Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 39
Vorið 1946 hófust
kynni okkar Markúsar.
Við hittumst í Kenn-
araskólanum við Lauf-
ásveg fagran dag síðla í
maí og þreyttum inntökupróf í 1.
bekk skólans. Einn daginn tókum
við tal saman og bárum saman bæk-
ur okkar um úrlausnirnar í stærð-
fræðiprófinu. Ekki vorum við sam-
mála um útkomu í nokkrum
dæmum, en með rökum og á sinn
hógværa hátt leiddi Markús mig í
þann sannleika að mér hefði skjátl-
ast hrapallega. Þetta stutta samtal
þarna á gangi skólans færði mér
heim sanninn um rökvísi hans og
hyggindi og að það sem hann fullyrti
stóðst fullkomlega. Eftir þetta
reyndi ég ekki að efna til ágreinings
við hann um stærðfræðiúrlausnir.
Bekkjarfélagar okkar komust síðar
að hinu sama.
Í skólanum reyndist Markús jafn-
vígur á allar námsgreinar en þó var
stærðfræðin hans aðalfag og þar
skeikaði honum ekki. Það vissum við
fullkomlega enda leituðum við oft
ráða hjá honum og þau gaf hann af
heilum hug. Hann var umsjónar-
maður bekkjarins öll skólaárin og
kennararnir virtu hann og báru til
MARKÚS
RUNÓLFSSON 
?
Markús Runólfs-
son fæddist í
Bakkakoti í Meðal-
landi 25. júní 1928.
Hann lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 9. mars síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá Hvíta-
sunnukirkjunni Fíla-
delfíu 18. mars.
hans fullkomið traust.
Á lokaprófinu var hann
langefstur.
Árin okkar Markús-
ar urðu fjögur í skól-
anum og þar treystist
sú vinátta sem hélst
alla tíð og ekki bar
skugga á.
Að loknu kennara-
prófi tók Markús þá
ákvörðun að þreyta
stúdentspróf utanskóla
við Menntaskólann í
Reykjavík ásamt Ög-
mundi Guðmundssyni
bekkjarfélaga okkar,
sem nú er látinn. Þetta tók þá tvö ár
og þeir náðu þessum áfanga með
sóma, en það kostaði átök, því jafn-
framt náminu urðu þeir að afla tekna
sér til framfærslu því fjárhagurinn
var harla rýr á þeim árum.
Í maí 1950, meðan við biðum eftir
útskriftardeginum og prófúrlausn-
um, dvaldi hópurinn okkar í viku í
Haukadal við gróðursetningu trjá-
plantna í boði og á vegum Skógrækt-
ar ríkisins. Þessi vika er okkur
ógleymanleg, því þar kynntumst við
skógræktarstarfinu, sem þá var
mjög til umræðu, eldhuganum Há-
koni Bjarnasyni skógræktarstjóra
og verkstjóranum Jóni Jóhannes-
syni.
Þessi kynni voru okkar mikils
virði, en líklega engum eins og
Markúsi, sem eftir þetta gekk skóg-
ræktinni á hönd og vann næstu árin
meira og minna hjá þeirri stofnun
við plöntun trjáa, gróðursetningu og
við verkstjórn er frá leið. Á þeim ár-
um fór hann til Danmerkur og
kynnti sér starf landgræðslu- og
skógræktarmanna þar í landi.
Þótt skógræktar- og landgræðslu-
málin ættu hug hans óskiptan á
þessum árum, sneri hann sér að bú-
skap. Hann kvæntist Jóhönnu Jó-
hannsdóttur árið 1957. Þau hófu bú-
skap að Langagerði í Hvolhreppi og
bjuggu þar snotru búi í hartnær 40
ár. En skógræktaráhuginn hvarf
ekki. Fyrir augum þeirra sem aka
Fljótshlíðarveginn og líta heim að
Langagerði gefur að líta verk fjöl-
skyldunnar; stór trjálundur heima
við bæinn og þróttmikið limgerði þar
út frá. En Markús hafði fleiri járn í
eldinum. Hann kenndi við skólana á
Hvolsvelli langa hríð, sat í sveitar-
stjórn og vann ótrauður að fjölmörg-
um áhugamálum, fyrir sína heima-
byggð, sem of langt yrði upp að telja.
Hann var mikill málafylgjumaður og
eftir að hafa ígrundað hugmyndir
sínar og komist að niðurstöðu, fylgdi
hann málunum eftir af miklum
dugnaði og festu. Þótt mér sé ekki
kunnugt um nema fátt eitt af því sem
hann afrekaði á þeim vettvangi, vil
ég geta um tvennt. Annars vegar
þrautseigju hans við að koma í fram-
kvæmd byggingu brúar yfir Mark-
arfljót við Emstrur, sem að lokum
tókst og hins vegar hugvit hans við
hönnun og smíði þess tækis, sem nú
er notað við gróðursetningu trjá-
plantna og gengur undir nafninu
Markúsarplógur.
Þótt Markús hefði í mörg horn að
líta um ævina, var hann okkur ávallt
sá félagi sem við þekktum frá fyrri
tíð. Hann var sá fyrsti sem mætti,
þegar bekkjarfélagarnir hittust á
vissum tímamótum, og hrókur alls
fagnaðar á þeim vinafundum. Aldrei
heyrðist hann hallmæla nokkrum, en
lagði ávallt gott til þeirra mála, sem
voru rædd.
Fyrir tveimur árum voru liðin 50
ár frá útskriftardeginum í Kennara-
skólanum. Þá efndum við gamlir
bekkjarfélagar til skemmtiferðar
um Haukadal og Rangárþing. Mark-
ús var að sjálfsögðu í þeirri ferð.
Leiðbeindi okkur og fræddi um það
merkasta sem fyrir augun bar, og
gerði okkur daginn ógleymanlegan.
Þá var hann formaður Skógræktar-
félags Rangæinga og útskýrði af ná-
kvæmni þær áætlanir og plön, sem
voru í undirbúningi og það var ekk-
ert smáræði. Þótt hann bæri þá með
sér að heilsan væri tæp var það ekki
að finna á máli hans. Þar var greini-
lega ekki kastað til höndum. Áætl-
anir voru skýrar og ekki annað eftir
en að framkvæma þær.
En nú er hann horfinn af sviðinu,
þessi trausti félagi og vammlausi
drengskaparmaður, sá níundi í röð-
inni af þeim, sem gengu vonglöðum
skrefum til starfa að loknu kennara-
prófinu vorið 1950, en hafa nú kvatt
þennan heim. Hann skilur eftir
stórt, vandfyllt skarð. Ég veit að
þessi orð staðfesta mínir góðu bekkj-
arfélagar, sem senda honum hlýjar
kveðjur, með þakklæti fyrir liðin ár.
Markús var kvaddur í Hvíta-
sunnukirkju Fíladelfíu, Hátúni 2 í
Reykjavík, mánudaginn 18. mars sl.
Kirkjan tekur vel á fjórða hundrað
manns í sæti og var þétt setin. Segir
það meira en nokkur orð.
Ég vitna að lokum í þetta erindi úr
ljóði eftir Jóhannes úr Kötlum: 
Að þér mun ég verða undursamlega jörð:
eins og sveipur mun ég hverfast í stormi
þínum
eins og dropi mun ég falla í regni þínu
eins og næfur mun ég loga í eldi þínum
eins og duft mun ég sáldrast í þína mold.
Og við munum upp rísa undursamlega
jörð.
Eftirlifandi eiginkonu og fjöl-
skyldu sendi ég innilegar samúðar-
kveðjur. 
Tómas Einarsson.
?
Halldór Ellert
Jónsson fæddist í
Haga í Holtum hinn 7.
apríl 1928. Hann lést
á Landspítalanum 16.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Jón Jónasson, fæddur
á Skáldabúðum í
Gnúpverjahreppi 8.
júní 1889, d. 19. des-
ember 1972, og Jens-
ína María Amalía
Jensen, f.á Ísafirði 3.
október 1895, d. 1.
apríl 1968. Halldór
var næstelstur fjögurra systkina
en þau eru: Bergþóra, f: 10. janúar
1924, d. 4. júlí 1982, Málfríður, f:
11. júní 1937, hennar maður var
Steindór Briem, f. 28. nóvember
1919, d. 10. janúar 1999, og eiga
þau þrjú börn, Guðrúnu, Kristin
og Jón. Bróðir Halldórs sam-
mæðra var Magnfreð Tryggvi Jón-
asson, f. 16. október
1915, hann er látinn.
Halldór fluttist á
fyrsta ári ásamt for-
eldrum sínum og
Bergþóru eldri syst-
ur sinni að Hraun-
túni í Biskupstung-
um og árið 1929
fluttist fjölskyldan
að Stekkholti í sömu
sveit. Þar bjó Hall-
dór alla sína tíð en
sótti vinnu út frá
heimilinu á vetrum
þegar hann var
yngri, m.a vann hann í frystihúsi í
Reykjavík og tvær vertíðir var
hann hjá Þórði föðurbróður sínum
á Stóru-Vatnsleysu á Vatnsleysu-
strönd. Halldór var ókvæntur og
barnlaus.
Útför Halldórs fer fram frá
Skálholtskirkju laugardaginn 30.
mars og hefst athöfnin klukkan 14.
Dóri vinur okkar í Stekkholti hef-
ur kvatt síðsta sinni og þá er einum
færra í fastri sveita- og sumartilveru
okkar. Öll höfum við dvalið meira og
minna yfir sumarið í nágrenni Dóra
og alltaf hefur verið gott að kíkja til
systkinanna í Stekkholti þegar færi
gefst. Dóri var bæði mælskur og
fróður og átti það til að skoða hlutina
út frá óvæntu sjónarhorni. Við
geymum með okkur mörg gullkornin
sem frá honum hafa komið. Hann
fylgdist vel með því sem gerðist í
kringum hann og gott var að eiga
hann að hinum megin við girðinguna
þar sem reiðhrossin okkar voru á
sumarbeit. Hann fylgdist vel með
hverju fótmáli og lét vita ef eitthvað
fór úrskeiðis og kom stundum til að
heilsa upp á mannskapinn þegar fák-
arnir voru beislaðir. Börnin okkar
hafa ósjaldan skroppið á hestum í
Stekkholt til að skoða kanínur eða
alla hundana sem Dóri var alltaf að
skamma Möllu systur sína fyrir að
safna. Og ungir knaparnir fengu
stundum eitthvað gott í gogginn áður
en þeir hleyptu aftur úr hlaði. Á
haustin eða um jól höfum við stund-
um skotist með vasapela til Dóra eft-
ir smalamennskur og gefið honum
skýrslu um heimtur og eltingaleiki
við styggðarfálur. Gaman var að
dreypa með honum á koníakstári, því
hann kunni að meta góð vín en gætti
þó ævinlega hófs. Reyndar var hann
þó nokkur nautnamaður og honum
fannst gott að troða tóbaki í pípu sína
eða reykja vindil. Kannski ekki að
undra hjá manni sem hafði ekki kost
á að láta svo mikið eftir sér í lífinu.
Aðaláhugamál Dóra tengdust vél-
um og bílum og hann var óþrjótandi
að ausa úr reynslubrunni sínum í
þeim efnum og stundum komum við
að honum heima á hlaðinu í Stekk-
holti þar sem hann var á kafi undir
vélarhlíf á einhverjum bílnum sem
hann var að bauka við að lagfæra.
Dóri hafði ríka réttlætiskennd og
var óhræddur við að láta í sér heyra
ef honum fannst á sér brotið. Gleggst
dæmi þar um er ?upprekstrarmálið?
þar sem Skógrækt ríkisins lokaði
einu upprekstrarleið Stekkholts-
bóndans en varð að gjöra svo vel að
opna hana aftur eftir hörð mótmæli
Dóra. Og í svonefndu ?klínumáli?
fékk hreppsnefndin það óþvegið frá
Dóra vegna kaldavatnsvandræða
sveitarinnar. Bæði þessi mál urðu
blaðamatur. Eins átti Dóri það til að
standa upp á opinberum fundum og
krefjast úrbóta í málum sem honum
þótti nauðsyn að tekið yrði á. Gott ef
það var ekki á framboðsfundi sem
hann skammaði einhvern þingmann-
inn fyrir að reyna að drepa sjúklinga
á sjúkrahúsum úr kulda. Hann hafði
þá sjálfur reynsluna af sjúkrahús-
legu og sagði farir sínar ekki sléttar
á skjálftavaktinni.
En það voru alvarlegri mein en
kuldinn sem lögðu vin okkar og ná-
granna að velli og á síðasta fundi
okkar mátti glöggt sjá að Dóri þráði
hvíldina. Við kveðjum Dóra með
söknuði og sendum Möllu systur
hans, börnum hennar og barnabörn-
um okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Kristín Heiða (Stína),
Melkorka, Grétar, Ólöf
(Ollý), Sigrún og Elín.
HALLDÓR ELLERT
JÓNSSON
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: Í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. Í mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útrunninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina,
enda þótt þær berist innan hins
tiltekna skilafrests.
Skilafrestur
minning-
argreina
S. 555 4477 a78 555 4424
Erfisdrykkjur
Sími 562 0200
Erfisdrykkjur
G45G6CG73G6BG75G6CG65G67G75G72G20G62G72GF3GF0G69G72G20G6DG69G6EG6EG20G6FG67G20G66G72GE6G6EG64G69G20G6FG6BG6BG61G72G2C
G48G41G4CG4CG44GD3G52G20G45G4CG4CG45G52G54G20G4AGD3G4EG53G53G4FG4E
G66G72GE1G20G53G74G65G6BG6BG68G6FG6CG74G69G2C
G73G65G6DG20 G6CGE9G73G74G20 GE1G20 G4CG61G6EG64G73G70GEDG74G61G6CG61G6EG75G6DG20 G76G69GF0G20 G48G72G69G6EG67G62G72G61G75G74
G6CG61G75G67G61G72G64G61G67G69G6EG6EG20G31G36G2EG20G6DG61G72G73G2CG20G76G65G72GF0G75G72G20G6AG61G72GF0G73G75G6EG67G69G6EG6EG20G66G72GE1
G53G6BGE1G6CG68G6FG6CG74G73G6BG69G72G6BG6AG75G20G6CG61G75G67G61G72G64G61G67G69G6EG6EG20G33G30G2EG20G6DG61G72G73G20G6BG6CG2EG20G31G34G2E
G4DGE1G6CG66G72GEDGF0G75G72G20G4AGF3G6EG73G64GF3G74G74G69G72G2C
G47G75GF0G72GFAG6EG20G53G69G67G72GEDGF0G75G72G20G42G72G69G65G6DG2C
G4BG72G69G73G74G69G6EG6EG20G42G72G69G65G6DG2C
G4AGF3G6EG20G42G72G69G65G6DG2E
við Nýbýlaveg, Kópavogi
G45G6CG73G6BG75G6CG65G67G20G66GF6GF0G75G72G73G79G73G74G69G72G20G6FG6BG6BG61G72G20G6FG67G20G66G72GE6G6EG6BG61G2C
G47G55GD0G52GDAG4EG20GC1G52G4EG41G44GD3G54G54G49G52G2C
G45G66G72G69G2DG45G79G20G49G2C
G4DG65GF0G61G6CG6CG61G6EG64G69G2C
G6CGE9G73G74G20GE1G20G68G6AGFAG6BG72G75G6EG61G72G68G65G69G6DG69G6CG69G6EG75G20G4BG6CG61G75G73G74G75G72G68GF3G6CG75G6DG20G6DGE1G6EG75G2D
G64G61G67G69G6EG6EG20G32G35G2EG20G6DG61G72G73G2E
GDEGF3G72G69G72G20G42G6AG61G72G6EG61G73G6FG6E
G6FG67G20G61GF0G72G69G72G20G61GF0G73G74G61G6EG64G65G6EG64G75G72G2E
G4DGF3GF0G69G72G20G6FG6BG6BG61G72G2CG20G74G65G6EG67G64G61G6DGF3GF0G69G72G20G6FG67G20G61G6DG6DG61G2C
G47G59GD0G41G20G47G55GD0G4DG55G4EG44G53G44GD3G54G54G49G52G2C
G66G72GE1G20G50G61G74G72G65G6BG73G66G69G72GF0G69G2C
G6CGE9G73G74G20GEDG20G54G72G6FG6DG73GF6G2CG20G4EG6FG72G65G67G69G2CG20G6CG61G75G67G61G72G64G61G67G69G6EG6EG20G32G33G2EG20G6DG61G72G73G2E
G47G75GF0G6DG75G6EG64G75G72G20G4FG64G64G75G72G20G4DG61G67G6EGFAG73G73G6FG6EG2C
GC1G73G74G68G69G6CG64G75G72G20G4DG61G67G6EGFAG73G64GF3G74G74G69G72G2C G47GEDG73G6CG69G20G49G6EG67G76G61G72G73G73G6FG6EG2C
G55G6EG69G20G47GEDG73G6CG61G73G6FG6EG2C
G49G6EG67G76G65G6CG64G75G72G20G47G79GF0G61G20G47GEDG73G6CG61G64GF3G74G74G69G72G2C
G49G6EG67G76G61G72G20G47GEDG73G6CG61G73G6FG6EG2E
G45G6CG73G6BG75G6CG65G67G75G72G20G62G72GF3GF0G69G72G20G6FG6BG6BG61G72G2CG20
G4AGD3G53G45G46G20G49G4EG47G56G41G52G53G53G4FG4EG2C
G45G66G73G74G61G73G75G6EG64G69G20G31G33G2C
G52G65G79G6BG6AG61G76GEDG6BG2C
GE1GF0G75G72G20G47G72GE6G6EG75G68G6CGEDGF0G2CG20G47G6CG65G72GE1G72GFEG6FG72G70G69G2C
G61G6EG64G61GF0G69G73G74G20GE1G20G4CG61G6EG64G73G70GEDG74G61G6CG61G6EG75G6DG2CG20G46G6FG73G73G76G6FG67G69G2CG20G6CG61G75G67G61G72G2D
G64G61G67G69G6EG6EG20G32G33G2EG20G6DG61G72G73G2E
G4AG61G72GF0G73G65G74G74G20 G76G65G72GF0G75G72G20 G66G72GE1G20 G47G6CG65G72GE1G72G6BG69G72G6BG6AG75G2CG20 G41G6BG75G72G65G79G72G69G2C
GFEG72G69GF0G6AG75G64G61G67G69G6EG6EG20G32G2EG20G61G70G72GEDG6CG20G6BG6CG2EG20G31G34G2EG30G30G2E
G53G79G73G74G6BG69G6EG69G20G68G69G6EG73G20G6CGE1G74G6EG61G2E

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64