Morgunblaðið - 28.03.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.03.2002, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ V issulega er göfugt að vera þjónn í trúar- legri merkingu þess orðs, og helst auð- mjúkur, en ég held að það sé ekki gott takmark í blaðamennsku. Mér er sama hversu margir ráðgjafar myndu segja mér að lífvænlegast sé að vera þjónn, ég myndi ekki trúa þeim eða fylgja. Blaðamaður er ekki þjónn nema í aukahlutverki, ef hann tæki það alvarlega yrði hann skelfilegur starfsmaður. Ég velti fyrir mér sambandi blaðmanns og lesanda, vegna þess að það er enginn friður fyrir hug- takinu „viðskiptavinur“, nú á gull- öld (viðskipta) ráðgjafans, og ég hef greint tilhneigingu til að færa þetta hugtak miskunn- arlaust á milli stétta. Ráðgjöf í atvinnulífinu hefur vaxið fiskur um hrygg og ráð- gjafar annast nú hverskonar fyr- irtæki og stofnanir. Ég efast hins- vegar um að þeir geri sér grein fyrir ólíkum uppruna, sögu og inntaki sumra starfsgreina. Það er ekki aðalmarkmið allra stétta að hækka þjónustustig og að þjóna viðskiptavinum né heldur er þjónustulund alls staðar dyggð. Ég tel því þess virði að hugsa um „viðskiptavininn“. Forngrikkir nefndu höf- uðskepnurnar: Vatn, loft, jörð, eldur. Mér virðist „varan“ vera fimmta elementið hjá ráðgjöfum, því í heimsmynd þeirra er allt hið eina: Vara. Og sólin er „við- skiptavinurinn“ (eða þjónustan við viðskiptavininn). Hugtakapörin læknir/ sjúklingur, kennari/nemandi, blaðamaður/lesandi, afgreiðslu- maður/viðskiptavinur, höfðu áður, hvert fyrir sig, skýra merkingu. Núna eru flestallir orðnir að við- skiptavinum og, samkvæmt ráð- um ráðgjafans, fagmennirnir orðnir að afgreiðslufólki, æv- inlega til þjónustu reiðubúið og með greipt í huga að viðskiptavin- urinn hafi alltaf rétt fyrir sér, jafnvel þótt hann ljúgi. Ég efast um að t.d. læknar vilji nefna sjúk- lingana viðskiptavini, eða hvað? Hversu auðmjúkur sem læknir vill vera verður hann aldrei þjónn nema í hjáverkum. Læknir er fag- maður sem býr yfir þekkingu og færni og sjúklingurinn er skjól- stæðingur, tilbúinn til að sam- þykkja ráð hans og hann treystir honum fyrir málum sínum. (Hann er aðeins viðskiptavinur við af- greiðsluopið.) Sambandið fagmaður/ skjólstæðingur krefst því strang- ari siðareglna heldur en t.d. við- skiptavinur/þjónn. Það felur í sér meiri ábyrgð vegna þess að skjól- stæðingurinn felur fagmanninum mál sín og treystir því að hann muni vel fyrir sjá. Ég vona því að læknar taki aldrei upp á því að líta á skjólstæðinga sína fyrst og fremst sem viðskiptavini. Einnig vona ég að kennarar falli ekki í þá gryfju að líta á nem- endur sem viðskiptavini og sjálfa sig sem auðmjúka þjóna. Sam- bandið kennari/nemandi er eitt- hvað miklu meira og dýpra. Kenn- arar vinna t.d. „að því að mennta nemendur og stuðla að alhliða þroska þeirra með fræðslu, upp- eldi og þjálfun“ (1. siðaregla kennara). Þrátt fyrir lofgjörðina um þjón- inn er enginn skortur á hús- bændum; fólki, hópum og fyr- irtækjum sem eru til í að stjórna öðrum og jafnvel lög eru sett til að stjórna skrifum í blöðum (hvers konar umfjöllun í fjölmiðlum um tóbak til annars en að vara við skaðsemi þess er bönnuð). En hversu margir sem húsbændurnir verða breytist blaðamaðurinn ekki í þjón og hann þjónar ekki neinum sérstökum, ekki útgef- andanum, samstarfsmönnum sín- um eða lesendum. Hann er sjálf- stæður boðberi, sem upplýsir, setur í samhengi, skýrir og hefur áhrif á, og ef hann þjónar ein- hverju, þá er það hinu skýra hlut- verki sínu: Að segja satt og rétt frá! Höfuðhlutverk hans er ekki að sýna viðskiptavinum þjón- ustulund eða safna auglýsendum. „Auglýsendur athugið, 60% þjóðarinnar horfa á ...“ Hvað er athugavert við þessa setningu? Að RÚV virðist hér hafa meiri áhuga á auglýsendum heldur en áhorfendum. Ímynduðu sér ein- hverjir að hlutverk Sjónvarpsins væri að safna áhorfendum fyrir auglýsendur og lögðu því niður alla grimma fréttaskýringaþætti og bættu við dagskrána lauflétt- um þáttum með skemmtilegum viðmælendum? Ef svo var höfðu þeir ekki nógu víðtækan og djúp- an skilning á menningu, sögu og valdakerfinu til að bera virðingu fyrir hlutverki fjölmiðla. Samband blaðamanns og les- anda er miklu strangara en sam- band viðskiptavinar og þjóns. Krafan er um að blaðamaðurinn sé óháður hagsmunum og að hann segi frá málum eða túlki eins og hann best veit hverju sinni. Sam- bandið er lifandi, það þróast og þokast áfram í hverju máli fyrir sig, eftir samtöl og ábendingar og eftir því sem nýjar heimildir koma fram. Verk blaðamannsins geta verið óþægileg fyrir lesandann, óþægi- leg fyrir tilteknar manneskjur, fyrirtæki, kaupstaði, borgarhverfi og jafnvel fyrir hagsmuni Íslands á alþjóðavettvangi. Blaðamaður t.d. í sjónvarpi gæti gert frétta- skýringaþátt sem er ekki í boði neinna og fengið þáttinn sýndan í sjónvarpinu og hann gæti valdið miklum usla. Hann er af þessum sökum ekki þjónn, heldur fagmað- ur í því sem hann er að gera, hann birtir vissulega sína sýn, en a.m.k. ekki einhverra annarra. Ég held að útgefendur, stjórn- endur og lesendur hafi alltaf skilið þetta, en ég er ekki alveg viss um að (viðskipta)ráðgjafinn skilji þetta. Þjónustustig er ekki mæli- kvarði blaðamannsins og út frá sjónarhorni hans er fjölmiðillinn sem hann starfar hjá ekki vara. Loforð blaðamannsins er að hafa „í skrifum sínum sannfæringu sína að leiðarljósi“ (5. siðaregla). Loforð blaðamanns Ég velti fyrir mér sambandi blaða- manns og lesanda vegna þess að það er enginn friður fyrir hugtakinu „við- skiptavinur“, nú á gullöld (viðskipta)- ráðgjafans sem gerir ekki skýran greinarmun á stéttum. VIÐHORF Eftir Gunnar Hersvein guhe@mbl.is ✝ Haraldur Jó-hannsson fæddist í Reykjavík 7. júlí 1926. Hann lést 18. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhann Valdimars- son, vélstjóri og pípu- lagningameistari í Reykjavík, og Sigríð- ur Ebenezardóttir, húsfreyja í Reykjavík og síðar á Akranesi. Stjúpfaðir hans var Magnús Ásmunds- son, sjómaður og verkamaður á Akra- nesi. Haraldur var ókvæntur. Haraldur varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1946 og lauk meistaraprófi í hag- fræði frá University of London ár- ið 1956. Þá tók hann BA-próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands ár- ið 1986. Hann var hagfræðingur hjá efnahagsmálanefnd um tíma árið 1956, var formaður stjórnar Útflutningssjóðs 1957-60 og for- maður stjórnar Hlutatryggingasjóðs 1959-62. Þá var hann fyrirlesari við há- skólana í Malaja árin 1964-68 og Jóhann- esarborg í Suður- Afríku 1969-71. Har- aldur var hagfræð- ingur hjá Framkvæmdastofn- un ríkisins frá 1973- 1977 og vann eftir það að sjálfstæðum verkefnum. Þá var Haraldur einn helsti efnahagsráðgjafi vinstristjórnar Hermanns Jónas- sonar árin 1956-58. Eftir Harald liggja fjölmörg rit og bækur um efnahagsmál og sögu. Einnig tók hann saman handbækur handa nemendum um ensk orð og orðtök, enska máls- hætti og útlend orð í ensku. Útför Haraldar fór fram frá Fossvogskapellu 25. mars, í kyrr- þey að ósk hins látna. Haraldur Jóhannsson hagfræðing- ur er látinn hér í Reykjavík, 75 ára að aldri. Við Haraldur hittumst fyrst í árs- byrjun 1940 þegar við byrjuðum nám í undirbúningsdeild Einars Magnús- sonar fyrir inntökupróf í Menntaskól- ann í Reykjavík, sem þá var til húsa í gamla Stýrimannaskólanum við Öldugötu. Við áttum samleið austur fyrir Læk og kynntumst fljótt. Haraldur átti heimili á Akranesi en bjó í Reykjavík hjá móðursystur sinni á Lindargötu. Við komumst báðir inn í Mennta- skólann um vorið og vorum síðan saman 6 ár í skólanum eins og þá tíðkaðist. Haraldur var ágætur námsmaður, nokkuð jafnvígur á stærðfræði og mál en við fórum í stærðfræðideild. Þegar hann kom af Akranesi voru stjórnmálaviðhorf hans tengd Fram- sóknarflokknum en eftir annað árið í menntaskóla var hann orðinn mikill sósíalisti og þátttakandi í félagsstarfi Æskulýðsfylkingarinnar. Hann byrj- aði að leggja til efni í Æskulýðssíðu Þjóðviljans 1943. Haraldur stóð sig mjög vel í námi en hafði greinilega mestan áhuga á sögu og hafði lesið langt út fyrir námsbækurnar. Á námsárum okkar í menntaskóla fórum við Haraldur tvisvar saman í ferðir. Fyrra sinnið fórum við í ferð í Þjórsárdal og gistum þar í tjaldi. Við leigðum okkur hesta á Skriðufelli og riðum tvo daga um svæðið. Fyrst fór- um við upp með Þjórsá að Þjófafossi en síðari daginn fórum við upp að Háafossi. Þetta var ágæt ferð og kostaði lítið. Seinni ferðina fórum við sumarið eftir með Sveini Björnssyni seinna verkfræðingi upp í Borgar- fjörð. Við gengum víða um Borgar- fjörð en enduðum hjá bekkjarsystur okkar, Jóhönnu Guðmundsdóttur á Ánabrekku. Þar var einnig Aðalbjörg bekkjarsystir okkar sem bæði Sveinn og Haraldur voru hrifnir af. Þetta voru ágætar og ódýrar ferðir sem við höfðum mikið gaman af. Haraldur hafði ekki hug á námi í sögu til ævistarfs og eftir stúdents- próf fór hann til hagfræðináms í London eftir eins vetrar dvöl í Kaup- mannahöfn. Hann lauk B.Sc.Econ.- prófi frá Lundúnaháskóla 1951 og meistaragráðu frá sama skóla 1956. Að námi loknu kom Haraldur heim til Íslands og vann sem hagfræðingur hjá efnahagsmálanefnd á árinu 1956 en varð formaður stjórnar Útflutn- ingssjóðs 1957 til 1960 og varð for- maður Hlutatryggingasjóðs bátaút- vegsins 1959 til 1962. Hann vann á sama tíma sem hagfræðingur hjá Framkvæmdabanka Íslands. Í lok þessa tímabils losnuðu tengsl Haraldar við pólitíska áhrifamenn. Hann fór úr landi og var næstu 6 til 7 árin erlendis. Fyrst var hann fyrirles- ari í hagfræði við háskólann í Kuala Lumpur í Malaja 1964 til 1968. Þar var skortur námsbóka í hagfræði og hann sagði mér að þarna hefði hann skrifað á ensku nokkur námsrit í hag- fræði sem háskólinn gaf út. Eftir 4 ár þar eystra fór Haraldur til Suður-Afríku og var fyrirlesari í hagfræði við háskólann á Witwa- terstrand í Jóhannesarborg 1969 til 1971. Eftir þessa 6 ára útivist kom Haraldur til starfa hjá Fram- kvæmdastofnun ríkisins til 1977 en hefur síðan unnið að ýmsum verkefn- um bæði sjálfstætt og fyrir ýmsa op- inbera aðila. Eftir menntaskólaárin hefur sam- band okkar Haraldar verið stopult. Við vorum ekki sammála í stjórnmál- um og fórum hvor sína leið í námi og störfum. Við höfum þó sést og hist og ég minnist sérstaklega tveggja slíkra funda. Í fyrra sinnið fórum við hjónin með Haraldi til sr. Jónasar Gísla- sonar og konu hans á Seltjarnarnesi eftir að Jónas hætti sem biskup. Þetta var ljúf samverustund þar sem rifjuð voru upp gömul kynni og rakið áratuga merkt starf. Síðasta sinnið sem við hittumst var á heimili okkar Guðrúnar á liðnu hausti. Þá var Haraldur orðinn veik- ur en hafði batnað verulega við með- ferð. Við sátum saman nærri þrjá tíma og allt var eins og í gamla daga. Haraldur hafði alltaf mikinn áhuga á sögu og það varð til þess að hann tók BA-próf í sagnfræði við Háskóla Íslands 1986. Haraldur hefur samið, þýtt eða gefið út á þriðja tug bóka og ritað mikinn fjölda blaðagreina, fyrst í Þjóðviljann en síðan í Tímann og hann hefur skrifað fjölda greina í tímarit. Síðustu 2 ár a.m.k. hefur Haraldur verið sjúkur. Stoð hans og læknir í þessum veikindum hefur verið Krist- ín E. Jónsdóttir bekkjarsystir okkar og á hún þakkir skildar fyrir. Haraldur var alla tíð einfari og var einhleypur. Hann eignaðist þó dóttur með íslenskri stúlku í London á námsárum sínum en þau ákváðu að gefa barnið þar í landi. Síðar á ævinni reyndi Haraldur að finna þetta barn en það gekk ekki þá. Mér er hins veg- ar sagt að hann hafi náð sambandi við þessa konu síðar og er það vel. Stúdentahópurinn sem útskrifaðist frá MR vorið 1946 á 100 ára afmæli skólans er farinn að þynnast enda kominn á áttræðisaldurinn. Ég þakka Haraldi samfylgdina og bið honum blessunar Guðs. Páll Sigurðsson. Langt er síðan ég heyrði fyrst get- ið um Harald Jóhannsson hagfræð- ing. Ætli það hafi ekki verið 1956, þegar Hermann Jónasson, úr Fram- sóknarflokki, myndaði ríkisstjórn með Alþýðuflokki, og Alþýðubanda- lagið þurfti að koma þar inn, vegna þess að fylgi hinna tveggja fyrr- nefndu flokka var ekki nægilegt til að mynda ríkisstjórn. Þá komust ýmsir róttækir menn að störfum á vegum þessarar ríkisstjórnar, þeirra á meðal Haraldur Jóhannsson hagfræðingur, sem þá hafði nýlokið meistaraprófi (hons.) í hagfræði í London. Hann varð hagfræðingur hjá Efnahags- málanefnd ríkisstjórnarinnar í júlí– des. 1956. Þá varð hann formaður stjórnar Útflutningssjóðs 1957–1960. Ný ríkisstjórn tók við völdum seint á árinu 1959, og markaði það þáttaskil í störfum hjá Haraldi. Hann varð for- maður stjórnar Hlutatryggingasjóðs bátaútvegsins árin 1959–1962. Haraldur var mjög vel fær í er- lendum tungumálum, einkum í ensku, og átti því auðvelt með að sækja á önnur mið en íslensk til at- vinnu. Hann varð fyrirlesari í hag- fræði við háskóla í Malaja og í Jó- hannesarborg í Suður-Afríku á árunum 1964 til 1971. Þá tók völd vinstrisinnuð ríkisstjórn hér á landi og Haraldur fékk vinnu. Hart, þegar pólitík ræður starfsframa manna, en þannig var það um Harald, kunningja minn Jóhannsson. Oft hittumst við, einkum í stræt- isvögnum, en hann mun ekki hafa átt bifreið. Haraldur varð stúdent frá Menntaskóla Reykjavíkur 1946, þeg- ar sá skóli átti aldarafmæli. Árið 1996 fögnuðu skólafélagarnir hálfrar aldar stúdentsafmæli, og sagði Haraldur mér, að þá hefði mikið verið um dýrð- ir í þeim hópi. Ég sá Harald síðast nokkrum dögum áður en hann lést. Var það í strætisvagni frá Hlemmi og niður í bæ. Hann vakti athygli hvar sem hann fór: grannur, beinvaxinn og hnarreistur, venjulega mjög snögg- klipptur. Hann var einhleypur alla sína ævi. Ég hefi minnst á hagfræðinginn Harald Jóhannsson, sem var þekkt- astur undir þeim menntatitli. En hann var liðtækur rithöfundur og lét margt frá sér fara, sem halda mun minningu hans á lofti. Aðrir en ég munu tíunda það nánar. Ég kveð ágætan samferðamann á lífsins leið. Fari hann í friði, friður guðs hann blessi. Auðunn Bragi Sveinsson. Ég man ekki lengur hvar ég fyrst hitti Halla Jó. eins og Haraldur Jó- hannsson hagfræðingur nefndist hvunndagslega, en það var á þeim sælu árum þegar lífið var líf. Komm- únisminn var kommúnismi og auð- valdið auðvald. Alþýðan var alþýða og menntamennirnir menntamenn. Listin var list og skáldskapurinn skáldskapur. Þá var „menntamanna- einræðið“ öðruvísi en nú og að engum hvarflaði menntað einveldi líkt og fyrrum í Evrópu. Því síður kom mönnum í hug að selja sameignir þjóðarinnar fyrir slikk og koma upp í leiðinni safni af forstjórum og öðrum embættismönnum hvar sem hægt var að koma þeim fyrir á þreföldum launum án vinnuskyldu. Þá voru flokkarnir flokkar og allt forræði í þeirra höndum. Á þeim dögum var formaður Sjálfstæðisflokksins ráð- herra og bankastjóri og Þórarinn Viðar sendill á Þjóðviljanum. Það var á þeim sælu dögum þegar framtíðin var framtíð og fortíðin for- tíð að ég hitti Halla Jó. í Tjarnargötu 20 og á Kommakaffi á Þórsgötu 1 eða á Þjóðviljanum og síðar á kaffihúsum bæjarins því við Halli vorum báðir kaffihúsamenn en stunduðum lítið bari og blöndunarstaði. Haraldur Jó- hannsson var á sínum tíma sérfræð- ingur hjá Framkvæmdastofnun rík- isins og efnahagsráðgjafi ríkisstjórnar. Hann var fyrsti hag- fræðingurinn sem ég talaði við og ég var óspar á að dæla upp úr honum hverjum fróðleiksmolanum á eftir öðrum um þessa ódýru fræðigrein sem nú er látin stjórna heimsruglinu. Hann svaraði alltaf af kurteisi og þekkingu eins og honum var lagið. Hann talaði aldrei illa um fólk, hvorki andstæðinga né samherja, og fann hverjum eitthvað til málsbóta ef unnt var og gerði sér alla menn jafna. Síð- ustu árin var Halli einstæðingur. Fornir samherjar horfnir eða höfðu snúið við honum baki. Þá sneri hann sér að öðrum áhugaefnum, einkum sögu og skáldskap. Hann þýddi bæk- ur og gaf út. Einstæðingsskapinn bar hann af sömu kurteisi og annað mót- læti í lífinu. Halli Jó. er farinn. Ég þakka honum við leiðarlok áratuga kunningsskap, kaffispjall og fræðslu. Jón frá Pálmholti. HARALDUR JÓHANNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.