Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 37
?
Hulda Jónsdóttir
fæddist 4. júlí
1918. Hún lést á
Dvalarheimilinu
Höfða á Akranesi 20.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Þórný Björns-
dóttir, f. 3. maí 1884,
d. 5. september 1918,
og Jón Friðriksson, f.
10. janúar 1887, d.
24. mars 1955. Bróð-
ir Huldu var Garðar
Jónsson, f. 12. des-
ember 1913, d. 5.
ágúst 2001, útgerð-
armaður og fiskverkandi á Reyð-
arfirði. Hálfbróðir þeirra Huldu og
Garðars, samfeðra, var Aðalsteinn,
f. 23. september 1922, d. 3. júlí
1983, rafeindavirkjameistari í
Reykjavík. Fósturforeldrar Huldu
voru Eiríkur Sigfússon, f. 10. des-
ember 1875, d. 23. júní 1936, og
Ragnhildur Stefánsdóttir, f. 23.
september 1872, d. 10. maí 1952,
frá Skjöldólfsstöðum á Jökuldal
þar sem Hulda ólst upp. Fóstur-
systkin hennar voru: Sigfús, f. 2.
október 1904, d. 13. janúar 1956,
Anna, f. 8. mars 1907, d. 19. mars
1993, Ingveldur, f. 8. júní 1912, d.
Helgason, f. 19. janúar 1950, d. 7.
ágúst 1980, úrsmiður á Akranesi,
kvæntist Sigríði Kristínu Óladótt-
ur, f. 22. mars 1951, hússtjórnar-
kennara á Akranesi. Þeirra börn
eru þrjú: a) Helga, f. 10. maí 1974,
hjúkrunarfræðingur í Þýskalandi,
gift Alexander Eck, f. 23. júlí 1971,
smið. Barn þeirra er Nína, f. 16.
apríl 1995. b) Óli Örn, f. 20. apríl
1978, starfsmaður hjá Norðuráli á
Grundartanga. Sonur hans og Auð-
ar Helgadóttur, f. 6. ágúst 1978, er
Hlynur Björn, f. 1. mars 1999. c)
Þóra, f. 30. maí 1980, nemi í Borg-
arholtsskóla. Seinni maður Sigríð-
ar er Agnar Guðmundsson, f. 18.
apríl 1954, húsgagnasmíðameist-
ari á Akranesi og sonur þeirra Atli
Þór, f. 7. janúar 1984, nemi í Fjöl-
brautaskóla Vesturlands. 3) Hall-
fríður Helgadóttir, f. 11. septem-
ber 1957, ritari forstjóra SÍF í
Hafnarfirði. Dætur hennar og Jóns
Arnar Jakobssonar, f. 5. október
1957, verkfræðings í Reykjavík,
eru Katrín, f. 1. júní 1984, nemi í
MR, og Hulda, f. 28. nóvember
1986, grunnskólanemi.
Hulda stundaði húsmóðurstörf
ásamt því að afgreiða í úrsmíða-
verslun og verkstæði eiginmanns
síns á Akranesi. Hún tók þátt í ým-
iss konar félagsstarfsemi, var um
árabil virk í Oddfellowstúkunni
Ásgerði nr. 5 þar sem hún gegndi
trúnaðarstörfum.
Útför Huldu fór fram frá Akra-
neskirkju 27. mars.
13. nóvember 1977,
Þórdís, f. 9. mars 1915,
d. 12. mars 1989, og
Jón Skjöldur, f. 4. apr-
íl 1917, d. 20. mars
1994.
Árið 1944 giftist
Hulda Helga Júl-
íussyni, f. 20. júní
1918, d. 27. september
1994, íþróttakennara
og síðar úrsmið á
Akranesi. Foreldrar
hans voru Júlíus
Bjarnason, f. 30. júní
1889, d. 23. nóvember
1978, bóndi á Leirá í
Leirársveit í Borgarfirði, og kona
hans Hallfríður Helgadóttir, f. 4.
desember 1888, d. 29. október
1950, húsmóðir og kennari. 
Börn Huldu og Helga eru þrjú: 1)
Pjetur Már Helgason, f. 5. janúar
1945, framkvæmdastjóri á Ný-
fundnalandi, kvæntur Sigurbjörgu
Erlu Eiríksdóttur, f. 19. júní 1945,
þjónustufulltrúa í Reykjavík.
Þeirra dætur eru: Hulda, f. 27.
október 1968, sérfræðingur í New
York; Björg, f. 13. júlí 1971, text-
ílhönnuður í Amsterdam, og Bryn-
dís, f. 23. maí 1976, viðskiptafræði-
nemi í HÍ, Reykjavík. 2) Atli Þór
Elsku amma, við systurnar þökk-
um þér fyrir allar góðar minningar
og samverustundir sem við áttum
með þér og afa. Það var alltaf svo
gott að koma upp á Skaga og oftar en
ekki sóttumst við eftir að koma í
heimsókn til ykkar um helgar og í
sumarfríum. Þú og afi áttuð einstak-
lega notalegt og fallegt heimili og
tókuð þið ávallt á móti okkur með
opnum örmum og höfðuð ofan af fyr-
ir okkur. Afi sótti okkur á bryggjuna
og þú beiðst annað hvort heima eða í
búðinni og tókst á móti okkur. Áður
en við náðum upp fyrir búðarborðið í
búðinni ykkar þá var mest spenn-
andi að fara upp á háaloft eða leika í
fjörunni með krökkunum í götunni
en um leið og við gátum, fengum við
að vinna í búðinni ykkar og fannst
okkur mikið til koma. Í jólaösinni
kom öll fjölskyldan saman og hjálp-
aði til og sást þú alltaf fyrir því að við
fengjum eitthvað í svanginn. Það var
alltaf mikið fjör við eldhúsborðið hjá
ykkur afa og ótrúlegt hvað þér tókst
að galdra fram hádegisverði, pönns-
ur og jólaköku sem seint gleymast.
Þú og afi hvöttuð okkur ávallt áfram
í því sem við vorum að gera og var
það mjög mikilvægt fyrir okkur.
Elsku amma, það er svo leitt að
kveðja þig en um leið vitum við að
þér líður nú vel og þú ert komin til
afa og Atla. Guð veri með þér.
Þínar
Hulda, Björg og Bryndís.
Það var um hásumar 1918 að hús-
freyjan á Skjöldólfsstöðum á Jökul-
dal reiddi heim dálítinn reifastranga
eftir að hafa fengið boð frá fársjúkri
móður um að taka að sér nýfætt
stúlkubarn hennar. Innan úr reifa-
stranganum kom ljómandi falleg
vikugömul rauðhærð stúlka sem
hafði verið valið nafnið Hulda.
Á Skjöldólfsstöðum bjuggu hjónin
Ragnhildur Stefánsdóttir og Eiríkur
Sigfússon ásamt börnum sínum Sig-
fúsi, Önnu, Ingveldi, Þórdísi og
Skildi og varð Hulda brátt sem ein af
systkinunum.
Systurnar á Skjöldólfsstöðum
þóttu glæsilegar og var ekki laust við
að ungir menn í héraðinu renndu
þangað hýrum augum, er þær tóku
að vaxa úr grasi. 
Faðir undirritaðrar var sá er náði
hylli elstu systurinnar Önnu og
bjuggu þau í farsælu hjónabandi alla
ævi.
Hulda féll vel inn í hópinn með sitt
hrokkna rauða hár, leiftrandi hlátur
og snaggaraleg tilsvör.
Öll systkinin á Skjöldólfsstöðum
sóttu skólanám utan heimabyggðar
sinnar.
Hulda fór í héraðsskólann í Reyk-
holti þar sem hún hitti þann er síðar
varð lífsförunautur hennar, ágætis-
manninn Helga Júlíusson frá Leirá í
Borgarfirði.
Sem ung stúlka starfaði Hulda í
nokkur ár í Reykjavík eftir dvölina í
Reykholti og endurnýjaði þá kynni
sín við skólabróður sinn og jafnaldra,
Helga, sem þá starfaði þar sem lög-
reglumaður.
Helgi var íþróttakennari, síðar úr-
smiður og kaupmaður, og fluttu
Helgi og Hulda nýgift upp á Akranes
þar sem þau bjuggu nær alla ævi.
Helgi og Hulda byggðu sér hús við
Krókatún 7 á Akranesi og þar fædd-
ust börnin Pjetur Már, Atli Þór og
Hallfríður.
Þungt áfall var það þeim hjónum
og öðrum venslamönnum þegar Atli
Þór drukknaði frá eiginkonu og
þremur ungum börnum.
Sagt er að tíminn lækni öll sár en
örin sitja eftir.
Sigríður ekkja Atla, Pjetur og
Hallfríður ásamt mökum og börnum
voru Helga og Huldu dýrmæt og
ávallt var gott samband milli þeirra.
Fyrir um tíu árum fór heilsu
Huldu mjög að hraka og var henni
mikið áfall þegar Helgi eiginmaður
hennar, stoð og stytta, lést 1994.
Síðustu árin hefur heilsa Huldu
verið þannig að í raun var hún horfin
frá okkur. Var þetta öllum erfiður
tími.
Ég blygðast mín fyrir að hafa ekki
treyst mér til að heimsækja hana í
mörg ár, mína kæru frænku.
Ég vil muna hana glaða og glæsi-
lega með glettin tilsvör á vörum, við
hlið Helga eins og hún lengst af var.
Nánu sambandi héldu þau hjón
ætíð við foreldra mína meðan þau
lifðu og var þá oft glatt á hjalla og
kærleikar með þeim miklir.
Ég votta öllum ástvinum Huldu
innilega samúð mína og fjölskyldu
minnar og kveð Huldu frænku mína
með þakklæti fyrir langa, elskulega
og bjarta samveru á liðnum árum.
Minningin um Huldu og Helga er
mjög kær.
Anna Þrúður Þorkelsdóttir.
HULDA 
JÓNSDÓTTIR
?
Þórunn Eggerts-
dóttir fæddist á
Patreksfirði 6. des-
ember 1913. Hún lést
á elli- og hjúkrunar-
heimilinu Grund 20.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Ólöf Helga
Ólafsdóttir frá
Kirkjubóli í Fífu-
staðadal í Arnar-
firði, síðar búsett í
Keflavík, og Eggert
Bachmann frá Pat-
reksfirði, síðar
bankaritari í Reykja-
vík. Fósturforeldrar Þórunnar
voru hjónin Ólafía Indriðadóttir
og Þorsteinn Guðmundsson á
Hrauni í Tálknafirði. Fóstursystk-
ini hennar voru Sigríður, Guð-
mundur, Ingibjörg, Guðrún, Ingi-
Hinn 30. júni 1945 giftist Þórunn
Nils Kristján Nilsen. Hann lést 1.
október sama ár. Síðar var hún í
sambúð með Pétri Hjartarsyni og
eignuðust þau þrjú börn, Nils
Kristján, f. 17. desember 1947, d.
30. október 1949; Sigríði Maríu, f.
1. febrúar 1950, gift Sigurði Frið-
rikssyni og eignuðust þau þrjú
börn: Lindu Björk, Pétur og Helgu
Rán sem er látin; og Kristján Karl,
f. 31. mars 1952, kvæntur Svan-
hildi Guðmundsdóttur og eiga þau
þrjá syni, Guðleif, Pál og Kristján
Svan. Þórunn og Pétur slitu sam-
vistir. Langömmubörnin eru orðin
15 talsins.
Þórunn var einn vetur í Héraðs-
skólanum á Laugarvatni og fór
síðar að vinna við saumaskap og
lærði m.a. kjólasaum hjá Guðrúnu
Arngríms í Reykjavík og fékk
meistararéttindi í þeirri grein.
Seinna vann hún við ýmis þjón-
ustustörf, m.a. á Hótel Loftleiðum
og hjá einstaklingum sem ráðs-
kona.
Útför Þórunnar fór fram hinn
28. febrúar sl. í kyrrþey skv. ósk
hennar og var hún lögð til hinstu
hvílu í gamla kirkjugarðinum í
Keflavík við hlið Karls Celin. 
bjartur og Einar og
lifir Ingibjörg ein
þeirra systkina og
hefur alla tíð búið á
Hrauni.
Hinn 4. maí 1937
giftist Þórunn Karli
Celin frá Tromsö í
Noregi og hófu þau
búskap í Keflavík.
Karl fórst með mb.
Eggerti frá Keflavík
23. nóv. 1940. Eignuð-
ust þau tvær dætur: 1)
Eygló, f. 6. október
1937, gift Reyni Ás-
geirssyni og eiga þau
þrjá syni, Guðmund Karl, Ásgeir
Rafn og Reyni Óla. 2) Ólöf Ester, f.
21. febrúar 1940, gift Braga Frið-
finnssyni og eiga þau fjögur börn,
Albert, Finn, Þóri Karl og Stein-
unni Brögu. 
Tengdamóðir mín, Þórunn Egg-
ertsdóttir Bachmann, er látin. Þeg-
ar ég minnist hennar koma upp í
hugann kærar minningar um góða
konu sem lífið fór oft um óblíðum
höndum. 
Tóta, eins og hún var jafnan köll-
uð, fæddist á Patreksfirði og
?skaust þar inn í ættir landsins ut-
anveltu hjónabandsins? og varð lífs-
hlaup hennar ekki ólíkt lífi svo
margra sem þannig komu inn í
heiminn í upphafi síðustu aldar.
Hún var rétt tíu daga gömul þegar
Þorsteinn Guðmundsson, bóndi á
Hrauni í Tálknafirði, fóstri hennar,
sótti hana og bar hana yfir Lamb-
eyrarhálsinn milli fjarðanna til
fóstru sinnar Ólafíu Indriðadóttur.
Móðir hennar, Ólöf Helga Ólafs-
dóttir, var vinnukona á Patreksfirði
og kom síðar þar sem hún varð að
klára vinnusamning sinn fyrst og
gat því ekki komið með. Á Hrauni
ólst Þórunn upp til unglingsára í
stórum barnahópi sem hún leit alla
tíð á sem systkini sín, umvafin hlýju
fóstru sinnar. Seinna fluttist hún til
Keflavíkur með móður sinni.
Tóta var orðin fullorðin kona
þegar ég kynntist henni. Það fyrsta
sem ég man eftir var hversu hlát-
urmild hún gat verið og hve auð-
veldlega henni tókst að smita annað
fólk með sínum dillandi hlátri. Þeg-
ar ég kynntist henni nánar fann ég
fljótt þungan undirtóninn og fannst
stundum örla fyrir biturleika í fari
hennar þrátt fyrir yfirborðskæti.
Oft hafði verið höggvið nærri henni
og varð mér oft hugsað til þess
hversu misjafnar byrðar væru lagð-
ar á fólk. Ung missti hún fyrsta
manninn sinn í sjóslysi frá tveimur
kornungum dætrum. Nokkrum ár-
um síðar missir hún annan mann
sinn eftir stutt hjónaband. Síðar hóf
hún sambúð með tengdaföður mín-
um og átti með honum þrjú börn.
Fyrsta barn þeirra lést innan við
tveggja ára aldur úr botnlanga-
bólgu í örmum hennar. Leiðir
þeirra skildi. Um miðjan sjötta ára-
tuginn slasast hún og þurfti að
dvelja langtímum saman eftir það á
Kristneshæli og Reykjalundi. 
Eins og nærri má geta settu öll
þessi áföll sem hún varð fyrir á til-
tölulega fáum árum mark sitt á
hana. Veit ég að henni þótti þó
verst að geta ekki verið börnum
sínum sú stoð og stytta sem hún
vildi í uppvextinum. Þrátt fyrir það
lét hún ekki deigan síga og fram-
fleytti sér með sauma- og prjóna-
skap enda var hún annáluð handa-
vinnumanneskja af þeim sem til
þekktu. Lærði hún meðal annars
kjólasaum og náði meistararéttind-
um í þeirri grein.
Í nokkur ár bjó hún á Mánagöt-
unni í Reykjavík. Þar bjó hún þegar
ég kynntist henni fyrst og fór að
venja komur mínar þangað með
Sigríði dóttur hennar. Oft komum
við þar við eftir skóla og var þá
jafnan gestkvæmt hjá henni og
glatt á hjalla. Minnist ég þess
hversu mikils virði henni voru þess-
ar heimsóknir þegar börnin hennar
sem hún hafði haft svo lítið af að
segja komu í heimsókn. Alltaf stór
pottur á hlóðum fyrir gesti og gang-
andi sem margir minnast, iðulega
með baunasúpu sem aldrei virtist
þrjóta.
Síðustu árin dvaldi hún á elli- og
hjúkrunarheimilinu Grund, farin að
heilsu, og naut þar góðrar umönn-
unar. Fylgdist hún af ótrúlegri ná-
kvæmni með gangi þjóðmála og var
ekki minnisleysi fyrir að fara. Alltaf
spurði hún um barnabörnin sín ef
þau komu ekki með og fann maður
hversu annt hún lét sér um þau og
hve mikils virði þau voru henni. 
Tóta var jörðuð í kyrrþey skv.
eigin ósk og kvaddi hún heiminn því
af sama lítillæti og hún kom inn í
hann. Var hún jörðuð í gamla
kirkjugarðinum í Keflavík við hlið
fyrsta eiginmanns síns, Karls Celin.
Blessuð sé minning Tótu. 
Sigurður Friðriksson.
Öllu er afmörkuð stund og sér-
hver hlutur undir himninum hefur
sinn tíma.
Að fæðast hefur sinn tíma og að
deyja hefur sinn tíma.
(Predikarinn 3.1.2.)
Jæja, elsku amma, þá hefur þú
kvatt þetta líf með bros á vör.
Við ömmustrákarnir þínir viljum
þakka þér fyrir allan þinn kærleika
og umhyggju.
Við eigum góðar minningar um
þig, þar sem þú áttir heima hjá okk-
ur í nokkur ár.
Guðmundur Karl gat ekki fylgt
þér síðasta spölinn þar sem hann
var staddur úti á sjó og vill hann
þakka þér af hjarta fyrir sig og allir
erum við sáttir við góðan Guð fyrir
að hafa tekið þig til sín eftir lang-
varandi veikindi. 
Á himnum ríkir eilífur friður og
fögnuður og þar bíða vinir í varpa
þegar von er á gesti. Margir ástvin-
ir þínir eru farnir fyrir löngu á und-
an þér.
Þú ólst upp á Hrauni í Tálkna-
firði hjá fóstru þinni, fóstra og fóst-
ursystkinum og fleira fólki sem þar
bjó. Þessi staður lifði í hjarta þínu
alla tíð og allar þínar hugsanir síð-
ustu ári snerust um allt fyrir vest-
an. Þangað gastu alltaf leitað þegar
erfiðleikar steðjuðu að hjá þér. Þar
var þér tekið með útbreiddan faðm
og þar náðir þú alltaf heilsu á ný.
Nú býr Inga fóstursystir þín þar
ein eftir af öllum hópnum.
Inga var þér ákaflega kær, enda
eitt ár á milli ykkar og þið lékuð
ykkur saman börn.
Alltaf spurðir þú eftir henni.
Okkur bræðrum er þessi staður
líka ákaflega kær og talað er um að
fara heim þegar þangað er haldið.
Móðir okkar ólst þar upp og Guð-
mundur Karl var þar öll sumur
fram á unglingsár. Þar líður öllum
vel.
Þú varst alltaf hjá okkur alla há-
tíðisdaga og var þá glatt á hjalla, en
svo kom að því að þú varst ekki
lengur ferðafær og var þín þá sárt
saknað.
Að eðlisfari varstu alltaf í góðu
skapi og gast hlegið mikið og lengi,
hláturinn var þitt aðalsmerki og
vonum við að það haldist sem lengst
meðal afkomenda þinna.
Vertu kært kvödd, elsku amma.
Þakka þér fyrir allt.
Þínir ömmustrákar
Guðmundur Karl, Ásgeir
Rafn og Reynir Óli Reyn-
issynir.
GUÐRÚN ÞÓRUNN
EGGERTSDÓTTIR
BACHMANN CELIN
EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef
útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og
þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í miðviku-
dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast
fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki
unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna
skilafrests.
Skilafrestur minningargreina

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64