Morgunblaðið - 28.03.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.03.2002, Blaðsíða 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 45 Nöfn féllu niður á lista Sjálf- stæðisflokksins í Kópavogi Tvö nöfn féllu niður á framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins við bæjar- stjórnarkosningarnar í Kópavogi 25. maí í Morgunblaðinu í gær. Þau eru: í 21. sæti Unnur Arngrímsdóttir danskennari og í 22. sæti Helgi Hall- varðsson skipherra. Beðist er vel- virðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT NÝLEGA var opnaður nýr vefur sýslumannsins í Reykjavík á slóð- inni: www.syslumadur.is. Leitast verður við að hafa þar ýmsar hagnýtar upplýsingar til þæg- inda fyrir viðskiptavini embættisins, auk upplýsinga um embættið, starfs- menn, starfsemi o.fl., segir í frétta- tilkynningu. Nýr vefur sýslumannsins í Reykjavík OPNAÐ hefur verið vefsetur um hvali. Á hvalavefnum er að finna mikinn fróðleik um þessi risavöxnu spendýr sjávarins, hvalina. Einnig er hægt að hlusta á hljóðin sem þeir gefa frá sér og skemmta sér við leiki sem tengjast hvölum. Hægt verður að fara inn á hvalavefinn frá upp- hafssíðu Vitans; www.ruv.is/vitinn, segir í fréttatilkynningu. Nýr hvalavefur ÚTHLUTUN úr Sagnfræðisjóði dr. Björns Þosteinssonar fór fram 20. mars sl. Þrettán umsóknir bárust en styrkþegar eru tveir, Hrefna M. Karlsdóttir, til að vinna að dokt- orsritgerð í hagsögu við Háskólann í Gautaborg um stjórnun síldveiða í Norðursjó, og Lára Magn- úsardóttir, til að vinna að dokt- orsritgerð við Háskóla Íslands um bannfæringar á miðöldum. Lára Magnúsardóttir og Helgi Þorláksson prófessor. Tveir styrkþegar ÞEIR sem vilja njóta orku og dul- magns við Snæfellsjökul um páskana hafa úr nógu að velja. Á Jöklinum er starfrækt skíðalyfta sem rekin er af Snjófelli á Arnarstapa sem einnig býður upp á snjósleða- og troðara- ferðir. Nokkuð góður snjór er í Jökl- inum og brekkurnar skemmtilegar, hvort sem farið er upp með lyftunni eða troðarinn tekinn upp á topp. Þjóð- garðsvörður hefur sent frá sér til- kynningu þar sem hún hvetur fólk til að sýna tillitssemi og aðgæslu í um- ferð um Jökulinn og fer fram á að jeppamenn haldi sig norðan við braut- ina sem Snjófell treður upp á topp, því djúp dekkjaför geta verið slysagildra bæði fyrir sleða- og skíðamenn. Nokkrir gististaðir í sunnanverð- um Snæfellsbæ eru opnir um páskana. Snjófell á Arnarstapa býður upp á gistingu og veitingasölu, auk jöklaferðanna. Á Hellnum er Gisti- heimilið Brekkubær með gistingu og í Staðarsveit er gisting í Langaholti og Ytri-Tungu. Ekki má gleyma hinu vinsæla Fjöruhúsi á Hellnum sem býður upp á sínar rómuðu kaffiveit- ingar alla páskahelgina. Margar skemmtilegar gönguleiðir eru Undir Jökli. Ein sú vinsælasta liggur um Neðstu-götu með strand- lengjunni milli Arnarstapa og Hellna. Snæfells- jökull um páskana HUGVEKJA SKÍRDAGUR og föstu-dagurinn langi, þessirtveir sorglegu dagar íhelgu viku, eru með sínaboðunina hvor; skírdag- urinn með þjónustuna, minn- inguna um það, er Jesús kraup og þvoði fætur lærisveina sinna, föstudagurinn langi með þján- inguna, fórnina. Lýsingu á atburðum síðustu vikunnar í lífi Jesú er að finna í öll- um guðspjöllunum fjórum (Matt. 21-28, Mark. 11-16, Lúk. 19:28-24 og Jóh. 12-21). Ef við teljum niður og byrjum á pálmasunnudegi, er atburðarásin á þessa leið:  Sunnudagur. Jesús kemur til Jerúsalem, ríðandi á asna. Hann grætur, er hann segir frá því, að borgin muni verða lögð í rúst. Hann fer svo aftur til Bet- aníu og gistir þar um nóttina.  Mánudagur. Jesús fer í must- erið og rekur sölumenn og víxl- ara þaðan út.  Þriðjudagur. Jesús kennir í musterisgarðinum og deilir við faríseana og saddúkeana. Það- an fer hann til Olíufjallsins og talar um heimsendi.  Miðvikudagur. Yfirvöld leggja á ráðin um dauða hans og Júd- as kemur til liðs við þá. Jesús talar í hinsta sinn til mann- fjöldans. Við kvöldverð í Bet- aníu hellir María ilmsmyrslum yfir fætur Jesú.  Fimmtudagur, skírdagur. Páskar undirbúnir. Pétur og Jóhannes eru sendir í ákveðið hús í Jerúsalem, til að und- irbúa kvöldverð. Jesús þvær fætur lærisveinanna (af því ber dagurinn síðan nafn, „þvotta- dagur“, skír merkir hreinn) og neytir að því búnu síðustu kvöldmáltíðarinnar með þeim vinum sínum. Júdas fer út til að leggja á ráðin um handtöku meistarans. Jesús og læri- sveinarnir ellefu fara inn í Get- semanegarðinn. Jesús á bæn. Um kvöldið fer Júdas með her- menn og lögreglu inn í garðinn. Jesús er handtekinn; læri- sveinarnir flýja. Jesús er yf- irheyrður af æðstaprestinum og ráðinu. Pétur eltir Jesú til hallarinnar; þar fyrir utan neitar hann því að vera læri- sveinn hans.  Föstudagur. Æðstaráðið fram- selur Jesú til Pílatusar. Júdas tekur líf sitt. Yfirheyrsla hjá Pílatusi. Jesús sendur til Her- ódesar. Þaðan aftur til Pílat- usar, sem reynir að fá hann leystan út haldi. En fólkið heimtar Barrabas í staðinn. Pílatus kveður upp dóm, en þvær hendur sínar. Jesús er húðstýktur og smánaður. Ber krossinn um götur Jerú- salem, þar til hann örmagnast og vegfarandi er neyddur til að grípa inn í. Rómverskir her- menn krossfesta Jesú skammt utan við borgina, á Hauskúpu- hæð, Golgata. Móðir hans og nokkrir lærisveinar horfa á. Skyndilega dimmir yfir; það er sólmyrkvi, frá hádegi til klukk- an þrjú, er Jesús deyr. Þá nötr- ar jörðin, og tjaldið mikla, sem hangir fyrir „því allra helg- asta“ í musterinu, rifnar í tvennt. Fréttir berast af und- arlegum atburðum í Jerúsalem. Hermaður rekur spjót gegnum Jesú, til að fullvissa sig um að í honum sé ekkert lífsmark. Tveir ráðherrar, Jósef frá Arímaþeu og Nikódemus, fá að jarðsetja líkið. Gröfin er inn- sigluð og hermenn settir þar á vörð. Þannig er í stuttu máli það sem gerðist hina örlagaríku daga fyrir botni Miðjarðarhafs í kringum árið 30 e. Kr. Allt hið lægsta í mann- skepnunni birtist þar að lokum, opinberaði sig: ögranir, móðganir, barsmíðar, háðungarkápa, kóróna úr þyrnum, naglar í gegnum hend- ur og fætur, og að lokum spjót í hjarta þess, sem kærleikann einan hafði að vopni og ósk um réttlátari og betri heim. En rödd þessa einstæða manns dó ekki út í tómið. Hún lifir. „Eins og kornið, sem fellur í jörð, gefur af sér mikið ax, án þess að missa neitt af krafti sínum, heldur er falið í öllum kornum þess, á sama máta dó herrann og opnaði með því iður jarðar og nam á brott sálir mannanna.“ Þetta rit- aði Kyrillos biskup af Alexandríu, um 400 árum eftir nefnda atburði, og vitnar með því til orða Jesú sjálfs um hveitikornið (Jóh. 12:23- 24), en þar mælti hann: „Stundin er komin, að Mannssonurinn verði gjörður dýrlegur. Sannlega, sann- lega segi ég yður: Ef hveitikornið fellur ekki í jörðina og deyr, verð- ur það áfram eitt. En ef það deyr, ber það mikinn ávöxt.“ Og Sigurbjörn Einarsson bisk- up gefur á líkan hátt útlendum sálmi þennan íslenska búning, í 3. erindi: Hann var hveitikornið, heilagt lífsins sáð, sent til vor að veita vöxt í ást og náð. Himnanna ljómi lýsir gröf hans frá. Kristur, lát þinn kærleik kveikja þitt líf oss hjá. Í atburðum þessarar viku gerist nefnilega það, sem einkennir Guð og verk hans jafnan, að öllu er snú- ið við, gjörsamlega á hvolf: „sigur“ myrkraaflanna verður algjört tap og hneisa, en dauði guðssonarins vekur upp líf, sem ekki verður kæft síðan. Gálginn verður tákn hins nýja ríkis. Þess vegna getur sérhver krist- inn einstaklingur nú – þrátt fyrir allt sem virðist – tekið undir með Davíð Stefánssyni, er hann í auð- mýkt og gleði segir: Ég fell að fótum þínum og faðma lífsins tré. Með innri augum mínum ég undur mikil sé. Þú stýrir vorsins veldi og verndar hverja rós. Frá þínum ástareldi fá allir heimar ljós. Hveitikornið sigurdur.aegisson@kirkjan.is Í dag er skírdagur, á morgun föstudagurinn langi, sem bar með sér dimmasta augnablik kristninnar. Sigurður Æg- isson lítur á atburðarás téðra daga, sem á ein- stakan hátt mörkuðu bæði endi lífs og upphaf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.