Morgunblaðið - 28.03.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 28.03.2002, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 49 DAGBÓK föstudaginn 26. apríl hefst helgarnámskeið í Aromatherapy Kennarar verða dr. Erwin Haringer læknir og Margret Demleitner, aromatherapist frá háskólasjúkrahúsinu í Munchen. Bæði fara um Evrópu til að kenna og halda fyrirlestra. Áframhaldandi nám verður í boði, með útskift í Aromatherapy (ilmolíufræði) Upplýsingar í Lífsskólanum sími 557 7070, fax 557 7011, lifskoli@simnet.is LÍFSSKÓLINN ILMOLÍUMEÐFERÐARSKÓLI Sími 557 7070 - Fax 557 7011 - lifskoli@simnet.is LÍTT þekkt hollenskt par fór með sigur af hólmi í EM-tvímenningnum í Ost- end, Van Glabbeek og Jan Maas. Sigur þeirra kom á óvart, en var mjög sannfær- andi – þau voru til dæmis efst fyrir síðustu lotuna og unnu hana. Fyrirfram voru Frakkarnir Paul Chemla og Catherine D’Ovidio talin sigurstrangleg, en þau end- uðu í fimmta sæti. Hér er slemma úr mótinu sem D́Ovidio spilaði: Norður ♠ 62 ♥ 43 ♦ 652 ♣ÁG9532 Suður ♠ Á ♥ ÁK109 ♦ KG7 ♣KD1086 Sex lauf í suður var nið- urstaðan. Hvernig myndi lesandinn spila með spaða- kóng út? Sagnhafi virðist eiga tveggja kosta völ – spila hjarta á tíuna eða tígli á gosann. Samkvæmt báðum leiðum þurfa tvö lykilspil að liggja í austur (DG í hjarta eða ÁD tígli). D́Ovidio reyndi að sam- eina leiðir með því að taka fyrst ÁK í hjarta og trompa hjarta, en uppskar ekki sem skyldi: Norður ♠ 62 ♥ 43 ♦ 652 ♣ÁG9532 Vestur Austur ♠ KD10983 ♠ G754 ♥ 875 ♥ DG62 ♦ Á108 ♦ D943 ♣4 ♣7 Suður ♠ Á ♥ ÁK109 ♦ KG7 ♣KD1086 Hún varð að fá niður DG blankt til að hagnast á þessari spilamennsku og í mótsblaðinu er bent á betri leið – að spila fyrst tígli á gosann. Ef gosinn heldur er best að spila á kónginn næst, en ef vestur drepur tígulgosann með ÁS má enn skipta yfir í tvísvíninguna í hjarta. Þannig eru mögu- leikarnir betur samnýttir. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake HRÚTUR Afmælisbörn dagsins: Þú ert djarfur og tekur hverri þeirri áskorun sem lífið færir þér. Árið á eftir að reynast þér heilladrjúgt. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú þarft fyrr eða síðar að horfast í augu við staðreynd- ir. Ef þú þarft að láta í minni pokann skaltu gera það með reisn. Naut (20. apríl - 20. maí)  Með sama áframhaldi mun vinna þín skila þér arði og ánægju. Farðu samt varlega því einhver reynir viljandi að villa þér sýn. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú munt eiga rólegan dag og gætir fengið óvænta heim- sókn sem gleður þig. Ekki hvað síst hversu góðar frétt- ir þú færð. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þér finnst þú vera að drukkna í verkefnum en mál- ið er að þú þarft bara að for- gangsraða hlutunum og leysa svo eitt mál í einu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú þarft að finna þér afdrep til þess að vera einn með sjálfum þér. Það er hverjum manni nauðsynlegt að íhuga málin í algjörum rólegheit- um. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Nú er þér óhætt að setja markið hátt ef þú gætir þess aðeins að ganga ekki fram af þér. Ekki gleyma að sinna þeim sem næst þér standa. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vertu óhræddur við að segja hug þinn því þá munu aðrir taka mark á þér. Svaraðu bréfum og skilaboðum strax. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þér verður mikið úr verki í dag þrátt fyrir mótlæti. Trúðu á sjálfan þig og hlust- aðu ekki um of á aðra. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það getur alltaf eitthvað far- ið úrskeiðis á ferðalögum svo þú skalt vera við öllu búinn. Leyfðu þér samt að njóta þess sem í boði er. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þrátt fyrir að vinnan geti verið krefjandi í dag, er mik- ilvægt að hugsa um heimilið og fjölskylduna. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú skalt vera varkár í um- ferðinni í dag. Láttu það ekki fara í skapið á þér þó allt gangi ekki eins og þú óskir. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Gættu þess að lenda ekki í skugganum af mönnum og málefnum. Tryggðu þér sæti í fremstu röð, þar sem menn veita þér og þínum málum nægilega athygli. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla 90 ÁRA afmæli. Laug-ardaginn 30. mars verður níræður Jón Óskar Guðmundsson, Langholts- vegi 44, Reykjavík. Eigin- kona hans er Sigurbjörg Ingvarsdóttir. Í tilefni af af- mælinu taka þau á móti ætt- ingjum og vinum í Safnaðar- heimili Áskirkju á afmælisdaginn kl. 15–18. 80 ÁRA afmæli. Laug-ardaginn 30. mars er áttræður Eiríkur Örn Gísla- son, Hamrabergi 38, Reykjavík. Eiríkur tekur á móti gestum á heimili sínu og dóttur sinnar milli kl. 15 og 17 á afmælisdaginn. 50 ÁRA afmæli. Laug-ardaginn 30. mars nk. er fimmtugur Þ. Steinar Viktorsson sölustjóri, dag- skrárgerðarmaður og hljóðfæraleikari, Laufrima 24, Reykjavík. Eiginkona hans er Jórunn Andreas- dóttir. Steinar, ásamt fjöl- skyldu og nánustu vinum, heldur upp á afmælið í Ás- byrgi Broadway laugar- dagskvöldið 30. mars eftir kl. 20. LJÓÐABROT HIN MIKLA GJÖF Hin mikla gjöf, sem mér af náð er veitt og mannleg ránshönd seint fær komizt að, er vitund þess að verða aldrei neitt. Mín vinnulaun og sigurgleði er það. Margt getur skeð. – Og nú er heimsstríð háð, og hönd hvers manns er kreppt um stál og blý. En eitt er til, sem ei með vopni er náð, þótt allra landa herir sæki að því. Það stendur af sér allra veðra gný í annarlegri þrjózku, veilt og hálft, með ólán sitt og afglöp forn og ný, hinn einskisverði maður: Lífið sjálft. Steinn Steinarr 1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. d4 d5 6. Bd3 Bd6 7. O-O O-O 8. c4 c6 9. cxd5 cxd5 10. Rc3 Rxc3 11. bxc3 Bg4 12. h3 Bh5 13. Hb1 Dd7 Hvítur á leik Staðan kom upp á Íslandsmóti skák- félaga sem haldið var í húsakynnum Brimborgar. Björg- vin Jónsson (2.360) hafði hvítt gegn Har- aldi Baldurssyni (1.935). 14. Bxh7+! Kxh7 15. Rg5+ Kg6 16. g4 Bxg4 17. hxg4 f5 18. He1 f4 19. Re6 He8 20. Dd3+ Kf7 21. Hxb7! og svartur gafst upp enda verð- ur hann mát eftir 21... Dxb7 22. Rg5+ Kf8 23. Df5+ Kg8 24. Hxe8+. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Ég er konan þín, hálf- viti. Ég sagði þér að setja upp gleraugun.       Smælki FRÉTTIR 11-11 búðirnar Gildir til 2. apríl nú kr. áður kr. mælie. Reyktur lax, 25% afsl. á kassa ................ 1.649 2.199 1.649 kg Grafinn lax, 25% afsl. á kassa ................ 1.649 2.199 1.649 kg SS koníakslegnar grísalundir, 20% afsl. á kassa ......................................... 1.599 1.999 1.599 kg Kjúklingalæri, 30% afsl. á kassa ............. 559 799 559 kg Kjúklingavængir, 30% afsl. á kassa ......... 599 799 599 kg Kjúklingalæri m/legg, 30% afsl. á kassa.. 476 680 476 kg Appelsínur ............................................ 125 229 125 kg Klementínur .......................................... 139 298 139 kg Helgartilboð féllu niður Eldri verðupplýsingar frá 11-11 birtust að hluta í tilboðsramma á neyt- endasíðu í gær. Hér á eftir fylgja tilboðin sem í gildi eru í verslunum til 2. apríl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.