiri með textan-
um Fagurt er í Fjörðum. Af erlendu
verkunum bar af O vos Omnes eftir
Pablo Casals sem er bæði ægifagurt
lag og var skínandi vel sungið,
Vögguljóð á vetrarkvöldi eftir Tove
Knutsen og Unser lieben Frauen
Traum eftir Max Reger. Kór Ás-
kirkju hefur á að skipa mörgum góð-
um söngröddum, og kórhljómurinn
lofar góðu. En auðvitað á kórinn eftir
að syngjast betur saman og ná betri
heildarsvip. Það kom mest á óvart að
víða voru innkomur óöruggar og
jafnvel kolrangar; einstaka raddir
hittu ekki á rétta tóninn og söngur-
inn varð beinlínis falskur. Þessi var
raunin í Exultate Deo eftir Poulenc
og Heilræðavísum Jóns Nordal, og
hik og óöryggi í Ave maris stella eftir
Grieg þar sem kvenraddir skiptust
olli líka óstöðugleika og óhreinindum
í söngnum. Í Fjórum íslenskum
þjóðlögum Hafliða Hallgrímssonar
var tónninn gefinn inn fyrir hvert
lag, sem ætti að vera óþarfi, en
kannski hefur kórstjórinn talið sig
þurfa það vegna óöryggis kórsins.
Kannski var of mikið færst í fang,
prógrammið er ekki auðvelt við-
fangs, jafnvel fyrir reynda kóra, og
sennilega hefði verið betra að sleppa
flóknum verkum eins og þeim þar
sem raddir skiptast innbyrðis, í það
minnsta meðan kórinn er að fóta sig í
eigin hljómi. En margt var þó fallega
gert, og Kári er músíkalskur stjórn-
andi og á vafalaust eftir að slípa þá
hnökra af kórnum sem voru til stað-
ar á þessum fyrstu tónleikum hans.
Lokalagið á tónleikunum, Ég vil lofa
eina þá eftir Báru Grímsdóttur við
gamalt helgikvæði var sönnun þess
að hinn ungi Kór Áskirkju á eftir að
gera góða hluti. Fyrir það fyrsta er
lag Báru stórgott, en auk þess naut
kórinn þess vel að syngja það og
gerði það listilega vel.
Eitt að lokum. Mér hefur alltaf
þótt það furðulegt að kristið fólk
skuli geta klappað á eftir sálminum
um pínu krists, Í dauðans böndum
drottinn lá. Lagið er oft flutt á tón-
leikum og gagnrýnandi minnist þess
að oft hafi verið klappað fyrir því. Þá
beinist athyglin auðvitað að frammi-
stöðu kórs fremur en að verkinu
sjálfu. Kannski er þetta óþarfa við-
kvæmni, en ef fólk tekur trú sína al-
varlega og hugsar um textann þá
hlýtur því að finnast þetta óviðeig-
andi.
Kirkjukór kveður
sér hljóðs
Bergþóra Jónsdóttir
TÓNLIST
Áskirkja
Kór Áskirkju söng íslensk og erlend kór-
verk, stjórnandi var Kári Þormar.
Miðvikudag 20. mars kl. 20.00.
KÓRTÓNLEIKAR

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64