Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 33
verið inni
t upplýs-
ekki talið
fyrirtæki
m ráðandi
ein og sér
að er. Þau
Stærðina
anburði á
ækjanna á
eiðslugetu
irði þegar
ð nefna í
leitni fyr-
ði undan-
nst að því
fyrir eru,
luta 
r
ka er það
ran orku-
kjunin sé
hnjúka og
argráðu í
g saman.
myndinni,
Morgun-
ra álver í
orkunnar
uðvestur-
r í orku-
gna þess
a flutningi
fti nýjar
flutnings-
ru er full-
utninginn,
ð afhenda
agkvæmu
ninu til að
um á ál-
ir séu úr
Það gildir
o eins og
að kröfur
binda alla
ðmennina
sá flötur
r að setja
varðandi
g ólíklegt
áhuga á
Reyðarálsverkefninu er Alcan, eig-
andi álversins í Straumsvík. Stækk-
un þess er miklu nærtækari og hag-
kvæmari kostur en að ráðast í
byggingu nýs álvers í Reyðarfirði.
ÍSAL hefur kynnt fyrirætlanir um
stækkun álversins í allt að 460 þús-
und tonna árlega framleiðslugetu í
tveimur áföngum. Fyrirtækið lagði
nú í marsmánuði fram drög að
matsskýrslu að umhverfisáhrifum
vegna stækkunarinnar, þar sem
gefinn er frestur til að koma at-
hugasemdum á framfæri fram í
miðjan næsta mánuð. Þar kemur
fram að áætlað sé að hefja byggingu
fyrri áfanga fyrirhugaðrar stækk-
unar strax á næsta ári ?ef semst um
orkuafhendingu,? eins og þar segir
orðrétt. Talsmaður Alcan hefur hins
vegar ekki kannast við áætlanir um
stækkun hér á landi, að því er fram
kom í lok janúar síðastliðins. Sagði
hann raunar að ekki stæði fyrir dyr-
um stækkun á neinu álveri fyrir-
tækisins vegna lítillar eftirspurnar
á áli og ef til stækkunar kæmi væri
líklegra að um hana yrði að ræða í
álverksmiðjum fyrirtækisins í
Bresku Kólumbíu og í Brasilíu áður
en Ísland kæmi til greina.
ÍSAL var upphaflega í eigu
Alusuisse, sem síðar varð Alusu-
isse-Lonza og loks Algroup er það
sameinaðist kanadíska álfyrirtæk-
inu Alcan í október árið 2000 undir
nafni þess síðarnefnda. Á sama tíma
stóð einnig til að sameina fyrirtækin
franska álfyrirtækinu Pechiney,
sem að ofan er getið og er eitt
stærsta álfyrirtæki í heimi, en fram-
kvæmdastjórn Evrópusambandsins
stöðvaði þá sameiningu vegna þess
að sameiningin myndi skerða sam-
keppni. Því var horfið frá samein-
ingunni að því leyti en hún gekk eft-
ir gagnvart Algroup.
Alcan er með höfuðstöðvar í
Montreal í Kanada og eru starfs-
menn 53 þúsund talsins í 37 löndum.
Það rekur níu báxítnámur, átta sú-
rálsverksmiðjur og fimmtán álver,
en auk þess 26 valsaverk, 32 önnur
úrvinnslufyrirtæki og áttatíu verk-
smiðjur sem framleiða umbúðir.
Stærsta álver fyrirtækisins er nýtt
400 þúsund tonna álver í Alma í
Kanada, en ÍSAL er sjöunda
stærsta álver fyrirtækisins eins og
nú er málum háttað með 169 þúsund
tonna árlega framleiðslugetu. 
Hvað aðra ofangreinda aðila
varðar er talið ólíklegt, samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins, að
rússneska álfyrirtækið sé raunhæf-
ur samstarfsaðili, m.a. vegna erfið-
leika sem talið er að geti orðið á því
að fyrirtækið geti fjármagnað verk-
efni af ofangreindri stærðargráðu á
alþjóðlegum fjármálamarkaði.
Tekjurnar 23 milljarðar
Bandaríkjadala
Líklegt er að önnur ofangreind
fyrirtæki séu framarlega á lista
stjórnvalda yfir þau fyrirtæki sem
hugsanlega gætu komið að Reyð-
arálsverkefninu. Alcoa er þeirra
stærst, eins og fyrr sagði, með ár-
lega framleiðslugetu upp á 3,2 millj-
ónir tonna af áli. Fyrirtækið var
stofnað í Pittsburgh í Bandaríkjun-
um á miðjum níunda áratug 19. ald-
ar og hefur vaxið jafnt og þétt síðan.
Fyrirtækið telur sig vera í farar-
broddi í framleiðslu hrááls, áls og
vörum unnum úr áli. Það starfar á
öllum sviðum iðnaðarins þar á með-
al í námagreftri, álbræðslu og end-
urvinnslu og eru framleiðsluvörur
fyrirtækisins úr áli not-
aðar um heim allan í
flugvélar, bíla, bygging-
ar efnaiðnað, dósir o.fl.
129 þúsund starfsmenn
starfa hjá fyrirtækinu í
39 löndum og tekjur þess
á síðasta rekstrarári
námu tæpum 23 milljörðum Banda-
ríkjadala.
BHP Billiton er á meðal stærstu
fyrirtækja á sviði hrávöru, námag-
raftar og málmiðnaðar á alþjóða-
vettvangi. Meðal framleiðsluvara
þess má nefna ál, járn, kopar og kol.
Fyrirtækið á einnig hagsmuna að
gæta á sviði olíu- og gasvinnslu,
nikkels og silfurs og á heimasíðu
þess kemur fram að tekjur fyrir-
tækisins nema 19 milljörðum
Bandaríkjadala. 
Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í
Melbourne í Ástralíu. Það er sam-
einað úr tveimur fyrirtækjum, BHP
og Billiton, sem þó starfa sem nokk-
uð sjálfstæðar einingar, en um 30
þúsund manns starfa há hvoru fyr-
irtæki um sig. BHP er ástralskt að
uppruna, stofnað á níunda áratug
nítjándu aldar og starfaði framan af
einkum á sviði námavinnslu. Billiton
var stofnað í Hollandi um miðja
nítjándu öld. Það tilheyrði um tíma
Shell-samsteypunni og var með höf-
uðstöðvar í London, en meginstarf-
semi fyrirtækisins er í Ástralíu,
Norður- og Suður-Ameríku og í
Suður-Afríku. Upphaflega átti fyr-
irtækið blýnámur, en eignaðist síð-
ar báxítnámur, auk þess að starfa á
sviði ýmissar annarrar málm-
vinnslu. Það starfrækir álverk-
smiðjur í Suður-Afríku og Moz-
ambique, auk þess að eiga
hagsmuna að gæta í áliðnaði í Ástr-
alíu. Til stendur að stækka ál-
bræðslu fyrirtækisins í Mozambiq-
ue, samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins.
Franska fyrirtækið Pechiney
starfar á öllum sviðum áliðnaðar og
er það fjórða stærsta á því sviði í
dag. Tækni þess við rafgreiningu
áls hefur náð mikilli útbreiðslu síð-
ustu árin og er notuð í 80% þeirra
álvera sem reist hafa verið í heim-
inum undanfarin ár. Fyrirtækið á
eins og ofangreind fyrirtæki rætur
að rekja til ofanverðrar 19. aldar.
Það hefur alla tíð fyrst og fremst
starfað á sviði áliðnaðar og tengdrar
starfsemi. Hjá fyrirtækinu starfa
rúmlega 31 þúsund manns og er það
er með einhverja starfsemi í fimm-
tíu löndum. Nettósala fyrirtækisins
nam 10,7 milljörðum evra og fyrir-
tækið rekur þrettán álbræðslur í sjö
löndum, þar á meðal í Frakklandi,
Hollandi og í Ástralíu. Framleiðslu-
geta þeirra samanlagt í árslok 2001
er talin nema 1.230 þúsund tonnum.
Fundur með Norsk 
Hydro í júní
Stjórnvöld standa nú frammi fyr-
ir því að ákveða hvernig staðið verð-
ur að framhaldi málsins og viðræð-
um við þá aðila sem
hugsanlega gætu komið
að verkefninu að hluta
til eða að öllu leyti í stað
Norsk Hydro. Eitt af
því sem til greina kem-
ur í þeim efnum vænt-
anlega er að stjórnvöld
skipi sérstaka viðræðunefnd um
stóriðju til að halda utan um fram-
gang málsins. Það hlýtur að skýrast
fljótlega hvernig staðið verður að
framhaldinu, en fundur með Norsk
Hydro er ráðgerður í júnímánuði og
þá mun koma í ljós hvort fyrirtækið
verður tilbúið að gefa upp nýjar
tímasetningar eða hvort frekari bið
verður þar á. Í millitíðinni hljóta
menn að kanna hvort raunhæfir
möguleikar séu á fá aðra aðila inni í
verkefnið sem hafa forsendur til að
ráða við það, en ljóst er að samn-
ingaviðræður við þá geta orðið
tímafrekar.
g sýnir fyrirhugað álver Reyðaráls í Reyðarfirði.
ggingar 420 þúsund tonna álvers í Reyðarfirði
ar helst tald-
a til greina
að byggingu álvers í Reyðarfirði í fljótheitum. Fyr-
eir eru ekki margir aðilarnir á álmarkaði sem hafa
við Reyðarálsverkefnið einir og sér. 
420 þúsund
tonna álver í
Reyðarfirði
kostar 170
milljarða króna
B
ORÍS Jeltsín, fyrrver-
andi forseti Rúss-
lands, lýsti eitt sinn
landi sínu sem
?glæpastórveldi heimsins? og
?mesta mafíuríki heims?. Rúss-
neski áliðnaður hefur lengi ver-
ið bendlaður við skipulagða
glæpastarfsemi og ál hefur ver-
ið ein af helstu gróðalindum
rússnesku mafíunnar, að sögn
Franks Cilluffo, sem hefur stýrt
rannsóknum á vegum banda-
rísku stofnunarinnar CSIS á
skipulögðum glæpasamtökum í
Rússlandi.
Saga stórfyrirtækisins Trans
World varpar ljósi á þessi
meintu tengsl rússneska áliðn-
aðarins við glæpasamtök, en
það hefur m.a. verið bendlað við
nokkur morð, peningaþvætti,
mútugreiðslur og fjársvik.
Byggðu upp stórveldi
í áliðnaði
Tímaritið Fortune birti ýtar-
lega grein um Trans World 19.
júní árið 2000. Þar kemur fram
að bræðurnir David og Simon
Reuben stofnuðu fyrirtækið í
byrjun síðasta áratugar og hösl-
uðu sér völl í áliðnaðinum í
Rússlandi eftir hrun Sovétríkj-
anna með aðstoð tveggja rúss-
neskra bræðra, Levs og Mich-
aels Tsjernojs. Í sameiningu
byggðu þeir upp stórveldi í
málmiðnaði í fyrrverandi lýð-
veldum Sovétríkjanna á örfáum
árum. Fyrirtækið lýsti því yfir
árið 1996 að það væri orðið
þriðja stærsta álfyrirtækið í
heiminum, á eftir Alcoa og Alc-
an.
Rússland er annar mesti ál-
framleiðandi heims og umsvif
Trans World voru svo mikil að
fyrirtækinu var lýst sem ?ríki í
ríkinu?. Trans World stofnaði
einnig hundruð ?gervifyrir-
tækja? til að komast hjá því að
greiða skatta. Þessi fyrirtæki
voru skráð víða um heim, allt frá
Síberíu til Kýpur, Bahamaeyja,
Cayman-eyja og Bandaríkjanna
þar sem um 30% af álfram-
leiðslu Trans World voru seld.
Trans World eignaðist einnig
stóran hlut í mörgum kola- og
málmfyrirtækjum í fyrrverandi
lýðveldum Sovétríkjanna, svo
sem Kasakstan og Úkraínu,
meðal annars í stáliðnaði.
Stórveldi Reuben-bræðranna
hrundi þó að lokum, meðal ann-
ars vegna rannsókna á meintum
tengslum Trans World við
skipulögð glæpasamtök í Rúss-
landi. Árið 1998 höfðu bræðurn-
ir misst yfirráð yfir nær helm-
ingi stórveldisins til fyrrverandi
viðskiptafélaga. Horfur voru á
að þeir myndu missa afganginn
vegna opinberra rannsókna í að
minnsta kosti sjö löndum og
þeir gripu til þess ráðs
að selja öll hlutabréf
sín í Rússlandi árið
2000.
Lítið er vitað um
uppruna Reuben-
bræðranna, annað en
það að þeir fæddust í Bombay
og ólust upp hjá móður sinni,
sem var af íröskum ættum og
skildi við föður þeirra.
Græddu á tá og fingri
Rússneski áliðnaðurinn
hrundi eftir að Sovétríkin leyst-
ust upp. David Reuben segir að
Trans World hafi þá þegar verið
eitt af stærstu álfyrirtækjum
Rússlands og þeir bræðurnir
hafi notað tækifærið til að auka
umsvif sín og kaupa verksmiðj-
ur sem voru í mikilli fjárþröng.
Á þessum tíma komu rúss-
nesk stjórnvöld upp kerfi sem
miðaðist að því að fá athafna-
menn til að koma áliðnaðinum
til bjargar. Þetta kerfi fólst í því
að athafnamennirnir leigðu í
raun álverin, fengu að flytja inn
hráefni án þess að greiða tolla
og flytja út fullunnið ál án út-
flutningsgjalda. Fyrir þetta
greiddu þeir fjárhæð sem dugði
fyrir launum starfsmanna og
öðrum útgjöldum álveranna.
Þetta fyrirkomulag varð til
þess að Reuben-bræðurnir og
rússneskir samstarfsmenn
þeirra græddu á tá og fingri.
Gróði þeirra var allt að 500 dalir
á hvert tonn af áli, sem selt var
á 1.500 dali, að sögn Fortune.
?Nái menn ekki 40% arði af
peningunum sínum í Rússlandi
eru þeir fífl,? hafði tímaritið eft-
ir Simon Reuben.
Þegar rússnesk stjórnvöld
hófu einkavæðingu í áliðnaðin-
um árið 1993 keypti Trans
World meirihluta hlutabréfa í
nokkrum álverum, meðal ann-
ars Bratsk, stærsta álveri
heims. Um helmingur allrar ál-
framleiðslu Rússlands kom frá
álverum Trans World þegar
umsvif fyrirtækisins voru mest.
Bendlaðir við 
rússnesku mafíuna
Rússneskir samstarfsmenn
Reuben-bræðranna, Lev og
Michael Tsjernoj, áttu stóran
þátt í þessum uppgangi. Tsjer-
noj-bræðurnir voru bendlaðir
við rússnesk glæpasamtök og
Anatolí Kúlíkov, innanríkisráð-
herra Rússlands um miðjan síð-
asta áratug, sagði að mafían
hefði staðið á bak við ?næstum
alla? samninga sem gerðir voru
vegna stærstu álveranna.
Breska leyniþjónustan taldi
t.a.m. að þeir tengdust Vjatsj-
eslav Ívankov, ?guðföður? rúss-
nesku mafíunnar í Bandaríkjun-
um. Breskir leyniþjónustumenn
sögðu að rannsókn hefði leitt í
ljós að um fjórðungur allra sím-
hringinga frá skrifstofu Trans
World í London hefði verið til
manna, sem grunaðir væru um
aðild að peningaþvætti og eitur-
lyfjasmygli glæpasamtaka.
Bandaríska alríkislögreglan,
FBI, taldi jafnvel að Michael
Tsjernov hefði sjálfur verið í
rússnesku mafíunni. Glæpasam-
tökin eru talin hafa notið vernd-
ar nokkurra valdamikilla emb-
ættismanna í Kreml á þessum
tíma og greitt þeim mútur.
Notuðu fé sem stolið var 
úr seðlabankanum
Tsjernoj-bræðurnir hafa
einnig verið bendlaðir við nokk-
ur morð í ?álstríðinu? sem geis-
aði í Rússlandi um miðjan síð-
asta áratug. Nokkrir
keppinautar Trans
World og embættis-
menn voru þá myrt-
ir, auk blaðamanns
sem hafði gagnrýnt
viðskipti fyrirtækis-
ins.
Þá hefur Trans World verið
sakað um aðild að fjársvikum
nokkurra glæpasamtaka sem
stálu andvirði tíu milljarða
króna frá seðlabanka Rússlands
eftir hrun Sovétríkjanna. Ljóst
þykir að Tsjernov-bræðurnir
hafi fengið hluta þýfisins og
Trans World notað féð þegar
fyrirtækið haslaði sér völl í ál-
iðnaðinum árið 1992.
Reuben-bræðurnir hafa vísað
öllum þessum ásökunum á bug
og segjast ekki hafa tekið þátt í
neinni glæpastarfsemi af ráðn-
um hug.
Rússneski
áliðnaðurinn
og mafían
Álrisi bendl-
aður við rúss-
nesk glæpa-
samtök

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64