Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						DAGBÓK
48 FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Í dag
er Mánafoss vænt-
anlegur og út fara Arn-
arfell og Goðafoss.
Hafnarfjarðarhöfn: Í
dag er væntanlegt
Apollo Tiger. 
Fréttir
Kattholt. Flóamarkaður
í Kattholti, Stangarhyl
2, opinn þriðju- og
fimmtudaga kl. 14-17.
Félag frímerkjasafn-
ara. Opið hús laug-
ardaga kl. 13.30-17.
Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur, Sól-
vallagötu 48. Skrifstofa
s. 551 4349, opin alla
miðvikud. kl. 14-17, flóa-
markaður, fataúthlutun
og fatamóttaka, sími
552 5277, opið annan og
fjórða hvern miðvikudag
kl. 14-17. 
Styrkur, samtök
krabbameinssjúklinga
og aðstandenda þeirra.
Svarað í síma Krabba-
meinsráðgjafarinnar
800 4040 kl. 15-17.
Mannamót
Aflagrandi 40. Bún-
aðarbankinn verður á
Aflagranda 40 þriðju-
daginn 2. apríl kl. 10.15.
Verslunarferð í Hag-
kaup í Skeifunni mið-
vikudaginn 3. apríl kl. 10
frá Grandavegi með við-
komu á Aflagranda.
Kaffiveitingar í boði
Hagkaups. Skráning í
afgreiðslu og í síma 562-
2571. Nýtt jóga-
námskeið hefstt fimmtu-
dag 4. apríl. Kennt verð-
ur tvisvar í viku á
þriðjud. og fimmtud.
Kennsla hefst kl. 9.
Skráning í afgreiðslu í
síma 562-2571. Opið hús
fimmtudaginn 4. apríl.
Húsið opnað kl. 19.30.
Félagsvist kl. 20. Léttar
kaffiveitingar.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið
Hlaðhömrum er á
þriðju- og fimmtudögum
kl. 13-16.30, spil og fönd-
ur. Lesklúbbur kl. 15.30
á fimmtudögum. Jóga á
föstudögum kl. 11. Kór-
æfingar hjá Vorboðum,
kór eldri borgara í Mos-
fellsbæ á Hlaðhömrum
fimmtudaga kl. 17-19.
Púttkennsla í íþrótta-
húsinu á sunnudögum
kl. 11. Uppl. hjá Svan-
hildi í s. 586 8014 kl. 
13-16. Uppl. um fót-, 
hand- og andlitssnyrt-
ingu, hárgreiðslu og
fótanudd í s. 566 8060 kl.
8-16. 
Félagsstarf aldraðra,
Garðabæ. 2. apríl vinnu-
stofa, kl. 13.30 spilað í
Kirkjuhvoli. Kl. 13 mál-
un, kl. 13.30 tréskurður.
3. apríl: Kl. 11.15 og
12.15 leikfimi. Kl. 13.05
róleg stólaleikfimi. Kl.
13 vinnustofa, kl. 13.30
handavinnuhornið. Kl.
16 trésmíði. 4. apríl: Kl.
9.45 boccia, kl. 9 vinnu-
stofa, kl. 13 málun og
keramik og postulín.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli ,
Flatahrauni 3. Leik-
húsferð miðvikudaginn
10. apríl kl. 14 til að sjá
?Í lífsins ólgusjó? og
?Fugl í búri? er Leik-
félagið Snúður og
Snælda sýna í Ásgarði,
Glæsibæ. Skráning og
allar upplýsingar í
Hraunseli í síma 555-
0142.
Félag eldri borgara,
Kópavogi. Opið hús í
Gullsmára 13 laugardag-
inn 6. apríl kl. 14. Dag-
skrá: Upplestur, hljóð-
færaleikur o.fl. Kaffi og
meðlæti.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan
opin alla virka daga frá
kl. 10-13. Kaffi, blöðin og
matur í hádegi.
Félagsstarf fellur niður
um páskana.
Leikfélagið Snúður og
Snælda sýnir í Ásgarði í
Glæsibæ, félagsheimili
Félags eldri borgara
söng- og gamanleikinn
?Í lífsins ólgusjó?, minn-
ingar frá árum síldaræv-
intýranna og ?Fugl í
búri?, dramatískan gam-
anleik. Næstu sýningar:
Miðvikudaginn 3. apríl
kl. 14, kvöldsýning verð-
ur fimmtudaginn 4. apríl
kl. 20. Sýningum fer
fækkandi. Miðapantanir
í síma 588-2111 og 568-
9082. 
Heilsa og hamingja
laugardaginn 13. apríl
nk. kl. 13.30 í Ásgarði
Glæsibæ. Hóprann-
sóknir á vegum Hjarta-
verndar. Vilmundur
Guðnason, for-
stöðulæknir Hjarta-
verndar. 
Fræðslunefnd FEB
hvetur fólk til að mæta
og kynna sér málefnin. 
Á eftir hverju erindi
gefst tækifæri til spurn-
inga og umræðna.
Sparidagar á Örkinni
14.-19. apríl, skráning á
skrifstofu FEB.
Silfurlínan er opin á
mánudögum og mið-
vikudögum frá kl. 10 til
12 f.h. í síma 588-2111.
Skrifstofa félagsins er
flutt í Faxafen 12, sama
símanúmer og áður. Fé-
lagsstarfið er áfram í
Ásgarði Glæsibæ. Upp-
lýsingar á skrifstofu
FEB.
Gerðuberg, félagsstarf.
Starfsfólk óskar öllum
þátttakendum og sam-
starfsaðilum gleðilegrar
páskahátíðar.
Gjábakki. Einmán-
aðarfagnaður verður í
Gjábakka fimmtudaginn
4. apríl kl. 14. Fjölbreytt
sköpunar- og skemmti-
dagskrá sem er sam-
starfsverkefni Digranes-
skóla, Leikskólans
Marbakka og Gjábakka.
Vöffluhlaðborð, allir vel-
komnir.
Vesturgata 7. Starfsfólk
Vesturgötu 7 óskar gest-
um og velunnurum
gleðilegra páska. 
Þriðjudaginn 2. apríl kl.
13.30-14 verður Lands-
banki Íslands hf. með al-
menna bankaþjónustu.
Fimmtudaginn 4. apríl
kl. 10.30 verður helgi-
stund í umsjón séra
Hjálmars Jónssonar
dómkirkjuprests, kór
Félagsstarfs aldraðra
syngur undir stjórn Sig-
urbjargar Petru Hólm-
grímsdóttur. Allir vel-
komnir.
Gullsmárabrids. Eldri
borgarar spila brids í
Gullsmára 13 mánu- og
fimmtudaga. Skráning
kl. 12.45. Spil hefst kl.
13. 
Sjálfboðamiðstöð Rauða
krossins, Hverfisgötu
105. Kl. 13-16 prjónað
fyrir hjálparþurfi er-
lendis. Efni á staðnum.
Allir velkomnir. 
Kvenfélag Seljasóknar.
Farið verður á leiksýn-
ingu hjá Leikfélaginu
Snúð og Snældu sem
sýnt er í Glæsibæ
fimmtudaginn 4. apríl.
Ath. breyttur fund-
ardagur. Sýningin hefst
kl. 20. Farið verður frá
Seljakirkju kl. 19.30.
Kenfélag Garðabæjar
heldur aprílfund sinn á
Garðaholti þriðjudaginn
2. apríl kl. 20.30. Góð
skemmtiatriði. Stjórnin.
Ferðaklúbburinn
Flækjufótur. Skráning
hafin í sumarferð sem
farin verður þann 27.
júní til 3. júlí nk. Uppl. í
símum 557-2468 og 898-
2468.
Kvenfélagið Fjallkon-
urnar heldur fund
þriðjudaginn 2. apríl kl.
20 í Safnaðarheimili
Fella- og Hólakirkju.
Séra Jóna Hrönn Bolla-
dóttir kemur í heim-
sókn. Allar konur vel-
komnar.
Minningarkort
Parkinsonsamtökin.
Minningarkort Park-
insonsamtakanna á Ís-
landi eru afgreidd í síma
552-4440 frá kl 13-17.
Eftir kl. 17 s. 698-4426
Jón, 552-2862 Óskar eða
563-5304 Nína.
Minningarkort Sam-
taka sykursjúkra fást á
skrifstofu samtakanna,
Tryggvagötu 26,
Reykjavík. Opið virka
daga frá kl. 9-13, s. 562-
5605, bréfsími 562-5715.
Minningarkort Krabba-
meinsfélags Hafn-
arfjarðar ( KH )
er hægt að fá í Bókabúð
Böðvars, Reykjavík-
urvegi 64, 220 Hafn-
arfirði s. 565-1630
og á skrifstofu K.H.,
Suðurgötu 44,II. hæð,
sími á skrifstofu 544-
5959.
Krabbameinsfélagið.
Minningarkort félagsins
eru afgreidd í síma 540
1990 og á skrifstofunni í
Skógarhlíð 8. Hægt er
að senda upplýsingar í
tölvupósti (minn-
ing@krabb.is).
Minningarkort Sjálfs-
bjargar, félags fatlaðra
á höfuðborgarsvæðinu,
eru afgreidd í síma 551-
7868 á skrifstofutíma og
í öllum helstu apótekum.
Gíró-og kreditkorta-
greiðslur.
Í dag er fimmtudagur 28. mars, 87.
dagur ársins 2002. Skírdagur. Orð
dagsins: Og þú skalt elska Drottin,
Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri
sálu þinni, öllum huga þínum og öll-
um mætti þínum.
(Mark. 12, 30.)
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
LÁRÉTT:
1 gróf, 4 spákona, 7 fórn,
8 kvæði, 9 ungviði, 11
mjög, 13 ránfuglar, 14
espar, 15 klár, 17 slæmt,
20 bol, 22 ófrjáls maður,
23 sjófuglinn, 24 orða-
senna, 25 skjóða.
LÓÐRÉTT:
1 lota, 2 slétta, 3 gaffal, 4
makræði, 5 ber, 6 pening-
ar, 10 húsgögn, 12 drif,
13 örn, 15 konungur, 16
þreyttum, 18 nárinn, 19
áma, 20 ker, 21 glatt.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 handbolti, 8 vænir, 9 gufan, 10 ata, 11 rósar, 13
remma, 15 hross, 18 hræða, 21 tær, 22 riðla, 23 okinn, 24
hrekklaus.
Lóðrétt: 2 annes, 3 dárar, 4 orgar, 5 tófum, 6 svar, 7
snúa, 12 als, 14 err, 15 horf, 16 orður, 17 stakk, 18 hroll,
19 ætinu, 20 agns.
Krossgáta
Staða 
ábyrgðarmanna
VEGNA nýlegrar könnun-
ar á stöðu ábyrgðarmanna
á Íslandi miðað við Norð-
urlönd, og væntanlegri að-
för að ættingjum öryrkjans
sem fékk ekki undanþágu
frá reglum um endur-
greiðslu námslána, langar
mig að leggja orð í belg.
Þannig er að ég hef orðið að
súpa fjöruna vegna
ábyrgða fyrir barnið mitt
og það voru ekki nein ferða-
eða bílalán sem ég gat
byrst mig yfir og kallað
óþarfa. Nei, það voru bara
þessi nauðsynlegu lán í nú-
tíma þjóðfélagi sem enginn
faðir með feðrum getur
neitað; skuldabréf vegna
náms í tölvuskóla, veðleyfi
vegna íbúðarkaupa og
uppáskrift vegna Visa-
korts. En það komu upp
vandræði og ég sit uppi
með verulegar greiðslur og
þá er ég að tala um tugþús-
undir á mánuði í mörg ár.
Svo vill annað barnið
mitt fara í nám erlendis,
ekkert sem ég hvorki vildi
né gat stoppað ? en ég varð
að gangast í 700 þúsunda
ábyrgð fyrir yfirdrætti hjá
bankanum. Í einhverjum
barnaskap hélt ég að þar
með væri ég sloppinn; það
eru allir að tala um þetta
guðdómlega gildi menntun-
arinnar og að aldrei sé nóg
gert í að auka við námslán
og aðgengi að þeim. Síðan
kom kallið núna í febrúar,
það var víst allt fast útaf
námslánunum og útlendi
skólinn vildi sitt. Svo ég
varð að fara með pennann
minn vestur í bæ (þar sem
skráður umboðsmaður
þessa barns míns býr) og í
mildu ljósinu þar gat ég séð
að ég var að gangast undir
sex milljóna króna ábyrgð.
Er ekki eitthvað sjúkt
við þetta? Þetta er opinber
lánasjóður sem á að stuðla
að jafnrétti til náms, en
hann er í raun að hnýta
naflastreng á milli mín og
þessa uppkomna barns
míns fyrir lífstíð. Ég á aldr-
ei eftir að geta sagt við
sjálfan mig: Jæja, nú hef ég
greitt öllum það sem þeim
ber og nú á ég svo eða svo
mikið eftir. Nei, ef ég verð
heppinn fæ ég bara öðru
hvoru tilkynningar um að
síðasta afborgun hafi ekki
verið greidd, en það er
langlíklegast að eftirstöðv-
ar þessa námsláns verði til
staðar með vöxtum og
vaxtavöxtum þegar lokið
verður sett á kistuna mína.
Venjulegur Íslendingur.
Dýrahald
Páfagaukur týndist
PÁFAGAUKURINN Pási,
sem er gulgrænn með
svörtum gárum, flaug út
um glugga í Sólheimum.
Þeir sem hafa orðið hans
varir hafi samband í síma
8634263 eða sendið póst:
gretarh@hi.is
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
FERMING er góður og
gróinn siður. Það er
ekki gert of mikið af því
að sýna börnum og ung-
lingum athygli og verð-
ugt að halda upp á það
að barni hafi verið kom-
ið upp. Breyttar þarfir
kalla á útgjöld fyrir
heimilið og ekki nema
gott um það að segja að
ættingjar leggi lið við
það að útbúa unglinginn.
Það er gott að fólk komi
saman af góðu tilefni og
á engan hátt neitt vont
um þennan sið að segja.
Þó er aldrei nema satt
að sjaldan skartar óhóf-
ið og jafnt hvort í hlut á
unglingur eða sextug
manneskja. Þó er full-
orðnu fólki ekki sýnd sú
ókurteisi að sagt sé að
það haldi upp á afmæli
sitt ?bara vegna gjaf-
anna?. Sýnum unga fólk-
inu þá kurteisi að gera
ekki lítið úr því og al-
vöru þeirra hvað ferm-
inguna varðar.
Fjölmiðlar ættu að
hætta þeirri tvöfeldni
sem birtist í því að hafa
uppi gagnrýni á ferm-
inguna og óhófið henni
samfara en hafa svo
drjúgar auglýsinga-
tekjur af öllu saman.
Þegar öllu er á botn-
inn hvolft er þetta svona
sem við lifum og okkur
sæmir síst hræsni í
þessu sambandi. Þá er á
það að minna að ekki
eru allir hlaupatíkur hé-
gómans og hafa veislu-
höld og kostnað eftir
efnahag sínum og gleðj-
ast yfir því að gleðja
aðra, hvort sem er í mat
eða gjöfum.
Fermingarbörnin eru
að sínu leyti sönn í því
sem þau eru að gera og
ekki hef ég hitt fyrir
mörg fermingarbörn
sem ég gæti fullyrt að
?séu bara að gera þetta
vegna gjafanna? og má
ég þó vel um dæma.
Við skulum fagna
þessu unga fólki sem er
að slíta barnsskónum og
óska því til hamingju
með lífið.
Jakob Ágúst 
Hjálmarsson
dómkirkjuprestur.
Ferming er góður og gróinn siður
Víkverji skrifar...
V
ÍKVERJA barst í hendur fyr-
irlestur sænska sagnfræðipró-
fessorsins Haralds Gustafssons,
sem fluttur var á norrænu sagn-
fræðingaþingi í Árósum sl. haust.
Þar fjallar hann um norrænt fræða-
samfélag sagnfræðinga eins og það
kemur honum fyrir sjónir:
?Einu sinni voru Svíi, Dani,
Norðmaður, Finni og Íslendingur,
sem ætluðu á sagnfræðingaþing.
Þar töluðu þeir í marga daga. Sví-
inn sagði: ?Kenningar, kenningar,
kenningar.? Daninn svaraði:
?Reynsluathuganir, reynsluathug-
anir, reynsluathuganir.? Norðmað-
urinn hrópaði: ?Noregur, Noregur,
Noregur!? ?Kenningar, kenningar,?
sagði Svíinn og kinkaði kolli,
?reynsluathuganir,? tuldraði Dan-
inn. Þá loksins blandaði Finninn sér
í samræðurnar: ?Vetrarstríðið.? Og
svo fóru þeir heim ? nei, annars,
það var Íslendingur þarna líka, en
hann sat allan tímann og var að
reyna að tjá sig á dönsku og náði
aldrei að koma neinu út úr sér.
Svo fóru þeir heim. ?Hvernig var
á norræna sagnfræðingaþinginu??
spurðu starfssystkinin. ?Það voru
fínar umræður um kenningar,?
svaraði Svíinn. ?Það komu fram
mjög skemmtileg sjónarmið um ut-
anríkisstefnu Kristjáns IV,? sagði
Daninn. Norðmaðurinn og Finninn
voru líka ánægðir með það sem þeir
höfðu sagt frá. Og Íslendingurinn
sagði: ?Ég er bara mjög ánægður,
þetta sem ég kom á framfæri vakti
mikla athygli.??
xxx
G
USTAFSSON tekur fram að
þetta sé mjög svo einfölduð
mynd ? það séu til sagnfræðingar,
sem hlusti hver á annan. Það sé
engu að síður staðreynd að menn
komi heim af sagnfræðingaþingum
og hafi orðið fyrir undarlega litlum
áhrifum af öðrum. Norrænir fræða-
fundir eigi að þjóna því hlutverki að
?losa um hugarfarslega spenni-
treyju þjóðríkisins? en prófessorn-
um finnst það ekki ganga sem
skyldi.
Gustafsson vitnar síðan til upp-
hafsorða skáldsögunnar Jarðar eftir
Gunnar Gunnarsson: ?Maðurinn
kemur og maðurinn fer á jörðunni,
fer og kemur.? Gustafsson tekur
fram að þessi orð hafi upprunalega
verið skrifuð á dönsku; Gunnar hafi
eins og fleiri íslenzkir rithöfundar á
svipuðum tíma náð vinsældum í
Danmörku með bókum, sem voru
skrifaðar á dönsku. Hann segir
þetta nú vera rannsóknarefni bók-
menntafræðinga: ?Hvernig gátu
þeir yfirgefið ?sitt? tungumál og
?sitt? land, landið sem hefur ?sína?
sögu? En hugsið ykkur, ef fleiri
þyrðu að koma og fara, ef við sagn-
fræðingarnir yrðum okkur meðvit-
aðri um þjóðlegar takmarkanir okk-
ar, ef við, í táknrænni merkingu,
reyndum að skrifa á dönsku af og
til! Það eru ekki ?lönd? sem eiga sér
sögu, heldur maðurinn. Norræn
saga getur verið leið fram hjá Sví-
anum, Dananum og þeim hinum,
jafnvel framhjá Norðurlandabúan-
um, að manninum.?
xxx
S
AGAN sem prófessorinn segir
er skemmtileg og flestir, sem
hafa tekið þátt í norrænu samstarfi
yfirleitt, kannast við sitthvað í
henni. Norrænt samstarf er að
flestu leyti einstakt og hefur orðið
mörgum fyrirmynd, en samt er enn
langt í land að menn brjótist þar úr
?spennitreyju þjóðríkisins?.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64