Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						46 FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
      BRÉF 
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík L50098 Sími 569 1100
L50098 Símbréf 569 1329 L50098 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
HINN 14. mars skrifar Helgi Sæ-
mundur Helgason heimspekingur
ágæta svargrein við skrifum mínum
um hvort kirkjan boði hindurvitni.
Þar reynir hann að verja þjóðkirkj-
una gagnrýni minni án þess þó að
sýna á nokkurn hátt fram á að ég
hafi rangt fyrir mér. Mig langar í
því sambandi að benda á fáein at-
riði:
Helgi reynir að ógilda þá fullyrð-
ingu mína, að það sem trúmenn kalli
?sköpunarverk? hafi að stærstu
leyti verið skýrt mekanískum skýr-
ingum, með þeirri staðhæfingu að
þeir hinir sömu leggi aðra merkingu
í orðið ?sköpunarverk? en ég. Mér
sýnist hér vera um ?átyllurökvillu?
(straw-man) að ræða, því ekki er
ráðist á málflutning minn heldur
einhverja sérsmíðaða útgáfu af hon-
um. Það mátti þó ljóst vera við hvað
ég átti. 
En gott og vel, ég skal umorða
fullyrðinguna: Vísindunum hefur í
megindráttum tekist að skýra heim-
inn mekanískum skýringum. Allar
fullyrðingar um tilhlutan yfirnáttúr-
legra afla við gerð og stjórnun hans
eru óþarfar, mekanískar skýringar
nægja. Allt slíkt tal verður því að
telja getgátur og sé slíkt boðað sem
sannleikur má flokka það undir
hindurvitni.
Helgi segir: ?Náttúruvísindin
kenna okkur að Guð skapaði ekki
heiminn eins og trésmiður smíðar
stól. En þar með er ekki sjálfgefið
að heimurinn sé ekki sköpunarverk
Guðs.?
Þetta er hárrétt hjá Helga, en
hann verður þó að muna að um leið
er ekki heldur sjálfgefið að heim-
urinn sé skapaður. Slíkar órök-
studdar tilgátur er því ekki hægt að
bera á borð sem einhvern sannleik,
þær byggjast á fáfræðinni einni
saman. 
Og hér duga engin ?hjartans rök?.
Þótt slík innri sannfæring geti
gagnast hverjum og einum við
ákvarðanatöku í daglegu lífi er ekki
hægt að tefla henni fram í rökræð-
um. Ég skil ekki af hverju heim-
spekingurinn er að kynna slíkt hug-
tak til sögunnar, svo loftkennt sem
það er og illa til þess fallið að nota í
samræðu sem þessari.
Vísindin boða ekki að útilokað sé
að til séu yfirnáttúruleg öfl, en nið-
urstöður þeirra hingað til hafa gert
þær fullyrðingar trúarbragðanna
ósannfærandi. Og Helgi getur ekki
snúið bakinu við því að kirkjan boð-
ar yfirnáttúrlegan skapara, yfirnátt-
úrlegt eilíft líf eftir dauðann og dóm
yfir yfirnáttúrulegum sálum manna.
Þessi boðskapur er arfleifð gamallar
rakalausrar heimsmyndar og úr öll-
um takti við þá vitneskju sem við
búum yfir í dag.
Helgi spyr: ?Hvernig getur [trú-
maðurinn] t.d. rökstutt það vísinda-
lega að Guð hafi skapað heiminn? Á
móti kann trúmaðurinn að spyrja
hvort kristin trú snúist yfirhöfuð um
það að rökstyðja þetta vísindalega.?
Ég svara: Nei, það er ekki hlut-
verk hennar. Og það er einmitt
þetta atriði sem gerir hana að boð-
bera hindurvitna, því engin viður-
kennd sannindi eða rökstuðningur
liggja henni til grundvallar. Hún
byggist á fávisku en er samt sem áð-
ur boðuð sem sannleikur. Auk þess
er það rangt hjá Helga að ég hafi
krafist þess að trúmenn rökstyðji
trú sína vísindalegum rökum. Ég
var ekki að því heldur benti ég ein-
ungis á að séu engin rök tiltæk verði
boðskapurinn að skoðast sem bábilj-
ur. Þetta gildir ekki bara um krist-
indóminn heldur öll þau tilvik þar
sem yfirnáttúruskýringar eru boð-
aðar sem sannleikur án þess að vera
undirbyggðar rökum.
Grein sína endar Helgi á að hugga
presta þjóðkirkjunnar með því að
röksemdum mínum sé í raun ekki
beint gegn þeim. Þetta er auðvitað
rangfærsla, röksemdir mínar bein-
ast gegn hverjum þeim sem skýrir
heiminn yfirnáttúruskýringum. Og
það þarf ekki annað en fara með
trúarjátninguna til að sjá að einmitt
þetta gerir íslenska þjóðkirkjan.
En ef til vill leggja Helgi og trú-
mennirnir aðra merkingu í orðið
hindurvitni en ég. Merriam-Webst-
er-orðabókin skýrir hugtakið sup-
erstition svo: Trúarkenning sem
sprettur af fáfræði, ótta við hið
ókunna ellegar tiltrú á töfra (beliefs
based on ignorance, fear of the un-
known, or trust in magic). Sé krist-
indómurinn skoðaður sést ljóslega
að hann fellur undir allt þetta.
Helsta röksemd mín fyrir því að
kirkjan boði hindurvitni sprettur
klárlega af skilgreiningunni: Trúar-
kenning sem sprettur af fáfræði.
BIRGIR BALDURSSON,
trommuleikari hljómsveitarinnar
Heiða og heiðingjarnir,
Hverfisgötu 84, Reykjavík.
Já, kirkjan 
boðar bábiljur
Frá Birgi Baldurssyni:
SIGURGEIR Þorvaldsson býr
í Keflavík og er 79 ára gamall.
Hann biður Morgunblaðið að
senda landsmönnum eftirfar-
andi páskakveðju frá sér:
Ég sat um kvöld og horfði út á haf
og hugsaði um Jesús kvöl og pínu.
Ég nýtti allt það vit, sem guð mér gaf
og gerði krossmark fyrir brjósti
mínu.
Ég varla minni held nú hugarró
og holdið veikt mig allri gleði rænir,
því Kristur á voldugum krossi eitt
sinn dó ?,
ég krýp, til að þylja nokkrar bænir.
Hann reis upp frá dauðum, en raunin
varð sú,
að ranglætisins jókst þá allur kraftur.
Við gjarnan lifum í þeirri góðu trú,
að guð sendi Jesús til vor aftur.
Þá kannski mun heimurinn komast í
það lag,
er kæfir allt það vonda í hugum
manna ?,
að lærisveinarnir lifi glaðan dag
og láti boða friðinn eina og sanna.
Páska-
kveðja

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64